Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 32
Lifiri eftir vmnu Laugardagur * 18. desember , Popp---------------------------- ” :,uþeytirinn dj Craze er á Kaffi Thomsen í . vaH Þetta er algert möstfyrir alla hipp hopp- ara landsins. Um upphitun og andlegan stuðn- ing sjá dj Fingaprint, dj Big G og dj Reynir. •Klúbbar Mesta fjörið er i röðinni á Skuggabarinn. Geð- veik röð um siðustu helgi og mætið því tíman- lega ef þið hafið ekki hugsað ykkur að vera þar allt kvöldiö. Nökkvi og Áki eru komnir í jólast- uð. k Búiö ykkur undir framtíðina á Spotlight. Niður- talningin er hafin. Dj ívar Amore sér um Millennium-stemningu. Opið frá 23 þangað til þú ferð heim. •Krár Klukkan 14 verður opið möt í backgammon á Grandrokk. Þessi Miðjarðarhafsiþrótt nýtur vaxandi vinsælda á Grandrokk og verða veg- leg verðlaun í boði. Um kvöldið er það svo hljómsveitin VSOP sem tætir og tryllir. Sígild rokklög og fjörugir slagarar. ý Það er komið að lokakvöldi í hinni enda- lausu 3 ára afmælisveislu Undirtóna á Gaukn- um þar sem dansinn ræður ríkjum. Aðal kvöldsins er ítalski tekknógaurinn Marco Carola. Dj Grétari og Exos sjá um upphitun. Dj Birdy sér um diskóveisluna á Amsterdam en hann er reyndar betur þekktur sem fuglinn á Mónó. Dj Árni Sveins mætir á Sirkusinn og þeytir skífur yfir ódýrum rauðvínsglösum. Grand Rokk er grand að vanda og býður vand- látum upp á rokkhljómsveitina VSOP. Svensen og Hallfunkel mæta á Gullöldina. Líklega verður svakastuð og voða gaman. Það er jólahlaðborð á Kringlukránni í kvöld og ö Select Ný Selectstöð í Smáranum ö Alltafferskt... Select 32 tónleikar Pétur Eyvindsson og Rúnar Magnússon eru meðlimir dúetts- ins Vindva Mei. Bandið er búið að vera til síðan 1994 og spilar að meðaltali tvisvar á ári. Á sunnu- daginn heldur bandið tónleika í kjaiiaranum á KafB Thomsen og Pétur leggur áherslu á að þar sé ókeypis inn. Bandið mun kynna plötuna Vindva Mei on Fire sem kemur út á aðfangadag. „Við höfum verið að vandræð- ast við það að gefa út plötu í tvö ár,“ segir Pétur. „Eitthvert fyrir- tæki var búið að ákveða að gefa þetta út en koxaði svo á því. Þetta er loksins núna að drullast í gegn og það er fyrirtækið Fire sem gef- ur út. Elsta efnið er frá því 1996 en mest er frá þessu ári.“ Hvaö spilar Vindva Mei? „Við skilgreinum ekki. Þetta eru lög og hljóðtilraunir. Við búum tO hljóð og hljóðfæri úr þeim. Vinnum með sömpl, tökum beint upp á harða diskinn og not- um gamlar græjur." Það er flókið ferli á bak við tón- listarsköpun bandsins því Rúnar býr í Kaupmannahöfn en Pétur í Reykjavík. „Við erum í raun sitt hvort um- boðið og sendum efni á milli ann- að slagið. Þannig helst línan opin og samstarfíð gangandi. Niður- staðan kemur svo af sjálfu sér.“ En hvað þýðir Vindva Mei eigin- lega? „Það veit enginn og nafnið er bara heppni. Liklegasta skýringin þykir að æðri verur þarna úti hafi sent bylgjur og við skynjað þær sem „Vindva Mei“.