Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 8
Mikael Torfason
er að leíkstýra
kvikmynd eftir
eigin handriti. Hann
segir Dr. Gunna að
hann ætli að klippa
myndina á Netinu
og að honum sé
alveg sama þó
hann verði ekki
tolleraður fyrir
utan bíóið eftir
frumsýninguna.
Segóu okkur frá Gemsunum.
„Ég skrifaði handritið þegar ég
var nýkominn frá Grænlandi. Ég
var eitthvað pirraður, búinn að
horfa á eskimóa veltast oná hvor-
um öðrum í mánuð og gangandi
um með haglabyssu. Og ég sjálfur
var búinn að ganga með hagla-
byssu í mánuö. Ég var að skrifa
nýja bók helvíti lengi og vildi taka
mér pásu frá henni. Ég fór því að
skrifa skrýtið kvikmyndahandrit
sem var uppfullt af pínulitlum sen-
um sem hrúgaðist upp í heild. Þeg-
ar ég var búinn með handritið
henti ég því í vina mína sem eru
svona framleiðenda-, peningagæj-
ar. Ég var alltaf með það á hreinu
aö ég ætlaði að leikstýra sjálfur."
Er þaö ekki dálítiö mál?
„Nei, nei, það geta allir leikstýrt
mynd. Það þarf náttúrlega alveg
geðveikan undirbúning. Ég er bú-
inn að æfa krakkana sem leika í
henni - þetta eru 10-12 krakkar
sem eru misjafnlega mikið aðal - í
næstum tvo mánuði."
Hvaöa leikstjóraaðferö er þaö?
Woody AZZen-aðferðin?
„Ég veit það ekki, maður. Ég
held það sé kannski Mike Leigh-
aðferðin, án þess þó að leikaramir
fái að ráða díalógnum sjálfir. Þetta
eru ungir krakkar sem maður þarf
að stúdera persónurnar með. Þeir
eru náttúrlega uppteknir í skóla
líka og við erum í þessu á kvöldin."
Hvernig tilfinning er þaö aö sjá
persónur á blaöi kvikna í lifandi
fólk?
„Það er ótrúlega gaman vegna
þess að persónan þróast þegar leik-
arinn kemur inn í. Það er sérstak-
lega gaman af því maður hefur ver-
ið að gera eitthvaö sem breytist lít-
ið. Þegar maður skrifar bók hittir
maður bara prófarkalesara sem
spyr í mesta lagi af hverju það sé
ekki ypsilon héma. Núna er þetta
miklu flóknara. Það þarf að teikna
upp alla myndina."
íslenskar
myndir með niðurgang
Mikael er alveg með það á
hreinu af hverju hann er að gera
þessa bíómynd.
„Ég er að gera þessa mynd af því
það hefur ekki verið gerð mynd
fyrir íslenska unglinga í langan
tíma. Þegar ég var 16 ára kom
Veggfóður og svo Sódóma Reykja-
vík. Þá var rosalega gaman að fara
í bíó og sjá myndir sem höfðuðu til
manns og voru skemmtilegar og
sniðugar. Síðan hefur ekki komið
ein svona mynd fyrir ungt fólk. ís-
lenskar myndir hafa verið með nið-
urgang siðan. Draumadísir og
Ingaló komu í bíó og Bíódagar, sem
er ömgglega versta íslenska mynd-
in. Allir gömlu karlamir fóru að
gera óð til æskunnar sinnar, Hrafn
kom með Hin helgu vé - allt mynd-
ir sem höfðuðu ekki til neins nema
kvikmyndagerðarmannanna og
vina þeirra. Á meðan var maður að
sjá fullt af eðalgóðum myndum um
ungt fólk frá útlöndum. Myndir
eins og Fucking Ámál, Kids og
Welcome to the Dollhouse. Gemsar
er um 16 ára krakka sem eru bara
á fylliríi í Breiðholtinu, halda
„Gemsar er um
16 ára krakka sem
eru bara á fylliríi í
Breiðholtinu,
halda partí, tala
í símann og búa
í sinni blokk.“
partí, tala í símann og búa í sinni
blokk. í forgrunni er stelpa og
strákur, ekki ósvipað og í Grease,
nema Gemsar er án söngva og leð-
urjakka. Þetta er bara raunsæi á la
mienne."
