Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 21
+
Yoko og Lennon lágu allsber í rúminu í
heila viku og óskuðu eftir friði á jörð.
Hrafn Jökulsson og Guðrún Eva
Mínervudóttir flatmöguðu í rúminu í einn
dag og óskuðu einskis. Þau döðruðu
hins vegar fram í fingurgóma, veltust um
í kuðluðum rúmfötum og spjölluðu um
allt frá kókbílum til Zen-munka.
Það er
alls staðar
rúm fyrir
okkur
E: Hvort ég hlakki til jólanna? Ég
geri mér allt í einu grein fyrir því
að ég er búin að læra, fullkomlega
fyrirhafnar- og áreynslulaust, að
lifa í núinu. Eins og heilagasti
Zen-munkur. Allt sem gerðist er
fyrir mér eins oghver annar skáld-
skapur, misgóður meira að segja,
og þaö sem verður er hvorki tO-
hlökkunarefni né kvíövænlegt því
hvar getur manni liðið betur en
nákvæmlega hér, í hinu hárbeitta,
eldskarpa núi?
H: Þú verður heilagri með hverj-
um deginum.
E: Nei. Ég var bara að reyna að
hefja svona „Philosophy in Bed“
senu. En þú ert kannski ekkert
hrifinn af de Sade?
H: Við ólumst upp saman. En eig-
um við nokkuð að blanda þeim
gamla pervert inn í þetta? Það er
ekki sérlega jólalegt.
E: Það er nú fátt jólalegra en að
vera í rúminu. Sérstaklega þegar
rúmið er staðsett við gluggann á
miðjum Laugaveginum. Það er
gott að við erum uppi á þriðju
hæð, annars gæti fólk haldið að
við værum til sölu. Heyrirðu í
kórnum héma undir glugganum?
Á jólunum er gleði og gaman fúm
fúm fúm.
H: Varst það ekki þú sem ætlaðir
að flýja inn á klósett áðan þegar
kókakóla-trukkamir keyrðu fram
hjá með auglýsingaslagarana
drynjandi úr hátölurunum?
E: Jú, að vísu. Og ef ég man rétt
lýsti ég því yfir að ég vildi frekar
vera inni á baði með silfurskott-
unum af því að þær hefðu meiri
sjálfsvirðingu en skríllinn sem
elti trukkana með útréttar hendur
og greip kókdollur sem amerísku
jólasveinarnir fleygðu til þeirra.
leikur. Það er nú eitthvað fyrir
þig - sem ert svo trúuð.
E: Ég meinti það ekki bókstaflega,
þetta með silfurskotturnar. Það
var bara svo átakanlegt þegar þeir
völtuðu hér niður götuna í langri
halarófu eins og innrásarher. En
tölum ekki meir um það.
H: Ég var heldur ekkert að spyrja
þig um silfurskottur eða kókbíla.
Ég var að vekja athygli á þeirri
staðreynd að þú ert trúuð. Og jól-
in em trúarhátíð svo þú hlýtur að
hlakka til...
E: Nú ertu sennilega að reyna að
fá mig til að segja að ég sé stað-
fastur trúleysingi og sjálfsagt er
þér minnisstætt þetta blað frá
SARK (Samtökum um aðskilnað
ríkis og kirkju) sem ég fékk inn
um lúguna um daginn. En ég trúi
ekkert endilega á eintóma orma
eftir líkamsdauðann, skal ég segja
þér. Ég er bara hlutlaus eins og
hver annar stjórnmálamaður. Það
em nefnilega margir fletir á mál-
inu sem er og viðkvæmt.
H: Þú hefur að vísu aldrei komið
mér fyrir sjónir eins og hver ann-
ar stjómmálamaður - enda væri
ég þá ekki uppi í rúmi með þér.
E: Mikið er gaman að þú skulir
vera hér uppi í rúmi með mér.
H: Ánægjan er öll mín megin.
