Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aóstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Menntun er mikilvægust
Menn staldra viö þau tímamót aö árið 2000 er í garð
gengið. Tímamótin verða til þess að litið er yfir farinn
veg en ekki síður horft fram á við. Vegna þessa kannaði
DV hug almennings til þeirra málefna sem skipta lands-
menn mestu sé litið til nýrrar aldar. í skoðanakönnun
blaðsins, sem birt var í gær, voru þátttakendur beðnir að
raða eftirtöldum málefnum í mikilvægisröð; stóriðju,
menntun og hátækni, heilbrigðis- og lífeyrismálum, at-
vinnumálum og umhverfisvernd.
í könnuninni kom fram að menntun og hátækni er sá
málaflokkur sem íslendingar telja mikilvægastan á nýrri
öld. Atvinnumál og heilbrigðis- og lífeyrismál koma þar
á eftir en umhverfisvernd og stóriðja reka lestina. Allt
eru þetta mikilvægir málaflokkar en áherslan á mennt-
un og hátækni var afgerandi. Fólk gerir sér grein fyrir
því að framtíðarsamfélagið byggist á upplýstum og vel
menntuðum einstaklingum. Framfarir og velferð eru
fólgnar í hugviti mannsins.
í þeim hræringum og öru breytingum sem við göngum
í gegnum er góð menntun grundvallaratriði. Fólksflutn-
ingar milli landshluta, einkum til höfuðborgarsvæðisins,
eru miklir. Að baki búa margar ástæður en ein sú veiga-
mesta er að fólk flyst þangað sem menntun er að sækja.
Framhaldsskólar, sérskólar og æðri menntastofnanir eru
í þéttbýlinu. Fjölmargir foreldrar fylgja bömum sínum
þegar þau ná framhaldsskólaaldri enda dýrt og jafnvel
óframkvæmanlegt að halda heimili á fleiri en einum stað.
Þegar kemur fram á nýju öldina kunna áhyggjur af
flutningum fólks innanlands að víkja fyrir áhyggjum af
fólksflótta úr landi. Það er hin stóra spuring framtíðar
hvort unga fólkið unir sér hér. Góð menntun hefur bein
áhrif á afkomu fólks. Þegar fram líða stundir mun reyna
á það hvort ísland stenst samanburð við önnur lönd og
heldur þegnum sínum.
Þótt margt hafi verið vel gert í menntakerfi okkar
þurfum við að taka okkur verulega á til þess að standast
þennan samanburð og tryggja um leið framtíðarbúsetu í
landinu. í því sambandi er fróðlegt að rifia upp ummæli
nokkurra sérfræðinga sem DV fékk til þess að spjalla um
þann heim sem við blasir nú við árþúsundamót. Guð-
finna Bjarnadóttir, rektor Viðskiptaháskólans í Reykja-
vík, sagði að endurskoða þyrfti skólakerfið út frá kröfum
okkar, bæði sem viðskiptaverur og mannræktarverur.
„Við íslendingar,“ sagði Guðfinna, „þurfum að vera sam-
keppnishæfir alþjóðlega og til þess þurfum við góða
menntun.“
í máli sínu lagði rektorinn áherslu á breiða almenna
menntun áður en til sérhæfingar kæmi. Stefán Hrafn
Hagalín blaðamaður vildi heíja sérhæfingu fyrr en nú er
gert. Atvinnulífið þyrfti þá sérhæfingu en menntakerfið
hefði ekki brugðist við. Hjálmar Sveinsson heimspeking-
ur taldi að þýskt skólakerfi væri vert eftirbreytni þar sem
sérhæftng byrjaði snemma. Stytta bæri menntaskólanám-
ið en um leið yrði að bæta almenna menntun. Hún væri
lakari hér en meðal þýskra jafnaldra. Sérhæfðar leiðir
yrðu að vera til en einn stærsti galli íslensks menntakerf-
is væri hve léleg hin húmaníska menntun væri.
