Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 14
plötudómur
Selma
- I Am ★ ★★
Hún Selma syngur vel á
plötunni en er ekki meö
kraftmikla rödd, hún er
mjög stelpuleg. Þannig
kemur sér vel að hún kann
að dansa og er æðislega
sæt, smellpassar í uppgang
gaggógellanna í anda
Britney Spears.
Þéttur
gaggó
-pakki
Ég verð að viðurkenna það að
þegar hún Selma litla lipurtá fór
utan nú í vor til að taka þátt í
Evróvisjón var ég ekki mjög
spenntur og sagðist jafnvel ekki
ætla að horfa, kannski bara með
öðru auganu. En þegar á hólminn
var komið var ég, eins og allir
aðrir, kominn á stólbríkina,
bölvandi hinum og þessum fyrir
að gefa „okkur“ ekki fullt hús
stiga. Je, you’re all out of luck if
you wanna give up/Hei je, ó je, ó
je. Selma meikaði það í keppn-
inni, þó svo að hún hafi ekki
unnið, og nú á sko að fara alla
leið með dæmið. I am er tólf laga
plata sungin á ensku, auðvitað,
með mikinn söluþef af sér. Öll
lögin eru vandlega hljóðblönduð
af Þorvaldi Þorvaldssyni og skil-
ar hann frá sér mjög þéttum
pakka í margreyndum europopp-
stíl. Þannig eru textamir líka,
eins og t.d. í Take Your Time:
Come on dance to the beat/ Come
on move to the groove/ Jive to
the drive in your soul. Allt er
þetta eitthvað sem manni finnst
maður hafa heyrt áður en það er
einmitt galli plötimnar. Hún fer
af stað með laginu Hit girl, dada
dú dara diskósmellur, og er stefn-
an sett þar. Hún er eiginlega öll í
þeim geira fyrir utan nokkur
hugljúf, róleg lög. Þar stendur
helst upp úr All Alone, grípandi
lag með blæðandi hjörtum og
nettu Titanic-bragði. Tvö gömul
Todmobil-lög skjóta þama einnig
upp kollinum í nýjum búningi,
Play My Game og Laurie (Stúlk-
an). Bæði hafa þau farið í alls-
herjar meikóver og em orðin flat-
ari fyrir vikiö. Samt em þau með
betri lögum plötunnar. Betri lög-
in era fleiri, það má einnig nefna
I am, sem virðist smellpassa í út-
varpsspilun, og All the Wrong
People (bara spuming um tíma
hvenær það fer af stað). Hún
Selma syngur vel á plötunni en
er ekki með kraftmikla rödd, hún
er mjög stelpuleg. Þannig kemur
sér vel að hún kann að dansa og
er æðislega sæt, smellpassar í
uppgang gaggógellanna í anda
Britney Spears. Jafnvel myndi
hún una sér betur við hliðina á
Jennifer Lopez, ef út í það er far-
ið. Þá og þangað til er I am þétt-
ur pakki sem líður fyrir það
hversu karakterlaus hann er.
Halldór V. Sveinsson
, HeyKjavíK~et
^ og Moskvu
Edda Björg, Jóhanna Vigdís og Nanna Kristín leika rússneskar kynæsur sem líkjast sko ekki Juliu Roberts.
Iðnó frumsýnir
leikritið Stjörnur
á morgunhimni
þann 29. desem-
ber. Verkið fjallar
um gleðikonur
og utangarðsfólk í
Moskvu árið 1980.
Öllu er flaggað
vegna hátíðarhald-
anna og óæskiiega
ógæfufólkið sett í
felur. Þrjá leikkonur
í verkinu ræddu
um gleðikonurnar
sem þær leika og
kynæsur almennt.
