Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 Fréttir DV Örvæntingarfull leit að nýjum leiðtoga Samfylkingar á enda: Sjá Ijósið í Ossuri - Margrét, Sighvatur og Ingibjörg Sólrún hlynnt framboði Össurar Samfylkingin er nú á mörkum þess að verða smáflokkur á borð við það sem voru örlög Alþýðuflokksins lengst af. Eftir glæsilega útkomu í fyrstu skoðanakönnunum þar sem sameinaður Alþýðuflokkur, Þjóð- vaki, Kvennalisti og Alþýðubanda- lag slöguðu hátt í Sjálfstæðisflokk- inn í fylgi hefur íjarað jafnt og þétt undan. Fyrsta áfall Samfylkingar- innar má rekja til þess að Stein- grímur J. Sigfússon, sem féll fyrir Margréti Frímannsdóttur í for- mannskjöri í Alþýðubandalaginu, og hans stuðningsmenn stofnuðu Vinstri hreyfinguna - grænt fram- boð. VG sló strax í gegn og í þing- kosningunum fékk flokkurinn 6 þingmenn og hrósaði sigri. í sömu kosningum urðu foringjar Samfylk- ingar að kyngja því að fá aðeins 17 Guðmundur Árni Stefánsson. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Stefán Jón Hafstein. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. þingmenn sem var miklu minna en lagt var upp með. Síðan hefur jafnt og þétt hallaö undan fæti og Sam- fylking hefur mátt horfa upp á hver ótíðindin af öðrum í skoðanakönn- unum. Nú er svo komið að vinstri- grænir mælast með mun meira fylgi en sjálf Samfylkingin og það er meira en hinn harði kjarni flokks- ins getur þolað. Jóhönnu skákað Ógæfu Samfylkingar- innar má rekja til kosn- ingabaráttunnar og leiötogakrepp- unnar. Full- víst er taliö að Össur Skarphéðinsson hafl ætlað sér stórt hlutverk innan hinna sameinuðu A- flokka. Hann hætti störfum sem rit- stjóri DV og ákvaö að einbeita sér að slagnum í stjórnmálunum. Bjart- sýni ríkti í herbúðum Össurar fyrir prófkjörsslag samfylkingarfólks í Reykjavík. Metaðsókn var í próf- kjörinu og þegar talið var upp úr kössunum kom í ljós að Jóhanna Sigurðardóttir hafði unnið stórsig- ur. Vonbrigði össurar og hans stuðningsmanna voru mikil og raddir voru uppi um aö möguleikar hans til æöstu metorða innan Sam- fylkingar væru búnir. Þar sem Jó- hanna var með pálmann í höndun- um hefði leið hennar á formanns- stól átt að vera greið. Svo fór þó ekki því Sighvatur Björgvinsson til- kynnti við nokkra undrun að Mar- grét Frímannsdóttir yrði talsmaður Samfylkingar. Talsmanni var ætlað sama hlutverk og for- manni en þó án raun- verulegs umboös. Stjóm- málaskýrendur hafa lagt þann skilning í tilskipun Sighvats að þar með hafi hann verið að kippa Jó- hönnu úr leik. Sú kenn- ing er trúlega rétt þar sem lítið hefur borið á Jóhönnu út á við síðan Margrét tók að tala máli Samfylkingarinnar. Eftir kosningarnar var ósigur Samfylkingar skrifaður á forystuleysið sem og hið nýja framboð VG. Málflutningur um- boðslausrar Margrétar þótti veikur í saman- burði við málflutning Davíðs Oddssonar og Steingríms J. sem fóru hamfórum. Þá var lýð- um ljóst að Davíö hafði mikla velþóknun á hinu nýja framboði og hældi Steingrími J. fyrir skel- eggan málflutning. Um tíma var því spáð að VG og sjálfstæðismenn myndu jafnvel fara saman í ríkis- stjóm. Meint daöur Davíös