“ Jæja, góði. Þess má að lokum geta að Vindva Mei-stúlkan mset- ir og sér um dans á tónleikum og hinn ósýnilegi dj Gerry Bastard sér um skífuþeytingar. Yfimátt- úrlega amalegt gigg, ekki spurn- ing. myndlist I neöri sölum Ustasafns íslands er sýning sem ber heitið Vormenn í íslenskri myndlist. Á henni eru verk listamanna sem komu fram t fyrstu ára- tugum þeirrar aldar, sem senn er að Ijúka, og lögöu grunninn að nútímamyndiist hér á landi. í sal 1 eru verk eftir Þórarin B. Þorláksson, Ás- grímJónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval sem með landslagstúlkun sinni lögðu grunn aö íslenskri landslagslist og áttu stóran þátt í að móta sýn okkar á landið. 1 sal 2 eru verk eftir þær Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur, sem voru fyrstar íslenskra kvenna til að helga sig myndlistinni, og þá Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal og Jón Þorleifsson sem allir áttu þátt í að færa nútímaleg viðhorf inn í íslenska myndlist á mótunarárum henn- ar.Sýningin stendur til 16. janúar. Listasafn fs- lands er opið milli jóla og nýárs. Pétur Gaurur er með jólasýningu á nýjum verk- um ÍGalleri Örnólfur á Snorrabraut. Opin til jóla alla daga ki.16-18. Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir í Gallerí M2 á Siglufirði. Jón Ingi Sigurmundarson sýnir verk sln og selur I Gallerí Garði, Miðgarði Austurvegi 4 á Sel- fossi. Pastel og vatnslitamyndir. Sýningunni lýk- ur 27. desember. Ragnheiður Ólafs og Egill Öm Hjaltalín sýna í Norska Húsinu á Stykkishólmi. Þau sýna þar út árið. Grafík listakonan Laura Valentino sýnir erótíska myndaröð Ivinnustofunni sinni að Grettisgötu 6, laugardaginn og sunnudaginn milli kl 14:00 og 20:00. Myndlistarmaðurinn Jónas Bragier með slna fimmtu einkasýningu I sýningarsal Hár og Ust, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Sýningin ber nafnið Bárur og þar eru skúlptúrar og myndverk sem unnin eru úr kristalgleri og öörum glerefnum sem eru meöhöndluö á athygliverðan hátt. Laufey Margrét Pálsdóttlr sýnir ollumyndir á bólstruðum striga á sólon íslandus. Sýningin ber nafnið Tíaldaesýning og stendur hún út þrettándann. Eistneska listakonan Liis Theresia Ulman er meö sýningu á olíupastelmyndum I Gallerí Geyslr. Sýningin stendur til 26,des. Sjöfn Har sýnir 16 olíumálverk undir yfirskrift- inni Litir úr ísnum I Usthúsinu Laugarsal. Sýn- ingin stendur út árið. í Ustasafni Kópavogs stendur yfir sýning úr einkasafni Þorvaldar Guðmundsonar og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur. á verkum I eiguSýn- ingarstjórar eru Guðbergur Bergsson rithöfund- ur og Guðbjörg Kristjánsdóttir. Sýningin stendur til 30. jan 2000. Finnski listamaöurinn Ola Kolehmainen sýnir innsetningu með Ijósmyndum teknum I gyllta salnum I Ráðhúsinu I Stokkhólmi.Sýning Oia Kolehmainen stendur til 23.janúar og er opið I galleríinufimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 - 18. Athugið! Galleríið veröur lokað frá 20 des til 6. jan en hægt verður að sjá sýninguna gegnum glugga. