Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 10
10 lenmng FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 Menningarverðlaun DV Veitt í 22. sinn Menningarverðlaun DV verða veitt í 22. sinn fimmtudaginn 24. febrúar, undir hefð- bundnum óhefðbundnum hádegisverði á Hótel Holti. Þessi verðlaun eru og verða lík- lega enn um hríð elstu viðurkenningar sinn- ar tegundar hér á landi og er hægt að láta sér detta í hug ýmsar skýringar á því hvers vegna þau hafa ekki koðnað niður í úlfúð og illdeilum eins og ýmis önnur menningar- verðlaun sem efnt hefur verið til hér á landi. Nú síðast voru uppi háværar raddir um að Fengu Benz Þessa dagana er verið að skipa kunnáttu- menn í dómnefndir í þeim sjö listgreinum sem verðlaunin eru veitt í, bókmenntum, leiklist, myndlist, tónlist, kvikmyndum, list- hönnun og byggingarlist, og verða nefndirn- ar kynntar hér í blaðinu innan skamms. Eins og fram kemur á grafinu hér til hliðar voru listgreinarnar upphaflega fimm, 1981 bættust kvikmyndir í hópinn og listhönnun 1988. Á grafinu má einnig lesa nöfn þeirra fjölmörgu dýrmætu is- lensku listamanna sem heiðraðir hafa verið með verðlaunagripum DV. Gripirnir eru ævin- lega skapaðir sérstak- lega fyrir þetta tilefni og eru einstakir 1 sinni röð. í fyrra báru lista- mennimir hvorki meira né minna en bíl úr býtum, sérstaklega glæsilega bifreið úr bronsi sem var frjáls- lega mótuð eftir Mercedes Benz, árgerð 1940, af Gunnari Áma- syni myndhöggvara. í ár hannar Guðný Haf- steinsdóttir leirlista- maður gripina og fáum við að kynnast henni og verkum hennar nán- ar síðar í mánuðinum hér á menningarsíðu. Berhausar og geirnyt Verölaunahafar 1999 meö bifreiðar sínar. Siguröur Guömundsson var í Kína og komst ekki á athöfnina en sendi fööur sinn í sinn staö. Þröstur Ólafsson tók viö gripnum fyrir hönd Sinfóníuhljómsveitar Islands. leggja íslensku bókmenntaverðlaunin niður vegna óánægju með tilnefningar til þeirra en óskandi er að aðstandendur þeirra láti slík orð sem vind um eyru þjóta. Eddan og Salurinn Síðan Menningarverðlaunin voru veitt síðast í febrúar 1999 hefur reyndar bæst við ein glæsileg verðlaunahátíð hér hjá okkur sem vonandi verður langlíf. Grannar okkar bæði í austri og vestri hafa lengi átt vinsæl og virt kvikmyndaverðlaun og síðastliðið haust bættist hin íslenska Edda 1 þann hóp. Þar fengum við allt sem við átti að éta: til- nefningar til verðlauna fyrir bestu mynd, besta leik i karlhlutverki, kvenhlutverki og svo framvegis - alveg eins og hjá Óskari - og mönnum var mjög dillað. Ekki spillti að Eddan skyldi mynda rammann utan um hiö elskaða og hataða áramótaskaup um nýliðin áramót. Annað merkt í menningarlífi landsmanna á síðastliðnu ári var að þeir eignuðust, fyrir tilstiUi Kópavogsbúa, glæsilegan 300 manna sal sem sérstaklega er hannaður til tónleika- halds og rómaður jafnt af söngvurum sem hljóðfæraleikurum. Það var Jónas Ingi- mundarson, sérlegur heiðursverðlaunahafi DV frá tvítugsafmælinu 1998, sem átti hug- myndina að því að stækka salinn sem ráð- gerður var í nýju Tónlistarhúsi Kópavogs og reyna með öllum ráöum að skapa þar rými sem sýndi tónlistaráhuga landsmanna hæfi- lega virðingu. DV-mynd ÞOK Attunda listgreinin hefur jafhan verið mat- argerðarlistin