Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 26
Trúir þú ekki lengur á jólasveininn? Ertu kannski orðinn leið(ur) á honum? Fílarðu hvorki þennan feita
frá Vífilfelli né lopasveinkann úr Þjóðminjasafninu? Hér kynnir Fókus þrettán jólasveina sem þú getur
trúað á enda eru þeir í takt við tímann.
Handrukki
Skífuþeytir
Kassakrókur
Hér er enn einn jólasveinn sem finnst gaman að
græða, eða a.m.k. að reyna að græða. Hann
stendur því dagana langa fyrir framan blikkandi
kassa meö skiptimynt í poka og von í hjarta eða
kaupir sér lottómiða og vonar það besta. Auðvit-
að vinnur greyið aldrei neitt og stendur að lokum
uppi slyppur og snauður. Þá verður hann sár og
reiður og kennir kössunum um en ekki eigin
græðgi og slóðaskap.,
Tólf-spori
Stundum breytist Röskusleikir eða Dufta-
þefur í nýjan jólasvein, Tólf-spora. Tólf-spori
klæðist hvltum baðslopp og inniskóm og
talar mikiö um sjálfan sig og hvernig hann
tekur einn dag í einu og lífið I tólf sporum.
En þó Tólf-spora finnist gaman að tala um
sjálfan sig finnst honum enn skemmtilegra
að tala um það þegar hann var Duftaþefur
eða Röskusleikir. Þess vegna breytir hann
sér oft aftur í annaðhvort eða hvortjyeggja.
Súlugaur
Súlugaurinn sést aldrei á daginn. Hann
sést bara á kvöldin inni á rökkvuðum næt-
urklúbbi þar sem berrassaðar stelpur
dansa. Þar situr Súlugaur og gónir og er
stinnur eins og tré. Þegar Súlugaur á pen-
ing lætur hann berrassaða stelpu dansa
fyrir sig einan inni í litlu herbergi. Það finnst
honum skemmtilegt og helst vildi hann
sjúga tærnar. Það má hann þó ekki þvi það
er bannaö að snerta. .
Þegar einhver jólasveinn skuldar Duftaþef pening kallar
hann í vin sinn, Handrukka, sem fer á stjá með hafnabolta-
kylfuna sína. Hann er alltaf blóöugur upp fyrir haus af því
að berja skuldara en á svo sterkum steralyflum að hann
tekur ekki eftir þvl. Handrukka finnst gaman að lemja fólk
því það er ókeypis likamsrækt, og skemmtilegast finnst
honum að lemja fólk upp I sveit þvl þar er loftið svo tært.
Skifuþeytir býr hjá mömmu sinni. Hann á fimm stórar töskur
af plötum og þrjá plötuspilara. Þegar hann fær kall frá
skemmtistað tekur hann sitt hafurtask með sér og þeytir skif-
ur í marga klukkutíma. Skífuþeytir á mjög erfitt með að
ákveða hvað hann á að kalla sig og heitir því mörgum nöfn-
um, t.d. dj Sveinki Love, dj Jóli Unlimited og dj Hó hó hó*
Herbagámur
Likt og Verðbréfagutta finnst Herbagám gaman að
græða. En honum finnst líka gaman að grenna sig
og sameinar þetta tvennt með því að selja og éta
torkennilegt duft úr datli. Herbagámurtrúir á duftið
og segir alltaf öllum hvaö það er æðislegt. Og ef
honum er ekki trúað bendir hann á magann á sér
og segir: „Sjáðu bara hvað ég er orðinn rnjór". _
Flöskusleikir
Flöskusleikir þrælar alla vikuna og
líður ekkert allt of vel. Eftir hádegi á
föstudögum er hann eirðarlaus og
verður litiö úr verki. Hann sýnir svo
sitt rétta andlit þá um kvöldið og
sleikir innan úr flöskum, verður
blindfullur og gerir skandal. Dag-
inn eftir liggur hann í þung-
lyndi og pantar flatböku.
Hann horfir á enska bolt-
ann á nærbuxunum og þá
fer hann að verða þyrstur
aftur. Svona gengur þetta
árum saman.
Duflaþefur
Duftaþefur eru dularfullur og sést sjaldan í dags-
birtu, nema i kringum Rimax-kjötvörur. Duftaþef
líður ekki vel nema þegar hann er búinn að þefa af
dufti úr litlum poka. Þá liður honum stólpavel og
finnst aö hann sé besti jólasveinn í heimi. Dufta-
þefur keyrir um á svörtum BMW nema þegar hann
er á Litla-Hrauni. Þá æfir hann lyftingar og fær
heimsókn frá Bubba á jólunum. .
Reikir
Reikir litli er vingull að eöl-
isfari og veit sjald-
an i hvora
löppina hann
á aö stíga.
Hann hefur
eytt öllu lífinu
i að „finna
sjálfan sig"
og er sein-
þreyttur á að
leita. Það er fátt
sem Reikir hefur
ekki prófað; alls
konar kúra, heil-
un, reiki, stjörnu-
speki, guðspeki,
þarmahreinsun, að
vekja Ijóslíkamann,
jóga, Búdda, Allah og
Kákasus-gerilinn,
en allt kemur
fyrir ekki: Þessi
jólasveinn er
alltaf jafn týndur.
Verðbréfagutti
Gutti litli er með gleraugu, í gráum fötum og finnst gaman
að græða. Hann á marga vini sem sitja allir saman í helli
sínum oggónaá skjái. Guttarnirtala mál sem enginn ann-
ar skilur. Þeim finnst gaman að sitja á nýmóðinsstálhús-
| gögnum og borða flottan mat. Þá tala þeir i gátum og nota
orö eins og „samlegðaráhrif", „ytra umhverfi" og „v/h
I hlutfall".
Undirskríftasníkir
Þessi karl birtist oft þar sem margt fólk er
samankomið. Hann heldur á spjaldi og vill að
fólk skrifi nafnið sitt á það. Honum finnst ekk-
ert eins gaman og þegar hann fær nýtt nafn á
spjaldið sitt. Þá er hann nefnilega nær ein-
hvetju marki sem hann keppir að. Undir-
skrifasníkir er alltaf með grýlukerti í nefinu því
það getur verið kalt að standa úti meö spjald-
ið.
Kjúklingakrækir
Kjúklingakrækir læðupokast i kringum kjúklingabú. Þegar eng-
inn er að horfa skýst hann inn og grípur kjúkling. En karlinn
er sóði og veit ekkert um bakteríur. Því er Kjúklingakrækir
alltaf með í maganum og stanslausa ræpu. Þetta finnst hin-
um jólasveinunum fyndið og gera gys að honum. En Kjúklinga-
krækir skilur ekkert í þessu og heldur bara áfram að stela
sinum kjúklingum.
Gemsaþvaðri
Gemsaþvaðri á nýjasta farsímann og þvaðrar i
hann daginn út og inn. Hann þvaörar við hina jóla-
sveinana þó í raun hafi þeir ekkert að segja. Þeg-
ar enginn hringir í Gemsaþvaðra líður honum voða
illa. Þá sendir hann smáskilaboð og spyr hvar all-
ir séu. Þá bregst það sjaldan að símaþvaðrið byrj-
ar á ný. Sérstaklega ef Gemsaþvaðri hefur brugð-
ið sér í bíó. Þá gleymir hann nefnilega alitaf að
slökkva á farsimanum.
26
f ÓkllS 17. desember 1999