E: Sælli börn mun sjaldgæft vera
að ftnna, ég syng um þau min
allra bestu ljóð.
H: Söngur blítt svefninn hvetur,
systkin tvö ei geta betur... Bíddu
hæg, finnst þér ekki nóg af kjafta-
sögum, eða em þær ekki nógu
safaríkar fyrir þig? Þarftu að gefa
í skyn að við séum sek um sifja-
spell ofan á allt saman?
H: Svona, svona. Það er ólíkt þér
að sýna svona ómengaða mannfyr-
irlitningu. Þar að auki er inntakið
i söngvum kóka kóla mjög fallegt:
Friður á jörðu og allsheijar kær-
E: Erum við það ekki, stóri bróð-
ir? Það er að minnsta kosti eitt-
hvað grunsamlegt við okkur. Við
hljótum að vera sek um eitthvað.
H: Við emm áreiðanlega sek um
alla óhæfu í heimi. En þú sleppur
ekki alveg svo glatt við trúmálin.
Ég er hissa á því að þú skulir
skjóta þér undan þeirri umræðu í
ljósi þess að þú ert ekkert feimin
við að blanda guði inn í skáld-
skapinn þinn.
E: Hverju viltu eiginlega að ég
ljúgi? Eða ertu að fiska eftir ein-
hverju sem ég hef einhvem tím-
ann sagt? Guð er frábær hugmynd
og kannski er hann meira en hug-
mynd. Svo verður þú að kannast
Guðrún Eva Mínervudóttir og Hrafn Jökulsson álíta fátt jðlalegra en að liggja í rúminu.
við að honum er ekki sýnd nein
óskapleg lotning í nýjustu afurð
minni. Yflrleitt kallaður Gussi þá
sjaldan að minnst er á hann.
H: Þá skulum við bara tala um
annað. Alveg sjálfsagt. Til dæmis
það sem þú kallar nýjustu afurð
þína. Hvernig er að senda frá sér
skáddsögu sem ýmist er hafin til
skýjanna af gagnrýnendum eða
varpað í ystu myrkur?
E: Það er frábært. Mig hefur alltaf
dreymt um að vera umdeild. Það
eru bara meðalmenni sem koma
ekki við kaunin á neinum og fá
eintóm já og húrra. Fyrir nú utan
það að engum er hollt að fá engin
viðbrögð frá umheiminum önnur
en klapp á bakið. Það er auðvitað
mjög þægilegt að fá viðurkenn-
ingu en ég hefði áhyggjur af því að
ég væri ekki að sinna því þarfa
starfi höfundar að hrista upp i
boxinu sem merkt er „viðteknar
hugmyndir“ ef engar kellingar (af
hvoru kyninu sem er) rækju ekki
upp ramakvein.
H: Þannig að þú afgreiðir Kollu
stórvinkonu mína Bergþórsdóttur
sem hverja aðra kellingu (vonandi
kvenkyns) og dóm hennar sem
hvert annað ramakvein? Er þetta
ekki fullódýr afgreiðsla á virtum
bókmenntafræðingi?
E: Ég vO síður fara út í stórfelldar
nafnabirtingar og þá sérstaklega í
ljósi ofsóknanna á hendur bróður
okkar undanfarnar vikur. Ég var
annars ekkert að meina hana sér-
staklega. Ég var bara að tala
abstrakt og almennt. Eigum við
ekki endilega bara að halda áfram
á þeim nótum?
H: Fyrirgefðu, ástin mín, en ég
ætla að nota mér þetta einstæða
tækifæri til að fá að einoka spurn-
ingarnar og láta þig sjá um svör-
in. En hvað er það í nýju skáldsög-
unni sem veldur því að skoðanir
eru svona skiptar? Mér flnnst hún
til dæmis einfaldlega alveg frá-
bær, en ég er náttúrlega bara
droppát og auk þess uppi í rúmi
með þér og þar með vanhæfur
dómari...