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir glugga á Bókasafni Háskólans á Akureyrí.Aðalheiöur hefur vinnustofu að Kaupvangsstræti 24 á Akur- eyri og rekur þar einnig Ljósmyndakompuna. Sýningin stendur til 8. janúar árið 2000. Elísabet Haraldsdóttir sýnir fjöll og fjallabrot úr leirí Listasal Man, Skólavórðustlg 14. Sýningin verður opin á verslunartima út árið. Listakotskonur eru meö jólasýningu á efri hæð gallerísins. Listakonan Ríkey Ingimundardóttir er meö sýn- ingu á nýjum listmunum I Gallerý Ríkey, Hverf- isgötu 59. Ingvar Þorvalsson sýnir vatnslitamyndir I Kaffi Mílanó Skeifunni. Sýninginn stendur út mánuö- inn. Kínversku listamennirnir Tan Baoquan og Wu Zhaliang sýna I Hafnarborginni. 36 listamenn hafa sett upp skúffugallerí og smámyndasýningu á Tryggvagötu 17. Sýningar- salurinn er opinn fimmtudaga til sunnudaga, kl. 14:00 - 18:00.Síöasti sýningardagur smá- myndasýningarinnar er sunnudaginn 19,desem- ber en skúffugalleríö mun verða opið áfram á föstum opnunartimasýningarsalar, það er fimmtudaga - sunnudaga. Aðgangur ókeypis. Ustasafns íslands er með aðventusýningu. Sýningin Móðir og barn stendur nú yfir sem verður umgjörð llstsmiðju barna I sal 5. Á sýn- ingunni eru málverk og höggmyndir úr eigu safnsins, alls 7 verk sem tengjast þema sýning- arinnar. Tónlist, piparkökur og mandarínur koma öllum Ijólaskap.Kaffistofa safnsins býöur sérstakan vetrarmatseðil. Safniö er opið dag- legafrá kl. 11.00. - 17.00. Lokað mánudaga. Sýningunni lýkur 21. desember. Marílyn Herdís Melk sýnir grafíkmyndir I veit- ingahúsinu Vlð fjöruborðið. Sýningin stendur fram að jólum og er opnunartími Fjöruborðsins frá 18-22 virka daga en 11:30-22 laugardaga og sunnudaga. Ólafur Gunnar Sverrisson sýnir hálsmen I Hár og List, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Sýningin kallast Spækjur og Sprek og stendur til 9. des- ember. Harpa Bjömsdóttir sýnir skúlptúr I Listasafni ASÍ. Sýningin stendur til 5. desember og er opin alla daga frá 14-18 nema mánudaga. Myndlistarmennirnir Ingimar Ólafsson Waage og Karl Jóhann Jónsson sýna málverk I Lista- safni ASÍ, Ásmundarsal, Freyjugötu 41, 101 Reykjavlk. Á sýningunni eru landslagsverk tengd ferðalögum um óbyggöir íslands og portrettverk af ýmsum náttúrufyrirbærum, svo sem álfum og kleinum.Sýningunni lýkur 5. desember. Vignir Jóhannsson myndlistamaður er með mál- verkasýningu Igalleríi Sævars Karls. Sýningin stendur til 9. desember. „Kaffi, Englar og fleira fólk“ er yfirskrift sýning- ar Lindu Eyjólfsdóttur á akrílmyndum sem hún er með I Gallerí Stöðlakoti við Bókhlöðustlg. Fjórar einkasýningar eru I gangi I Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B I Reykjavík.Sýnendur eru: Didda Hjartardóttir Leaman, Þórunn Hjartardóttir, Olga Bergmann og Anna Hallin. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 nema mánu- daga og þeim lýkur 12. desember. Aðgangur er ókeypis og allir vekomnir. Lárus Karl Ingason er með Ijósmyndasýningu I kaffistofu Hafnarborgar. Á sýningunni eru 12 myndir teknar I nágrenni Kleifarvatns. Sýningin stendur til 13. des. Gallerí 101 viö Laugaveg sýnir Anatomy of Feelings. Þar gefur að líta uppgötvanir sem Har- aldur Jónsson gerði meðan hann dvaldi nýverið I sjálfskipaðri einangrun