Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Qupperneq 4
Áramótin fest á filmu:
Þessa vél getur þú fengiö af gjöf frá
Fókusi og Hans Petersen ef þú
nennir aö festa áramótapartííö þitt á
filmu.
Fókus
leitar að
Ijósmynd-
urum
Fókus ætlar að festa aldamótin
á fllmu og óskar eftir hjálp frá les-
endum sínum. Við deilum út fimm
Kodak Fun 2000 einnota mynda-
vélum i samvinnu við Hans Peter-
sen en hver vél getur tekið 39
myndir. Þeir sem viija spreyta sig
á þessu verkefni geta sent inn upp-
lýsingar um sjálfan sig og hvað
þeir ætla að gera um áramótin á
faxnúmer 550 5020 og merkt það
Fókusi eða á netfangið:
fokus@fokus.is. Verkefnið felst í
því að mynda áramótagleðina á
þinu heimili og bara allt það sem
þú lendir í þetta kvöld. Kodak Fun
2000 myndavélin sem notast á til
verksins er auðveld í notkun og
myndir úr einnota myndavélum
verða oft skemmtilegri og meira
spontant heldur en úr alvöru
myndavélum.
Aö verki loknu er vélunum
skiiað til Fókuss sem framkallar
myndimar og birtir í fyrsta blaði
Canon Ixus X-1 er sannkölluö útivist-
armyndavél sem þollr vel vond veöur.
eftir áramót. Sá sem tekur
skemmtilegustu myndina hlýtur
svo Canon Ixus X-1 myndavél að
launum. Þetta er vatnsheld, mjög
smart APS-myndavél sem er
tilvalin fyrir myndatökur í
rigningu, snjókomu eða
neðansjávar. Áhugasamir
vinsamlegast hafl samband sem
fyrst. Kannski lendir
áramótapartíið hjá þér á síðum
Fókuss...
GRIM-
„Bæöi guö og djöfullinn eru
margkynja," segir Guðrún S.
Gísladóttir sem leikur djöful-
inn í Þjóðleikhúsinu.
Djöfullinn er
Flestir líta á djöfulinn og guð
sem karlkyns. Eða hvað? Er þetta
kannski að breytast? Nútímaupp-
færsla Hilmis Snæs á Gullna hlið-
inu svarar þessari spumingu ját-
andi. í verkinu leikur nefnilega
kona djöfulinn. Djöfullinn er kven-
kyns. Það er hún Guðrún S. Gísla-
dóttir sem hoppar í gervi djöfuls-
ins. Gullna hliðið sem frumsýnt
verður annan í jólum í Þjóðleik-
húsinu mun því státa af kvendjöfli.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Gullna hliðið er sett upp hérlendis.
Sýningamar hafa verið margar og
fjölbreyttar en hafa þó allar átt það
sameiginlegt að djöfullinn hefur
alltaf verið leikinn af karlmönnum,
til dæmis þeim Lárusi Pálssyni, Er-
lingi Gíslasyni og Amari Jónssyni.
Það verður því að teljast svolítið
óvenjulegt að kona skuli leika þetta
hlutverk sem i gegnum tíðina hef-
ur verið talið karlhlutverk.
Margar venjur brotnar
„Ætli ég hafi ekki bara verið tal-
in djöfullegust og okkur finnst að
djöfullinn gæti alveg eins verið
kona eins og karlmaður og það er
kannski hugsunin á bak við þetta.
Það er ekkert flóknara en það,“ seg-
ir Guðrún um það hvers vegna hún
var valin í hlutverkið.
Heldur þú að það verði ekkert
skrýtið að leika djöfulinn?
„Nei, nei, ég held að það verði
voðalega gaman og þetta er óska-
hlutverkið mitt. Þetta er nefnilega
skemmtilegur texti og svo er hlut-
verkið svo frjálslegt. Ég má eigin-
lega gera hvað sem er og það hent-
ar mér mjög vel,“ svarar Guðrún
flissandi en viðurkennir samt að
hún viti ekki hvemig áhorfendur
eigi eftir að taka þessu. Sennilega
eiga þeir þó eftir að taka þessu
mjög vel því af hverju getur djöfull-
inn ekki alveg eins verið kona eins
og karl?
