Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 11 DV Fréttir Nýjasta könnun heilbrigðiseftirlits á höfuðborgarsvæðinu: Nær 19% kjúklinga- sýna campylomenguð - heilbrigöisnefnd áskilur sér rétt til aö grípa inn í Fimm sýni af tuttugu og sjö, sem tekin voru úr kjúklingum i matvöruverslunum og rannsökuð í sl. mánuði, reyndust menguð af campylobacter. Salmonellumeng- un var einnig athuguð en fannst ekki. Sýnin voru tekin úr ófrosn- um kjúklingum frá Holtakjúklingi, Móum og Isfugli. Rannsóknin náði bæði til heilla kjúklinga og kjúklingabita. Hún var gerð á svæði Heilbrigðiseftirlits Hafnar- fjarðar og Kópavogs, HeObrigðis- eftirlits Kjósarsvæðis og Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur dag- ana 15.-17. desember sl. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðs- stjóri matvælasviðs Heilbrigðiseft- irlits Reykjavíkur, sagði við DV að þeir sem stæðu að rannsókninni teldu ekki rétt að gefa upp sundur- greindar tölur fyrir hvert kjúklingabú. Fleiri sýni hefðu ver- ið tekin frá sumum framleiðend- um heldur en öðrum og því væri ekki víst að niðurstöðumar endur- spegluðu tiðni campylobacter á markaði. „Það verður fylgst mjög náið með þessu á nýbyrjuðu ári,“ sagði Rögnvaldur. „En það er alveg sama hversu vel við vöktum mat- vælin, fólk verður alltaf að með- höndla þau rétt. Það má aldrei gleymast." Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkti á dögunum að stöðva sölu á campylo-menguðum kjúklingum í Reykjavík frá og með sl. áramótum. „Scunkvæmt bókuninni áskilja menn sér rétt til þess að grípa inn í ef þetta heldur áfram, og það stendur,“ sagði Helgi Pétursson, formaður nefndarinnar, við DV. Hann kvað nefhdina alls ekki vera að bakka út úr fyrri samþykkt um að vernda neytendur fyrir Jólafolöldin tvö eru farin aö bera sig til við að éta úti þegar viðrar en annars eru þau inni meö mæörum sínum. DV-mynd Guðrún Hressar hryssur í Húnaþingi Tvö jólafolöld á sama bæ Það fjölgaði aðeins í hrossahópn- um hjá honum Sigurgeiri á Vigdís- arstöðum á dögunum. Fjórum dög- mn fyrir jól kastaöi hryssa einu folaldi og á aðfangadagsmorgun haföi önnur kastað og var þetta mjög óvænt og minnist Sigurgeir þess ekki að þetta hafl gerst hér áður. Sú merin sem kastaði fyrst hefur ekki kastað áður en ekki er vitað með hina þar sem Sigurgeir hefur ekki átt hana nema í 2-3 ár. Taldi hann aðra hryssuna gelda þar sem hún hafði gengið með fola áður án þess að varða fylfull og gekk hún í hólfi með fola í sumar eins og áður en hin hryssan hafði ekki sést eiga vingott við folann, en hann hélt henni gjarnan fyrir utan hópinn og var vondur við hana en einhvern tímann hefur samt verið sæmilegt á milli þeirra, altént köstuðu báðar hryssurnar á næstum sama tíma. Sigurgeir hefur „mæðgumar" inni og á gjöf og eru litlu krílin far- in að bera sig til við að éta og þeg- ar hann viðrar hópinn. Þá gefur hann gjaman tuggu I gerðið og þau bera sig eftir tuggunni eins þó þau séu utandyra. Sigurgeir er með um 20 hross. Vigdísarstaða er getið í jarðabók frá því 1703 svo það er búið að búa þama nokkuð lengi, en af fólki Sig- urgeirs veit hann um ömmu sína og afa, foreldrar hans og nú hann sjálfur og bjó hann til ársins 1998 með móður sinni og móðurbróðir en þau létust það ár. Sigurgeir er einn þeirra bænda sem hafa lent i niðurskurði vegna riðu og er hann fjárlaus núna en má taka inn fé í september í haust og er hann þá búinn að vera fjárlaus um tíma. Mikil vinna liggur í að þrífa og sótthreinsa húsin og ekki má nýta hey af túni fyrsta árið. Sótt- hreinsa verður hús og hlöðu og ekki má brenna timbur innan úr húsun- um heldur þarf að urða það, og síð- an er að kaupa nýtt timbur innan í öll húsin og sér hver maður að þetta er gífurlegur kostnaður fyrir utan alla vinnu sem í þetta fer burtséð frá fjárhagslegu tjóni vegna niður- skurðarins beinlínis. -guðrjóh campylosmiti. „Það hefur verið unnið heilmikið í þessu máli. Það verður að gefa mönnum tækifæri og það tekur allt sinn tíma. Á næstunni mun nefndin fá kynn- ingu á því sem viðkomandi aðilar hafa verið að gera, og ætla sér að gera, og meta síðan stöðuna." -JSS Gáfu bæjarfull- trúum rottu- gildru í jólagjöf DV, Akranesi: Málefni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hafa mikið verið í umræðunni eftir að Gunnar Sig- urðsson var kjörinn formaður samtakanna. Hafa ýmis fleyg orð verið látinn falla eins og til dæm- is þau að um hafi verið að ræða „pólitískan rottugang". Starfsmenn Áhaldahúss Akra- neskaupstaðar tóku þessu létt og afhentu bæjarstjórnarmeirihlut- anum á Akranesi fomfálega póli- tíska rottugildru í eins konar jóla- gjöf á síðasta fundi bæjarstjómar Akraness fyrir jól. Var pakkinn stilaður á Guðmund Pál Jónsson, formann bæjarráðs. Gárungarnir segja að þetta sé fyrsta og eina pólitíska rottugildr- an sem hafl verið afhent bæjaryf- irvöldum á öldinni. -DVÓ LOKAÐ ÍDAG Útsalan hefst á morgun! &'Carcd- Mörkinni 4 • 10U Rcykja\'ik Sími: 533 3500 • Fa\: 533 3510 • ww w.niarc.o.is Við atyðjum við bakið á þér! Vinningar í jólahappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var 31. desember 1999. Fólksbifreið, Toyota Yaris sol free, árg. 2000, kr.1.249.000 28466 29523 Ferðavinningur með Úrvali-Útsýn að verðmæti kr.130.000 2980 38733 5872 39734 7210 44171 7388 44615 16579 45085 17459 45289 17676 45571 21028 45880 22562 47549 24229 48198 34475 50914 35160 53597 35883 57594 36667 58825 38114 59560 Vöruúttekt að eigin vali frá Kringlunni, kr. 30.000 622 30944 282 35417 2802 43505 4144 38291 5591 41631 9243 49204 11995 45941 14670 48049 15184 54140 21527 51659 21708 52733 22588 3990 23200 55189 24811 56680 27986 10202 30890 758 35002 2400 35493 17026 38220 4706 40935 8857 43271 23069 44362 13888 46999 14928 48994 29835 51321 21668 52664 22124 54056 36813 54716 24107 56560 27440 3628 44226 625 31446 1614 35452 10116 50618 4285 39307 6789 42756 15718 54613 12300 46082 14789 48565 22944 21622 52536 22047 52737 28539 23356 552481 24943 59373 36617 Þökkum fyrir veittan stuðning. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra.Hátúni 12, Reykjavík, s. 552-9133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.