Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
Fréttir
Asbestflísar fuku yfir lóöir
- mistök þegar verktaki dreifði krabbameinsvaldandi efni um íbúðahverfi og skólalóð
DV, Suðurnesjum
„Verktökunum urðu þvl miður á
mistök en við gerðum síðan viðeig-
andi ráðstafanir svo þetta hefur allt
verið hreinsað upp,“ segir Grétar
Þorleifsson, umdæmisstjóri Vinnu-
eftirlits ríkisins á Suðumesjum, um
niðurrif íbúðarhúss við Þórustíg í
Njarðvík. Asbestögnum rigndi yfir
næsta nágrenni en efniö telst vera
krabbameinsvaldandi.
Tildrög málsins eru þau að gam-
alt íbúðarhús var rifið nú fyrir jólin
og asbest-mulningur dreifðist i nær-
liggjandi hús. íbúi við Þórustíg
sagði að nágrönnum hefði ofboðið
vinnubrögðin þar sem íbúöarhús og
Njarðvikurskóli eru í næsta ná-
grenni og það hlytu að vera ein-
hverjar reglur yflr þetta þvi glugga-
kistur húsa hefðu verið fullar af as-
besti og hann hefði farið með efnis-
bút í mælingu og þá hafi komið í
ljós að asbestið var 25-30% en má
ekki fara yfir 1%.
Það liggur því í augum uppi að
þama hefur verið farið mjög óvar-
lega.
Grétar Þorleifsson sagði Reykja-
nesbæ yfirleitt bjóða út niðurrif á
húsum og hefði það verið gert í
þessu tilviki. 1 útboðsgögnum heföi
hins vegar láðst að geta þess að as-
bestmælingar yrðu að fara fram.
„Það kom svo i ljós þegar farið var
að ýta við þessu húsi að undir leynd-
ist þetta asbest en þetta hefur nú allt
verið fjarlægt og við höfum rætt við
stjómendur verklegra framkvæmda
hjá bænum og bent þeim á að hér eft-
ir verði þess getið í útboðsgögnum
að gera asbestmælingar".
1 reglugerð um asbest frá 1996 seg-
ir meðal annars um vinnu við nið-
urrif og viðhald á asbest: „Aðeins
þeir sem sótt hafa námskeið á veg-
um Vinnueftirlits ríkisins eða sem
Vinnueftirlitið hefur samþykkt
mega vinna við niðurrif eða viðhcdd
á asbesti."
Á öðrum stað segir einnig:
„Starfsmenn skulu klæðast sérstök-
um vinnufatnaði og þar með töldum
höfuðbúnaði sem ekki tekur í sig
ryk og nota viðeigandi öndunar-
grímur.“ -A.G.
Niðurrif íbúöarhúss viö Þórustíg í Njarövík. Krabbameinsvaldandi aspestagnir dreiföust yfir næsta nágrenni.
Asbestið var 25-30 prósent en má ekki fara yfir Iprósent. Ljóst má því vera
að óvarlega var farið við niðurrifið. DV-myndir Arnheiður
DV-mynd Pétur
Frá bálkestinum í Snæfellsbæ sem skíðlogaði hjá Hjálmari brennustjóra.
Fjör og funi í Snæfellsbæ um áramót:
Bæjarstjórn bauð á áramótaball
- dansað fram á morgun og slagsmál hafa verið lögð á hilluna
DV, Snæfellabæ:
Mikið fjör var á mesta balli ársins
sem hófst þegar hálftimi var af nýja
árinu í Snæfellsbæ. Bærinn bauð á
ball og talið er að um 400 manns hafi
komið á Klifið til að dansa fram á
morgun. Allt fór friðsamlega fram að
sögn lögreglunnar því menn eru hætt-
ir að slást á böllum i Snæfellsbæ. Nú
fallast menn í faðma og leysa sin mál
þannig og ganga bæjarstjómarmenn
þar á undan með góðu fordæmi.
Kveikt var í stórum bálkesti á
Breiðinni sem er á milli Ólafsvíkur
og Hellissands klukkan 21 á gamlárs-
kvöld þegar þrír tímar voru eftir af
gömlu öldinni að margra mati. Var
honum komið upp af bæjarstarfs-
mönnum og logaði glatt fram eftir
kvöldi. Brennustjóri var Hjálmar Þór
Kristjánsson, útgerðarmaður og fisk-
verkandi frá Rifi, en hann hefur haft
þennan titil í mörg ár á þessari sam-
eiginlegu brennu bæjarbúa. Þá voru
björgunarsveitirnar í Snæfellsbæ
með heljarmikla flugeldasýningu á
sama stað sem áhorfendur höfðu
mikla ánægju af. Talið er að um 600
manns hafi komið og horft á brenn-
una og sýninguna.