Það er kannski að koma fram
nýr hugsunarháttur sem endur-
speglast í þessu verki. Fólk er að
verða opnara fyrir ýmsum hlutum
sem höfðu einungis eina hlið fyrir
nokkrum ánun. Þetta er nútíma-
uppfærsla á verkinu sem sést í
mörgum smáatriðum en kannski
er það stærsta það að djöfullinn er
leikinn af konu sem, eins og áður
segir, hefur ekki verið gert áður.
Guðrún vill ekki fara nákvæmlega
út í það hvemig verkið er nútíma-
legt en segir að það séu fleiri venj-
ur brotnar í þessu verki og það
veröi bara að koma á óvart.
Er þetta stórt hlutverk sem þú
leikur?
„Já, djöfullinn leikur stórt hlut-
verk. Hlutverkið þjónar helmingn-
um,“ svarar Guðrún og er þögul
sem gröfin þvi hún vill ekki segja
meira.
Efdjöfullinn getur verið kona get-
ur þá guð ekki líka veriö kona?
„Ég get bara svarað fyrir sjálfa
mig og ég held að bæði guð og djöf-
ullinn séu margkynja, nema þetta
Guðrún S. Gísla-
dóttir leikkona fékk
hlutverk djöfulsins
í Gullna hliðinu.
Hana hefur alltaf
langað til að leika
karlhlutverk því að
hún segir þau
miklu skemmtilegri
en þau sem skrif-
uð hafa verið fyrir
konur. Það má því
segja að draumur
hennar hafi ræst í
djöflinum.
sé bara eitt af því sama, kannski
hvorugkyns."
Alltaf fjör hjá djöflinum
Guðrún viðurkennir að þetta sé
vissulega skrýtið hlutverk og
kannski eitt af því skrýtnasta sem
hún hafi leikið. Þetta er karlhlut-
verk en hana hefur oft langað til að
leika hlutverk sem skrifað hefur
verið fyrir hitt kynið.
„Já, mig hefur oft langað til að
leika karlhlutverk því að þau em
yfirleitt miklu skemmtilegri í leik-
bókmenntunum. Ég hef verið að
væla um að fá karlhlutverk í mörg
ár en ekki fengið það fyrr. Þannig
aö stóra stundin er runnin upp.
Þetta kom vel á vondan.“
Að hvaða leyti finnst þér karlhlut-
verk vera meira spennandi en kven-
hlutverk?
„Þau eru bara bitastæðari, kraft-
meiri oft á tíðum og með skemmti-
legri texta. Konur eru alltaf annað-
hvort góðar meyjar eða hórur. Svo
em líka nokkrar mömmur og ein
og ein drottning. Svoleiðis eru nú
leikbókmenntimar,“ svarar Guð-
rún og viðurkennir að hún sé mjög
fegin því að Hilmir sé að reyna að
brjóta upp venjumar sem tíðkast
hafa í þessu verki.
En ertu ekki komin í jólaskap,
Guðrún?
„Jú, veistu, ég held það bara.“
Er það ekkert erfitt þar sem þú ert
í hlutverki djöfulsins meira og
minna allan daginn?
„Nei, nei, það myndi ég ekki
segja. Það er nefnilega alltaf fiör
hjá djöflinum," svarar Guðrún að
lokum og bætir því svo við að þetta
sé mjög skemmtilegt verk. -tgv
JOL NR. 2000... ÆTLI MAÐUR VERÖI
EKKI Aö FAR.A AÐ TRÚA 'a ÞETTA ?
JÁ...G.TLI MAÐUR BÍÐI EKKI MEÖ bAÖ...
ALLAVEGA SVONA FRAM YFlR ALDAMÓT...
S3A WVERNtG SÁ GAMLI TAKLAR TVÖÞÚSUND-
VAN DAKIKI... HVORT NAGLARNHR HAlDI...
f Ó k U S 17. desember 1999
4