Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Qupperneq 13
JÍ-J"V FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999
13
Sönn jólabók
Nýlega barst mér í hendur bókin
Þrá aldanna eftir Ellen G. White
sem fæddist árið 1827 en lést 1915. Á
bókarkápu segir að hún hafi verið
afkastamikiU rithöfundur og hefur
Þrá aldanna verið
þýdd á fjölda
tungumála og gef-
in út í þrem millj-
ónum eintaka.
Bókin er um líf
og starf Jesú frá
Nasaret, skrifuð af
einstakri næmni
og virðingu fyrir
viðfangsefninu,
djúpu innsæi og
yflrgripsmikilli
þekkingu á sögu
Gyðinga og helg-
um textum þeirra,
staðháttum í
Palestínu og þýðingu lögmálsins
fyrir samtíma Jesú, kjörum fólks og
skynjun á tilvistarspumingum þess.
Óhætt er að fullyrða að Ellen G.
White sé í fremstu röð kvenguð-
fræðinga sögunnar ef ekki sú allra
fremsta. Ég hef ekki lesið bækur
hennar á frummálinu, ensku, en
texti þessarar bókar er mjög læsi-
legur. Hann hefur fagra hrynjandi,
mikinn orðaforða og ljóðrænan stíl.
Helst mætti likja honum við litfögur
málverk í raunsæisstil sem birta
okkur myndir af lífi og starfi merk-
ustu persónu mannkynssögunnar,
Jesú Krists.
Bókmenntir
Öm Bárður Jónsson
Bókin skiptist í 87 kaila og er
hver þeirra byggður á einni eða
fleiri ritningargreinum. Viðfangs-
efnið er hjálpræðissagan, sú áætlun
Guðs að koma villuráfandi mann-
kyni til hjálpar og bjarga því um ei-
lífð alla. Þekking höfundar á spá-
dómum Gamla testamentisins, sam-
hengi sögu Gyöinga, frásögum Nýja
testamentisins og hvemig hún flétt-
ar þetta allt í heildstæða sögu með
svo hreinum og samfelldum stíl vek-
ur undrun og aðdáim. Ætla má að
þetta séu að stofni til prédikanir
sem raðað er saman
í tímaröð svo úr
verður samfelld
saga um aðdrag-
anda komu Krists,
fæðingu hans, líf og
starf, krossdauða,
upprisu og upp-
stigningu.
Bókin er listavel
þýdd af Gissuri Ó.
Erlingssyni, orð-
færi klassískt og
hvergi að finna að
ljóðrænn textinn
missi flug. Nú kann
að vera að guðfræð-
ingur sem þekkir orðfæri trúarrita
sé ekki dómbær að öllu á textann og
það hvemig hann kemur öðrum fyr-
ir sjónir. En textinn er fagur. Hann
er á „himnesku" eins og ég leyfi
mér að kalla það. Bogi Arnar Finn-
bogason las próförk og Þórhalls
Guttormssonar, íslenskufræðings,
kennara míns í Versló forðum, er
getið á titilblaði. Einvala lið sem
skilað hefur frábæru verki. Aftast í
bókinni er ítarleg atriðisorðaskrá
og skrá yfir ritningarvers sem gerir
bókina að uppsláttarriti sem gagn-
ast öllum vel sem vilja skoða útlegg-
ingu ákveðinna texta Biblíunnar
við fræðistörf, undirbúning prédik-
ana eða sjálfum sér til uppbygging-
ar.
Þetta er tilvalin bók handa þeim
sem vilja skilja kristindóminn og
sjá hjálpræðissöguna í samhengi,
bók sem ég vildi gjaman heyra ein-
hverja konu lesa upp í útvarpi á
aldamótaárinu því boðskapurinn í
Þrá aldanna mætir brýnni þörf
þjóðarinnar og í reynd allra þjóða.
Þrá aldanna er jólabók í orðsins
fyllstu merkingu.
Ellen G. White
Þrá aldanna. Meistarinn frá Nasaret
Gissur Ó. Erlingsson þýddi
Skin og skúrir
Villa, söguhetja Við enda regn-
bogans, er 9 ára prakkari. Hún býr
í Reykjavík hjá pabba sínum, tví-
burabróður og eldri systur. Pabbinn
er mikið að heiman í söluferðum og
mamma hennar er
á sjúkrahúsi. Binna
frænka sér um
heimilið á meðan.
Villa og Anna
Magga, vinkona
hennar, bralla ým-
islegt saman og
ekki allt eftir vilja
og óskum hinna
fullorðnu.