inni I norskum skógi. Á sýningunni eru teikningar, textaverk og mynd- band. Lifi Kalevala er yfirskrift myndlistarsýningar I sýningarsölum Norræna hússins I tilefni afmæl- isdagskrárinnar Kalevala um víða veröld. Sýn- ingin kemur frá Akseli gallen-Kallela-safninu I Helsinki. Sýningin er opin þriöjudaga til sunnu- daga, kl. 14-18. Lokað er á mánudögum. Að- gangur kr.200. Sýningin stendur til 19. des. Guðmundur Björgvlnsson er með málverkasýn- ingu 112 tónum Grettisgötu 64. Sigurður Magnússon listmálari er með mál- verkasýningu ISverrissal í Hafnarborgar. Hann sýnir 20 ollumálverk og ber sýningin yfirskriftina „Reiri þankastrik". Listasafn Akureyrar sýnir nú verk Stefáns Jóns- sonar en um er að ræða hámenntaöan Akureyr- ing sem sýnir gólfskúlptúra. Skúlptúrar þessir eru tilbrigði við meiriháttar listaverk og mætti kalla þau eftirlíkingar ef menn væru fyrir það að djöflast I listamanninum. En það er óþarfi þvl þetta er hin skemmtilegasta sýning og á sama tíma og hún opnar hefst ný röð yfirlitssýninga á vegum Listasafnsins sem hlotið hefur heitiö Sjónauki, en I þeim verður ýmsum hugsuðum boðið að rýna I ákveðna þætti myndlistarsög- unnar. Fyrstur til að ríða á vaðið er heimspeking- urinn og útvarpsmaðurinn Hjálmar Sveinsson sem fjallar um „dauðahvötina" sem hann telur sig greina hjá íslenskum myndlistarmönnum. Verkin á sýningunni eru fengin aö láni frá Lista- safni Reykjavlkur og spanna þau allt frá Þórarni B. Þorlákssyni og Jóhanni Briem til Jóhönnu K. Yngvadóttur, Hrings Jóhannessonar, Helga Þor- gils Friðjónssonar, Haraldar Jónssonar, Georgs Guðna og Jóhannesar Eyfells. Sýningin er opinn frá kl. 14-18 og stendur hún fram til 5. desem- ber. Árþúsunda arkitektúr eöa Millennial Architect- ure er heiti samsýningar sem sýnd er I Gerðar- safni I Kópavogi. Höfundar sýningarinnar eru Steina Vasuika, skjálistarmaður, Anita Hardy Kaslo, arkitekt og Sissú Pálsdóttir, myndlistar- maður. Listamennirnir þrír eiga þaö sameigin- legt að hafa búið samtlmis I Santa Fe, en nú hafa leiöir skilist og undirbúningur þessarar sýn- ingar farið fram á netinu undanfarið ár. Gerðar- safn er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12 -18. Hönnunarsafn íslands stendur fyrir sýningu að Garðatorgi 7, nýbyggingu I miðbæ Garðabæjar, sem nefnist íslensk hönnun 1950-1970. Sýn- ingin er kynningarsýning Hönnunarsafnsins, sem til var stofnaö I desember 1998. Á þessari sýningu, sem Þórdís Zoéga innanhússarkitekt hefur haft umsjón með, er að finna sýnishorn af Islenskum húsbúnaði, húsgögnum, leirlist, veflist, skarti og grafískri hönnun frá sjötta og sjöunda áratugnum. Á sýningunni verður kynnt tillaga að merki (logo) Hönnunarsafnsins. Félag íslenskra teiknara (FÍT) gekkst fyrir samkeppni meðal félagsmanna sinna og var ein tillagan valin til áframhaldandi úrvinnslu. Árangur sam- keppninnar er hugsaður sem framlag FÍT til safnsins. Sýningin stendur til 15. nóv, og er opin mánudaga-föstudaga kl. 14-19 og laugar- daga-sunnudaga kl. 12-19. f Ó k U S 17. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.