E: Ég get náttúrlega ekki boðið
upp á neitt annað en getgátur í
þessusamhengi. Ég stend svo sem
ekkert í því að ganga markvisst
fram af fólki. Ætli það sé ekki
helst kvenhetjan í bókinni sem er
eitthvað öðruvisi en kvenhetjur
eiga að vera að mati sumra. Aðrir
sjá í henni kjarkinn og heilindin
og lífsþorstann. Þeir upplifa eins
og ég að þá langar að vera eins og
hún. Best ég noti bara þrjú lítil
uppáhaldsorð nóbelskáldkonunn-
ar pólsku Wislawa Szymborska og
segi: Ég veit ekki. Ég veit bara að
ég hef skrifað skáldsögu sem full-
nægir kröfum bókaunnandans í
mér um gott lesefni. Ég skrifaði
bókina sem ég hafði alltaf saknað
úr bókahillunni.
H: Heyr, heyr. En það er eitt sem
mig hefur alltaf langað að spyrja
þig að...
E: Fyrirgefðu að ég gríp fram í en
nú nenni ég ekki lengur að liggja
fyrir svörum þótt það sé auðvitað
alltaf gaman að fá að velta sér upp
úr sjálfum sér. En getum við ekki
snúið okkur núna að uppáhalds
umræðuefninu mínu: þér? Sem
settist á rassinn og sast í þrjár
vikur og skrifaðir frábæra glæpa-
sögu með frumlegu og marg-
slungnu plotti. Ég var heil tvö ár
að skrifa mína. Hvað ef við látum
þig sitja við í heil tvö ár og vinna
að einni sögu? Eigum við kannski
að gera þrjátíu ára áætlun? Eigum
við að taka höndum saman og búa
til úr þér nóbelskáld. Ég skal vera
sérlegur yfirlesari og gagnrýn-
andi, klappstýra, innblástur,
örvandi félagsskapur - jú neim it.
H: Nú heldur fólk að þú sért geng-
in af göflunum, blinduð af ást,
andsetin...
E: Jæja? Ég hélt þú værir alræmd-
ur fyrir að vera vannýttur talent.
Ég hef séð fólk hrista höfuðið yfir
þér þar sem þú gengur hjá og ég
hef heyrt það segja: Þarna fer
Hrafn Jökulsson. Hann er séni en
hann nennir samt ekki að vera
séní.
H: Og ég sem hélt alltaf að fólk
væri að hrista höfuðið út af allt
öðrum hlutum.
E: Fólk hristir alltaf höfuðið út af
öllum hlutum. Og til þess að svara
þvi sem þú sagðir áðan, þá er mér
Scuna hvað fólk heldur. Ég er bara
að gera þér tilboð sem þú getur
ekki hafnað.
H: Ég elska þig líka. En eigum við
ekki að tala um einhverja aðra
höfunda. Fátt er nú skemmtilegra.
Hvað fannst þér til dæmis um til-
nefningarnar til íslensku bók-
menntaverðlaunanna?
E: Þú veist allt um það. Hefur ein-
hver sagt þér að þú ert sérfræð-
ingur í því að breyta um umræðu-
efni?
H: Ekki svo ég muni. Hefurðu les-
ið einhverjar góðar bækur nýlega?
E: Ætlastu í alvörunni til að ég
fari að þusa um einhverjar bæk-
ur? Ég hef engan áhuga á bók-
menntum. Svo veit ég ekki betur
en að við höfum einmitt verið að
grauta í sömu bókahrúgunni upp
á síðkastið. Ertu farinn að hlakka
til jólanna?
H: Af útlærðum Zen-búddista að
vera hefurðu býsna mikinn áhuga
á framtíðinni. En, jú, auðvitað
hlakka ég til jólanna, alveg á sama
hátt og ég hlakka til þess að vakna
á morgun og fara aftur i rúmið
annað kvöld.
