Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Side 14
14
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999
Spurningin
Á aö bjóöa fiskveiöikvótann
upp á opnu uppboöi?
Eggert Hákonarson sjómaður: Á
uppboðsmörkuðum fæst hæsta
verð. Já, ekki spuming.
Katrín Ýr Óskarsdóttir: Mér gæti
ekki verið meira sama.
Ásgrímur Már Friðriksson nemi:
Ég hef ekkert um málið að segja.
Bryndís Gunnarsdóttir nemi: Já,
þetta er eign þjóðarinnar.
Guðbjöm Óskarsson: Mér er alveg
sama.
Lesendur
Vændi hérlend
is og erlendis
Árið 1963 kom upp mál í Bretlandi þar sem Christine Keeler, 17 ára vændis-
kona, stóö í sambandi viö ráöherra á sama tíma og hún átti í sambandi viö
starfsmann sovéska sendiráðsins. „Þetta dæmi segir sína sögu því menn úr
öllum stéttum leita á náöir vændiskvenna."
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Nú ætlar allt um koll að keyra
vegna svonefndra
súlustaða í höfuð-
borginni og ná-
grannabæjum. Á
þessum stöðum
má sjá ungar
stúlkur dansa
naktar á sviöi og
róla sér á súlu
legir kroppar sem létta íslenskum
karlpeningi lífið. Sjáifur hef ég oft
komið á einn þessara staða ásamt
vini mínum sem er fæddur fyrir
strið og man því tímana tvenna.
Okkur hefur fundist gaman að líta
þama inn og ekki trúi ég að vændi
sé mikið i boði þar.
En þegar rætt er um vændi, sem
er vist elsta atvinnugrein heims, er
ljóst að mörg hneykslismál hafa
komið upp í hinum vestræna heimi
í tengslum við það. Eitt mál er mér
minnisstætt í þessu samhengi en
árið 1963 kom upp mál í Bretlandi
þar sem 17 ára vændiskona,
Christine Keeler, stóð í sambandi
við ráðherra er hafði aðgang að
gögnum er snertu landvamir og
málefni NATO. Það sem verra var
þó var aö hún þjónaði einnig Rússa
sem var hemaðarráögjafi við sendi-
ráð Sovétríkjanna í London. Um
tíma var talið að hún hefði hugsan-
lega selt Rússum mikilvægar upp-
lýsingar um NATO en viö málaferli
reyndist svo ekki vera. Hinn 65 ára
ráðherra sem átti sína fjölskyldu
var settur út í kuldann.
Þetta dæmi segir sina sögu þvf
menn úr öllum stéttum leita á náðir
vændiskvenna. Trúlega hefur
vændi tíðkast lengi á íslandi í formi
lúxus fylgdarkvenna. En hvað þess-
ar erlendu súlustúlkur varðar þá tel
ég að leyfa eigi þessa starfsemi utan
við miðborgina og undir meira eft-
irliti. í þeim borgum sem ég hef
komiö tii erlendis blómstra þessir
staðir og er talið að þeir haldi niðri
kynferöisglæpum, gæti svo veriö
hér? Oscar Wilde sagði að eina leið-
in til að sigrast á freistingunum
væri að falla fyrir þeim, eða byrjaði
freistingin ekki í aldingarðinum
Eden þegar Eva gaf Adam eplið?
Skatturinn tók
jólapeningana
Sonja B. Haralds rithöfundur
skrifar:
Að hugsa sér! Við fengum rúm-
lega 15.000 krónur í desemberupp-
bót, jólapeninga okkar til að geta
keypt jólamatinn og annað fyrir
hátíðina. Af hverju grátum við
þá? Af þvi að 10.500 krónur tók
skatturinn jafnóðum af okkur,
svo eftir eru litlar 4.500 krónur í
jólahaldið. Fyrir öryrkja eins og
mig, sem hefur aldrei nóga pen-
inga, er með þessu verið að eyði-
leggja jólin.
Það virðist sama hversu oft
skrifað er um bág kjör öryrkja,
ekkert gerist. Áratugum saman
hafa öryrkjar barist árangurs-
lausri baráttu og þannig verður
það áreiðanlega lengi enn.
En hvers vegna? Það er vegna
þess að þeir sem ráða í þessu
gósenlandi hafa meira en nóg af
öllu og þeim virðist þess vegna
skitsama hvemig öryrkjar, ein-
stæðir foreldrar og eldri borgarar
lifa af í þessu landi við Norður-
pólinn. Það er einfaldlega guð-
leysi sem veldur þessu, náunga-
kærleikurinn er orð sem þessir
háu herrar þekkja ekki.
Frjálst er nú
fjallasal
Matthildur sendi ljóð og skrif:
Ég komst yfir skemmtilegt ljóö
sem DV ætti kannski að birta fyr-
ir lesendur sína. Það mun vera
eftir prestinn góða, séra Öm Bárð
Jónsson, sem skrifaði smásögu
um „fjallasaT eða fjallasölu, sem
fór eitthvað í taugamar á helsta
ráðamanni þjóðarinnar. Ljóðið er
sungið við lagið, Fijálst er í fjalla-
sal, og hljóðar svo:
Frjálst er nú fjallasal
fjölbreytt er hæðaval,
helst skal nú hagvöxtinn mæra.
Hátt tónar tröllakór
talar af viti sljór.
Viðemin fogru viil særa.
Háttvirt á hálendi
trölla er handbendi,
alþingi. Heiðum og hörgum
vill sökkv’ í djúpan sæ
sólblómum kast’ á glæ.
Gæsimar flýja með görgum.
