Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 24
♦ f Ó k U S 17. desember 1999 Fólk er alltaf að rífast um allt og ekkert. Stundum verða deilurnar sjóðbullandi heitar og þjóðfélagið hreinlega titrar af angist vegna óróaseggjanna. Þeir svífast einskis í skoðanaágreiningnum, frussa út úr sér undarlegustu uppnefnum og mana þjóðarsálina til að skipta sér í tvær fylkingar. Svona mál ganga allt árið um kring en svo líður að jólum, friði og allsherjar fyrirgefningu. Fókus hringdi í fólk sem hefur rifist á opinberum vettvangi á árinu sem er að líða og spurði hvað það myndi gefa andstæðingnum í jólagjöf. Jólagjöfin mín í ár, ekki metin er til f|ár, ef þú hana aðeins af mér vildir þiggja Tvíhöfði, fyrirvaralaust með morgunþátt sinn hjá X-inu og gerðu samning við íslenska útvarpsfélagið. Fínn miðill, eig- andi X-ins, var ekki ýkja hress og kallaði þetta samnings- brot. Fyrir dómi var Tvíhöfða bannað að starfa hjá ÍÚ í sex mánuði. Þossi á X-inu (Þorsteinn Hreggviðsson) stjórnar nú þættinum Miami Metal á fyrrverandi útsendingartíma Tvíhöfða. Tvíhöfði mun hins vegar fara aftur í loftið í janú- Ágreininqur um SÚlildans Kristján Jósteinsson opnaði Club Clinton í Fisherssundi á árinu, íbúum Grjóta- þorpsins til mikillar armæðu. Oddur Bjömsson, hljómlistarmaður og nágranni staðarins, var orðinn ansi pirraður vegna hávaða frá staðnum. Hann var einn íbúanna sem lögðu fram kvörtun vegna þess og heimtaði að staðnum^ yrði lokað. Kristján vildi alls ekki loka staðnum sínum og benti á að__ nektarstaðir ættu heima í miðbænum. Kristián: „Ef ég ætti að vera virkilega góður við Odd þá myjidi ég gefa honum yndislega og notalega kvöld- stund á Clinton. Ég held að hann hefði reglulega gott af þvi, já og gaman. Það er öllum holit að skoða það sem við höfum upp á að bjóða. Ég er nokkuð viss um að ef ég myndi gefa Kristjáni þetta þá myndi hann þiggja boðið með bros á vör enda verð ég nú að segja að gjöfln er mjög rausnarleg og fal- lég. Þetta er það besta sem ég gæti gefið honum." ar hjá íslenska útvarpsfélaginu. Sigurión: „Ég myndi gefa Þossa jakkafót. Það er ekki spurning. Ég veit ekki alveg af hveiju ég myndi gefa um jakkaföt, eigum við ekki bara að segja af /í bara. Ég held bara að hann eigi heima á með- al jakkafatanna, among the suits. Já, það myndi ekki saka að gefa honum jakkaföt. Ég veit nú ekki alveg hvar ég myndi kaupa þau, ætli ég myndi ekki fara i Dressman. Nei, kannski ekki. Ég myndi gera mér ferð í bæ- inn og finna þau einu réttu." Eg Þossi á X-inu: „Ég myndi gefa Sigurjóni föt og þá helst gallabuxur. Ég myndi vilja gefa honum eitthvað sem hann myndi ganga i og nota. Það er mikilvægt að fólk noti það sem maður gefur því. 1 ætla alls ekki að vera með einhvern skæting en ég held að honum veitti ekk- ert af gallabuxum. Ég held að Sigurjón yrði mjög sáttur við þessa gjöf frá mér. Ég vann náttúrlega lengi með honum og ég veit hvað hann vantar. Gallabuxur er eitthvað sem myndi koma honum að góðum notum. Hann myndi fá Levi’s gallabuxur frá mér. Það væri vissulega flott að gefa hon- um jakkaföt en ég held að ég yrði nú ekki svo grand á því.“ Einar Rafn Haraldsson er formaður Afls fyrir Austurland og fylgjandi stórframkvæmdum á Eyjabakkasvæðinu. Einar er á öndverðri skoðun við Jakob Frimann Magnússon, fram- kvæmdastjóra Umhverfisvina, sem er mótfallinn framkvæmdunum. Þessir tveir menn skiptust á skoðunum í sjónvarpsþættinum í deiglunni. Auk þess lágu leiðir þeirra saman á Hótel Borg þegar Jakob Frímann, Björk og Guðjón í Oz lögðu fram hugmyndir að ný- sköpunarsjóði landsbyggðarinnar. Einar svaraði hugmyndunum á þá leið að Austfirðing- ar myndu ekki taka við ölmusu þessa fólks. Jakob sagði hins vegar að Einar væri í raun að biðja um stærstu ölmusu íslandssögunnar. Einar Ra&i: „Jakob Frimann, hver er það aftur? Nei, nei, ég