Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 44
5©onn 60 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Hrossakaup stjórnar- flokkanna held að hrosskaup stjórnarflokkana með Byggðastofn- un og Seðlabanka séu einhver verstu og vitlaus- ustu hrosskaup og óhentugustu fyrir þjóðina, sem lengi hafa farið fram." Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður, á Alþingi. Hobbíið „Þetta er bara hobbí. Við höldum eins lengi áfram og við getum, eins lengi og fólk nenn- ir að hlusta á okkur, en við drögum línuna við það að fara að spila fyrir pítsur." Höskuldur í hljómsveitinni Quarashi, í Fókus. Sjö milljóna króna hjónaband „Nú síðast komust tveir hag- fræðingar að því að gott hjónaband væri sjö milljón króna virði á árs- grundvelli, með öðrum orðum: þau hjú sem eiga í lélegri sambúð þurfa sjö milljón- ir í viðbótartekjur til að tryggja sér sama „hamingju- stuðul" og þau lánsömu." Árni Bergmann ríthöfundur, ÍDV. Breiðtjaldsreisn Sinfóníunnar „í þessum upphama loka- f þætti sýndi hljómsveitin alla 1 þá breiðtjaldsreisn sem sin- I fónískur ritháttur hefur upp á f að hjóða, svo þröngar fellingar ? Háskólabíós glenntust út í j svimandi gímald." Ríkarður Ö. Pálsson, í Morg- I unblaðinu. Glæpurinn er horíinn í „Þetta eru góðar málalyktir. í Glæpurinn er horf- \ inn úr málinu og # það gleður mig að l Guðmundur Bjarnason heldur \ höfði sínu, enda § fagurt á að líta." I Össur Skarphéð- insson alþingismaður I um málalok eyðijarðarinnar Hóls, í DV Að vita og ekki vita \ „Á dagskránni veröur allt I sem fólk þarf að vita og þarf J ekki að vita um undirbúning *| jólanna." Sigurjón M. Egilsson, hjá X nýju Miðbæjarútvarpi, í DV. ¥ 1 Pétur Geirsson, hótelstjóri Hótel Borgarness: Hér þarf að efla skólakerfið DV, Borgarbyggð: „Ég get ekki svarað því játandi að ég sé sannfærður um það að útflutn- ings- og viðskiptaháskóli verði stofn- settur í Borgarnesi en ég hef trú á að það sé hægt ef menn leggjast á eitt," segir Pétur Geirsson, hótelstjóri og eigandi Hótel Borgarness, sem lagði fram tillögu um það að kannaðir yrðu möguleikar á stofnun útfiutnings- og viðskiptaháskóla í Borgarnesi á aðal- fundi Markaðsráðs Borgfirðinga fyrir skömmu. „Hugmyndin er svo sem ekki eldri en síðan í sumar, ekki í þessu formi allavega. Ég er hins vegar búinn að velta því fyrir mér lengi að hér verði að efla skólakerfið til þess að unga fólkið þurfi ekki að fara í burtu og hef verið með ýmsar hugmyndir í þessu sambandi. Mér datt þetta í hug í sum- ar, þegar ég heyrði tölur um aðsókn að hliðstæðum skóla í Reykjavík eins og ég er að hugsa um og þá fór ég að velta þessu fyrir mér. Ég ræddi þetta við forsvarsmenn Samvinnuháskól- ans á Bifröst og spurði þá hvort þeir væru tilbúnir að færa út kvíarnar hingað niður eftir þar sem ég tel að tiltekna þjónustu vanti í skólanum á Bifröst til að gera hann öfiugri og svo stutt væri á milli að hægt væri að reka þetta sem eitt skólasvæði. Þeir höfðu ekki áhuga á að sinna þessari hugmynd en ég ákvað að koma henni á framfæri á aðalfundi Mark- aðsráðs Borfirðinga sem er hug- myndabanki að eflingu atvinnu- rekstrar menningar og fleira í Borgarfirði, norðan Skarðsheið- ar. Sumum líst vel á og öðrum illa eins og gengur DV-mynd DVÓ að þetta sé hægt en það skeður ekkert í þeirri baráttu sem við heyjum við höfuðborgarsvæðið með stöðugu tapi öðruvísi en menn geri eitthvað og hugsi eitthvað." Pétur segir að það sé ekki of mikið að vera með þrjá háskóla í Borgar- firði. Mjög algengt er að millistigs- Maður dagsins skólar og æðri skólar séu staðsettir í jaðri borga eða stórborga erlendis, eða fyrir utan þær, vegna þess, sem reyndar er ekki á íslandi, að þar á að vera ódýrara að reka hús- næði vegna lægri fast- eignagjalda og minni tilkostnaðar þar sem komið er út fyrir dýrasta svæðið. í raun og veru ætti að vera ódýr- ara að búa á lands- byggðinni en inn- an Elliðaá en svoleiðis hér á Islandi eins og er. Ég hef þó trú á því að þróunin verði sú að skólar verði ekki endanlega