Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 13
Geirmundur Valtýsson þarfnast ekki
kynningar. Hann ruddist inn í tónlistarlífið
fyrir 10 árum með syngjandi sveiflu sem
seldist í 9 þúsund eintökum. Nú hefur
konungur skagfirsku sveiflunnar gefið
út plötuna „Dönsum“ og þar er gleðin
við völd (sem rímar Við „í kvöld“, eins
og kemur fram í þrem lögum).
Geirmundur er bæði angurvær og
eiturhress á plötunni og með honum
er „old boys“ popplandsliðið sem fm-
pússar hvem tón. Söngvarar ásamt
Geirmundi era Ari Jónsson, Helga
Möller, Guðrún Gunnars, Páll Rós-
inkrans og Rúnar Júl: „Fólk sem hef-
ur gert góða hluti með mér áður,“ seg-
ir Geirmundur. En hvemig ætli hann
skilgreini „skagfirsku sveifluna"?
„Það er nú heiti sem ég fann ekki
upp sjálfur heldur dagskrárgerðar-
menn, en ég er mjög sáttur við það,
auðvitað. En nú er farið að kalla svo
margt sveiflu, þó það sé engin sveifla.
Á nýju plötunni er sveiflan á undan-
haldi. Þar era bara tvö sveiflulög, en
svo eitt línudanslag, eitt salsalag og
hitt eru ballöður. Mér hefur fallið bet-
ur að semja ballöður með aldrinum.
Ég var lika búinn að semja sand af
sveiflu og fannst sem ég væri að
nudda mér upp við sjálfan mig ef ég
hefði haft of mikið af sveiflu á nýju
plötunni."
Hvaóa tónlistarmenn hafa haft mest
áhrif á þig?
„Paul McCartney er náttúrlega
mitt uppáhald og hefur verið síðan
maður var að hlusta á Bftlanna.
Seinni árin hef ég verið að spekúlera í
því hvernig menn semja lög, t.d.
„Yesterday". Paul segist nú að vísu
hafa dreymt það. Ég held að lögin sem
fara sem minnst yfir á lyklaborðinu
lifi lengst. Einfóld lög lifa lengst, hefur
mér sýnst, þau ganga best í hinn al-
menna mann. Svo þurfa textamir að
vera góðir líka.“
Asnalegur á balli
Geirmundur og Rúnar Júl eru lfk-
lega duglegustu skemmtikraftar lands-
ins. Það dettur sjaldan út helgi hjá
þeim og nánast hverja helgi er Geir-
mundur að bæði kvöldin. Og alltaf blá-
edrú, eða hvað?
„Þú getur rétt ímyndað þér! Ég hef
alveg losnað við það dæmi,“ segir
Geirmundur og á við böl Bakkusar.
„Ég er þó enginn bindindis-fanatíker.
Fólk notar þetta misjafnlega, flestir
bara til að hressa sig aðeins við, aðrir
of mikið og þá koma vandamálin."
Hvaö fœró þú út úr balli?
„Það er bara ofsalega gaman að
spila. Ég hef verið að þessu síðan ég
var 14 ára og mjög mikið síðustu 10
árin. Ég kann best við mig upp á sviði
og er hálfasnalegur þegar ég fer sjálf-
ur á bail til að skemmta mér.“
Hvert er eftirminnilegasta balliö
þitt?
„Ég bara veit það ekki. Það skeði
margt í hverri ferð þegar ég var yngri.
Maður lenti í ýmsum áfóllum með bíla
og svona. En nú skeður aldrei neitt,
þannig séð. Það ganga allar ferðir
voða plein fyrir sig. Maður er náttúr-
lega að spila fyrir nýtt fólk um hverja
helgi en það er svipað hvemig fólk
skemmtir sér. Flestir vel, en svo eru
sumir í fýlu - lítill hluti auðvitað - og
mæta á böll bara til að vera með ein-
hver leiðindi."
Ótrúlegt fortíðartal alltaf
Geirmundur og hans menn eru bók-
aðir langt fram í nýju öldina. Og ekk-
ert nema gott um það að segja. Geir-
mimdur er þó frekar óhress með tón-
listarsenuna í dag.
„Já, mér finnst allt of lítið að ske og
alveg ótrúlegt fortiðartal alltaf í gangi.
Það er alltaf verið að endurútgefa eitt-
hvað eða að endurvinna. Svo er ég að
bauka við að gera eitthvað nýtt og mér
finnst ekki tekið nógu mikið eftir því.
Ný íslensk tónlist er ekki spiluð nærri
nógu mikið í útvarpinu. Svona er
þetta búið að vera síðustu 2-3 árin.“
Eru einhverjir yngri popparar í upp-
áhaldi hjá þér?
„Nei, ég man nú ekki eftir neinum.
Þeir sem standa upp úr eru þessir
gömlu jarlar, Paul vinur minn til
dæmis. En hann er nú svo sem alveg
þurrausinn. Hann hefur ekki gert
neitt eins gott og þegar hann var í Bítl-
umnn.“
Og því kannski ekki nema von aö
poppið sé eins og þaö er? Það er búió aó
endurtaka allt og rokkiö er staónaö
eins tröllskessa við sólarupprás?
