Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1999, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 Fréttir Hundruð sóttu um 21 einbýlishúsalóð í Grafarvogi: Byggingartilboö upp úr öllu valdi - hrikalegt úrræðaleysi og hækkandi fasteignaverð, segir Júlíus Vífill Svæ&iö í Grafarholti þar sem þær íbú&arbyggingar munu rísa sem nú var verið að bjóða út. DV-mynd Hilmar Pór „Þetta ber vott um hrikalegt úr- ræðaleysi og framtaksleysi í skipu- lagsmálum. Það er óþolandi og al- gjörlega óviðunandi að höfuðborg skuli ekki sjá til þess að íbúða- svæði séu skipu- lögð,“ sagði Júlí- us Vífill Ingvars- son, borgarfull- trúi Sjálfstæðis- flokks, um nýj- ustu umsóknir og tilboð í bygging- arrétt fyrir íbúð- arhús í Grafar- vogi. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg bárust 475 um- sóknir um 21 lóð, sem úthlutað var. Þá bárust 533 tilboð í byggingarrétt 111 íbúða í fjölbýlishúsum, 32 íbúða í raðhúsum, 12 ibúða í keðjuhúsum og 28 íbúða í tvíbýlishúsum. Júlíus Vifill sagði að Grafarholtið væri fyrsta íbúðasvæðið sem skipu- lagt væri af R-listanum eftir að hann komst til valda í Reykjavík 1994. Sú staðreynd að ekki hefðu verið skipulögð nein ný svæði hefði leitt til lóðaskorts og hækkandi fast- eignaverðs á höfuðborgarsvæðinu. „Við sjáum hvernig lóðaskortur- inn endurspeglast í þessu útboði, þar sem hundruð manna sækja um 21 einbýlishús," sagði Júlíus Vífill. „Það er erfitt að kalla þetta nokkuð annað en neyð því fólk á ekki um annað að velja. En það sem er ekki síður alvar- legt er að þau tilboð sem borist hafa í íbúðir sem þarna voru boðnar út eru margfalt yfir þeim gatnagerðar- gjöldum sem hafa verið í gildi í Reykjavík á undanfómum árum. Lágmarksgjöld voru sett vegna út- boðsins. Þau em mörg hver 50 pró- sent yfir gatnagerðargjöldum, eins og þau voru fyrir útboðið. Þrátt fyr- ir þaö eru menn að bjóða tvöfalda lágmarksupphæðina. Þessi útkoma mun augljóslega leiða til enn hækk- andi fasteignaverðs í Reykjavík, hækkandi leigugjalda, auk þess sem einhverjir munu ekki treysta sér til að fara út í húsbyggingar sem ella hefðu gert það. Hækkað fasteigna- verð mun auka á þensluna sem mun skila sér út í verðlagið. Áhyggjuefni manna í dag eru skuldir heimilanna sem eru að miklu leyti verðtryggð- ar. Við erum með verðbólguboltann í höndunum og ég tel að R-listinn sé þarna að koma af stað þeirri ógnar- legu þróun sem verðbólgan kallar á á öllum sviðum." -JSS Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi. Gjaldþrot Sæunnar Axels á Ólafsfirði: Grafalvarlegt mál - segir Ásgeir Logi Ásgeirsson bæjarstjóri DV, Akureyri: „Þetta er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem hér búum. Við munum nú setjast yfir þetta og meta hverjir möguleikar okkar eru í framhald- inu. Auðvitað vonaði maður að svona myndi ekki fara, en þetta er orðin staðreynd og við verðum að taka á því. Það er enginn uppgjafar- tónn hér,“ segir Ásgeir Logi Ás- geirsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, um þá stöðu í atvinnulífi bæjarins eftir að stærsti atvinnurekandinn, Fiskverkun Sæunnar Ax- els, hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta og 50-60 starfsmenn hafa misst vinnuna. „Það veit enginn á þess- ari stundu hvaða áhrif þetta kemur til meö að hafa hér í bænum. Þessir hlutir eru að gerast, og það á eftir að koma í ljós hvert fram- Ásgeir Logi Ás- haldið verður. Það má geirsson: „Petta er segja að við séum i miðjum grafalvarlegt mál.