Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Síða 28
40
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999
Gefum
okkur Öllum betri framtíð
m w
Ert þú aflögufær?
Sviðsljós
Þurfti dáleiðslu til
að geta sungið
Geri Halliwell var lengi döpur eft-
ir viöskilnaðinn við Kryddpiumar.
En eins og margir aðrir meðal þotu-
liðsins hresstist hún við meðferð
hjá hinum fræga dávaldi Paul Mc-
Kenna.
Geri var í svokallaðri sjálfs-
traustsmeðferð hjá McKenna áður
en hún gaf út fyrstu sólóskífuna
sína. Samkvæmt frásögn breska
blaðsins Sunday Times var Geri
alveg að fara á taugum við tilhugs-
unina um að koma fram eftir við-
skilnaðinn við hinar Kryddpíumar.
Orðrómur er á kreiki um aö Mc-
Kenna hafi sagt eftirfarandi við
Geri: „Þú getur sungið, þú getur
sungiö, þú getur sungið." En vinir
Geri Halliwells segja þetta ekki rétt
eftir haft.
Að sögn vinanna lét McKenna
Geri slappa af á stómm sófa áður en
hann sagöi: „Þegar þú vaknar úr
þessari dáleiðslu veröur þú hress og
fuil hvatningar. Hvatningin verður
sterkari og sterkari þar til þú hefur
öðlast alit það sjálfstraust sem þú
þarft til að ná markmiðum þínum.“
Sunday Times hefur þetta eftir
vini Geri sem jafnframt fullyrðir að
hún hafi vaknað úr dáleiðslunni full
af lífsgleði og sjáifstrausti.
Geri er sögð leita enn til dávalds-
ins áður en hún kemur fram við
stór tækifæri. Og ekki ber á öðru en
að meðferð McKenna hafi borið ár-
angur. Þegar MTV-tónlistar-
verðlaunin vom afhent vsu- Geri
Halliwell í gamla góða Kryddpíu-
stuðinu. Ísíðasta mánuði sigraði
hún Emmu Bunton í keppninni um
efsta sætið á listanum yfir vinsæl-
ustu smáskífumar i Bretlandi.
Reyndar segja illar tungur að
Geri hafi reynt að vekja á sér at-
hygli með því að vera í sambandi
við plötusnúðinn Chris Evans um
skeið. Hann hafi einnig þurft á
athygli að halda vegna minnkandi
vinsælda. Sambandið hafi því verið
beggja hagur.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Einarsnes 60-64A
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að
breyttu deiliskipulagi við Einarsnes hvað varðar
lóðirnar nr. 60, 60A, 62, 62A, 64 og 64A við
Einarsnes. Lóðir 60A og 62A sameinast, lóð 64
skiptist og aðkomuleiðir breytast.
Tillagan liggur framm í sal Borgarskipulags- og
Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl.
10:00 - 16:00 frá 10 des. 1999 til 14. janúar 2000.
Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til
Borgarskipulags eigi síðar en 28. janúar 2000. Þeir sem
ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests,
teljast samþykkja hana.
kr. 65.900,-
TILB0Ð
Hvíldarstdll
íirtaui
kr. 39.900,-
Sí>umúla 28 - 108 Reykjavík - Simi 568 0606
Jennifer Lopez tók sig vel út þegar hún söng á Billboard-tónlistarverölauna-
hátiöinni í Las Vegas í vikunni. Símamynd Reuter
Brooke eins og
kakkalakki
Leikkonan Brooke Shields verð-
ur ef til vill bráðum að hætta að
leika í sjónvarpsmyndaflokknum
um Susan. Hvað eftir annað hefur
þurft að breyta útsendingartíma
þáttanna sem voru ákaflega vinsæl-
ir þegar þeir hófu göngu sína fyrir
þremur árum. Að undanfómu hefur
hins vegar áhorfendum fækkað og
eftir könnun á áhorfi í haust lét
sjónvarpsstöðin NBC þáttaröðina
hvíla sig. Tökur eru hafnar að nýju
en þeim lýkur i mars og eftir það er
allt óráðið.
„Ég er eins og kakkalakki. Það er
ekki hægt að losna við mig. Enn
hefur enginn sagt okkur að hætta,“
segir Shields. Hún kveðst ekki hafa
áhyggjur af atvinnuleysi. Hún þurfi
ekki lengur að vera áhyggjufuÚ.
Madonna mjög
vonsvikin
Söngkonan Madonna hafði
hlakkað til að leika á sviði í
London. Hún hafði þegið hlutverk
í leikriti Douglas Carters Beanes
en nú hefur hann hætt við. Um
var að ræða satíru og og átti
Madonna að leika fina konu frá
New York í leiknum. Söngkonan,
sem er búin að kaupa sér hús í
London, hafði vonast til að slá í
gegn eins og kvikmyndaleikkon-
an Nicole Kidman gerði i fyrra í
The Blue Room. Að sögn framleið-
andans Ripley-Duggans er
Madonna vonsvikin mjög.
Uppskrift Sophiu
aðhamingju
Leikkonan Sophia Loren, sem
hefur skrifað tvær matreiðslu-
bækur, veit hver uppskriftin er
að fjölskylduhamingju. „Að sitja
saman viö matarborðið, að hlæja
saman og gráta saman. Það er
þáttur í ástinni að elda mat,“ seg-
ir Sophia. Hún er þeirrar skoðun-
ar að foreldrar eigi að fylgjast bet-
ur með bömunum og þá einnig
matarvenjum þeirra. Sophia var á
dögunum í Mílanó að kynna nýju
bókina sína með ítölskum upp-
skriftum.
Var nær dáin af
stórum skammti
Síðastliðið sumar tók Liza
Minnelli of stóran skammt af
fikniefhum og var nær dáin. Hún
fannst meðvitundarlaus í eigin
ælu og var strax send í meðferð.
Stuttu áður höfðu birst myndir af
söngkonunni, sem er orðin 54 ára,
og á þeim sást að hún hafði fitnað
talsvert og elst. Það kom því
Bandaríkjamönnum á óvart á dög-
unum að sjá Lizu í góðu formi á
sýningunni Minnelli on Minnelli á
Broadway í New York. Á sýning-
unni, sem er hylling til föður
Minnelli, leikstjórans Vincents,
hæðist söngkonan að sjálfri sér og
fikniefnamisnotkun sinni.