Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 29
bíódómur Stjörnubíó What Becomes ofthe Broken Hearted? ★ ★★ Franski leikstjórinn Luc Besson hefur gert íburðarmikla kvik- mynd um þjóðardýrling Frakka, Jóhönnu af Örk, og er myndin, sem er ein dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið í Evrópu, ein af jólamyndunum í ár. Bláeygði sakleys- mafían nginn og í Mickey Blue Eyes, sem er jóla- myndin í Háskólabíói, leikur Hugh Grant Mickey Falgate, breskan upp- boðshaldara sem starfar í New York. í stórborginni hefur hann kynnst ungri stúlku, Gina Vitale (Jeanne Tripplehom), sem hann er ákaflega hrifinn af. Dag einn, þegar þau sitja yfir kvöldverði, biður hann hennar. Viðbrögðin verða á þann veg að hún hleypur grátandi út úr veitingahús- inu. Þessi viðbrögð hennar verða skiljanleg þegar Michael hittir fóður hennar, Frank Vitale (James Caan), sem er háttsettur meðlimur í Garzi- osi-fjölskyldunni, grimmustu mafíu- fjölskyldunni í New York. Gina út- skýrir fyrir Michael að hún geti ekki gifst honum þar sem faðir hennar og vinir hans hafa hingað til eyðilagt öll hennar sambönd. Michael telur henni þó hughvarf og Gina lofar að giftast honum. Michael hefur allan hug á að halda sig fjarri mafíunni, en það reynist honum erfitt. Það er ekki bara það að fjölskylduvinirnir vilji hjálpa unga parinu heldur vill mafí- an einnig hafa not af uppboðunum sem hann stjómar. Og áður en Mich- ael veit af er FBI farin að gruna hann um peningaþvott. Þegar Mich- ael reynir að losa sig út úr vandan- um tekur ekki betra við og þegar Gina kemst að því að kærastinn er orðinn samsekur um morð slítur Hugh Grant og Jeanne Tripplehorn leika kærustupar með ólíkan bakgrunn í New York. hún trúlofuninni. Fara nú í hönd kostulegar til- raunir hjá Mich- ael þar sem hann reynir öll brögð til að vinna unn- ustu sína aftur. Auk fyrr- nefndra leikara eru í aukahlut- verkum James Fox, Burt Young, Joe Viterelli. Leikstjóri er Kelly Makin sem hingað til hefur að mestu leyti verið í auglýs- ingabransanum og leikstýrt tón- listarmyndbönd- um. -HK Mikki bláeygði er ekki í miklum metum hjá hinum hörðu körlum í mafíunni. Hin guðs útvalda stríðsmær Háskólabíó sýnír á jólunum nýjustu kvikmynd Hughs Grants, gamanmyndína Mickey Blue Eyes, þar sem hann leikur sakleysingja sem lendir í innsta hring mafíunnar Út úr víta- hríngnum Heilög Jóhanna (Milla Jovovich) kemur með lið sitt til Orleans þar sem skæð orrusta var háð. Hinn fimm ára gamla Eitt sinn stríðsmenn var eftirminnileg mynd um Maoríafjölskyldu á Nýja-Sjá- landi og þann vítahring sjálfseyð- ingar, ofbeldis og örvæntingar sem sérstaklega heimilisfaðirinn, Jake, var fastur í. Sá harði nagli var fantavel leikinn af Temuera Morri- son og hér er hann kominn aftur í beinu framhaldi myndarinnar. Þeg- ar hér er komið við sögu er hann í tygjum við aðra konu og hefur ekki séð böm sín eða konu i nokkur ár. Jake heldur uppteknum hætti við drykkjuskap og slagsmál en okkur er ljóst að þróttur hans hefur minnkað. Nýja konan lætur heldur ekki bjóða sér neina vitleysu en Jake virðist ekki sjá neina aðra leið út úr lífmu en að þræða glötunar- braut vítahringsins. Þegar eldri sonur hans er myrtur í