„Jú, þetta er náttúrlega eilíf endur-
tekning," segir Geirmundur og við
stynjum báðir. Dr. Gunni
Plötudómar
Sigur Rós - Ágætis
byrjun *****
Sigur Rós er næst-
um þvi óþægilega
frábær hljómsveit.
Bubbi - Sögur 1980-1990 *****
Mjög vel unnið og flott stykki. Það
er vonandi að íslenskir plötuútgef-
endur standi svona vel að endurút-
gáfum í framtíðinni. •
Maus - í þessi sekúndubrot sem
ég flýt ****
Besta plata Maus til þessa. Svo ein-
falt er það nú.
PáU Óskar - Deep Inside ****
Þið getið bókað pumpandi sveitt
fjör fram á næstu öld. •
Quarashi - Xeneizes ****
Aivöruplata með góðum lagasmíð-
um og flottu sándi. •
EmiHana Torrini - Love in the
Time of Science ****
Með þessari glimrandi plötu er
Emilíana orðin stór og maður hef-
ur alltaf á tilfinningunni að enn
stærri afrek bíði handan við
hornið.
Geirfuglarnir - Byrjaðu í dag að
elska ****
Geirfuglamir létta undir með upp-
vaskinu og kveikja gott stuð í hjört-
um þeirra sem bisa súrir við
ryksugubarka.
Early Groovers - Happy New Ear
****
Þetta er tónlist sem ætti að höfða
til alira þeirra sem hafa áhuga á
trip hoppi, hvort sem það er Bristol
bylgjan, instrúmental trip-hop á
borð við afurðir Mo Wax og Ninja
Tune eða verk Kruder og Dorf-
meister. •
Dip - Hi Camp MeetsLo-fi ***
Mjög nýtiskulegt bútasaumsteppi
þakið sniðugum þráðum úr popp-
sögunni.
Human Body Orchestra - High
North ***
Hinn sæmilegasti gripur, ekki
gailalaus, en betri helmingurinn er
fínn. •
SSSól - 88/99 *★*
Góð gjöf Sólarinnar
til aðdáenda sinna
eri það hefur gleymst
að pakka henni inn.
Suð - Hugsanavélin ★**
Suð hefur stimplað sig inn með
ágætri plötu.
arsins
Á móti sól - 1999 **★
Þó frumlegheitin vanti er hér nóg
af skemmtilegu og tilgerðarlausu
poppi.
Jagúar ***
Argasta gæöafönk
sem höfðar til heil-
brigðrar líkamsstarf-
semi neðanmittis.
GusGus - This is Normal ***
Hnoðast áfram með ýmsum af-
brigðum í rúmlega fimmtíu mínút-
ur en sjaldan verður maður beint
fyrir stuðlegri vitrun eða ris upp
við dogg. Frekar líður manni eins
og í blakkáti á Kaffibamum.
Herbergi 313 er mjög metnaðarfull
poppplata.
Rúnar Júlíusson - „Dulbúin
gæfa - í tugatali" ***
Hr. Rokk er tilbúinn fyrir „þrumu-
stuð“ næstu aidar. •
Ensími - BMX **
Ensími á að geta gert betur.
Frogs - The Invinci-
ble Frogs Planet **
Það er bara vonandi
að Gunnar Bjarni
fari að sýna meira af
því besta sem hann
kann.
Ýmsir flytjendur - Msk **
Msk-útgáfa Mínusmanna fer ágæt-
lega af stað og er gott framtak.
Rúnar Hart - Með þér *
Þetta verður því seint talin góð
plata hjá honum Rúnari.
Karlrembuplatan *
Karlrembuplötunni ættu alvöru-
karlmenn með fleiri en tvö bílhræ
á lóðinni að taka fagnandi.
Gildrumezz - Rock
‘N RoU *
Ekkert allt of vel lit-
greind eftirprentun
af fenjarokki.
Sálin hans Jóns míns - 12. ágúst
1999 ***
Sálarfólk hlýtur að
ryðjast beint út í búð
tii aö fá sér þessa
plötu.
Ruxpin - Radio ***
Þetta er minimalískt teknó-break-
beat, þægileg tónlist sem lætur lit-
ið yfir sér í fyrstu, en vinnur á við
frekari hlustun. •
Land og synir - Herbergi 313
***
Strákamir fimm hafa tekið sig
rækilega saman í andlitinu og
Klamedía X - Pilsner fyrir kóng-
inn **
Nú er langþráðum draumi náð hjá
Klamedíu X, að koma út plötu, og
þá hlýtur næsta skref að vera að
sjá hvort bandið dugi eða drepist.
i Buttercup - AUt á
útsölu 0
! Upp til hópa ófrum-
legt hailærismoð úr
rokk- og poppfrös-
um.
Mug - Polaroid period **
Tónlistin er ekki hæ-fæ heldur ló-
fæ horfa-feiminn-oní-skóna-rokk.
Egill Sæbjörnsson - The
Intemational Rock n’roU Sum-
mer of **
Athyglisverður afleggjari af hring-
vegi íslenska poppsins.
SkítamóráU 0
Skítamórall er ekki hresst og
skemmtilegt band heldur sífellt
vælandi eitthvað í vemmilegum fil-
ing og ekkert almennilegt stuð i
gangi.
Eftir Dr. Gunna,
nema • = Trausti Júlíusson.
17. desember 1999 |f Ó k U S