Krafa þessara sérfræðinga er meiri og betri almenn
menntun á fyrri skólastigum sem um leið er undirstaða
síðari sérhæfingar. Væntingar almennings í upphafi
nýrrar aldar eru þær sömu. Fólk telur aukna menntun
og þekkingarleit undirstöðu þeirrar velmegunar sem það
vill og gerir kröfur til að búa við.
Jónas Haraldsson
Það er einhver mesti áfellisdóm-
ur yfir þeirri stjórnarstefnu sem
rekin hefur verið hér á landi und-
anfarinn áratug og birtist með
skýrum hætti í því frumvarpi til
fjárlaga árið 2000 sem samþykkt
var hér á jólaföstu að um sama
leyti var lögð fram skýrsla sem
unnin er af Félagsvísindastofnun
Háskólans fyrir Tryggingastofnun
ríkisins.
Þessi skýrsla staðfestir það sem
áður hefur þó verið haldið fram af
okkur ýmsum alþingismönnum að
þeir öryrkjar og ellilífeyrisþegar
sem lítið eða ekkert hafa að styðj-
ast við annað en bætur frá því op-
inbera búa við meiri og illvígari
fátækt en þekkist í þeim löndum
sem við viljum gjarnan bera okk-
ur saman við.
STEFAN OLAFSSON
ISLENSKA
LEIÐIN •
A L.M A \ \ A'T lí YC CI \ C A H OC Y I. I. V l '. HI)
í F.lÖLÞ.IÓÐLi:ClJM SAMWBFHDI
Sjúkradagpeningar undir
nauðþurftamörkum
Þessi skýrsla leiðir það einnig í
ljós að sjúkradagpeningar þeir
sem hér á landi eru greiddir fólki
sem á við langvarandi veikindi að
stríöa eru þjóðinni til háborinnar
skammar. Þeir sem njóta fullra
sjúkradagpeninga, sem eru aðeins
þeir sem áður hafa haft fulla
vinnu eða fullar atvinnuleysisbæt-
ur, fá nú eftir áramótahækkunina
695 kr. á dag eða 20.850 kr. á mán-
uði.
Á slíkum bótum er hvorki hægt
að lifa né deyja, það vitum við öll.
Islenska leiðin hefur skýrslan ver-
ið kölluð af höfundum sínum en
þær alvarlegu upplýsingar um
stöðu þeirra sem verst standa hér
á meðal okkar sem skýrslan bregð-
ur ljósi á hafa gert það að verki að
skýrslan er kölluð íslenska neyðin.
Því miður kom það síðan í ljós
við afgreiðslu á áðurnefndu fjár-
lagafrumvarpi að stjómvöld á ís-
landi hafa meiri áhuga á að bæta
líf og uppeldi hesta á íslandi en
TRYGGINGASTOFNUN RÍKiSIN
Skýrslan sem unnin er af Félagsvísindastofnun Háskólans fyrir Trygg-
ingastofnun ríkisins. - Skýrslan staðfestir aö öryrkjar og ellilífeyrisþegar
búa við meiri og illvígari fátækt en þekkist í þeim löndum sem viö viljum
gjarnan bera okkur saman við, segir greinarhöfundur m.a.
Islenska neyðin
kjör þessa fólks þvi breytingartil- áberandi að
lögur frá Samfylkingunni um stjómvöld vilja
hækkun örorkubóta og ellilífeyris mikið á sig
hjá þeim sem minnst hafa og nið- leggja til þess
urfellingu tekjutengingar viö tekj- að minnast
Kjallarinn
„Ef til vill værí það það veglegasta
sem við gætum gert hér á íslandi í
tilefni 1000 ára afmælis kristni-
tökunnar á íslandi og að ég tali nú
ekki um landafundina að sleppa
öllum veisluhöldum en láta þá fjár-
muni sem þannig sparast renna til
þess að bæta hag þeirra sem
minnst hafa fyrir sig að leggja. “
Sigríður
Jóhannesdóttir
alþingismaður
ur maka voru felldar en samþykkt
vom í þess stað rausnarleg fram-
lög til þess að bæta uppeldi hesta
víða um land.
