Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá, í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
V esturlands vegur:
Maður lét
lífið í um-
ferðarslysi
Maður um flmmtugt lét lífið í um-
ferðarslysi á Vesturlandsvegi við
Korpúlfsstaði um sexleytið i gær-
kvöld. Veðurskilyrði voru slæm og
mikil hálka á veginum en hann
missti stjóm á bílnum með þeim af-
leiðingum að enda á ljósastaur.
Maðurinn var á leið til Reykja-
víkur en hann var einn í bílnum.
Talið er að hann hafi látist sam-
stundis. Ekki er hægt að greina frá
nafni hins látna að svo stöddu.
Lögreglan óskar eftir vitnum að
atburðinum en mikil umferð var á
þessum tíma. Þeir sem gætu gefið
einhverjar upplýsingar eru vinsam-
lega beðnir að gefa sig fram við
rannsóknardeild lögreglunnar í
^Reykjavík.___________-hól
Hlutabréf lækka
hratt í Asíu
Mikil lækkun hefur verið á hluta-
bréfamörkuðum i Asíu í vikunni og
eru sérfræðingar ekki á eitt sáttir um
orsakir hennar eða hver þróunin
verður á næstunni. Frá því að Hang
Seng-vísitalan stóð í hámarki á mánu-
dag hefur hún fallið um tæp 13%.
Verð hlutabréfa í Asíu hækkaði um
50% á liðnu ári en þá var markaður-
, að ná sér upp úr mikilli lægð.
Sumir sérfræðingar telja að lækkunin
nú sé aðeins leiðrétting á gengi hluta-
bréfanna, það hafi verið orðið of hátt,
en aðrir vara við holskeflu lækkana í
nánustu framtíð. -GAR
Helgarblað
í Helgarblaði DV á morgun verður
ítarlegt viðtal við össur Skarphéðins-
son, þingmann og væntanlegan fram-
bjóðanda til formanns Samfylkingar-
innar, en hann nýtur stuðnings
þungavigtarmanna í flokknum. Össur
talar um fjölskylduna, stjómmálin og
framtíðina.
Einnig verður fjallað um fegurðar-
samkeppnir og átök um þær. Grein
um hunda aldarinnar í eigu þekktra
stjómmálamanna og koma þar bæði
Tanni, Nonni og Lucy við sögu.
Einnig er fjallað um timburmenn, or-
sakir þeirra, afleiðingar og alþjóðleg
,Wáö yið þeim.
í BÍÐUR HANN
( SPENNTUR EFTIR
VNIPURSTÖPUNNI? J
Maöur lét lífiö þegar hann missti stjórn á bifreiö sinni sem lenti á Ijósastaur. Taliö er aö hann hafi látist samstundis. Bifreiöin, sem var illa farin, var dregin
burt af vettvangi.
DV-mynd HH
Fyrrum starfsmaöur Háspennu segist hafa verið hafður fyrir rangri sök:
Krefst 4,3 milljóna
vegna rangrar ákæru
- var ákærður en síðan sýknaður fyrir þjófnað og rán upp á 1,7 milljónir
Fyrrum starfsmaður spilasalar-
ins Háspennu við Hlemm hefur
stefnt ríkinu þar sem hann krefst á
fimmtu miUjónar króna skaöabóta
vegna ákæru sem gefín var út á
hendur honum fyrir þjófnað og rán
- sakamál þar sem hann var síðan
sýknaður af öllum sakargiftum.
í febrúar 1997 var stolið pening-
um og ávísunum að upphæð tæp
hálf milljón króna úr spilasalnum.
Maðurinn sá þá um daglegan rekst-
ur staðarins og tilkynnti lögreglu
um þjófnaðinn að höfðu samráði við
atvinnurekendur sína. Hálfu ári síð-
ar var framið rán í spilasalnum.
Maðurinn lýsti þá atburöinum
þannig að hann hefði fengið högg
aftan á hnakkann, verið dreginn
niður stiga og síðan hefðu tveir
menn látið högg dynja á honum og
lyklar að peningaskáp verið teknir
úr vasa hans. Auk þess hefði honum
verið hótað lífláti.
Ránsfengurinn nam 1,2 milljón-
um króna. Tvö vitni sem komu á
staðinn eftir ránið studdu frásögn
mannsins. Lögreglan yfirheyrði
manninn, fyrst sem vitni en síðan í
réttarstöðu grunaðs manns - án
þess að ástæður væru tilgreindar
eða skýrðar. Eftir það var hann
ákærður fyrir bæði þjófhaðinn 1
febrúar og svo ránið. Málarekstur-
inn tók umtalsverðan tíma áður en
maðurinn var alfarið sýknaður af
sakargiftum.
Maðurinn byggir nú skaðabóta-
kröfu sína á því að með rannsóknar-
aðgerðum lögreglu - handtöku,
fangelsun í gæsluvarðhald, skýrslu-
tökum, húsleitum, útgáfu ákæru
með tilheyrandi málsmeðferð fyrir
dómi - hafi ríkið bakað sér skaða-
bótaskyldu gagnvart honum. Hann
telur sig hafa verið borinn röngum
sökum fullkomlega að ósekju. Rök-
studdur grunur hafl aldrei verið
fyrir hendi til aðgerða lögreglu gegn
sér - lögreglan hafi byggt á huglægu
mati og tilfmningu sem gekk þvert
á rannsóknargögn.
Maðurinn tiltekur auk þess að
auk handtöku, frelsissviptingar og
tilefnislausra húsleita hafl máls-
meðferðin öll haft mikil óþægindi
og mikla röskun í for með sér -
þannig hafi þetta haft víðtæk áhrif á
atvinnu, einkalff, æru og persónu
hans. Hafi hann hugleitt sjálfsvíg og
hjónaband verið í hættu.
í stuttu máli vísar hann til þess
að lögreglu og ákæruvaldi hafi orð-
ið á alvarleg mistök sem hafi bitnað
harkalega á sér. Til stuðnings máli
sínu leggur maðurinn m.a. fram
vottorð geðhjúknmarfræðings sem
staðfestir að hann hafi þurft á
áfallahjálp að halda eftir ránsárás-
ina þar sem hann hlaut einnig tals-
verða líkamlega áverka.
Ríkislögmaður tekur til vama í
málinu þar sem m.a. kemur fram að
dómarinn í sýknumálinu hafi ekki
komist að þeirri niðurstöðu að lög-
mæt skilyrði hefði brostið í málinu
varðandi aðgerðir lögreglu. Því hafl
eðlilega og lögformlega verið staðið
að rannsókn og ákæru.
-Ótt
Veðrið á morgun:
Skýjað með
köflum
sunnanlands
Á morgun verður norðlæg átt,
5-10 m/s sunnanlands og skýjað
með köflum, en 8-13 m/s á norð-
anverðu landinu og éijagangur,
einkum austan til.
Hiti verður um eða rétt undir
frostmarki.
Veörið í dag er á bls. 29.
MERKILEGA MERKIVELIN
brother PT-1200
Islenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar
Prentar f tvær llnur
Verð kr. 6.603
Nýbýlavegl 14 Sími 554 4443