Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 5 DV Fréttir Sighvatur Björgvinsson segir kvótadóm kalla á veiðileyfagjald: Bankakerfið í uppnámi - segir Kristján Pálsson alþingismaöur og varar kvótalausa við veiðum „Það er ljóst að þessi dómur er undirréttardómur þannig að þetta er ekki orðinn hlutur. Eigi að síður veikir þetta að einhverju leyti kvótakerfið og veiðistjórnina eins og hún er í dag,“ segir Krist- ján Pálsson al- þingismaður um sýknudóm Hér- aðsdóms Vest- fjarða þar sem úrskurðað var að það væri gegn stjórnarskrá að banna Svavari Guðnasyni, útgerðarmanni á Pat- reksfirði, að halda skipi sínu, Vatn- eyri BA, kvótalausu við veiðar. Dómurinn hefur vakið mikla at- hygli enda gífurlegir hagsmunir í húfi eða sem nemur 150 milljörðum króna ef slegið er á verðmæti ís- lenskra nytjastofna. „Dómurinn byggist svolítið á því að löggjafmn hafi haft langan tíma til að tryggja nýliðun í útgerðinni og það kann vel að vera eitthvað til í því. Eigi að síður hefur kvótakerf- ið skilað þjóðinni miklum, efna- hagslegum ávinningi. Ef menn standa frammi fyrir því að kvóta- kerfið í núverandi mynd stendst ekki stjórnarskrá þá hefur verið bent á þá hættu áður að varast bæri að setja allt undir kvótakerfið. Það gerðum við á sínum tíma sem stóð- W Kristján Pálsson alþingismaður. Svavar Guðnason vann sigur. „I mínum huga er ljóst að meðan Hæstiréttur hefur ekki tekið afstöðu til þessa dóms haldi núgildandi lög. Ég vara menn við því að draga of mikla ályktanir á þessu stigi og hóp- ast á sjó án þess að hafa til þess kvóta,“ segir Kristján. „Niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða kemur ekki á óvart og það var aðeins tímaspursmál hvenær svona dómur gengi. Ég er sannfærður Sighvatur Björg- vinsson aiþing- ismaður. um að dómur Hæstaréttar um jafn- ræði til atvinnu stendur. Því er ekki hægt að svara öðruvísi en að taka Vatneyrin BA eftir veiðiferðina örlagaríku. upp veiðileyfagjald þar sem allir hvatur Björgvinsson, alþingismaður einstaklingar hefðu jafnan rétt til að Samfylkingar á Vestfjöröum. nálgast aflaheimildir,“ segir Sig- -rt Kristnihátíðarnefnd: Brýtur hringtorg um gegn því að lög heimiluðu veð- setningu kvóta,“ segir Kristján og vísar til þess að hann og fleiri hafi staðið gegn því að Alþingi sam- þykkti að heimilt væri að veðsetja kvóta. Hann segir að fari svo að Hæsti- réttur komist að sömu niðurstöðu verði bankakerfið á öðrum endan- um með allar þær veðsetningar sem séu í kvótum skipa. „Fari svo að Hæstiréttur staðfesti dóminn þá verður bankakerfið í uppnámi," segir Kristján en varar kvótalausa sjómenn við því að fara til flskveiða á grundvelli dómsins. Ráðgert er að brjóta niður öll hring- torg á leið til Þingvalla og raða þeim saman á ný eftir Kristnitökuhátíð í sumar. Hefur málið verið rætt ítar- lega i Kristnihátiðarnefnd án þes að endanleg ákvörðun hafi verið tekin né hlutaðeigandi yfirvöldum gert við- vart. Umferðarnefnd Kristnihátiðar- nefndar beinir sjónum sínum helst að þremur hringtorgum í Mosfellsbæ sem torvelda stöðuga umferð til Þing- valla fái þau að standa. Einnig er ljóst að grípa verður til sérstakra ráðstaf- ana varðandi umferð af aðliggjandi götum og afleggjurum á svæðinu þann tíma sem hátíðin stendur yfir. „Þetta hefur allt verið rætt og er í skoðun en ákvörðun liggur ekki fyrir frekar en í fjölmörgiun öðrum málum sem tengjast umferð til Þingvalla á Kristnitökuhátíð," sagði Júlíus Haf- stein, framkvæmdastjóri Kristnihátíð- arnefndar. - En hefur sá möguleiki verið ræddur að ef til vill verði engin um- ferð á Kristnitökuhátíð á Þingvöllum í sumar? „Nei, sá möguleiki hefur aldrei borist í tal,“ sagði Júlíus. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.