Hálftíma yfir miðnætti hófst svo
dansleikurinn sem fyrr er minnst á i
Félagsheimilinu á Klifi í boði bæjar-
stjórnar Snæfellsbæjar. Frítt var inn
á dansleikinn og voru sætaferðir frá
Hellissandi um nóttina en dansað var
fram undir morgun. Hljómsveitin
Klakabandið nýja sá um dansmúsík-
ina en hljómsveit með nafninu
Klakabandið starfaði lengi á öldinni
sem senn er liðin. -PSJ
A
\
Jólaljósin lýstu í skammdeginu í Ólafsvík, meira en nokkru sinni fyrr.
V
Flugútboð á milli Isafjarðar og Vesturbyggðar:
Patreksfjarðarflug-
völlur útilokaður
- einungis miðað við Bíldudalsflugvöll
Ríkiskaup gerir nú „verðkönnun"
á flugi á milli Vesturbyggðar og ísa-
fjarðar en ekki er gert ráð fyrir notk-
un Patreksfjarðarflugvallar í þeirri
könnun nema sem varavallar en 63%
íbúa svæðisins búa á Patreksfirði.
í svokallaðri verðkönnun Rikis-
kaupa sem send var til 7 flugrekstrar-
aðila, íslandsflugs, Flugfélags íslands,
Mýflugs, Flugfélags Vestmannaeyja,
Suðurflugs, Leiguflugs ísleifs Ottós-
sonar og Jórvikur, er óskað eftir til-
boðum í áætlunarflug á milli Bíldu-
dals og ísafjarðar. Gert er ráð fyrir að
samningur um flugið gildi frá 10. jan-
úar til 30. apríl 2000 en óheimilt er að
gera frávikstilboð.
Jón Grétar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Jórvikur, segist mjög
ósáttur við framsetningu útboðsins.
Jórvík hefur stundað reglubundið
flug á milli Reykjavikur og Patreks-
fjarðar undanfarin ár en Jón segir að
ef þeir vilji taka þátt í flugi á milli
Bíldudals og ísafjarðar, þyrftu þeir í
raun að flytja sig yfir á Bíldudalsflug-
völl og hætta að fljúga á Patreksfjörð,
þar sem 63% íbúa svæðisins búa.
Bannað sé að gera frávikstilboð sem
miðist við flug til og frá Patreksfirði.
Þá bendir Jón á að sjúkrahús og öll
helsta stjórnsýsla svæðisins sé stað-
sett á Patreksfirði. Einungis er gert
ráð fyrir millilendingu á Patreks-
fjarðarflugvelli ef ófært verður mn
landveg á milli Bíldudalsflugvallar og
Patreksfjarðar. Jón segir aðstæður á
flugvöllunum ólikar, þar sem blind-
flugsaðstaða sé á Patreksfjarðarflug-
velli en ekki á Bíldudal.
í „verðkönnuninni" er gert ráð fyr-
ir minnst þremur hringferðum á milli
Isafiarðar og Bíldudals.í viku. Þá er
gert ráð fyrir að hámarksfargjöld aðra
leið verði 3.500 krónur auk flugvalla-
skatts. Ekki má bjóða upp á minna en
sex farþegasæti og að fljúga skuli á
tveggja hreyfla vélum sem útbúnar
eru til blindflugs og skilyrt er að þær
séu með afísingabúnaði. -HKr.
Graöhestafélagiö Kulur í Kópavogi hélt nýlega aðalfund. Aðalræðumaöur
fundarins var Össur Skarphéðinsson alþingismaöur. Hann sagðist vera
hluthafi í öllum graöhestafélögum enda sæktust sér um líkir. Þó sagði hann
Pál á Höllustöðum hafa slegið öllum við meö sínum sex vetra graöhesti og
allir þingmenn vildu nú vera sex vetra stóöhestar. Þegar Össur sté í pontu
var nýbirt könnun þar sem vinstri grænir voru meö mikiö fylgi. Hann gaf þá
skýringu að hann, Steingrímur J. og Ólafur G. Einarsson hefðu farið til
Moskvu og þeir Ólafur hefðu alltaf kynnt Steingrím sem formann Kommún-
istaflokks Islands. Það hefði vakið svo hlýjar tilfinningar hjá gömlu
„nomenklatúrunni" í Kreml að það hefði skilað sér til íslands. Ólafur G. hefði
samt oröið svo þreyttur á öllu kerfinu eystra að hann sofnaði fyrir framan
tölvuna f aöalstjórnsýsluherbergi Kremlar. Össur, sem sagðist vera snilling-
ur í Internetinu, fann þá mynd af Pamelu Anderson og setti á skjáinn fyrir
framan Ólaf. Ýtti svo við honum. Þá sagði Ólafur stundarhátt: Ha, nei, Sal-
ome komin! DV-mynd GTK