sem Jónas Kristjánsson rit- stjóri er sérfræðingur þjóðarinnar í. Hefð- bundið er að snæða við athöfnina sjófang sem stundum er sjaldgæft í sjálfu sér, stundum kunnuglegt, en ævin- lega matreitt á óhefð- bundinn hátt. I fyrra voru alþekktir fiskar á borðum, lúða og túnfiskur, en matreiðslan í hæsta máta nýstárleg; í afmælisveislunni árið á undan voru skötuselslifur og snarp- hali í maltsósu, þar áður sandhverfa og barri að ekki sé minnst á rauðu sæeyrun, berhausinn, geimytina, rottufiskinn, skötu- kjaftinn, hámerina og aðra framandi fiska fyrri ára. Sjódýrafansinn keppir tvimæla- laust við tiinefnda listamenn um athyglina - en listamennirnir hafa þó betur að lokum. Menningarverðlaunahafar Leiklist 1979: Stefán Baldursson. 1980: Kjartan Ragnarsson. 1981: Oddur Björnsson. 1982: Hjalti Rögnvaldsson. 1983: Bríet Héðinsdóttir. 1984: Stúdentaleikhúsið. 1985: Alþýðuleikhúsiö. 1986: Guörún Gísladóttir. 1987: íslenski dansflokkurinn. 1988: Arnar Jónsson. 1989: Róbert Arnfinnsson. 1990: Gretar Reynisson. 1991: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir. 1992: Guöjón Pedersen/ Hafliði Arngrímsson/Gretar Reynisson. 1993: Ólafur Haukur Símonarson. 1994: Þjóöleikhúsið. 1995: Viðar Eggertssson. 1996: Kristbjörg Kjeld. 1997: Hermóður og Háðvör. 1998: Hilmir Snær Guðnason. 1999: Elva Ósk Ólafsdóttir. Myndlist Tóniist 1979: Þorgerður Ingólfsdóttir. 1980: Helga Ingólfsdóttir/ Manuela Wiesler. 1981: Jón Ásgeirsson. 1982: Árni Kristjánsson. 1983: Guðmundur Jónsson. 1984: Jón Nordal. 1985: Einar Jóhannesson. 1986: Hafliði Hallgrímsson. 1987: Sinfóníuhljómsveit æskunnar. 1988: Paul Zukofsky. 1989: Rut Ingólfsdóttir. 1990: Hörður Áskelsson. 1991: Guðný Guðmundsdóttir. 1992: Blásarakvintett Reykjavíkur. 1993: Petri Sakari. 1994: Helga Ingólfsdóttir. 1995: Caput-hópurinn. 1996: Osmo Vánská. 1997: Jón Ásgeirsson. 1998: Haukur Tómasson._ 1999: Sinfóníuhljómsveit íslands. Byggingariist 1979: 1980: 1981: 1982: 1983: 1984: 1985: 1986: 1987: 1988: 1989: 1990: 1991: 1992: 1993: 1994: 1995: 1996: 1997: 1998: 1999: Gunnar Hansson. Manfreð Vilhjálmsson/ Þorvaldur S. Þorvaldsson. Gunnar Guðnason/Hákon Hertervig. Birna Björnsdóttir. Pétur Ingólfsson. Valdimar Harðarson. Stefán Örn Stefánsson/ Grétar Markússon/ Einar Sæmundsson. Finnur Birgisson/ Hjörleifur Stefánsson. Hróbjartur Hróbjartsson/ Siguröur Björgúlfsson. Manfreð Vilhjálmsson. Leifur Blumenstein/ Þorsteinn Gunnarsson. Ingimundur Sveinsson. Guðmundur Jónsson. Ingimundur Sveinsson. Margrét Harðardóttir/ Steve Christer. Högna Sigurðardóttir. Dr. Maggi Jónsson. Hróðbjartur Hróðbjartsson/ Sigríður Sigurþórsdóttir/ Richard Ó. Briem/ Sigurður Björgúlfsson. Studio Granda. Gláma/Kím. Gísli Sæmundsson/Ragnar Ólafsson. 1979: Gallerí Suöurgata 7. 1980: Ríkharöur Valtingojer. 1981: Sigurjón Ólafsson. 1982: Ásgerður Búadóttir. 1983: Helgi Þorgils Friðjónsson. 1984: Jóhann Briem. 1985: Jón Gunnar Árnason. 1986: Magnús Kjartansson. 1987: Gunnar Örn Gunnarsson. 1988: Georg Guðni Hauksson. 1989: Sigurður Örlygsson. 1990: Kristján Guðmundsson. 1991: Kristinn E. Hrafnsson. 1992: Kristinn G. Harðarson. 1993: Pétur Arason. 1994: Finnbogi Pétursson. 1995: Ragnheiður Jónsdóttir. 1996: Páll Guðmundsson. 1997: Steina Vasulka. 