Ári ályktana pappírs-
hersins lýkur
- ekkert gerðist í málum aldraðra, enda bjóst enginn við neinu
Margrét Hansen, aögerðahópi
aldraðra, skrifar:
Senn er ár aldraðra á enda og þar
með eru margar ráðstefnur að baki,
svo og ótölulegur aragrúi af álykt-
unum frá pappírshemum, en gamla
fólkið varð ekki fyrir neinum von-
brigðum, heldur ekki öryrkjar eða
aðrir láglaunahópar. Þetta fólk átti
sér hvort eð var enga von um
nokkrar betrumbætur á kjörum sín-
um.
Ég á f fórum mínum gamla úr-
klippu úr DV, frá 12. febrúar 1994,
grein eftir Hauk heitinn Helgason
ritstjóra, sem ber heitið: Afnám þrí-
sköttunar. Það vill svo til að þeir
þrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins,
sem stóðu að þingsályktunartillögu
um þetta efni, þau Sólveig Péturs-
dóttir, Guðmundur Hallvarðsson og
Vilhjálmur Egilsson, em öll á nú-
verandi þingi. Þess vegna vil ég
spyija þau hvort þau hafi nokkur
áform um að bæta úr á þessu ári
aldraðra.
Ég á einnig í fórum mínum aðra
úrklippu úr DV, hún er frá 12. sept-
ember 1995, eftir Jónas Kristjánsson
ritstjóra; Þjófar á þingi. Einnig
þessi grein er um skattamál. Ég vil
hvetja aldraða, öryrkja og alla lág-
launahópa til að verða sér úti um
þessa hressilegu fhnm ára gömlu
ádrepu, sem á vissulega rétt á að
birtast enn og aftur.
Hemja skal hagsveiflur
hífa upp munngeiflur
brosa mót mengunarskýjum.
Hlust’ ei á almenning
en fyrir smápening
selja skal álfursta þýjum.
Göngugatan kann aö vera í hættu.
Skilorðsbundnir dómar
eru hrein rökleysa
Ingvar skrifar:
Oft gerist það að menn eru
dæmdir skilorðsbundnum dómi,
að öllu leyti eða að hluta, sem
merkir að menn þurfa ekki að
taka út dóminn ef þeir brjóta
ekkert af sér meðan dómurinn
(skilorðið) gildir. Þetta má segja
að sé í lagi ef hinn dæmdi er við
fulla andlega heilsu og getur gert
sér grein fyrir réttu og röngu,
löglegu og ólöglegu.
Hins vegar hafa dómar oft fall-
ið þannig að kolruglaðir og veru-
leikafirrtir menn, jafnvel fíklar,
eru dæmdir skilorðsbundnum
dómi en það er hrein rökleysa. Þess-
ir menn geta á engan hátt gert grein-
allan
afnum
IKHI
íi:
ncl
Réttargæslan á Sogni, þar sem á til dæmis
vera geölæknir, viröist lítiö vera notuö.
armun á réttu og röngu sem er for-
senda þess aö menn bókstaflega
skilji eðli skilorðs. Mönnum þessum
er sleppt lausum á almenning - á
skilorði - og losnar ríkið þá við að
ala þá í tugthúsi. En þeir eru vita-
skuld jafnruglaðir og áður, jafn-
hættulegir og áður. Réttargæslan á
Sogni, þar sem á til dæmis aö vera
geðlæknir, virðist lftið vera notuð.
Með þessu móti er dómskerfíö
ekki sú vöm almennings sem það á
að vera, kolrugluðum mönnum
er sleppt lausum og öryggis al-
mennings ekki gætt. Stundum er
ekki gripið í taumana nógu
snemma þótt full ástæða sé til og
er síðasti hörmulegi atburður
ljósasta dæmi þess.
Nýleg ummæli hins veikburða
dómsmálaráðherra á Alþingi
gengu helst út á það að dópið
væri orðið svo dýrt að aðferðir
dópistanna væm orðnar hrotta-
fengnari en áður. Þeir byggju við
svo mikla dýrtíð, ekki orð um
° aukna vöm fyrir almenning
nema að einhver nefnd væri að
störfum!
Þegar svona ástand er ríkjandi í
þjóðfélaginu ættu dómarar að sjá
sóma sinn í því og skilja þá ábyrgð
sína að dæma ekki kolruglaða og
veruleikafírrta menn í skilorð sem
þeir hafa engin tök á að skilja eða
uppfylla en em þar með settir á göt-
una og heija á saklaust fólk alveg
eins og áður með hroðalegum afleið-
ingum. Slíkir dómar em hrein rök-
leysa.
Verjum göngu-
götuna
Reykvíkingur skrifar:
Með tilvísun til þess að Akur-
eyringar em að sletta sér fram í
flugvallarmál Reykvíkinga leyfist
mér að skipta mér af göngugöt-
unni þeirra, og það í fullri vin-
semd. Ég sá í Degi nýlega að
kaupmenn við göngugötuna hafa
áhyggjur af samkeppni sem þeir
fá í nýjú „molli“ í gömlu Sam-
bandsverksmiðjunum.
Formaður Kaupmannafélags
Akureyrar virðist þeirrar skoðun-
ar að eigi kaupmenn í gamla mið-
bænum að eiga möguleika skuli
bæjaryfirvöld opna aftur göngu-
götuna, Hafiiarstræti.
Þetta er fáránleg hugmynd.
Göngugata Akureyringa er til fyr-
irmyndar og ffiðsæll og skemmti-
legur staður í bænum þeirra sem
ég heimsæki alltaf þegar ég er á
Akureyri. Göngugatan er sú eina
sinnar tegundar á íslandi og vel
heppnuð framkvæmd.
Baéjarstjóm Akureyrar ætti aö
skella skollaeyrum við þessum
þrýstingi lafhræddra kaupmanna.