Þessa dagana æfa leikkonumar
Edda Björg Eyjólfsdóttir, Jóhanna
Vigdís Amardóttir og Nanna Krist-
ín Magnúsdóttir rússneska leikrit-
ið Stjömur á morgunhimni. Verkið
fjallar um gleðikonur og leikkon-
umar spjalla um stykkið og gleði-
konur almennt. Þær súpa kaffi og
byija á því að minnast á persón-
umar sem þær leika. Edda tekur
fyrst til máls og afgreiðir sína per-
sónu með orðunum: „Lora býr til
draumaveröld." Jóhanna íhugar
eitt augnablik og segir svo: „Klara
lifír nógu hratt og passar sig að
stoppa aldrei til að hugsa um
þetta.“ Nanna er einnig fljót til
svars og álítur sinn karakter nokk-
uð sérstakan. „María er svo ung. Á
þessum timapunkti er hún að átta
sig. Það er von í henni. Hún ákvað
ekki að verða mella en aðstæður og
örlög ýttu henni áfram.“
„Já, hún er smá María mey,
hrein, tær og hvít,“ segir Edda
samþykkjandi.
Nanna: „Það virðist ekki vera til
ein tegund af mellu og það er mjög
misjafnt á hvaða stigi þær em. Mín
er til dæmis á mörkunum og gæti
farið í báðar áttir.“
Jóhanna: „Maður hefur samúð
með þessum konum. Þær lifa við
aðstæður sem við þekkjum ekki.
Héma er á mörkunum að maður
sjái róna.“
Nanna: „Á íslandi lalla rónamir
bara sjálfir inn á löggustöð."
Edda: „Eða þá að Svarta María
birtist og safnar rónunum saman.
Svo fá þeir heitan kaffisopa á
löggustöðinni."
Vel snyrtar kynæsur
Nanna hlæjandi: „Gleðikonumar
eru ekki Juliu Roberts mellur. Við
horfðum ekki á Pretty Woman til
að nálgast hlutverkið.“
Edda líka hlæjandi: „Þann visku-
brunn.“
Jóhanna: „En við fórum á Max-
ims, á súlustaðinn í vett-
vangskönnun.“
Edda: „í súlnasalinn sjálfan."
Jóhanna: „Þar eru konumar
allavega að selja körlvmum eitt-
hvað til að horfa á. Stuttu áður
höfðu feministar kíkt á þessa staði.
Svo það var spuming hvort þær
horfðu meira á okkur eða við á
þær.“
Edda: „Við féllum ekki inn.“
Jóhanna: „Þær vora samt ógeðs-
lega flottar.
Nanna: „Greinilega mikið í rækt-
inni og svona.“
Edda: „Þær vora líka svo vel
snyrtar."
Jóhanna: „Á öllum stöðum lík-
amans. En þær vora einmitt svona,
mjög ópersónulegar og í sínum
heimi.“
Nanna: „Allar nema ein. Hún
ætlaði sko að taka okkur á sjarm-
anum. Fór í splitt og spígat og
horfði í augun á okkur þannig að
maður brosti bara á móti.“
Edda: „Ég man að það vora
nokkrar, allavega ein, sem okkur
fundust rosalega flottar."
Jóhanna: „Já, Sissa (Sigrún Edda
Björnsdóttir leikkona) talaði
einmitt við eina. Það var finnsk
stelpa í viðskiptafræði í Háskólan-
um i Finnlandi. Sissa spurði hvort
hún væri á íslandi til að fá peninga
en stelpan svaraði „No, it’s my
hobby.“
Þú mátt ekki
vera með 17. júní
Nanna: „Við ætluðum að fara að
skoöa svona Underground á íslandi
en þetta var miklu meira sjóv. Síð-
an fórum við á ónefndan bar sem
tók við af Keisaranum og þá sáum
við ekta ógæfu. Það var sorglegt.
Engar litlar sætar stúlkur að
strippa uppi á sviði.“
Jóhanna: „Þessi veruleiki er
þannig að þú veist aldrei hvað ger-
ist næst. Svoleiðis er veröldin hjá
stelpunum í leikritinu.“
Nanna: „Það er ekkert fast land
hjá þessu fólki.“
Edda: „Enda era stelpumar I
leikritinu alltaf hræddar."
Jóhanna: „Eins og mannslíf
skipti ekki alveg jafn miklu máli.
