Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 42
58 MANUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Afmæli „> w Ragna Erlendsdóttir Ragna Erlendsdóttir, starfsmaður ölfus Apóteks, Hjallabraut 14, Þor- láksnöfn, er sextug í dag. Starfsferill Ragna fæddist á Skíðbakka í Austur-Landeyjum og ólst þar upp. Að loknu skyldunámi i Landeyjun- um stundaði Ragna nám við Hús- mæðraskólann á Laugarvatni. Ragna hóf störf hjá Kaupfélagi Rangæinga 1958. Hún flutti, ásamt eiginmanni sinum, til Þorlákshafn- ar 1962 og hefur átt þar heima síðan. Ragna hefur stundað ýmis al- menn störf, s.s. fiskvinnslu og versl- unarstörf. Síðustu fimmtán árin hefur hún unnið í Ölfus Apóteki. Fjölskylda Ragna giftist 9..6. 1962 Sigurði Guðberg Helga- syni, f. 27.11. 1933, for- stöðumanni íþróttamið- stöðvar Þorlákshafnar. Hann er sonur Helga Jón- assonar, bónda í Selja- landsseli undir Vestur- Eyjafjöllum, og Guðlaug- ar Sigurðardóttur hús- freyju. Börn Rögnu og Sigurðar Guð- bergs eru Linda Björg Sigurðardótt- Ragna Erlendsdóttir. ir, f. 26.4. 1963, bókari í Þorlákshöfn en sambýlis- maður hennar er Vilhelm Björnsson, f. 11.9. 1965, vélamaður og eru börn þeirra Sigurður Fannar, f. 25.6. 1990, og Guðbjórg Ragna, f. 5.8. 1997; Guð- laug Sigurðardóttir, f. 10.9. 1966, fjármálastjóri hjá Árborg, búsett í Þor- lákshöfn, gift Björgvini Jóni Bjarnasyni, f. 8.1. 1966, framleiðslustjóra hjá Árnesi og eru börn þeirra Kristín Anna, f. 9.2. 1994, og Bjarni Berg, f. 16.5. 1998; Jónas Sig- urðsson, f. 16.5. 1974, búsettur í Þor- lákhöfn en sambýliskona hans er Áslaug Hanna, f. 30.11. 1972, hús- móðir og eru börn þeirra Margrét Sól, f. 5.2. 1995, og Matthías Máni, f. 5.7. 1999. Systkini Rögnu eru Árni Erlends- son, f. 19.12. 1936, oddviti á Skið- bakka í Austur-Landeyjum; Sigríð- ur Oddný Erlendsdóttir, f. 25.1.1943, starfsmaður við saumastofu, búsett á Skíðbakka. Foreldrar Rögnu voru Erlendur Árnason, f. 24.10.1906, d. 27.11.1988, oddviti á Skíðbakka í Austur-Land- eyjum, og Guðbjörg Jónasdóttir, f. 8.4.1907, d. 28.12.1980, húsfreyja. lo/iiii/t, SlaHaxcuKKttrSKattAoC 6uffetsk"á/Ho; S&iflíortl, só/ar ot/ so/abord. ANTIK GALLERY Vegmúla 2, sfmi 588 8600 Fréttir g\\t mll/< Hmitto Smáauglýsingar 550 5000 SICS HARSNYRTIVORIJR Rakarastofan Klapparstíg .-. <£ t -n 1 Kj' - Hl fif^i ^^. ___;i.... n'i p , -5 i É Forvitni og eftirvænting skín úr andliti þessara þriggja starfsmanna Landspítalans sem þarna virða fyrir sér teikn- ingar af fyrirhugðum Barnaspítala Hringsins sem rís innan tíðar á lóð spítalans. Kærumál alls konar hafa tafið fram- kvæmdir og orðið til þess að endurtaka hefur þurft alla skriffinnsku og umræður í nefndum hins opinbera vegna byggingarinnar. En nú líður að því að hægt sé aö bjóða út verkhluta og Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á Barnasprt- alanum, horíir með tillhlökkun til framtíðarinnar. Bamaspítalinn mun þýða byltingu í umönnun ungra sjúklinga en rúm verður fyrir um 80 börn á nýja spítalanum. Værðayvpðh;. íurvali íslenska útvárpsfélagið: Jón Axel aftur heim M.mL-huu 4 ¦ 108 RcyLjavíl: ¦ J5O0 Rix: 53.3 ',;>)0 • «\> tttyðjum „Eg er mjög ánægður með að vera kominn aftur til starfa hjá Islenska útvarpsfélaginu. Hér er margt spennandi fram undan," sagði Jón Axel Ólafsson sem ráðinn hefur ver- ið yfirmaður útvarpssviðs íslenska útvarpsfélagsins. Jón Axel starfaði áður hjá félaginu, meðal annars sem dagskrárstjóri Bylgjunnar, auk þess sem hann stjqrnaði og bar ábyrð á myndlyklaskiptum félagsins fyrir nokkrum árum. Jón Axel stofnaði og rak um tíma útvarpsstöðina Matthildi en verður nú yfirmaður allra útvarpsstöðva ís- lenska útvarpsfélagsins; Bylgjunn- ar, Mono, Stjórnunnar og svo út- varpsstöðvar Tvíhöfða sem hefur út- sendingar í byrjun næstu aldar. -EIR Tll hamingju með afmælið 6. desember 80ára Ebba Jósafatsdóttir, Brekkubyggð 16, Blónduósi. Teitur Þorleifsson, Sólheimum 27, Reykjavík. 75 ára________________ Þuríður Haraldsdóttir, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. 70ára Jenný Sólveig Ólafsdóttir, Laufvangi 7, Hafnarfirði. Þóra María Björnsdóttir, Hólavegi 31, Siglufiröi. 60ára_______________ Iðunn Ágústsdóttir, Gránufélagsgötu 31, Akureyri. Ólafur Magnússon, Veghúsum 31, Reykjavík. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, Aratúni 4, Garðabæ. 50 ára_______________ Álfdís Ingvarsdóttir, Gilsbakka 2, Neskaupstað. Brynjar Bjamason, Þinghólsbraut 56, Kópavogi. Ingunn Elín Hróbjartsdóttir, Hrauntúni 29, Vestmannaeyjum. Laufey Sigurfinnsdóttir, Stangarholti 36, Reykjavík. Rannveig G. Lund, Laugateigi 44, Reykjavík. Þorvaldur Stefán Jónsson, Búlandi 27, Reykjavík. 40 ára____________ Anna Sigrúnardóttir, Smárarima 52, Reykjavík. Eiríkur Björnsson, Hverafold 27, Reykjavík. Guðmundur Hreindal Svavarsson, Helgalandi 2, Mosfellsbæ. Guðrún Kristjánsdóttir, Bárugötu 16, Reykjavík. Hrönn Guðmundsdóttir, Læk, Selfossi. Ingólfur Sigmundsson, Hlégerði 25, Kópavogi. Jens Hjelm, Ferjubakka 10, Reykjavík. Víðir Bragason, Birkigrund 44, Kópavogi. Náöu forskotí í vlðsklptum á Vísi.is Jón Axel Ólafsson. visir.is N..tr,.'),i vWHnU'uim.!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.