Strax í upphafi
sögunnar er Villa í
stórum vanda þar
sem hún er föst
uppi á húsþaki
heima hjá sér. Hún
kemst ekki niður því enginn er
heima og hún þorir ekki að fara þá
leið sem hún fór upp. Loksins þegar
nágrannamir hafa uppgötvað hana,
hímandi á þakinu í rigningunni, er
henni bjargað af -------------------
slökkviliði borgar-
innar. Nágrann-
amir skjóta yflr
hana skjólshúsi og
þar eignast hún
nýja vini þau, Ara
og Skvísu tíkina
hans. Villa lendir í ýmsum ævintýr-
um með vinum sínum og fljótfærni
hennar kemur henni sjálfri og fleir-
um stundum í bobba.
Höfundur á gott með að segja
sögu og texti bókarinnar rennur létt
og leikandi út í gegn. Léttleikinn er
raunar helsta einkenni bókarinnar.
Mikið er um kímni, og ævintýri
Bókmenntir
Oddný Árnadóttir
Villu og prakkarastrik kalla stund-
um fram bros á varir lesanda. En
þessi áhersla höfundar á léttleikann
veldur því að hún missir tök á
dramatískum hluta sögunnar og
___________ stóra vandamálið
hverfur bara eins og
hendi væri veifað.
Persónusköpun
sögunnar ber öll ein-
kenni afþreyingar-
sagna. Aðeins yfir-
borðið er kannað en
aldrei kafað djúpt.
Það kveður svo
rammt að þessu að
höfundur gleymir sér
stundum og færir vit-
undarmiðjuna frá
söguhetjunni. „Hún
virtist vera búin að
gleyma ógöngunum
sem var nýbúið að bjarga henni úr.“
Engin innri átök eiga sér stað þrátt
fyrir alvarleg veikindi móðurinnar,
sem hægt hefði verið að gera meiri
mat úr.
--------------- Sagan er greini-
lega skrifuð sem
afþreying krydduð
siðaboðskap og
sem slík stendur
hún undir vænt-
ingum. Hún er
skemmtileg af-
lestrar en skilur ekki mikið eftir hjá
lesanda.
Myndskreytingar Ólafs eru skýr-
ar og einfaldar og koma alveg á rétt-
um stöðum.
Helga Möller
Við enda regnbogans
Ólafur Pétursson myndskreytir
Fróði hf 1999
LAU
0
5 0
0
0
m
Traðarkot
Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu
Bílastæðasjóður
Vesturiand: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Gmndarfirði. Ásubúð, Búðardal. VestflrAln
Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Pokahomið, Tálknafirði. Straumur, (safirði. Rafverk, Bolungarvtk. Norðuriand: Kf. Steinqrímsfjarðai; Hólmavík. Kf. V-Hún.,
a, Sportmyndir, Blönduósl. Skagfirðingabúð, Sauöárkróki. Elektro co. ehf., Dalvfk. Radionaust, Akureyri. Nýja Filmuhúsið, Akureyri. öryggi, Húsavík. Urð,
lafirðinga, Vopnafirði. Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Stöðfirðinga. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Faskrúðsfirði. KASK Djúpavogi.
kur, Vík. Mosfell, Hellu. Arvirkinn, Selfossl. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Foto, Vestmannaeyjum. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósbogii
Jólapakkaleikur
Fyrsta spurning af sex.
Nefndu tvö vörumerki sem Bræðurnir Ormsson selja?
A. AEG og Nikon.
B. Pioneer og Olympus.
C. Sharp og Nintendo.
Svörin og svarseðiilinn er að finna i Jólablaði heimiiisins, útgefið af Bræðrunum Ormsson sem dreift
var með DV síðastliðinn fimmtudag. Þegar þú hefur svarað öllum spurningunum skaltu klippa
svarseðilinn út, fylla hann út og senda hann eða koma með til okkar i Lágmúla 8 eða til
umboðsmanna um land allt. Skilafrestur rennur út á hádegi á aðfangadag jóla.
Þrjátíu glæsilegir vinningar!
1. Pioneer hljómtækjasamstæða NS9 69.900 kr. Z. AEG þvottavél VV 1030 59.900 kr.
3. Olympus C-830 stafræn myndauél 49.900 kr. 4. AEG uppþuottavél 6280 59.900 kr.
5. SHARP helmaþiósamstæða 671 39.900 kr. 6. Pioneer DVD-spilari 525 39.900 kr.
7. Bosch hleösluborvél 14.900 kr. 8. Nikon myndavél Zoom 400 18.400 kr.
iíjjg 9. AEG Vantpyrino ryksuga 9.900 kr. 10.-14. Nintendo 64 leikjatölva 8.900 kr. 1
S3®' 5.-19. Game Boy Color leikjatölva 6.900 kr.
20.-30. Nintendo Mini Classic leikir 990 kr.
Vertu með í jólapakkaleiknum,
~ heildarverðmæti
w vinninga er um
500.000 kr.
vohtiiii'lal dg þjÐHUs]
Vampyrlno ryksuga
1.300 W
Lengjanlegt sogrör
Fimmfalt filterakerfi
Þrir fylgihlufjrt