Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 12
i2 $penning FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 ÐV Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir sinni huldumey Páll Höskuldsson í nýrri skáldsögu Eysteins Bjömssonar, í skugga heimsins, er - samkvæmt öllum venjulegum viðmiðunum - með þráhyggju. Hann vill að menn séu heiðarlegir, brjóti ekki gegn sannfæringu sinni og praktíseri það sem þeir predika, eins og sagt er á einni granntungunni. Sjálf- ur fer hann í einu og öllu eftir þessum regl- um og líf hans verður annað en auðvelt, eins og vænta má. Sagan gerist í Reykjavík um 1970 og er hefðbundin raunsæ skáldsaga. Það liggur beint við að spyrja höfund fyrst hvort hún styðjist við raunverulega viðburði. „Nei, ekki held ég það,“ segir Eysteinn, „en Páll á sér auðvitað margar fyrirmyndir í einstaklingum sem hafa fengiö köllun og barist viö ofureflið. Honum finnst hann verða að skera upp herör gegn hræsninni í heiminum. Hann er eins konar Kristsgerv- ingur.“ - Þekkirðu einhvem „Pál“? „Ja, það þarf ekki að fara lengra en í mál Helga Hóseassonar þó að auðvitað sé hans saga ólík sögu Páls og hans barátta önnur. Báðir eiga þeir þó í útistöðum við þjóðkirkj- una og láta reyna á það bann sem er við lýði að ekki megi hrófla neitt við henni.“ Ástin truflar - Hvemig kviknaði þessi saga með þér? „Ég hef alltaf verið hriíinn af fólki sem hefur þorað að standa eitt með sannfæringu sinni og jafnvel verið reiðubúið að kosta öllu til, fólki sem brýtur siðvenjur þjóðfélagsins. Flest gemm við málamiðlanir, lítum undan eða fram hjá, en svo eru hinir sem trúa því að sá sem svíki sína huldumey honum verði erfiður dauðinn. Þannig er Páll. Hann vill láta allt annað áður en hann svíkur sannfær- ingu sína. Svo kynnist hann ástinni og hún truflar hann. Hann á í óskaplegri innri bar- áttu.“ - Heldurðu að tilveran yrði ekki alveg Elísabet Jökulsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir ljóð og frumlegar smásögur. Eitt af hennar helstu höfundareinkennum em hin óljósu bil milli draums og veruleika og snið- ugir en um leið sárir útúrsnúningar úr lífi manneskjunnar, sársauka hennar, gleði, dauða og geðveiki, svo og hinn naívi stíll sem Kristin Ómarsdóttir er einnig þekkt fyrir. Nú hefur Elísabet gefið út sína fyrstu skáldsögu, Laufey, sem ber mörg af höfund- areinkennum hennar nema hvað naívi stíll- inn, sem alltaf hefur gætt textann léttleika þrátt fyrir sársaukann, hefur að nokkru vik- ið fyrir meiri alvöru og festu. Textinn er raunsærri en fyrr en þó laumast inn dular- full fyrirbrigði og tákn eins og höfundar er von og vísa. Sögusvið bókarinnar er kunnuglegt: sóöalegt bragga- hverfi á fimmta eða sjötta ára- tugnum. Persónur bókarinnar minna að mörgu leyti á persón- ur úr Eyjabókum Einars Kára- sonar nema hvað hér em lýsing- amar enn drungalegri. Hér gætir meira þunglyndis, meiri eymdar, meiri geðveiki. Og húmorinn sem gegnsýrir sögur Einars þrátt fyrir eymdina er í bók Elísabetar víðs fjarri. Hún dregur upp sára og átak- anlega mynd af fólki sem á hvorki til hnífs né skeiðar, er matarlaust dögum saman en dregur fram lífið með róti í öskutunnum eða hreinlega af gömlum vana. Af því það vill lifa og lifir einhvers staðar djúpt inni í von um betri heim. Aðalpersónan, unglingsstúlkan Laufey, er að eigin sögn „skinhoruð og rauðhærð" og gerir allt vitlaust (9). Hún er „auminginn" í hópnum, sú sem allir striða og laumast með- fram veggjum. Mamma hennar er alltaf „veik“ og það kemur í hennar hlut að passa Elísabet Jökulsdóttir. litlu systur sem fer óstjómlega í taugamar á henni. En í huga hennar