“ storminum og það verður DV-mynd gk ekki fyrr en fer að lægja að maður sér hvemig landið liggur. Við höfum verið í mikilli vamarbaráttu við að halda íbúatölunni hér í horf- inu og það hefur tekist, en það hefur ekki orðið nein aukning. Auðvitað er maður hræddur við hugsanlegar af- leiðingar þess að tugir manna missa atvinnu sína - að fólk hugsi sér til hreyf- ings,“ segir Ásgeir Logi. Hann segir að undanfarið hafi verið unnið að því að koma í gang fjarvinnslufyrirtækinu íslensk miðlun - Ólafsfjörður, þar sé búið að ráða um 10 manns. „Það hefur gengið hægt en sú starfsemi er að fara í gang á næstu dögum. Við höf- um einnig verið aö slægjast eftir störfum hjá Hagstofunni en það er ekkert á hreinu í þeim efnum. Þetta er áfall, en lífið heldur áfram og við munum berjast fyrir okkar byggðar- lag með þeim ráðum sem við kunn- um best,“ segir Ásgeir Logi. -gk Of lítil þióð - of stór heimur T mufj Tilnefningar til íslensku bók- menntaverðlaunanna fóru fram fyrr í vikunni. Rithöfundar, skáld og fulltrúar þeirra voru ekki fyrr komnir með blómin í fangið en óánægjan í íslenskum bókmenntaheimi braust fram í formi yfirlýsinga um hversu ónýtar þessar tilnefningar væru vegna þess að hinn og þessi hafði ekki verið tilnefnd- ur heldur þessi og hinn. Gagn- rýnendur lýstu tilnefningunni sem hallærislegu skrípói og óskuðu eftir rökum fyrir því að þessi og hinn hefði ekki verið tilnefndur. Og stöku rithöfund- ur tók undir en sá helst ljósið í Qölda tilnefndra ljóðabóka. Þær hefðu verið nær hunsaðar til þessa en hlytu nú uppreisn æru. Meðaltalstölfræði íslensku bókmenntaverðlaunanna væri borgið. Út- gefandi sagði að þjóðin væri kannski of lítil fyrir verðlaun eins og þessi. Þriggja manna nefnd sér um að tilnefna bók- menntaverk til þessara verðlauna. Það úrvalsfólk sem nefndina skipar er sér mjög meðvitað um hlut- verk sitt, ekki gengur að láta jafngóða dóma og vin- sældir meðal almennings villa sér sýn. Þetta eru jú íslensku bókmenntaverðlaunin. Og sögur um djúp- stæðan ágreining innan nefndarinnar, sem lekið hefur verið út, undirstrika að hart hafi verið tekist á um niðurstöðuna. Dagfari skilur því ekki hvað fólk er að væla yfir því að þessi eða hinn skuli ekki vera tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Lesendur verða að gera sér grein fyrir að þarna er ekki verið að velja vinsældalista sem endurspeglar vilja þjóöar- innar í þessum efnum. Þarna eru helstu bók- menntaspekingar á hverjum tíma aö velja fyrir þjóðina bestu skáldverkin. Því íslenska þjóðin hef- ur ekki hundsvit á bókmenntum og þess vegna á hún auðvitað ekki að hafa neitt um íslensku bók- menntaverðlaunin að segja - hvorki tilnefna skáld- verk né gagnrýna val dómnefnd- arinnar. Dómnefndin er einfær um valið. Og þar sem vit gagn- rýnenda á bókmenntum er um- deilanlegt, eins og viðbrögð þeirra við tilneíhingunum sýna, verður ekki séð hvaða erindi þeir eiga I fjölmiðla með hall- ærislegar athugasemdir sínar. íslensku bókmenntaverðlaunin eru ekki neinn skrípaleikur. En af því að Dagfari hefur snefil af bókmenntaviti þá veit hann að bækur sem þykja skemmtilegar, spennandi, lipur- lega og vel skrifaðar, mergjaðar, dásamlegar, hrífandi og svo magnaðar að lesandinn öðlast algleymi við lesturinn hafa of almenna skírskottm til að bók- menntaspekingar