i mið- borg Reykjavík, þar verði frekar mið- stöð viðskipta og banka og annað. Skólar ættu ekki að vera í miðborg. Þetta er ekki fyrsta hugmyndin sem Pétur leggur fram því fyrir nokkrum árum vildi hann láta bora jarðgöng undir Bröttubrekku og segir hann að það hafi veriö til þess að styrkja stöðu Vesturlands gagnvart Suðurlandi þannig að hægt væri að fara í feröir á vetrum og á sumrin í öruggara um- hverfi út frá Reykjavík. Dalamenn töldu það skref of stórt og tóku ekki undir og því datt hugmyndin út af í bili. Áhugamál Péturs hafa verið í kringum atvinnusköpun og þjónustu. Hann er búinn að vera i þjónustustörfum ¦ síðan hann man eftir sér og hefur ekki haft nein önnur sérstök áhugamál. Pétur er fráskilinn en á frá fyrra hjónabandi þrjú uppkomin börn og átta barna- börn. -DVÓ Geir Ólafsson syngur á Gauknum í kvöld. Geir og Fiirstarnir á Gauknum Söngvarinn Geir Ólafs- son er alltaf að láta að sér kveða meira og meira og er hann tíður skemmtikraftur á öldurhúsum borgarinnar um þessar mundir. Hann mun mæta hress á Gaukinn í kvöld ásamt Furstunum og syngja lög sem velflestir þekkja. í hljómsveit Geirs, Furstunum, eru engir aukvisar heldur landskunn- ir kappar, Guðmundur Steingrímsson er á tromm- ur, Carl Möller á píanó, Árni Scheving á bassa, og Þorleifur Gíslason á saxó- fónn. Skemmtanir Annað kvöld verður svo útgáfuteiti hjá hljómsveit- inni Frogs á Gauknum en hana skipar meðal annars gaiiir'l Gauksvinur, Gunn- ar Bjarni. Tónleikarnir bæði kvöldin er í beinni á www.xnet.is Myndgátan Lausn á gátu nr. 2572: Selfyssingur Myndgatan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. ||f | I I I I Leikið verður á orgel Grensás- kirkju í kvöld. Orgeltónleikar í kvöld kl. 20.30 verða orgeltón- leikar í Grensáskirkju. Árni Arin- bjarnar, orgelleikari kirkjunnar, mun leika orgelverk eftir Bach, prelúdíu og fúgu í G dúr, Að- ventu- og jólasálmaforleiki úr Orgelbuchlein eða litlu orgelbók- inni og að lokum Prelúdíu og fúgu í h-moll. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Jólatónar á aðventu Jónatónleikar eru í Tónlistar- skólanum á Akranesi eins og víð- ast hvar á landinu. Á þessum tón- leikum koma fram nemendur á ýmsum stigum tónlistarnámsins og leíka fyrir gesti fjölbreytta tón- Tónleikar list sem að mestu tengist jólahá- tíðinni og aðventunni. Að þessu sinni eru haldnir sex tónleikar í sal Tónlistarskólans á Akranesi og hefjast þeir allir kl. 20. Næstu tónleikarnir eru annað kvöld og siðan eru tónleikar á fimmtudagskvöld og síðustu tón- leikarnir eru 15. og 16. desember. í vetur eru tæplega þrjú hundruð nemendur í Tónlistarskólanum á Akranesi. Bridge Zia Mahmood er þekktur fyrir að spá mikið í sálfræðilegu hliðina við spilaborðið og spilar ekki alltaf upp á bestu líkurnar. Skoðum hér eitt spil með hann í sagnhafasætinu sem kom fyrir í keppni um lands- liðssæti í Bandaríkjunum í janúar síðastliðnum. Félagi Zia í þessu spili var Michael Rosenberg. Austur * KDG6 VÁKG7 * D64 * G4 * 5 * 1043 * K9852 * K952 N * 107432 » D65 * Á73 * Á3 * Á98 *982 * G10 * D10876 gjafari og enginn á hættu: Austur Suður Vestur Norður pass pass pass 1 ? pass 1 grand pass 2 grönd pass 3 grönd p/h Kerfi Zia og Rosenberg var stand- ard og vestur valdi að spila út hjartaþristi vegna þess að Rosen- berg opnaði á einum tígli. Zia ákvað að setja gosann í fyrsta slag og aust- ur drap á drottningu. Austur skipti yfir í spaða sem Zia drap á gosann í blindum og spilaði litlum tígli! til baka. Vestur drap tíu suðurs á kónginn og ákvað að skipta yfir í lauf, horfandi á gosann annan í blindum. Zia setti þristinn, austur ásinn og áttan heima. Þegar austur spilaði áfram laufi setti Zia tíuna, vestur drap á kóng og spilaði áfram laufi eins og til var ætlast. Zia sá að vörnin myndi óhjákvæmilega verða á undan að fría tígullitinn áður en hann gæti sjálfur búið til níunda slaginn og eina vinningsvonin var að búa til snotra blekkingu fyrir vörnina. Isak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.