Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 Fréttir Eyfirskir bændur mótmæla vegna samlags KEA: Ihuga að selja mjólkina suður - vilja vita við hvern þeir eru að versla Stór hópur bænda i Eyjafirði íhugar nú að hætta að selja mjólk til Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfirð- inga. Með því vilja þeir mótmæla því að viðskipti þeirra við KEA séu metin til fjár við það að fyrirtækinu er skipt í hlutafélög. Þá vilja þeir mótmæla því að hver sem er geti eignast samlagið þannig að þeir viti í raun ekki við hverja þeir séu aö skipta. Bændurnir vilja að fram- leiðslusamvinnufélag bænda í Eyja- firði eignist samlagið að öllu leyti. Takist það ekki hugleiða þeir aðra kosti í stöðunni, þ. á m. að selja mjólkina til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Þrír bændur áttu fund með full- trúum KEA í gær þar sem rædd var hugsanleg eignaraðild þeirra að nýju fyrirtæki, MS KEA, sem sam- anstendur af mjólkursamlaginu á Akureyri og Húsavík. Samkvæmt heimildum DV bar mikið í milli þegar fundi lauk. Bændur i Eyjafirði sem DV ræddi við í gær sögðust fá töluvert betra verð fyrir að leggja inn í MS heldur en samlag KEA. Þar munaði krónu á lítrann eins og staðan væri í dag. „Bændur eru fúlir,“ sagði Bene- dikt Hjaltason, bóndi á Hraínagili, við DV. „Við viljum meina að við eigum verulegan hlut í Mjólkursam- lagi KEA í ljósi sögunnar þó aldrei hafi verið gengið frá þeim málum. Kaupfélagið vill ekki hlusta á okk- ur. Kaupfélag Eyfirðinga metur samlagið á tvo og hálfan milljarð. Við bændur viljum meina að kaup- félagið sé að reyna að selja viðskipti við okkur á milljarð af þeirri upp- hæð, án þess að koma nokkuð til móts við okkur. Við teljum samlag- ið ekki nema eins og hálfs milljarðs virði og leggjum út af því. Kaupfélagið sem slíkt verður al- gerlega óháð okkur bændum. Það verður hlutafélag sem hver sem er getur átt á morgun. Okkur virðist að stefnt sé að því leynt og ljóst hjá kaupfélaginu að selja öll þau hluta- félög sem verið er að búa til núna til að búa til verðmæti til þess að borga skuldir." -JSS Þrettándabrenna HK, veröur haldin í Fagralundi I Fossvogsdal. (noröan viö Snælandsskóla). f kvöld. Lagt veröur af staö í göngu frá Fagralundi kl. 19.00 og veröur gengiö um Fossvogsdalinn. Ýmis skemmtiatriöi veröa í gangi og endar brennan svo á flugeldasýningu. DV-mynd Pjetur Ættfræöingur í mál gegn Friðriki Skúlasyni og ÍE: Vill hundruð milljóna króna skaðabætur - segir að á sér hafi verið brotinn höfundarréttur Deilurnar í Garðabæ: Enn fækkar í skólanefnd - fleiri íhuga afsögn „Þarna er um að ræða valdbeit- ingu bæjarstjórnar," sagði Anna Jó- hanna Guðmundsdóttir, sem í gær sagði sig úr skólanefnd Tónlistar- skóla Garðarbæjar vegna tilhögun- ar ráðningar nýs skólastjóra. Anna Jóhanna segir í úrsagnar- bréfi sínu, að undangengnir atburð- ir varðandi ráöninguna hafl grafíð undan trausti sínu til kjörinna full- trúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og starfandi bæjarstjóra. Hún sjái sér því ekki lengur fært að koma fram sem fulltrúi þeirra. Skólanefndin var skipuð fimm manns. Formaður hennar, Guð- mundur Hallgrimsson, hafði áður sagt af sér vegna framgangs bæjar- yfirvalda við ráðninguna. „Við höfum ekki fengið nein svör né rök,“ sagði Anna Jóhanna um samskiptin við bæjarstjórnina. „Þessir menn þurfa að muna að þeir sitja þarna i umboði kjósenda." Gissur Gottskálksson skólanefnd- armaður kvaðst enn trúa því að máliö yrði athugað aftur. „En ef málin verða áfram eins og þeim er fyrirkomið nú líst mér ekki á blik- una,“ sagði Gissur. Hann kvaðst myndu íhuga setu sína í skólanefnd ef ekki yrði nein breyting á ákvörð- un bæjaryfirvalda. -JSS Þorsteinn Jónsson ættfræðingur og fyrirtækið Genalogia Islandorum ehf. hafa ákveðið að höfða skaðabótamál vegna ættfræðigrunns Friöriks Skúla- sonar og íslenskrar erfðagreiningar, íslendingabókar, og krefiast skaða- bóta sem hlaupa á hundruðum millj- óna króna. Forsvarsmaður Genalogia Islandorum (GI) er Tryggvi Pétursson, einn eiganda Uröar Verðandi Skuldar en fyrirtækið á GI, m.a. ásamt Burðar- ási, Sjóvá-Almennum og Hans Peter- sen. Þorsteinn mun telja brotið á höf- undarrétti sínum enda hafi verið stuðst við hin fiölmörgu rit hans við smíði íslendingabókar. Þorsteinn svaraði ekki sjáfur ítrekuðum skila- boðum blaðamanns DV í gær en kom þeim boðum áleiðis að hann vildi ekki ræða málið