og ann- arra sjálfstæðismanna fór óskaplega i taugamar á samfylkingarfólki sem horfði á bak fjölda stuðningsmanna sinna. Sú kenning var uppi að Dav- íð sýndi þessa samhygð með VG til að splundra vinstri mönnum og tryggja að sam- fylkingin mis- tækist. Hvort f' sem það er rétt ekki Sighvatur Björgvinsson og Margrét Frímannsdóttir báru hitann og þungann af stofnun Samfylkingar. Hér eru þau aö kyssast en nú er róinn lifróöur til aö bjarga „barni“ þeirra. Jóhanna Siguröardóttir og Ossur Skarphéöinsson eftir prófkjör Samfyikingar. Jóhanna vann stórsigur en hefur ekki náö aö fylgja honum eftir. dag eru gömlu fjórflokkarnir í fullu gildi; aðeins hefur verið skipt um nafn og númer. VG er skipuð hinum róttækari alþýðubandalagsmönnum auk umhverfissinna sem flykktust í hinn nýja flokk. Sjálf Samfylkingin er í núverandi stöðu samsvarandi gamla Alþýðuflokknum. Eftir standa hægri allaballar auk hluta Kvennalistans og gömlu kratanna. Tilvistarkreppa Þegar upp var staðið frá kosning- unum hófst leitin að þeim sem leitt gæti Samfylkinguna til þeirrar fjöldahreyfingar sem henni var ætl- að að veröa. Enn héldu stuðnings- menn áfram að detta úr skaftinu og flestum var ljóst að tilvistarkreppan var algjör. Forystuleysið stóð kosn- ingabandalaginu algjörlega fyrir þrifum og talsmaðurinn haföi sig enn minna í frammi eftir kosningar. Horft var til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra sem óska- leiötoga sem staðið gæti uppi í hári Davíös. Borgarstjórinn var lítt ginn- keyptur en gaf loðin svör. Talið er að Sighvatur Björgvinsson og Össur hafi báðir viljað sjá Ingibjörgu Sól- rúnu á formannsstóli. Þá var talið að Margrét væri sama sinnis. Þá varð uppnám innan R-listans þar sem Ámi Þór Sigurösson lýsti því að hann hefði ákveðið aö snúa baki við Alþýðubandalaginu og þar með Samfylkingunni. Helgi Hjörvar, for- seti borgarstjórnar, brást ókvæða við og vildi að Árni Þór segði af sér öllum trúnaöarstörfum innan R-list- ans. Margrét Frímannsdóttir og hennar harðasti stuðningsmanna- kjami var sömu skoðunar. Ingi- björg Sólrún tók þá af skarið og lýsti því að Ámi Þór héldi öllum sínum trúnaöarstööum þrátt fyrir úrsögnina. Meö þeirri afstöðu sinni kallaði borgarstjórinn yfir sig reiði Margrétar og hennar fólks sem vilja einangra vinstri-græna í því trausti að fylgi þeirra verði ekki yfir 10 pró- sentum. Ekki kom lengur til greina af hálfu þess hóps að Ingibjörg Sól- rún leiddi Samfylkinguna. Afstaða alþýðuflokksmanna í þessu máli er önnur og samkvæmt heimildum DV þótti þeim afstaða borgarstjórans til VG lýsa pólitískum klókindum. í stað þess að skefla dyrum hélt borg- arstjórinn samstarfi við VG opnu og þar með því að flokkurinn yrði und- ir regnhlíf R-listans við næstu kosn- ingar. Þrátt fyrir að hópur samfylk- ingarfólks hafi lagt hart að borgar- stjóranum um áramótin að taka við Samfylkingunni lét hún sig ekki og gaf afsvar. Síðustu vikur hefur því staðið leit að arftaka. Samfylkingarfólk er nokkuð sammála um að leiðtoginn verði að hafa reynslu af flokksstarfi og sterkt bakland eigi endurreisn að takast. Þannig hafa einstaklingar á