Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 16
Það koma rúmiega 100 manna á Hjálpræðisherinn á aðfangadagskvöld, fslendingar, útlendingar,- einstæðingar og fjölskyldufólk, Fólkið syngur jólunum til heiðurs og borðar fullt af kjöti, évöxtum og sælgæti, Þarna ríkir sannur jólaandi og þeir eru þó nokkrir sem gista ( Kirkjustrætl 2 yfir jólin. Blaðamaður Fókuss bankaði upp á hjá hermönnum guðs og þefaði af jólaundirbúningnum. „Það þýðir ekkert að boða mann- eskju kærleika guðs meðan hún frýs úr kulda og er án matar. Þannig byijaði Hjálpræðisherinn. Fyrst heit súpa, svo hrein fót og þá er fólk tilbúið að setjast niður og hlusta,“ segir Miriam Óskarsdóttir sem sér um safnaðarstarfið hjá Hjálpræðishemum. Hún sér einnig um jólaundirbúninginn og það er ekkert smáræði því núorðið koma um hundrað manns í jólamatinn á aðfangadagskvöld. Allra þjóða kvikindi setjast við veisluborðið, borða sig pakksödd og syngja á milli rétta. „Þetta er blanda fyrir alla og ekkert fylliríspartí. Það má ekki drekka neitt áfengi. Malt og appelsín er það sterkasta," fullyrð- ir Miriam og tekur fram að það sé rosalega mikið stuð í jólaveislunni. Við hliðina á Miriam situr norska herkonan Áslaug Langgárd sem byrjaði í þvottahúsinu hjá Hjálp- ræðishemum og endaði sem stjóm- andi. Hún kinkar kolli til samþykk- is og segir á norsku að jólin séu mjög skemmtileg í Kirkjustræti 2. Fastagestir virðast allir skilja þessa norskumælandi konu. í það minnsta Englendingurinn Pétur Karlsson (Peter Kidson) sem kom Drottinn blessar örugglega Hjálpræð- isherinn. fyrst til íslands með setuliðinu í seinni heimsstyrjöldinni. Hann sit- ur nú með staf milli handanna hjá konunum tveimur og hrosir blíð- lega. Talar við Áslaugu á reiprenn- andi norsku og við okkur hin á leiftrandi góðri íslensku. Kaþólskur hermaður Pétur kom til íslands árið 1940 og dvaldi mestallan tímann í Reykja- vík en einnig á Raufarhöfn. Því næst fór hann til Egyptalands og ítaliu. Þegar Þjóðverjar gáfust upp var hann sendur til Noregs. „Ég var sendur tO Noregs til að tala við þýska hermenn. Það var ein millj- ón hermanna sem varð að stríðs- föngum. Ég vann með norska hem- um við að yfirheyra fangana," seg- ir gamli hermaðurinn. Hvers uegna ertu hér nú? Pétur yppir brosandi öxlum: „Ég veit það ekki. Kannski að íslenska segulmagnið hafi dregið mig hing- að.“ Varstu giftur íslenskri konu? „Nei, aldrei. Ekki í neinu landi. En ég átti mjög góða íslenska vin- konu. Hún hét Rakel Sigurðardótt- ir af Laxamýrarættinni en viö gift- umst aldrei. Hún dó fyrir þremur árum meðan ég var erlendis." Hvað tók við eftir stríðið? „Ég var útskráður úr hemum ‘46 og fór í bresku utanríkisþjónust- una. Ég vann i breskum sendiráð- um í París, Þýskalandi og Moskvu. Loks var ég fjögur ár í breska sendiráðinu í Reykjavík. Á árun- um 1956-1960.