við fiölmiðla og vísaði þess í stað á lögmann sinn, Ragnar Aðalsteinsson. Ragnar staðfestir að málshöfðun standi fyrir dyrum. „Það er rétt að Genealogia Islandorum hf. og Þorsteinn Jónsson ættfræðingur hyggjast höfða skaðamál á hendur Friðriki Skúlasyni ehf. og íslenskri erfðagreiningu hf. Það eru gerðar bótakröfur á hend- ur þessum tveimur félögum sem stefti- endur telja að hafi gengið á höfunda- rétt sinn á verkum á ættfræðisviði," segir Ragnar. Að hans sögn hlaupa kröfur á hundruðum milljóna króna en að ekki sé hægt að upplýsa nánar um upphæðina. Æfur ættfræðingur Samkvæmt heimildum DV er Þor- steinn ævareiður vegna notkunar fyr- irtækjanna tveggja á verkum hans án þess að greiða fyrir það gjald sem hann þó mun hafa leitað eftir. Mótrök- in eru sögð vera þau að þær upplýs- ingar sem er að finna í bókum Þor- steins og 1 öðrum ættfræðiritum sé að finna í öðrum heimildum, eins og til dæmis kirkjubókum og að þær gætu allt eins verið fengnar þaöan, enda al- mannaeign. Þorsteinn hefur verið langumsvifa- mestur í útgáfu ættfræðirita hérlend- is i hálfan annan áratug og fylla bæk- ur hans sjálfsagt hátt á fimmta hillu- metra. Þessi rit telur Þorsteinn hafa verið nýtt á kerfisbundinn hátt við gerð íslendingabókar og í sama skyni eiga fiölmörg önnur útgefin ættfræði- rit og blaðagreinar með ættfræðileg- um upplýsingum að hafa verið notað- ar án endurgjalds til höfunda þeirra. Sárast mun ættfræðingum svíða fá- læti Friðriks Skúlasonar gagnvart stétt þeirra en hann mun hafa afþakk- að með öllu að nýta krafta þeirra við gerð Islendingabókar en í stað þeirra ráðiö ungt háskólafólk til að slá inn fyrirliggjandi upplýsingar. Hvorki náðist í Friðrik né Kára Stefánsson, forstjóra íslenskrar erfða- greiningar, í gær en í upplýsingadeild ÍE var sagt að ekki yrði brugðist við málinu fyrir en stefna lægi fyrir. -GAR Þorsteinn Jóns- son ættfræ&ing- ur. Stuttar fréttir i>v Efnahagshrun Davíð Odds- son sagði í Sjón- varpinu aö ís- lenska efnahags- kerfið hryndi ef Hæstiréttur stað- festi dóm Hér- aðsdóms Vest- fiarða um að ekki megi mismuna mönnum við úthlutun aflaheimilda. Flugvöllur kyrr Héraðsnefnd Eyjafiarðar hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á borgarstjórn Reykjavíkur að standa vörð um núverandi staðsetn- ingu Reykjavíkurflugvallar. Gengiö hækkaði Gengi íslensku krónunnar hækkaði um 2,8% á síðasta ári. Áfengisneysla jókst Áfengisneysla Islendinga jókst mikið á siðasta ári. Heildarsala á áfengum drykkjum hjá ÁTVR jókst um 13,6%. Þetta gerir um einn milljarð lítra af áfengum drykkjum Nýr Vísisvefur opnaöur Kynlíf, tónlist, kvikmyndir og íþróttir verða umræðuefnin á nýj- um spjallvef Vísis.is sem opnaður verður í dag. Aðalleikarar Engla alheimsins opna kvikmyndaher- bergið kl. 15 og kl. 16 kemur Geir Sveinsson handboltakappi í íþróttaspjallið. Sæstrengur veikburða Svo hröð er þróunin á band- breiddarþörf og -notkun íslend- inga aö útlit er fyrir að sæstreng- urinn Cantat-3 dugi landsmönn- um ekki lengur en næstu tvö til þrjú ár. Dagur greindi frá. Veröur lánastofnun Fyrsta opin- bera embættis- verk hins nýja viðskiptaráð- herra, Valgerðar Sverrrisdóttur, var að afhenda Visa íslandi - Greiöslumiölun hf. sérstakt starfsleyfi sem lána- stofnun. Dagur greindi frá þessu. Löng bið Um 7 þúsund manns voru á biðlistum sjúkrahúsanna í októ- ber sl. og virðist hafa fækkað. Meðalbiðtími á deildum er frá 6 til 179 vikur, mestur eftir lýta- lækningum. Dagur greindi frá. Meiri gróði Búnaðarbanki íslands hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að afkoma bank- ans verður betri en fram kemur í þeim áætlunum sem áður hafa verið birtar fyrir nýliðið ár. Við- skiptablaðið greindi frá. Olía lekur enn Olía berst enn úr flaki skipsins E1 Grillo sem liggur á botni Seyð- isfiarðar. Landsfundur Fyrsti landsfundur Samfylking- arinnar veröur haldinn fyrir páska. Sjálfstætt fólk Þekktir erlendir leikarar verða í nýrri kvikmynd eftir Sjálfstæðu fólki sem óskarsverðlaunaleikstjór- inn Hector Babenco ætlar að gera. Menningarverðlaun Menningarverðlaun VISA fyrir 1999 hlutu Garðar Cortes óperu- söngvari, Guð- jón Friðriksson sagnfræðingur, leikararnir Ámi Tryggva- son, Bessi Bjamason, Gunnar Eyjólfs- son og Rúrik Haraldsson fyrir leik sinn í Fjór- um hjörtum, Helgi Bjömsson, jarðeðlis- og jöklafræðingur, og Þjóðkirkjan. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.