myndi gefa honum spariútgáfu af Biblíunni. Það er ekki spurning. Hún kennir fólki hvemig eigi að umgangast annaö fólk og það hafa allir gott af því að lesa hana. Þetta er ekki meint eitthvað illa og ég er ekkert að segja að hann hafl betra af þvi en einhver annar að lesa Bibl- íuna. Þetta er bara góð bók sem allir eiga að lesa. Hann ætti kannski sérstaklega að kíkja á kaflann sem flallar um að mað- ur eigi að elska óvini sína. Ég held að Jakob myndi ekkert misskilja þessa gjöf því að hann er svo vel gerður. Með Biblí- unni myndi ég svo gefa honum aðgöngumiða á næstu sýningu sem ég tek þátt í því að hann titlar mig alltaf sem áhugaleik- ara. Ég myndi vilja sýna honum að ég er mjög góður leikari." Jakob: „Ætli ég myndi ekki gefa Einari Rafni tvær mynd- ir af ljósmyndasýningunni sem nú prýðir veggi Umhverf- isvina að Síðumúla 34. Önnur er tekin af Snorra Snorra- syni að sumarlagi af Eyjabökkum i blóma. Hin er eftir Birgi Brynjólfsson af Eyjabökkum i klakaböndum. Svo myndi ég bæta við þriðju myndinni eftir sjálfan mig, inn- römmuðu spumingarmerki. Þetta myndi vafalítið vekja upp spumingar um Eyjabakka-fómina sem nú blasir við okkur. Gjöfunum myndu svo fylgja kærleiksríkar ámaðar- óskir þvi að auðvitað ber ég engan kala til Einars Rafns þó að hann sé annarrar skoðunar en ég.“ Ungfemenistarnir Bríeturnar vildu galopna umræðuna um lágkúru strippsins. Á sama tíma spratt Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Maxim’s, galvaskur fram og segir nektardansinn helbera iist. Bryndhildur Ómarsdóttir Bríetdama var engan vegin samþykk þeirri listgreiningu. Ásgeir: „Bríet, eru það ekki stelpurnar sem em búnar að reyna að gera allt vitlaust hjá mér og mínum? Ef ég þyrfti að gefa fúll- trúa Bríet jólagjöf þá myndi ég sennilega gefa henni far með Appollo-geimferju. Þetta væri þó bara miöi sem gilti aðra leið. Ég veit nú ekki alveg af hverju ég myndi gefa henni þetta frek- ar en eitthvað annað en ætli það sé ekki bara til að vera laus við hana. Ég myndi samt ekki gefa henni búning svo hún gæti geng- ið þarna úti í geimnum, það yrði einhver annar að gera það.“ Oddur: „Svei mér þá, ég var ekkert farinn að hugsa um hann Kristján enn þá, hafði alveg gleymt að hugsa um hann. Hann var ekki á jólagjafalistanum mínum en.ef ég þyrfti að gefa honum gjöf þá myndi ég sennilega láta nægja að gefa honum koss og gott skap. Ég held að okk- ur öllum veiti ekkert af kossum og góðu skapi og Krist- ján er þar engin undantekning. Hann myndi eflaust taka kossinum frá mér vel því að ég held að þetta sé alveg ágætisnáungi og sennilega myndi hann einnig taka góða skapinu vel. Þetta væri flottur jólapakki, ef pakka má kalla." BrvnhHdur: „Tannbursti er mesta þarfaþing og nauðsynlegur hverjum vel til höfðum manni sem vill bæta ímynd sína. Ekki nóg með að tannbursti haldi tönnunum tannsteinslausum og gefi notanda Colgate-bros fyrir myndavélar þá er hann brúklegur til þess að skrúbba hendur sin- ar, halda nöglunum glansandi. Tannburstinn er einnig góður fyrir ýmiss konar kembingar, sérstaklega andlitshársvarða, svo sem skegg, nasahár og eymabrúska, svo sem og önnur ótalin líkamshár. Einnig er tannburstinn tO margs nýtileg- ur hverjum þeim sem kiæðast viU vel. Rúskinnsskór og flauelsvesti ná aldrei eins miklum ljóma og eftir eina yf- irferð með tannburstanum góða, og jakkafötin verða aldrei hin sömu eftir að tannburstinn hefur strokist mjúk- lega yfir þau og útrýmt lónni. Einnig er tannburstinn hið besta verkfæri til þess að bursta hinar ýmsu gúUkeðjur, silfurermahnappa og annars konar glingur, svo það glitrar sem aldrei fyrr. Með þessari gjöf óskum ég og Briet-félagar klám- kóngum heimsins gleðilegra jóla og við vonumst tU að hitta þá hressa, káta og tU í tuskið á nýju ári.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.