1998: Kristján Davíösson. 1999: Sigurður Guðmundsson. Bókmenntir 1979: Ása Sólveig. 1980: Sigurður A. Magnússon. 1981: Þorsteinn frá Hamri. 1982: Vilborg Dagbjartsdóttir. 1983: Guðbergur Bergsson. 1984: Thor Vilhjálmsson. 1985: Álfrún Gunnlaugsdóttir. 1986: Einar Kárason. 1987: Thor Vilhjálmsson. 1988: Ingibjörg Haraldsdóttir. 1989: Björn Th. Björnsson. 1990: Vigdís Grímsdóttir. 1991: Fríða Á. Sigurðardóttir. 1992: Guðmundur Andri Thorsson. 1993: Linda Vilhjálmsdóttir. 1994: Einar Már Guðmundsson. 1995: Sjón. 1996: Pétur Gunnarsson. 1997: Gyrðir EJíasson. 1998: Kristín Ómarsdóttir. 1999: Sigfús Bjartmarsson. Kvikmyndir 1981: Sigurður Sverrir Pálsson. 1982: Útlaginn. 1983: Erlendur Sveinsson. 1984: Egill Eðvarðsson. 1985: Hrafn Gunnlaugsson. 1986: Karl Óskarsson. 1987: Óskar Gíslason. 1988: Friðrik Þór Friðriksson. 1989: Viðar Víkingsson. 1990: Þráinn Bertelsson. 1991: Lárus Ýmir Óskarsson. 1992: Börn náttúrunnar. 1993: Snorri Þórisson. 1994: Þorfinnur Guðnason. 1995: Ari Kristinsson. 1996: Hilmar Oddsson. 1997: íslenska kvikmyndasamsteypan. 1998: Erlendur Sveinsson. 1999: Ágúst Guðmundsson. Listhönnun 1988: Sigrún Einarsdóttir/ Sören Larsen. 1989: Valgerður Torfadóttir. 1990: Kristín ísleifsdóttir. 1991: Guðrún Gunnarsdóttir. 1992: Þröstur Magnússon. 1993: Kolbrún Björgólfsdóttir. 1994: Leifur Þorsteinsson. 1995: Jan Davidsson 1996: Eva Vilhelmsdóttir 1997: George Hoilanders 1998: Erla Sólveig Óskarsdóttir. 1999: Sigurður Gústafsson. Krítarhringurinn kynntur Úr Krítarhringnum í Þjóðleikhúsinu. DV-mynd E.ÓI. Á mánudagskvöldið verður dagskrá i Listaklúbbi Leikhús- kjallarans um hina rómuðu sýn- ingu Þjóðleikhússins á Krítar- hringnum í Kákasus eftir Bertolt Brecht. Krítarhringurinn í Kákasus er eitt af vinsælustu verkum Brechts en leikritið er nú sýnt í fyrsta skipti á íslensku leiksviði. Brecht skrifaði verkið i Banda- ríkjunum árið 1944, i útlegð frá Þýskalandi nasismans. Það gerist í stríðshrjáðu landi einhvern tima í fymdinni og sækir há- punkt sögu sinnar í Gamla testa- mentið. Móðir yfirgefur barn í óðagoti og önnur kona - um- komulaus vinnukona - tekur það að sér, nauöug viljug. Fellur í þá Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir hræðilegu freistingu að vera góð, eins og segir í verkinu. Þremur ámm seinna hefur móðirin uppi á bami sínu en vinnukonan vill ekki láta þaö af hendi. Þau hafa gengið í gegnum mikla reynslu saman, litli drengurinn og hún. Þá sækir móðirin sinn rétt fyrir dómi en dómarinn er enginn venjulegur slíkur - ekki fremur en Salómon forðum - og úrskurð- ur hans er eftir því óvæntur. Leikstjóri sýningarinnar er Stefan Metz frá leikhúsinu Théátre de Complicité i London sem hefur á síðustu árum hlotið heimsfrægð fyrir óvenjulegar og magnaðar leiksýningar. Eina þeirra, Krókódílastræti, fengu ís- lendingar að sjá á Listahátíð fyr- ir sex árum. Umsjón með dagskránni hefur Melkorka Tekla Ólafsdóttir, sem ílytur inngang um verkið og höf- undinn. Leikarar úr sýningunni lýsa aðferðunum sem beitt var við uppsetninguna og leika atriði úr verkinu. Dagskránni lýkur með umræðum gesta og nokkurra af aðstandendum sýningarinnar. Húsið verður opnað kl. 19.30 og dagskráin hefst 20.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.