Vegleg hátíöahöld
í fyrmefndum fjárlögum er það
1000 ára afmælis kristnitökunnar
á íslandi og landafunda þeirra sem
urðu um sama leyti. Ef til vill
væri það það veglegasta sem við
gætum gert hér á íslandi í tilefni
1000 ára afmælis kristnitökunnar
á íslandi og að ég tali nú ekki um
landafundina að sleppa öll-
um veisluhöldum en láta þá
fjámiuni sem þannig spar-
ast renna til þess að bæta
hag þeirra sem minnst hafa
fyrir sig að leggja. Það
myndi alla vega sýna að til
einhvers hefðum við tekið
kristna trú.
Og fleira mætti frnna í
þessu ágæta fmmvarpi sem
mætti missa sig án þess að
það yrði héraðsbrestur, jafh-
vel þó að skrautreið lands-
liðs hestamanna yrði ekki al-
veg eins dönnuð fyrir bragð-
ið. íslenska neyðin er það
þjóðarmein sem við verðum
að snúa okkar að því að
leysa og þvi fyrr því
betra.Við getum hreinlega
ekki verið þekkt fyrir á þess-
um tímum þegar fjármagnið flæðir
um allt þjóðfélagið að svelta sjúk-
linga og greiða öryrkjum lífeyri til
framfærslu sem er neðan við. þá
upphæð sem viðurkennt er að þurfí
til nauðþurfta.
Sigríður Jóhannesdóttir
Skoðanir annarra
Ofullnægjandi hreinlæti
„Niðurstöður úr könnun Hollustuverndar ríkis-
ins og heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á hreinlæti á
veitingastöðum og kælingu matvæla í matvöm-
verslunum eru langt frá því að vera fullnægj-
andi...Þróun síðustu mánaða og ára í þessum efn-
um er i raun ógnvekjandi og gefur fullt tilefni til
þess að heilbrigöisyfirvöld láti hendur standa fram
úr ermum til verndar almennu heilbrigði. Það er
þeirra hlutverk.“
Úr forystugreinum Mbl. 6. janúar.
Persónuvernd og friðhelgí
„Reglugerðarhálfvitar og lagaklaufar eru landlæg
plága um veröld víða og hafa komið ýmsu illu til
leiðar með samningum á ruglreglum og lagalufsum
sem engum óbrjáluðum dettur í hug að fara eft-
ir...Það á til að mynda við um nýsett lög sem banna
segulbandsupptökur af símtölum nema með sam-
þykki viðmælanda.J framhaldi af lögunum sem
banna segulbandsupptökur í leyfisleysi þarf að
setja lög um myndatökur að módelunum forspurð-
um. Meina þarf dagblöðum og sjónvarpsstöðvum að
birta myndir af fólki án þess að fyrir liggi leyfl við-
komandi. Þetta skapar að vísu vandamál þegar í
hlut eiga loftmyndir af 20.000 manna útifundi á
Lækjartorgi en það verður bara að hafa þaö. Per-
sónuvemdin og friðhelgi einkalífsins er meira virði
en frjálsir flölmiðlar."
Jóhannes Sigurjónsson í Degi 6. janúar.
Frelsi í áfengissölu
„í þjóðarumræðunni undanfamar vikur hefur
mönnum orðið tíðrætt um frelsi til að versla með
áfengi, léttvín og bjór í matvöruverslunum hérlend-
is. Stefna ráðandi stjórnmálaflokka virðist í fljótu
bragði vera sú að afnema einokun ÁTVR til smá-
sölu á áfengi, en ekki alveg strax, því það gæti kom-
ið aftan að þeim í næstu kosningum.Það er sann-
færing mín að frelsi að þessu leyti er tfmaspursmál.
Það er hins vegar kominn timi á að höftum einok-
unar og ríkishyggju verði aflétt og mönnum treyst
til að hafa markmið heilsuvemdar og siðferði að
leiðarljósi."
Haraldur Diego i Mbl. 6. janúar.