fer margt fram. Þegar mest gengur á í hennar nán- asta umhverfi treður hún flug- um undir augnlokin sem er auðvitað táknrænt fyrir það að hún vill ekki sjá hið Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir ömurlega hlutskipti sem hún er neydd til aö búa við. Það sem heldur í henni lífsneistan- um er „ást“ hennar á Þ., sætasta stráknum í bekknum sem býr viö góð lífskjör en fyrirlít- ur samt foreldrana sem gefa honum enga ást, bara pen- inga. Sjónarhomið færist á milli Laufeyjar og Þ. Hún er sak- leysinginn sem öllu trúir þrátt fyrir ábendingar að „handan" en Þ. er þræltrufl- aður náungi sem lætur sig dreyma um að gera Laufeyju eitthvað illt. Lesandinn sér til skiptis inn í huga þessara tveggja persóna og það er óhugnanlegt að fylgjast með þróun mála: draumaheimi Laufeyjar og ísköldu raimsæi Þ. sem þráir aö pynta, særa og drepa. í tengslum við hugleið- a ingar þessara tveggja per- 1 sóna tekst Elisabetu að 1 DV-mynd Teitur þyggja upp magnaða ' spennu og hún gefur ekki þumlung eftir. Lesandinn velkist í vafa alla bókina: tekst Þ. ætlunarverk sitt eöa ekki? Og niðurstaðan er sjokkerandi sár. En það eru ekki aðeins hugleiðingar þessara tveggja einstaklinga sem Elísabet er að kljást við heldur samskipti fólks almennt og yfirleitt, gjána milli manna, jafnvel náinna ættingja, sem dýpkar jafnt og þétt. Laufey er kuldaleg, sár og óhugnanleg bók, vel skrifuð og þrælmögnuð. Bók sem vekur lesandann til umhugsunar um sam- skiptaleysið í samskiptum fólks og þær manneskjur sem fara verst út úr því; börnin sem þurfa fyrst og síðast ást, umhyggju og hlýju. Elísabet Jökulsdóttir Laufey Mál og menning 1999 Eysteinn Björnsson: Kristur fór illa út úr sinni baráttu, pfnd- ur og krossfestur, og enn ■ dag gera menn litiö meö hug- myndir hans. DV-mynd E.ÓI. óþolandi ef margir væru eins og Páll? „Jú, enda reynir samfélagið að losa sig við einstaklinga sem spyrja erfiðra spurninga, einkum hér áður fyrr þegar mannréttindin voru minni. Þeir voru oft á tíðum teknir af lífi ef þeir tóku ekki orð sin aftur. Kristur fór sjálfur illa út úr sinni baráttu, píndur og krossfestur, og enn i dag gera menn lítið með hug- myndir hans nema í orði kveðnu - um að bjóða hina kinnina, dæma ekki, elska náungann eins og sjálfan sig.“ - Þó að kenningar Krists liggi imdir texta sögunnar er óvíða vitnað í Nýja testa- mentið í bókinni, hins vegar byrjar hver kafli á ljóðbroti eftir Stein Steinarr. Til hvers eru þau? „Páli er gefið ljóðasafn Steins, Ferð án fyr- irheits, og það er kannski eina hald- reipi hans þegar allt er um garð gengið og hann fer að segja sögu sína. Hann þarf að fara krókaleiðir að sögu sinni og notar ljóðin til stuðnings. Páll er að reyna að finna sér stað í tilverunni - hlutverk. Maður er í heiminn kominn en veit ekki til hvers. Er til- gangur með því? Eða er þetta bara ferð án fyrir- heits? Ljóðabók Steins á að benda á þennan vanmátt, þennan efa.“ - Heldurðu að Páll hafi er- indi sem erfiði í þeirri veröld sem hann kemur inn í núna? „Ég veit ekki,“ segir Ey- steinn og brosir elskulega. „Kannski er ágætt að svona maður fái að koma í heiminn rétt fyrir jólin! Vonandi tekst honum að vekja okkur til umhugsunar - um tilgang okkar í lífinu." Ormstunga gefur í skugga heimsins út. Samkvæmt starfsreglum Dómnefiid um tilnefningar fagurbókmennta til Islensku bókmenntaverðlaunanna finnst sem mis- skilnings gæti í sambandi við tilnefiiinguna á bók Andra Snæs, Sögunni af bláa hnettinum. Að því hefúr verið ýjað í ljósvakamiðlum að nefndin hafi brotið reglur með þeirri tilnefiiingu en þvert á móti fór hún nákvæmlega að starfsreglum sem