taki þær alvarlega. Að velja slík verk þýðir að bókmenntaspekingar missa sérstöðu sína og eiga á hættu að vera gagnrýndir fyrir eftir- látssemi við kröfur markaðarins. Þetta ættu vin- sælir höfundar að athuga næst þegar þeir stinga niður penna. Að öðrum kosti gætu þeir lenti í hremmingum eins og að hljóta Menningarverð- laun ónefnds dagblaðs og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í framhaldinu. Því þó þjóðin sé of lítil fyrir íslensku bókmenntaverðlaunin er heimurinn of stór fyrir þau. Dagfari sandkorn Kæri mágur f Sandkorni á dögunum var athygli vakin á því hvernig afstaðan til Fljótsdalsvirkjunar væri ólík innan fjölskyldna, t.d. að Friðrik Sophus- son, forstjóri Lands- virkjunar, og Guð- mundur Gunnars- son, formaður Raf- iðnaðarsambandsins og pabbi Bjarkar, væru bræðrasynir. Á ættfræðisíðu DV á þriðjudag var grein um Ólaf Örn Haraldsson, al- þingismann og ákafan náttúru- vemdarsinna úr Framsókn. Þar kom fram að systir Ólafs Arnar er Þrúður Guðrún, framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga. Eigin- maður Þrúðar er Þórður Friðjóns- son, þjóöhagsstofnunarstjóri, formað- ur undirbúnings- og samræmingar- nefndar 1 viðræðunum við norska ál- risann Norsk Hydro... Steypt og malbikað Þeir sem lýsa íþróttakappleikjum láta stundum undarlegustu hluti út úr sér eða, eins og Valtýr Björn Valtýsson sagði réttilega þegar hann lenti í torfær- um meðan hann lýsti leik Lazio og Chelsea í Evrópu- keppninni á þriðjudagskvöld: „Nú er ég heldur betur farinn aö malbika - kom- inn alla leið til Húsavíkur." Tölvu- póstur hefur undanfarið gengið milli manna með nokkrum gull- kornum úr kistu þeirra sem lýsa íþróttakappleikjum í sjónvarpi. Hér fara nokkur: .leiknum verður sjónvarpað i sjónvarpinu ... hann sprettur úr skónum ... hafa Lakers nú fengið nýjan nýliða ... og áhorf- endur baula á leikinn ... KR-ingar eiga hornspymu á mjög hættuleg- um stað ... fyrrverandi sonur þjáif- arans er á leið í annað félag ... þeir eru með bandarískan Ameríkana ... það er hellingur af fullt af fólki og Weah skallaði hann með höfðinu..." Kröftug barnamessa Séra Gunnar Bjömsson, Holts- prestur í Önundarfirði, hélt sem kunnugt er barnamessu á Flateyri fyrir skemmstu. Messan vakti at- hygli, ekki síst fyrir þær sakir að prestur- inn varð að fá leyfi biskups til að halda hana þar sem hann er ekki þjónandi sóknarprestur sem stendur. Tæpur tugur bama mætti til messunnar og fékk kristilega upp- fræðslu. Presturinn lá ekki á liði sínu því fyrst fór hann með 6 bænir með börnunum. Síðan voru þau látin syngja 17 sálma. Að þvi búnu las presturinn þeim langa sögu. Loks var fullorðnum boðið upp á kaffi en böm- unum djús. Djúsboðinu fylgdu til- mæli til barnanna um að nú skyldu þau fara að lita og gera verkefni... í sama liði? Nú hefur Jón Steinar Gunn- laugsson, þekktur lögmaður, verið kærður fyrir Lögmannafélagi ís- lands. Þó kæran sé í sjálfu sér ekki aðhlátursefni varð hún engu að síður tilefni stríðni af hálfu þeirra sem spila með honum fótbolta i hádeginu. Þeir gárungar minnhi á að Jón Steinar hefði farið fyrir liði lögmanna' sem spilaði einu sinni á ári við fang- ana á Litla Hrauni. Ef framhald yrði á kærum og klögumálum gegn hon- um gæti svo farið að hann þyrfti að skipta um lið... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @Ef. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.