Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 17
Nú er útfurinn bara sendur í endurme „Mig langaði til að búa til mjög góða barnabók," segir Andri. „Ég fékk þessa hugmynd um bláan hnött þar sem væri fullkomið líf, engir fullorðnir og bara börn. Svo fór ég að spá í það hvað myndi gerast ef þangað kæmi maður sem gerði lífið enn þá skemmtilegra. Þá komst ég að því að blár hnöttur er ekki vel hannað fyrirbæri því það þarf svo lítið til að alit fari í kaldakol - kannski bara einn mann sem er alltof skemmtilegur. Ég gekk með hugmyndina lengi, í tvö ár, og sett- ist ekki niður til að skrifa fyrr en ég var búinn að leysa öll vandamálin sem sköpuðust á hnettinum.“ Er þetía mórölsk bók? „Hún varð miklu móralskari en ég ætlaði mér. Sumir setjast niður með móralinn tilbúinn og bíða eftir að lauma honum inn en hjá mér gerðist mórallinn bara. Allt í einu var ég að segja hluti sem ég hafði ekki pælt mikið í. í bókinni eru margs konar skírskotanir sem fólk getur tengt við okkar bláa hnött." Er nauðsynlegt aó halda góöum gildum að börnum? „Já, er það ekki alltaf nauðsyn- legt? Enn nauðsynlegra er þó að halda ævintýrinu og ímyndunarafl- inu að bömum. Það er ekkert víst að allir krakkar sjái ádeilu eða boðskap í bókinni heldur eru þama bara al- gildir hlutir eins og réttlæti og vin- skapur, mjög tærir hlutir sem öll böm og allir menn þurfa á að halda. En bókin er ekki samin sem kennslu- bók. Það er ekki verið að troða neinu ofan í kokið á börnunum." Las aðallega um pöddur Einhvers staðar hlýtur hugmynd að fæðast. Andri er því spurður hvað hann hafi lesið sem bam: Andri Snær Magna- son er með bæði í plötu- og bókaflóð inu. Út er kominn diskurinn Flugmaður þar sem hijómsveit in Múm spilar undir Ijóðunum hans. Athyglin hefur þó mest beinst að barnabókinni Sagan af biáa hnettinum, enda var hún tvítilnefnd fyrr í mánuðinum. „Ég bjó í Ameríku til 9 ára aldurs. Þá las ég aðallega bækur um pöddur og skriðdýr og svoleiðis. Alls konar náttúrufræðidót. Bækur sem sprengdu í manni ímyndunaraflið sitja fastast í mér, eins og Mómó og Litli prinsinn, sem ég játa að er sterkur áhrifavaldur að minni bók. Það sem ég var að reyna að gera var að ná einlægninni úr Litla prinsin- um og tilfmningunni sem maður fékk þegar maður las Hans og Grétu, ógninni og hryllingnum þaðan. Ég leyfi mér að vinna gegn þeirri þróun sem hefur verið í bamabókum og er sú að gera þær of linar.“ Of linar? „Já, þegar verið er að taka ævin- týrið úr þeim - þegar lífsháskinn og hryllingurinn er tekinn út. Hjá Hans og Grétu var þetta virkilega upp á líf og dauða. í endurunnu út- gáfunni er hættan kannski bara sú að þau eru lokuð inni í búri en ekki að nomin ætli að éta þau. Hvað þá að þau endi á því að steikja nomina í ofni. Líka Rauðhetta. Hún má ekki lengur gera gat á úlfinn og fylla hann af steinum. Nú er úlfurinn bara sendur í endurmenntun." Er þjóófélagið ekki bara alltof lint gagnvart krökkum almennt sem lýs- ir sér svo í sögunum? „Það getur verið. Það er stað- reynd að krakkar sækja í spennu og þeir vilja fá lífsháskann og hrylling- inn. Ef þeir fá þetta ekki í bók- menntun sækja þeir þetta bara í tölvuleiki. Það er hættulegt þegar gerðar eru þær kröfur til barnabók- mennta að þær séu bara einhver barbíleikur. Á meðan verður allur heimurinn í kring sífellt meira ógn- vekjandi." Þjónn hugmyndar Það kom Andra svo sem ekkert á óvart að bókin væri tilnefnd til Is- lensku bókmenntaverðlaunanna. „Ég var mjög sjálfsöruggur þegar ég var kominn með hugmyndina að bókinni," segir hann, „næstum því hrokafullur. Ég hef aldrei verið svona sjálfsöruggur með neitt áður. Ég bara vissi að ég hefði rambað á eitthvað, að öllu þvi besta sem ég get gert hafði slegið saman. Ég hefði getað gefið bókina út fyrir síðustu jól en vissi að ég þurfti ekki að drífa mig. Við mína nánustu sagði ég að bókin gæti fengið útgáfu hvar sem er í heiminum. Þegar maður hefur rambað á góða hugmynd er maður orðinn þjónn hugmyndarinnar. Það var mitt hlutverk að koma henni fullkomlega til skila. Þegar ég sá svo hvernig verkið lék í höndum Ás- laugar Jónsdóttur sem teiknaði og hannaði bókina þá vissi ég að við höfðum skapað eitthvað alveg sér- stakt. Bókin er um 100 blaðsíður og öll litprentuð. Áslaug lagði mikla vinnu og ást í verkið.“ Á svo að fara alla leið með hug- myndina - borðspil? Bolir? Leikrit? „Ég er búinn að gera leikrit, já, sem verður sýnt á næsta ári. Það var gert samhliöa og var útsmogið plott því ég vissi að hugmyndin var nógu góð. En bolir... Jaaa. Það væri ákveðin þversögn í því. Bókin er með skýrum og fallegum boðskap og ég myndi enda í hlutverki vonda karlsins í bókinni ef ég fylgdi henni eftir á slíkan hátt. Veitingahúsa- keðjan Blái hnötturinn, hmmm, það er aldrei að vita. Nei, nei.“ tss Þetta var ekki í fyrsta skiptið. Stundum held ég hreinlega að bragðlaukarnir séu sjálfstæð lífvera. Það útskýrir líka heilmargt. 17. desember 1999 f Ó k U S 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.