dómnefiidum eru settar. Þar segir: „Heimilt er að tilnefha bamabækur í báðum flokkum. Stjóm Félags bókaútgefenda leggur áherslu á að dómnefndum beri að hta á allar gerð- ir bóka af fúliri alvöm og að hvert verk skuli fa raunhæft mat á eigin forsendum." Því má bæta við að tilgangurinn með þessum tiinefningum var upphaflega sá að íjörga og dýpka umræður um bókmenntir síðustu vikur fyrir jól og þetta hefúr sjaldan tekist betur en nú. Um all- an bæ er fólk að þrefa um gildi ákveðinna bóka, bera saman reynslu sína og rífast jafnvel. Svona á þetta að vera! Fólk á jQöllum Ormstunga hefur gefið út bókina Fólk á fjöllum - Gönguleiðir á 101 tind eftir Ara Trausta Guö- mundsson og Pétur Þorleifsson. Höfundamir hafa áratugareynslu í ferðalögum á fjöllum og birta í bókinni ýmiss konar fróðleik um fjöllin og jarð- fræði þeirra og rifja iðulega upp fomar sagnir tengdar þeim. Gönguleiðum á fjöllin er lýst og kort sem sýna leiðimar em birt með hverjum tindi ásamt ljósmynd af fjailinu. Ólafur Valsson teiknaði göngukortin. Auk lýsingar í lengra máli em dregnar saman hagriýtar grunnupplýsingar um hverja leið (hæð, göngubyrjun, göngu- leið, uppgöngutíma, gönguhækkun, göngulengd, kort og leiðarmat). Þá era gefiiar fjórai' einkunnir eða tölugráður á skalanum 1-6 sem birtar em á súluritum svo hægt sé að meta í einni sjónhendingu hvað leið- imar em erfiðar, hvort maður þarf mikla tækni til að komast á leiðarenda og hvort niðurleið get- ur verið hættuleg ef skyggni bregst. Allar leiðimar eru valdar sem gönguleiðir, ekki klifurleiðir, en nokkrar þeirra útheimta jöklabúnað. Ljósmyndxm á Islandi Þjóðminjasafn íslands hefur gefið út bókina Ljósmyndun á íslandi 1950-1970 eftir Guðrúnu Harðardóttur sagnfræðing. Þar era viðtöl við sjö Ijósmyndara sem störfúðu á þessu tímabili og er viðtölunum fylgt úr hlaði með yfirlitsgrein um ljós- myndir á þeim tíma. Þar er rakin saga atvinnuljósmynd- unar og gerð grein fyrir starfsemi áhugamanna. Sér- stakur kafli er um sýningar- I hald. Viðtölin era við Donald Ingólfsson, Guðna Þóröar- son, Hjálmar R. Bárðarson, Leif Þorsteinsson, Jóhönnu Sigmjónsdóttur, Rafii Hafnfjörð og Sævar Halldórsson. Þar koma ffarn ýmsar hnýsilegar upplýsingar um þessa list- grein og sjónarmið ljósmyndaranna. Myndir era af verkum viðmælendanna og einnig er yfirlit- skaflinn ríkulega myndskreyttur. Ritið er til sölu á skrifstofu mynda- og muna- deildar Þjóðminjasafns Vesturvör 16-20 og fæst einnig í póstkröfu. MOSDl Hinumegin við heiminn Skjaldborg hefur endurútgefið skáldsöguna Hinumegin við heiminn eftir Guðmund L. Frið- finnsson sem íyrst kom út 1958. Formála ritar Ind- riði G. Þorsteinsson. Þegar sagan hefst fær Börkur Arason, gamall einsetumaður á kotbýli í sveit, óvænta heimsókn gilds manns að sunnan sem vill kaupa jörð hans og útvega honum betri bústað syðra. Heimsóknin veldur raski í huga gamla mannsins og að honum sækja minningar úr liðnum tíma. Er svo ídkin ör- lagasaga hans og undir henni skynjar lesandinn undiröldu íslandssögunn- ar í róti kreppuára og stríðsára. „Þessi tíð er liðin, en er þó hluti af kynslóðum þessarar aldar,“ segir hidriði í formála sínum. „Svo hratt hefúr skriðið á þjóðfélaginu verið þann tíma síðan Hinumegin við heiminn var skrifúð, eftir þúsund ára kyrrstöðu, að sagan er líkust gömlu landabréfi landkönnuðar sem var í tygjum við Morgmistjörnuna í leit að nýjum víðáttum.“ Guðmundur L. Friðfinnsson hóf feril sinn sem bamabókahöfundur en hefúr skrifað bækur af öllu tagi. Hann fæddist árið 1905 og lifir enn í hárri elli. Gjáin dýpkar Að vera trúr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.