Og auövitað alltfullt af ofbeldi og
klámi til aö trekkja aö?
„Það er nú sáralítið ofbeldi og
það sést ekki í typpið á neinum.
Það er heldur ekki sýnt
penetration eða double
penetration."
En kannski triple?
„He he, kannski. Ef það verður
góöur filingur. Neeeeiiiii!"
Óþarfi að pukrast
Myndin er tekin upp á einhverj-
ar pínulitlar kamerur - sem er víst
það nýjasta nýtt - og svo verður út-
koman blásin upp á tjald. Allt
svaka ódýrt og hrátt, „en samt ekk-
ert dogma-kjaftæði,“ segir Mikael.
Svo verður myndin barasta klippt í
beinni á Netinu. Leikstjórinn út-
skýrir:
„Þegar við vorum búnir að
ákveða að gera bíó, að vera bara
riskí og brjálaðir, fannst mér
meika sens að fara alla leið; að búa
til nýtt konsept sem væri aö gera
bíómynd í beinni útsendingu á Net-
inu. Snillingamir á visir.is voru til
í þetta og við ákváðum að opna vef
innan Fókus-vefsins. Hann opnar í
dag í gegnum fartölvu fyrir framan
Rjúpufell 25. Strax í dag verður
hægt að skoða tökur gærdagsins,
en það var fyrsti tökudagur. Svo
verður hægt aö skoða tökumar dag
frá degi. Plan dagsins verður líka
birt á Netinu. Þá getur fólk vitað
hvar við erum og hvað við verðum
að gera. Leikarar og starfsfólk við
myndina skrifa dagbók á vefnum
og fólk getur sent inn myndir af sér
og jafnvel fengið aukahlutverk.
Þessir gömlu leiðinlegu karlar hafa
talað um að vinna myndimar sínar
svona, beint á Netinu, en þetta er i
fyrsta skipti i heiminum sem þetta
er gert. Mér finnst algjör óþarfi að
pukrast ef maður er að gera eitt-
hvað skemmtilegt. Það er ógeðslega
gaman að gera bíómynd, og það á
ekki að vera leyndarmál. Það er
bara fólk sem er óöruggt með sig
sem vill pukrast í sínu horni.“
Helduröu svo aö krakkarnir vilji
fara í bíó til aö sjá sjálfa sig?
„Ég veit það ekki. Eða einhverjir
aðrir að sjá þá. Maður er ekki að
þessu fyrir aðsóknina. Maður gerir
myndina fyrst og fer svo að hafa
áhyggjur af aðsókn seinna. Hún
kemur bara ef myndin er góð. Og ef
hún kemur ekki, þá bara so what.
Ég var með sölutölur á heilanum
þegar ég gerði fyrstu bókina mína.
Þá vildi ég helst vita á klukkutíma-
fresti hvort einhver hefði keypt
bókina. En maður er aðeins að
komast yfir það núna.“
70% íslendinga
hata listamenn
Gemsar er ekki styrkt af Kvik-
myndasjóði og Mikael segist vera
að reyna að venja sig af því að
sækja um ríkisstyrki. „Ef eitthvað
gerir mig bitran eru það sjóðir og
úthlutun úr þeim. Maður á náttúr-
lega fjölskyldu og er alltaf blankur
og langar álltaf í styrki og að fá allt
ókeypis. Maður kaupir allt á útsöl-
um og reynir að fá allt frítt. En
samt. Myndin er borguð af með-
framleiðendum og einhverju gengi,
Zikk-zakk, Plúton og einhverjum
öðrum.“ Mikael er dularfullur og
dregur augað í pung. Bætir svo við:
„En það er eitthvað geðveikt við
það að gera bíó. Maður er að díla
svo mikið við fólk. Ég hélt að það
væri svo merkilegt að vera rithöf-
undur, maður væri alltaf einn og
ótrúlega gáfulegm- eitthvað. Svo
fattaði ég að það er hundleiðinlegt.
Það er gaman að skrifa en leiðin-
legt að vera rithöfundur, alltaf að
þykjast vera eitthvað. Ef rithöfund-
ar skrifa handrit láta þeir alltaf
einhvem annan leikstýra, eins og
þeim þyki ekki vænt um verkið.