klíkubar- daga leitar yngri sonurinn til hans í hefndarhug. Jake neitar honum um hjálp en þegar sonurinn Sonny tekur til sinna ráða með aðstoð kærustu hins fallna bróður neyðist Jake til að skerast í leikinn og um leið kviknar með honum sú hug- mynd að ef til vill þurfi hann að takast á við róttækar breytingar á lífi sínu. Líkt Og fyrri mvndin er hessi af- skaplega sterk frásögn, óvægin og miskunnarlaus. Þó að Jake sé í hvorugu verkinu aðalpersónan hverfast þau bæði engu að síður um þennan vegvillta mann sem er fast- ■# ur í gildrum fátæktar, vonleysis og glataðrar sjálfsmyndar. Maoríarnir eru sundurleitur hópur stríðs- manna sem komu frá Polynesíu til Nýja-Sjálands fyrir um þúsund árum, á þessu tímabili dunduðu þeir sér við að murka lifið hver úr öðrum þar til Bretar og aðrir Evr- ópumenn komu tU landsins á fyrri- hluta nítjándu aldar og tóku tU við að þurrka þá út eftir að hafa svikið þá um landsskiptasamninga. í dag eru þeir aðeins um 10% þjóðarinn- ar og þessar myndir virðast segja^ okkur að margir þeirra hafi ekki náð að aðlaga sig að breyttum tím- um. Þetta eru eftirtektarverðar sög- ur sem, þrátt fyrir að liggja mikið á hjarta um hlutskipti Maoríanna, fjaUa fyrst og fremst um hið mann- lega ástand af hispursleysi og án vorkunnsemi. Leikstjóri: lan Mune. Handrit: Alan Duff eftir samnefndri eigin skáldsögu. Aðalhlutverk: Clint Eruera, Temuera Morrison, Nancy Brunning, Edna Stirling, Rena Owen. Ásprimnr Sverrissnn Á öðrum degi jóla verður frum- sýnt hér á landi í Stjörpubiói og Sam-bíóunum nýjasta stórvirki franska leikstjórans Luc Bessons (The Fifth Element, Leon, La femme Nikita), The Messenger: Joan of Arc. í myndinni segir hann sögu franska dýrlingsins Jóhönnu af Örk sem taldi sig vera sendiboða guðs tU að frelsa borgina Orleans úr höndum Englendinga og vopn- aðist og klæddist brynju að karl- manna sið og leiddi her Frakka tU sigurs. Jóhanna af Örk fæddist 1412 þeg- ar Frakkland var hersetið af Eng- lendingum. Þegar Jóhanna haföi aldur tU lá hún nánast á bæn í tíma og ótima og hún fór að heyra raddir. Raddimar segja henni að hún sé hinn útvaldi sendiboði drottins og henni sé ætlað að frelsa Frakk- land frá glötun. Eftir að hún hef- ur verið áhorfandi að því að Eng- lendingar nauðga og myrða átján ára systur hennar er hún send í fóstur til frænku sinnar. Sextán ára gömul fer hún á fund hins ókrýnda konungs, Karls VII, og nær um síðir að sannfæra hann um að hún sé hin útvalda, það sé hennar hlutverk að leiða Frakka tU sigurs. Hún fær her og leggur tU at- lögu og tekst með ákafa sínum og innri sannfæringu að leiða franska herinn tU sigurs. Hún sýnir fágæt- an sigurvUja þegar hún fyrir mönnum sínum ræðst á ensku varnarlínuna og splundrar henni en þegar hún fer fram á meiri herafla tU aö láta kné fylgja kviði og ná París úr höndum Englendinga er henni neitað um meiri herstyrk. Karl VII hefur ver- ið krýndur og vUl friðmælast við Englendinga og svíkur Jóhönnu í hendur óvinarins og píslargangan hefst. Auk Millu Jovovich leika í myndinni John Malcovich, Faye Dunaway, Dustin Hoffman, Tcheky Karyo, Vincent Cassel og Timothy West. -HK 17. desember 1999 f ÓkllS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.