Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 25
4 B „ ' ■ ........... h Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður var verjandi í umdeildu dómsmáli í september síðastliðnum. Málið var sérstaklega viðkvæmt þar sem ákærði var sakaður um kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni. Ákærði var sýknaður af kynferðismökum vegna skorts á sönnunum en hann viður- kenndi gægjuhneigð. Illugi Jökulsson fór hörðum orðum um dóminn í tveimur útvarpspistlum. Hann gagnrýndi málsmeðferðina, niðurstöðuna og nafngreindi ákærða. Jóni Steinari þótti nafnbirtingin ótæk og sagði llluga vera að efna til nornaveiða. lluei: „Ég vil taka það fram að ég er nátt- úrlega fyrst og fremst á móti dómnum i hæstarétti en ekki Jóni Steinari endilega og er því fullur hlýhugar í hans garð. En síðan sýnist mér að Jón Steinar sé frekar illa klæddur til fótanna þegar hann er að ösla snjóinn i miðbænum. Þess vegna myndi ég bara gefa honum gúmmístigvél." Jón Steinar: „Gjöf min til Hluga yrði af and lega sviðinu. Ég myndi óska honum hugljóm- unar þar sem augu hans yrðu opnuö fyrir meginreglum réttarríkja og honum yrði að auki kennt að hreykja ekki sjálfum sér á annarra kostnað. Fengi hann þessa jóla- gjöf yrði hann að betri manni.“ Margrét: „Hvað ætti ég að gefa hon- um Steingrími i jólagjöf? Jú, ætli ég myndi ekki gefa honum félagsskir- teini i Samfylkinguna. Það yrði með rauðri slaufu, aðeins fyrir hann.“ Félagaskíptin____________________________ í september tilkynnti handknattleikskonan Jóna Björg Pálmadóttir for- ráðamönnum Fram að hún vildi ekki lengur spila fyrir liðið heldur skipta yfir í Gróttu/KR. Knúti G. Haukssyni, formanni handknattleiksdeildar Fram, leist ekki vel á þessa hugmynd hennar. Að hans áliti var hún samn- ingsbundin liðinu og gæti því ekki skipt yfir í annað lið. Jóna Björg var ósammála þessu. Nýlega urðu svo lyktir í málinu, Jóna Björg fékk félaga- skipti yfir í það lið sem hún vill spila fyrir. Mikill styr stóð um sameiningu vinstri flokkanna fyrir kosningarnar í vor. Steingrimur J. Sigfússon klauf sig úr Alþýðubandalaginu, stofnaði stjórn- málaflokkinn Vinstri græna og honum fylgdu margir gamlir alþýðubanda- lagsfélagar. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, studdi sameininguna og fór með flokknum inn í Samfylkinguna. Áður höfðu skötuhjúin slegist um formannssætið í Alþýðubandalaginu. Steingrímur: „Ætli ég myndi ekki gefa Margréti garn til að prjóna og tíma til að prjóna úr því. Hún er mikil hannyrðakona og yrði ef- laust þakklát að fá tíma til að sinna þeim hlutum." Jóna Biörg: „Ó mæ god. Það er erfitt að svara svona. Ef ég þyrfti að gefa Knúti jólagjöf þá hugsa ég að ég myndi reyna að Finna eitthvað mjög ódýrt. Ég myndi ekki einu sinni tima að gefa honum bók. Hann myndi því fá eitt- hvað mjög lítið frá mér, það er alveg á hreinu. Veistu að kannski væri bara sniðugast að sleppa jólagjöfinni og senda honum bara kort. Það er langbillegast. Þar sem ég þyrfti að gefa gjöfina þá er best að sleppa sem ódýrast frá þessu." Knútur: „Hvað ég myndi gefa Jónu Björg? Ég veit það satt best að segja ekki. Ætli ég myndi ekki bara gefa henni hefðbundna gjöf, til dæmis bók. Ég hef í sjálfu sér enga sérstaka bók I huga, bara einhverja góða bók sem er að koma út núna. Ég veit nú ekki hvort Jóna Björg er mikill lestrarhest- ur því ég þekki ekki nógu vel til. Ég held að hún yrði mjög þakklát fyrir þessa gjöf frá mér. Bók yrði gjöfin frá mér til hennar." by PULSAR Upplýsingar um söluaðila í síma: 580 8000 www.virtualspoon.com — Skrefi framar” aster 20 cím Stuðningur vfir magasvœði. Þunnar á tám. Sokkabuxur fyrir opna skó. NUDDAHmf ANDAR N 1 17. desember 1999 f ÓkUS 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.