“ Miriam Oskarsdóttir, Aslaug Langgárd og Tryggvi Gunnlaugsson (Hringur) eru í góðu jólastuði Veröur þú á Hjálprœöishernum yfir jólin? „Já, ég gisti héma enda er mjög rólegt og gott hérna á jólunum. Að vísu hef ég bara verið einu sinni í aðfangadagsveislunni því ég á marga vini á íslandi sem bjóða mér í mat. Auk þess er ég kaþólskur og það er ýmislegt að gerast hjá kaþ- Það eru bæði útlendingar og íslendingar sem koma hingað. Stundum liggur bátur niðri við höfn og þá kemur áhöfnin. ólikkum um jólin sem ég tek þátt í. Eins og guðsþjónustur og samkom- ur,“ segir Pétur. Miriam og Áslaug gjóa augunum til hans milli þess sem þær kjafta við Tryggva Gunn- laugsson (Hring). Hann er nýsestur við borðið með kaffibolla og kjams- ar glaðheittur. Sannkölluð jólastemning Hringur lítur reglulega í Kirkju- strætið og fær sér heitan kafFisopa. Hann virðist kunna vel við sig á Hjálpræðishemum og ljómar allur þegar Miriam byrjar að syngja tandurhreinni englaröddu. Hring- ur bíður ekki boðanna og slær smartan rapptakt undir fagnaðar- óðinn. Það vantar bara munn- hörpuna til að kóróna tónagleðina og Áslaug brosir hógvær milli mús- sín um jólin því þau eru hjá pabb- anum. Hún kemur ef til vill og langar að hjálpa til. Það eru heilmargir sem standa að þessu.“ Ríkir Hjálprœöis- hersandi, söngur og harmónika? „Sko, nei ... við höfum oftast verið með hljómborð. Það er ungur mað- ur sem kemur hingað og fjölskyld- an hans líka. Óskar Jakobsson spilar á píanóið og ég verð á gítarnum. Það verður sannkölluð jólastemning sem ríkir,“ segir Miri- íkantanna. Það er forvitnilegt að vita hvers vegna hún starfar hjá Hjálpræðishemum á íslandi. „Ég vann á leikskóla í Noregi og vildi prófa eitthvað nýtt. Ég ákvað að koma til íslands í eitt ár og ílent- ist. Nú er ég búin að vera í þrjú og hálft ár,“ svarar Áslaug og kímir við tilhugsunina. Næst beinist talið að sjálfu aðfangadagskvöldi og Miriam svarar því hverjir koma í jólaveisluna. „Það eru bæði útlend- ingar og íslendingar sem koma hingað. Stundum liggur bátur niðri við höfn og þá kemur áhöfnin. Við erum einnig i samstarfi við Vemd sem hefur hjálpað þeim sem koma úr fangelsi. Það er viss hópur sem kemur hingað. Svo hefur líka fólk samband sem er aleitt. Kannski móðir sem sem er ekki með börnin andinn í jólaboóinu sjálfu? „Við byrjum klukkan sex með hátíðarhöldin. Fyrst er jólaguð- spjallið og svo verður borðað inni í stóra salnum. Það verður fullt af sjálfboðaliðum sem elda alveg á fullu. Maturinn verður þríréttaður, súpa, annaðhvort hangi- eða flesk- kjöt og eftirréttur. Því næst er öllu rutt fram og gengið í kringum jóla- tréð og farið í leiki. Svo er auðvit- að kafEl á eftir.“ Veröið þiö meö möndlugraut á eft- ir? „I fyrra fengum við svona hrískrem en við vorum reyndar ekki með möndlu. Hins vegar fá all- ir jólapakka og náttúrlega sælgæti, ávexti, tónlist, nóg af kaffi og kök- um og fulla máltíð. Fólkið fær eins mikið og það getur í sig látið.“ Hefur aldrei neitt komið fyrir í jólaboöinu? „Nei, í rauninni ekki. Auðvitað kemur fólk hingað sem hefur lent í ýmsu. Eitt árið var til dæmis einni geðdeildinni lokað þannig að við fáum ýmiss konar manneskjur hingað. Eins og siðast, þá þurfti ég að taka einn og setja hann niður því hann truflaði hina. En þetta hefur gengið alveg huggulega og yndislega. Síðast kom fólkið bros- andi og blautt inn úr snjónum og faðmaði mig,“ segir hjálpræðis- skörungurinn Miriam Óskarsdóttir og bætir við að þeir sem vilji koma geti skráð sig á Hjálpræðishemum fyrir 22. desember. Síminn er 561- 3203. -AJ ; Hvernig verður pétur Karlsson (Peter Kidson) segir að það sé rólegt og gott að vera á Hernum yfir hátíðarnar. 16 f Ó k U S 17. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.