borð við Stefán Jón Hafstein verið teknir af dagskrá en vitað er að hann naut velþóknunar borgarstjór- ans og Margrétar Frímannsdóttur. Eftir miklar umræöur að tjaldabaki komst Margrét Frímannsdóttir að þeirri niðurstööu að helsta lífsvon Samfylkingar væri fólgin í því að Össur tæki aö sér forystuna og hún mun jafnframt vera tilbúin að taka að sér forystuhlutverk við hlið hans. Verkalýðsarmur Samfylking- ar mun hafa fallist á þessa hug- Fréttaljós Reynir Traustason mynd en vandinn var aðeins sá aö sjálfur var Össur ekki sannfæröur. Jafnframt mun afstaða Margrétar hafa verið sú að tæki Össur ekki áskoruninni myndi hún sjálf fara í framboð. í þeirri afstöðu felst aö hún vill ekki að Jóhanna Sigurðar- dóttir eða Guðmundur Ámi Stefáns- son hreppi embættið. Raunar er það mat manna að Jóhanna, hinn sterki sigurvegari prófkjörsins, hafi verið slegin af þegar Margrét varð tals- maður. Hún hefur litið haft sig í frammi og almenningur er nánast búinn að gleyma henni. Sighvatur á útleið Sighvatur, sem ásamt Margréti bar hitann og þungann af samein- ingu undir merkjum Samfylkingar, er á útleið úr pólitík eftir áratuga setu á þingi. Hann er sagður meta stöðuna sem svo að eigi sagan að geyma þau Margréti sem fólkið sem sameinaði vinstri menn þá verði annar en þau að leiða hinn nýja flokk. Sighvatur er á sömu skoðun og Margrét hvað Össur varðar en mun þó jafnframt geta fellt sig við Guðmund Árna í því ljósi að hann hafi í Hafnarfjarðarpólitíkinni sýnt og sannað að hann sé leiðtogi. Það sem vinnur gegn Guðmundi Árna er þó afsögn hans sem ráðherra á sínum tíma sem og „skökk“ afstaða í Eyjabakkamálinu þar sem hann er einn örfárra samfylkingarmanna sem styðja virkjunaráform rikis- stjórnarinnar. Með þeirri afstöðu hefur hann kallað yfir sig reiöi margra stuðningsmanna Samfylk- ingar. Össur hefur aftur á móti þótt standa sig vel í Eyjabakkamálinu þar sem hann hefur haldið uppi öfl- ugu andófi. Sömuleiðis hefur hann barið á ríkisstjóminni í ríkisfjár- málum. Raunar var það mat margra aö Össur væri með málflutningi sín- um að stimpla sig inn í formanns- slaginn vitandi það að borgEirstjóri, svilkona hans, væri ekki lengur inni í myndinni. Loks er það mat þeirra fiölmörgu sem nú horfa til Össurar að hann hafi einmitt þann bakgrunn sem þurfi til að líma flokkana saman. Hann var í Alþýðu- bandalaginu og er með sterkar taug- ar til gamalla samherja þar. Þá hef- ur hann náð fótfestu meðal gömlu eðalkratanna sem líta á hann sem sinn mann. Þá hefur hluti hörðustu stuðningsmanna Jóhönnu lýst stuðningi við hann. Þar fer fremst Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir en afstaða hennar þykir til marks um að Jóhanna muni ekki hreyfa sig. Loks er fullvíst að Ingibjörg Sólrún styður hann til formennskunnar. Nú renna öll vötn til Dýrafiarðar og þess er aðeins beöið að sjálfur samþykki össur aö taka við boðkefl- inu af talsmanninum. Sjálfur svarar hann engu en þeir sem gerst þekkja telja að hann hafi þegar tekið ákvörðun um að fara í slaginn en vilji bíða með að gera uppskátt um þá ákvörðun sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.