Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 Sviðsljós DV Bridges tryggði afturendann fyrir nær 400 milljónir Ný kærasta rokkarans Rods Stewarts, Angelica Bridges, hefur tryggt afturendann á sér fyrir nær 400 milljónir íslenskra króna ef marka má frásögn breska æsifrétta- blaðsins The Sun. Samkvæmt frá- sögn blaðsins óttast Angelica um feril sinn skaddist þessi líkamshluti hennar. Angelica hefur leikið í hinum vinsæla sjónvarpsmyndaflokki Strandverðir. Hún hefur einnig stundað fyrirsætustörf. Undanfarn- ar sex vikur hefur hún sést á ýms- um skemmtistöðum með Rod Stewart sem Rachel Hunter yfirgaf í fyrra eftir 9 ára hjónaband. Söngkonan Celine Dion og eiginmaður hennar, Rene Angelil, endurnýjuðu hjúskaparheit sín við sérstaka athöfn í Las Vegas á miðvikudaginn. Pau voru fyrst gefin saman fyrir 5 árum í Montreal í Kanada. Símamynd Reuter Faðmar kerið með mömmu Leikkonan Patsy Kensit, eiginkona poppstjörnunnar Liams Gallaghers, hefur greint frá því að hún hafi ösku móður sinnar við rúm sitt. Kveðst hún faðma duftkerið þegar hún er langt niðri. „Ég veit að þetta hljómar undarlega en mér þykir gott að vera nálægt henni,“ segir Patsy í tímaritsviötali. „íhvert sinn sem við Liam höfum riflst fer ég í ^ rúmið og faðma duftkerið. Hann segir að ég sé eins og ein af persónunum í The Munsters," segir Patsy. Bandaríski leikarinn Michael Douglas og breska leikkonan Catherine Zeta-Jones opinberuðu í gær trúlofun sína. Douglas, sem er 55 ára, bað gráfíkjunnar sinnar á heimili sínu í Aspen í Colorado á gamlárskvöld. Hún játaðist honum, að því er sagði í yfirlýsingu sem blaðafulltrúi Michaels sendi frá sér í fyrradag. Blaðafulltrúinn, Allen Burre, sagði að hin nýtrúlofuðu hefðu í hyggju að ganga i hjónaband síðar á árinu. Ekki væri búið að ákveða dagsetningu. Blaðafulltrúinn bætti því jafnframt við að Michael hefði gefið Kötu, sem er ekki nema 30 ára, hring. Kata og Michael hafa að undanfórnu vísað á bug fréttum í breskum blöðum um trúlofun. Þau hittust á kviðmyndahátíð í Frakklandi 1998 og hafa verið par síðan í mars 1999. Michael Douglas hringdi í vikunni i föður sinn, kvikmyndaleikarann Kirk Douglas, til að segja honum frá því að hann hefði beðið Kötu og gefið henni fallegan hring. Kirk á að hafa sagt að enginn myndi horfa á hringinn, hún væri svo falleg sjálf. Michael sagði þá við fóður sinn að hann kæmist enn vel að orði. Kirk bætti því við að það hefði verið tími til kominn þar sem hann langaði i fleiri barnaböm. Sjálfur sagði Kirk Michael og Catherine Zeta-Jones í veislu í Washington. Símamynd Reuter eitt sinn við fréttamenn er þeir til þess sjálfur. Hann fengi það hins spurðu hvort Michael myndi vegar ekki fyrir konunni sinni. kvænast Catherine að hann langaði Kókaín í blóði og þvagi Maradona Lögregia hefur staðfest orðróm um að knattspyrnukappinn Mara- dona hafi verið lagður inn á stofn- un í Úrugvæ vegna kókaínneyslu. Leifar af kókaíni fundust bæði í blóði og þvagi kappans. Síðastlið- inn mánudag varð Maradona að gera hlé á fríi sínu með eiginkonu sinni, Claudiu, og leita til læknis. Læknamir sögðu að hann væri með of háan blóðþrýsting en fjöl- miðlar fullyrtu að hann hefði tek- ið of stóran skammt af fíkniefn- um. Nú óttast knattspymuunn- endur að hetjan þeirra sé fallin á ný. Utanríkisráðuneytið Hjúkrunarfræðingar Störf í Kosovo og Bosníu-Hersegóvínu Auglýst er eftir hjúkrunarífæðingum til starfa með ffiðargæslusveitum Atlantshafsbandalagsins í Kosovo (KFOR) og Bosníu-Hersegóvínu (SFOR). Gert er ráð fyrir að ráðningartíminn verði sex mánuðir og að viðkomandi hefji störf í febrúar/mars á þessu ári. Leitað er að duglegum, samviskusömum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt við erfiðar aðstæður, eiga auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á ensku og hafi mikla aðlögunarhæfileika. Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmælendur sendist utanríkisráðuneytinu, alþjóðaskrifstofu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Umsóknarffestur er til og með 21. janúar 2000. Upplýsingar um kaup og kjör fást á alþjóðaskrifstofú utanríkisráðuneytisins. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, nema annað sé sérstaklega tekið ffam í umsókninni. Fyrri umsækjendur sem vilja koma til greina eru beðnir um að endumýja umsóknir sínar. Utanríkisráðuneytið Catherine og Michael trúlofuð Britney vill á hvíta tjaldið Poppstjarnan Britney Spears vill nú verða stjama líka á hvita tjaldinu. „Mig langar mikið til að leika i kvikmynd," segir Britney í viðtali við timaritið Teen People. Það eru um 20 handrit sem bíða mín. Mér hafa borist nokkur mjög góð handrit en ég hef ekki tekið þau mjög alvarlega þar sem ég hef ekki haft tíma,“ segir Britney. Hún vonast til þess að fá tíma fyrir kvikmyndimar á þessu ári. Hún er þó alis ekki á þvi að heimta aðalhlutverkið. í vandræðum með hárvöxtinn Ofurfyrirsætan Elizabeth Hurley þarf að þjást fyrir fegurð- ina. íviðtali við timaritið Allure viðurkennir Elizabeth að mikill hárvöxtur angri hana meira eftir því sem hún eldist. „Þegar maður er táningur er allt í lagi að vera með svolítið loðnar augabrúnir. En þegar maður er orðinn fullorð- inn vill maður líta snyrtilega út. Þess vegna plokka ég augabrún- imar á hverjum degi,“ segir Eliza- beth. Hún tekur fætuma I gegn vikulega. Ekki velkomin í nýársfagnað Madonna, Gwyneth Paltrow og aðrir gestir forðuðu sér þegar Jennifer Lopez mætti í nýársfagn- að í húsi hönnuðarins Giannis Versaces sem systir hans, Dona- tella, hélt. Madonna stóð upp og sagði að veislunni væri lokið þeg- ar Jennifer birtist, að því er bandarísk blöð greina frá. Jennifer gagnrýndi nýlega Madonnu og Gwyneth í tíma- ritsviðtali. Sagði hún að hefði heyrt meira um Gwyneth og Brad Pitt heldur en um afrek Gwyneth í kvikmyndum. Jennifer sagði einnig að henni fyndist Madonna ekki mikil leikkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.