E: Ekki er þunglyndinu fyrir að
fara hjá þér, ástin mín. Það er nú
gott. Ég var bara að velta fyrir
mér hvort það væri kannski ráð
að koma sér aðeins í burtu frá silf-
urskottunum og kókbílunum. Af
Laugaveginum. Bráðum verður
allt vitlaust héma, búðirnar opn-
hefur að vísu aldrei
omið mér fyrir sjónir
eins o^iver annar stjórnmála-
maður - enda væri
ekki uppi í rúmi með
ar á ókristilegum tímum og suðið
í posavélunum ærandi. Eigum við
að vera til dæmis á Húsavík yfir
jólin? Það finnst mér notalegur
bær. Kyrrlátur en samt glaðvak-
andi eins og stöðuvatn sem
kraumar af silungi.
H: Upp í sveit. Já, það var óneit-
anlega sjokkerandi að koma heim
eftir þessa ágætu hálfhringsreisu
okkar um landið. Húsavíkurferðin
var líka hápunkturinn. Þegar ég
sat yfir þér í sjúkrabílnum sem
synti gegnum svart kófið varð til-
veran öll eins og annarlegur mis-
skilningur. En samt var þetta á
einhvern hátt mjög notalegur lífs-
háski. Og það fór sannarlega vel
um okkur á sjúkrahúsinu? Við
fengum heila svítu út af fyrir okk-
ur.
E: Já, og ég fékk morfin.
H: Ekki ég. Og samt dreymdi mig
um nóttina að ég væri staddur á
sveitabæ og þú komst utan úr
myrkrinu og kynntir mig fyrir
Steini Steinarr.
E: Var það? Hvað sagði skáldið?
H: Ekki orð. Hann staldraði við á
tröppunum og örlítil tíra lýsti upp
andlitið. Hann var unglegur. Við
horfðumst í augu og tókumst í
hendur. Svo fór hann sina leið út
í myrkrið en ég gekk til stofu. Þar
var Kristján Þórður Hrafnsson
vinur minn og ég sagði honum
uppveðraður að ég hefði tekið í
hönd mesta skálds aldarinnar. En
smámunasemin virðist elta mann
alla leið í draumalandið: ég man
nefnilega að ég spurði Kristján að
því hvernig Guðrún Eva, fædd
1976, gæti kynnt mig fyrir skáldi
sem dó árið 1958.
E: Þú varst með ártölin á hreinu í
drauminum?
H: Já, það er gaman að segja frá
því.
E: Þú veist náttúrlega hvað þessi
draumur boðar?
H: Nei, ég hef ekki grænan grun
um það. En mér líst vel á þessa
hugmynd þína að við leggjum
land undir fót um jólin.
E: Eða lönd. Ég veit um dálitla
eyju á suðlægari breiddargráðu.
Þar gæti verið gaman að halda jól
og sigla inn í þriðja árþúsundið.
H: Hvert sem er. Heldurðu að það
sé ekki rúm á þessari eyju?
í.
E: Þú veist ekki hvað er gaman að
deila með þér rúmi. Þú talar og
teflir á meðan þú sefur. Næsta bók
sem ég skrifa verður sannsöguleg.
Hún á að heita Rúmræður Hrafns.
Einu sinni leitaðirðu á mér og
þegar ég sór að ég væri ekki vopn-
uð horfðirðu tortryggnislega á
mig og gafst síðan fyrirskipanir út
í loftið um að það mætti ekki
hleypa neinum inn með vopn. Svo
talarðu stundum þessa fínu forn-
íslensku upp úr svefni.
H: Það er gott að ég skuli vera þér
til gleði.
E: Hvort þú ert mér til gleði. Og •
jú, það er rúm á eyjunni. Það er
alls staðar rúm fyrir okkur.
f Ó k U S 17. desember 1999
17. desember 1999 f Ó k U
++