Þetta fólk hugsar bara um að kom-
ast af.“
Nanna: „Soldið frumskógarlög-
mál. Það er náttúrlega misjafnt
hvemig hver og einn bregst við í
slíkum aðstæðum eða þessum
veruleika. Stelpurnar í leikritinu
bregðast mjög ólíkt við.“
Edda: „Svo bætist ofan á i leikrit-
inu að þeim er stillt upp við vegg.
Þegar þær eru komnar saman í eitt
herbergi, lokaðar inni í bragga,
verða þær að horfast í augu við
hveijar þær era.“
Jóhanna: „Þær era óæskilegar.
Óæskileg sýn á götum Moskvu
vegna Ólympíuleikanna. Svo þær
eru bara lokaðar inni.“
Edda: „Já, og hvað gerir til dæm-
is manneskja sem er tekin afsíðis
og sagt við hana: „Nei, þú mátt
ekki vera með 17. júní. Það er nátt-
úrlega geðveiki að vera hafnað af
samfélaginu. Þá hugsar mann-
eskjan um eitthvað sem hún hefur
flúið fram að því. Leitar í hitt og
þetta og um það snýst Stjömur á
morgunhimrii."
Falið vændi á íslandi
Edda: „Muniði ekki eftir viðtal-
inu við stelpuna sem var alltaf að
ríða einhveijum tannlækni. Hún
þurfti dóp og einn kúnninn hennar
var ríkur tannlæknir. Ég var alltcif
að pæla í hvaða tannlæknir þetta
væri.“
Jóhanna: „Ég hef tekið eftir því
að konur í þessum bransa vilja
gjaman taka það fram að þær séu í
þessu af sjálfdáðum. Þær ítreka
það ákaft.“
Nanna: „Eins og Séð og heyrt
dæmið, sú var rosastolt. Fyrirsögn-
in hljómað svona: Var
hórumamma í Hollandi."
Edda: „Já, það er uppáhalds Séð
og heyrt fyrirsögnin mín. Það þýð-
ir samt lítið að afla heimUda hjá ís-
lenskum konum sem selja sig.
Vændi er svo falið héma. MeUum-
ar eru ekki á götuhomunum."
Nanna: „Já, þetta er bara svo
erfitt. Hvað á maður að gera?
Hringja og segja: „Góðan daginn,
ég heiti Nanna Kristín og heyrði að
þú værir meUa...“
Edda: „Ég heföi viljað hitta
stelpu sem selur sig.“
Jóhanna: „Maður fær aUtaf tU-
búna sögu. AUir réttlæta það sem
þeir gera.“
Edda: „Vinur minn horfði á
danska heimUdarmynd um meUu
sem var með pissurennibraut. Hún
drakk bara einn lítra af vatni ef
kúnninn vUdi renna um i hland-
inu.“
Jóhanna: „Maður skUur nú að
svona konur séu á sotlum lyfjum."
Jóladressið í Forplay
Edda: „Mér þykja meUumar i
Lukku-Láka-bókunum samt lang-
flottastar. Þær eru sko klassameU-
ur. Svona flottar can-can-meUur.
Jóhanna: „Þær voru stundum
ógeðslega flottar í París."
Nanna: „Líka þessar sem við
sáum í Berlín. Þær voru í G-
strengnærbuxum með pen-
ingapyngju. Nærbuxurnar og
pyngjan vora í sameinaðri flík.“
Jóhanna: „Já, sumar era flottar.
Það er ábyggUega fínt að vera á
spítti í likamsrækt."
Edda: „Þetta er öragglega erfitt
starf. Heyriði, hafið þið séð jóla-
dressið í Forplay?“
Jóhanna: „Já, það er verst að
leikritið gerist 1980 í Moskvu, Ann-
ars hefðum við getað dressaö okk-
ur upp í Forplay og verið sætar og
smart.“ -AJ
„Mutliöi ekki eftir viötalinu við
stelpuna sem var alltaf aö ríöa
einhverjum tannlœkni. Hún þurfti dóp
og einn kúnninn hennar var ríkur
tannlœknir. Ég var alltaf aö pœla í
hvaöa tannlœknir þetta vœri. “
f Ó k U S 17. desember 1999