Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 10
Mæja er krúttið
á skjánum hjá Skjá
einum, Hún kynnir
vinsælustu lög
landsins í hverri
viku og fer létt
með það þó að
hún segist ekki vera
neinn sérstakur
poppspekúlant.
María Gréta Einarsdóttir,
eða Mæja eins og hún er venju-
lega kölluð, er ekki bara krúttið í
áhöfninni á Skjá einum heldur er
hún einnig i hópi yngstu starfs-
manna stöðvarinnar. Margir
halda hana líka vera miklu yngri
en hún er.
„Ég er svo mikið babyface að
þegar ég fór í bankann um dag-
inn þá sagði afgreiðslukonan við
mig að maður þyrfti að vera orð-
inn 18 ára til þess að fá kredit-
kort,“ segir Mæja þegar aldur
hennar ber á góma, en hún er 21
árs gömul. Mæja virkar ekki bara
ung í útliti heldur virkar hún
líka miklu hávaxnari á skjánum
en hún er.
„Margir ímynda sér að ég sé
hávaxnari en ég er í raun og veru
af því að á skjánum sést ég aldrei
í fullri stærð,“ segir Mæja og er
alveg sama um allt þetta tal um
stærð og barnalegt útlit. Henni er
svo sama að hún er ekkert að
reyna að gera sig eldri eða hærri
með því að ganga i háhæluðum
skóm eða mála sig í botn.
Hlustar aldrei á útvarp
Mæja er fædd og uppalin í
Reykjavík og er í miðjunni af
þremur systkinum. Eftir grunn-
skólann byrjaði hún í MH en
hætti þegar hún var rétt hálfnuð
og fór að vinna í versluninni
Accessorize í Kringlunni þar sem
hún er verslunarstjóri í dag.
Poppþátturinn á Skjá einum er
frumraun hennar í fjölmiðla-
bransanum.
En hefuröu eitthvert vit á tón-
list?
„Ekkert rosalega," segir Mæja
eftir smáumhugsun. „Ekkert
meira en hinn venjulegi meðal-
maður. Síðan ég byrjaði með
kærastanum mínum, Róberti Ar-
oni Magnússyni (Robba rapp), þá
hef ég reyndar farið að spá miklu
meira í tónlist. Hann er mikill
áhugamaður um tónlist og hefur
alveg smitað mig. Þegar ég var
yngri hlustaði ég bara á það sem
var í útvarpinu en í dag hefur
maður sínar ákveðnu skoðanir á
hvað manni finnst góð og vond
tónlist. I dag hlusta ég aldrei á út-
varp.“
Hvers konar tónlist er í uppá-
haldi hjá þér?
„Ég er mjög hrifin af R&B-tón-
list en ef ég á að nefna eitthvað
sem ég er ekki mjög hrifin af þá
er það kántrítónlist," segir Mæja.
Jeonu Jameson
til Islands
Til að reyna tónlistarkunnáttu
Mæju er hún spurð mn nafnið á
söngvaranum i Queen. Hún
stenst prófið með glans og svarar
Freddy Mercury á nóinu. Ekki
eins og það skipti öllu máli að
vita það þegar maður er að kynna
vinsældalista í sjónvarpi en
Mæja segir þó að maður verði að
vita eitthvað um tónlist.
„Ég sem textann sjálf og það
sakar ekki að maður geti sagt eitt-
hvað um lögin sem maður er að
kynna. Ég segi líka óspart mina
skoðun á lögunum. Enda eru þetta
ekki mín eftirlætislög, ég bara
kynni þau.“
Hvaö finnst þér um frammi-
stööu þína á skjánum?
„Hún fer batnandi," svarar
Mæja hlæjandi og segir að þetta
sé ógeðslega gaman og hún geti
vel hugsað sér að prófa sig enn
frekar í þessum bransa.
Hver eru annars helstu plönin
fyrir framtíöina?
„Giftast Robba og flytja til út-
landa,“ svarar Mæja að bragði.
„Ekki svo að skilja að ég sé óá-
nægð með ísland því það er ég
alls ekki en ég myndi vilja prófa
að búa erlendis i einhvern tíma.
Annars vinnur Robbi við það að
flytja inn erlenda plötusnúða til
landsins. Ég hef verið að hjálpa
honum í þessu, hengja upp plaköt
og svona, en draumurinn er að
taka meiri þátt í þessu starfi með
honum og jafnvel fara að flytja
inn fjölbreyttari flóru af
skemmtikröftum. “
Hvaöa nöfn myndir þú t.d. vilja
fá hingað?
„Það væri flott að fá klám-
myndastjörnuna Jennu Jameson
til íslands með klassashow," seg-
ir Mæja í fúlustu alvöru.
-snæ
10
f Ó k U S 17. desember 1999