Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 40
56 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Hringiðan Tolli fékk virðingarvott fyrir hjálpina frá bekkj- arfélögunum úr Sjötta AKG úr Varmárskóla í Mosfellsbæ. Leikritið Bláa herbergið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Björk Eiðsdóttir, Selma Björnsdóttir og Eva Mar- ía voru meðal frumsýningar- gesta. Mæðgurnar Þórhildur Þorleifsdóttir og Guðrún Arnarsdóttir voru meðal frufnsýning- argesta í Borgarleik- húsinu þegar leikritið Bláa herbergið var frumsýnt á föstu- daginn. Nýstárleg myndlistarsýning var opnuð í vistarverum Graf- íkfélagsins á föstudaginn. Þar voru listaverkin sýnd í skúff- um. Listakonan Valgerður Hauksdóttir sýnir Jóhönnu Garðarsdóttur í skúffuna sína. Ný koníaksstofa var opnuð á Eiðis- torgi á föstudaginn. Nafnið er einfalt og gott stofan heitir einfaldlega „Kon- íaksstofan". KR-ingarnir Sigurjón Magnús Egilsson oi Höskuldur Hösk- uldsson nýttu tæH ið og kynntu nýju KR-bókina. Ragnheiður Tryggvadóttir, listnemi í Listahá- skóla íslands, opnaði sýningu í nemendagaller- finu Gallerí Nema hvað við Skólavörðustíginn á föstudaginn. Heiða er hér með Guðrúnu Hilmis- dóttur á opnuninni. DV-myndir Hari Þrjár hestamannabúðir sam- einuðust í eina risastóra búð, Töltheima, á Fosshálsinum. Guðlaugur Pálsson, Jón Ingi Baldursson og Ásgeir Ás- geirsson sameinuðu búðirnar Hestamanninn, Reiðlist og Reiðsport. Hestamenn geta nú hætt að kvarta undan rasssæri því hestabúðin Ástund kynnti á föstudaginn nýja tegund af hnökkum sem þykja skjóta þeim gömlu ref fyrir rass. Harald- ur í Andra og Sig- urbjörn Bárðarson kynntu sér þessar nýju sessur. Krakkarnir i sjötta bekk AKG i Varmárskóla í Mosfellsbæ hafa að undanförnu staðið í ströngu með listamanninum Tolla við að mála tvær myndir sem nú eru orðnar að jólakorti. Með sölu á jólakortunum vonast krakkarnir eftir að afla nægilegs fjár til þess að heimsækja vinabekk í Síðuskóla á Akureyri. Ríkharð- ur Guðjónsson og Halldóra Huid Ingvarsdóttir afhenda hér skólastjóra Varm- árskóla Birgi Sveinssyni frummyndirnar til varðveislu í skólanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.