Flottast var náttúrlega þegar Guð-
bergur neitaði að selja kvikmynda-
réttinn að Svaninum. Ég skora á
hann sjálfan að leikstýra Svanin-
imi. Boltinn er hjá þér, Guðberg-
ur!“
Er borin meiri virðing fyrir þér
eftir aö þú fórst að skrifa?
„Nei. Ég held að 30% íslendinga
snobbi fyrir listamönnum og finn-
ist rithöfundar merkilegir. Hin
70% hata þá. Bróðir minn er bif-
vélavirki og einn af þeim sem hat-
ar alla listamenn. Þetta er ekkert
innilegt nasistahatur en listamenn
fara innilega í taugamar á honum.
Ef hann sér listaverk þá fussar
hann og sveiar. Af þessum 30% eru
svo kannski bara 5% sem hafa
innilegan áhuga á þessu. Restin vill
bara hafa þetta skemmtilegt og
sniðugt. Megnið af myndlistamönn-
um og rithöfundum gera rosalega
leiðinlega hluti og þess vegna hatar
fólk þá. Dostojevskí sagði að mað-
ur gæti gert hvað sem er eins lengi
og maður væri ekki leiðinlegur.
„Það er ógeðslega
gaman að gera
bíómynd og það
á ekki að vera
leyndarmál. Það
er bara fólk sem
er óöruggt með
sig sem vill pukrast
í sínu horni.“
Listamenn eru alltof uppteknir í
einhverjum pælingum sem öllum
er skítsama um og þeir vOja koma
vel út úr því sem þeir eru að gera.
Ég kæri mig ekkert um að koma
vel út, ég vil ekki að fólk tolleri mig
fyrir utan bíóiö eftir frumsýning-
una. Mér er alveg sama þó ég komi
illa út og sé hallærislegur eða eitt-
hvað. Ég einbeiti mér bara að því
að gera góða mynd og er alveg
sama hvort ég fæ virðingu eða
ekki. Mér gæti ekki verið meira
sama.“
Mer
ver
um vii
Mikael er morgunhani. Þessa
dagana er svo mikið að gera hjá
honum að viðtalið þarf að eiga sér
stað klukkan sjö um morgun.
„Mig vantar bara fimm Græn-
lendinga núna,“ segir hann og er
að tala um leikaravalið í myndina.
„Kannski gætum ég og þú bara
leikið alla Grænlendingana, held-
urðu að það myndi virka?“
Jaaa. Kannski ef Ketill Larsen
væri líka?
„Já, hvar er Ketill Larsen þegar
maður þarf á honum að halda?“
Kom pirraður
frá Grænlandi
Mikael hefur skellt bláum galla-
buxum upp á borð. „Ég var að
flytja og fann þessar buxur. Vinur
minn gleymdi þeim heima hjá mér
einhvem tímann þegar þær blotn-
uðu og ég ætla að nota þær í mynd-
inni. Þetta er svona mynd. Ekki
mjög mikill kostnaður. Ég held að
öll gömlu fötin mín úr geymslunni
verði „vardrópið“ í myndinni. Nei,
nei. Það er stelpa sem sér um þaö.
Sassa tískustelpa."
Þaö þarf greinilega aö líta í mörg
horn þegar kvikmynd er gerö.
„He he he. Þetta er eins og að
vera í viðtali hjá Árna Þórarins-
syni.“
Æi, þegiöu. Ókei: Myndin heitir
Gemsar og er um unglinga í Breiö-
holti. Á aö totta þann spena þar til
yfirlýkur?
„Ég hef nú aldrei... Jú, ég hef
gert bók um unglinga í Breiðholti.
Andskotinn. En það var í Öldusels-
hverfinu. Gemsar gerist meira í
Fellahverfínu. Falskur fugl gerðist
í Grafarvogi. Næst fer ég bara í
Kópavoginn eða eitthvað. Hafnar-
fjörðinn. Hafnarfjörður er skrýtinn
„Ég hélt að það
værí svo merkilegt
að vera rithöfund-
ur, maður væri
alltaf einn og
ótrúlega gáfulegur
eítthvað. Svo
fattaði ég að það
er hundleiðinlegt.“
staður, eiginlega hálfgerð sveit.“
Eru ekki Steinn Ármann og
Davíð Þór með einkaleyfi á Hafn-
aifjörð?
„Jú, það borgar sig ekki að færa
sig yfir á þeirra markað."
8
f Ó k U S 17. desember 1999