Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 9 Fátækir fengu kavíar Jeltsíns Fátæklingar i Jerúsalem geta nú gætt sér á 500 kílóum af rússnesk- um kavíar og öðru góðgæti. Borís Jeltsin, fráfarandi Rússlandsforseti, og 150 manna fylgdarlið hans hafði haft með sér matinn til ísraels þar sem til stóð að snæða hann. En mát- urinn var ekki samkvæmt siðvenj- um gyðinga og þess vegna neitaðu starfsmenn Hiltonhótelsins, þar sem Rússamir gista, að reiða hann fram. Rússneska kirkjan varð þess vegna að gefa fátækum matinn. Jeltsín fékk heldur ekki sætindi inn í svítu sína af heilsufarsástæðum. Óhætt þótti hins vegar að bjóða honum upp á tvær vodkaflöskur frá Svíþjóð. Að sögn ísraelskra fjöl- miðla átti Jeltsín að sofa í sama rúmi og forsetabjón Bandarikjanna hafa sofið í. Jeltsín bað um að rúm- ið yrði lengt um 20 sentímetra. Yasser Arafat Palestínuleiðtogi hafði boðið leiðtogum í löndum rétttrúnaðarkirkjunnar að halda jól i Betlehem. Hjá rússnesku rétttrún- aðarkirkjunni er jólahátíðin 7. jan- úar. Jeltsin lýsti því yfir í gær að hann vonaðist til að eftirmaður sinn, Vladimir Pútín, styddi kröfu Palestínumanna um sjálfstætt ríki. Utanríkisráðherra Rússlands, Igor Ivanov, greindi frá því í gær að Rússar hefðu áhuga á að haldinn yrði fjölþjóðlegur fundur um mál- efhi Miðausturlanda í Rússlandi í febrúar næstkomandi. Borís Jeltsín og Naina kona hans kveikja á kertum í kirkju í Jerúsalem. Jeltsín hefur þótt nokkuð hress á meöan á heimsókn hans í ísrael hefur staðiö. Rússneskur hjartaskurðlæknir sagðist i gær halda aö slæmt heilsu- far Jeltsíns að undanförnu hefði átt þátt í afsögn hans. Símamynd Reuter Friðarviðræður í strand: Gekk ekki hjá Clinton Bill Clinton Bandaríkjaforseta tókst ekki að leysa þráteflið sem friðarviðræður ísraela og Sýr- lendinga eru komnar í Shepherds- town í Vestur-Virginiu. Clinton hitti Ehud Barak, for- sætisráðherra ísraels, og Farouq al-Shara, utanríkisráðherra Sýr- lands, hvorn í sinu lagi í gær en virðist ekki hafa haft erindi sem erfiði. Búist er við Clinton aftur á fundarstað í dag. Það yrði fjórða heimsókn forsetans á fundarstað frá þvi á mánudag. Sýrlenskur embættismaður sakaði ísraela í gær um að reyna að komast hjá ítarlegiun viðræð- um um brotthvarf þeirra frá Gólanhæðum, nokkuð sem Sýr- lendingar leggja áherslu á. Utanríkisráðuneytið Læknar Störf í Kosovo og Bosnm-Hersegóvínu Auglýst er eftir læknum til starfa með friðargæslusveitum Atlantshafsbandalagsins í Kosovo (KFOR) og Bosniu-Hersegóvínu (SFOR). Gert er ráð fyrir að ráðningartíminn verði þrír til sex mánuðir og að viðkomandi hefji störf á tímabilinu febrúar til júní nk. Leitað er að duglegmn, samviskusömum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt við erfiðar aðstæður, eiga auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á ensku og hafi mikla aðlögunarhæfileika. Umsóknir með upplýsingum um menntun, fýrri störf, tungumálakunnáttu og meðmælendur sendist utanrikisráðuneytinu, alþjóðasloifstofú, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2000. Upplýsingar um kaup og kjör fást á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá þvi að umsóknarfrestur rennur út, nema annað sé sérstaklega tekið fram í umsókninni. Utanríkisráðuneytið Afl: Allt aö fjórir 550MHz Intel Pentium III Xeon örgjörvar ásamt allt aö 4GB ECC SDRAM, innbyggö RAID diskstýring, 10/100 Ethernetkort. Áreiöanleiki: Heitútskiptanlegir íhlutir, heitísetjanleg PCI kort. Forvarnaábyrgö á íhlutum. "Lightpath" öryggi. Hugbúnaö'ur: Lotus Notes Domino R5 og 5 útstöövaleyfi. Norton Antivirus, Netfinity Manager, APC PowerChute ofl. 3ja ára ábyrgö. Verðlaun: Miölari ársins 1999 i flokki stærri miölara hjá PC Computing - Comdex nóv. 1999 Sölu- og þjónustuaðilar Nýherja: Suöurland: Tölvu- og rafeindaþjónustan Selfossi, Tölvun Vestmannaeyjum. Austurland: Tölvusmiöjan Egilsstöðum og Neskaupsstaö. Noröurland: Nett Akureyri, Element Sauöárkróki, Ráöbaröur Hvammstanga. Vestfiröir: Tölvuþjónusta Helga Bolungarvík. Net ity netþjónninn er til að skila hámarks með öflugum Skaftahliö 24 • Simi 569 7700 Slóö: www.nyherji.is er hann margverðlaunaður. Og framleiddur af IBM. CQ> NÝHERJI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.