Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 28
28
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
>nn
Ummæli
Dómur sem
skiptir máli
„Þessi dómur á eftir að hafa
, gríðarleg áhrif og
i kæmi mér ekki á
, óvart þótt öll rík-
isstjórnin ætti
I eftir að sópast af
iAlþingi, sama
, hvað nýi haninn
á gamla skita-
haugnum galar
hátt um að dómur-
inn skipti engu máli.“
Svavar Guðnason sjómaður
eftir að dæmt hafði verið
honum í vil í kvótamáli, í DV.
Slæm býti
„í stað þess að leysa Sjálf-
stæðisflokkinn af hólmi i
stjórnmálum hefur Samfylk-
ingin leyst Kvennalistann af
hólmi og eru það ömurleg
býti.“
Ásgeir Hannes Eiríksson,
í Degi.
Tekið tíma að eyða
peningum
Það hefur í raun tekið
meiri tíma að
eyða peningun-
um en við ætluð-
um. En mér sýn-
ist við vera
komnir á beinu
brautina í þeim
efnum.“
Gunnar Þór
Gíslason,
stjórnarform. Stoke, í DV.
Sinfónían í óstuði
„Við flutning Sinfóníunnar
á forleiknum að Leðurblöku
Jóhanns Strauss yngri, sem
var fyrsta atriði tónleikanna,
datt manni helst i hug að Sin-
fónían hefði skemmt sér svo
vel um áramótin að hún væri
ekki búin að jafna sig.“
Jónas Sen, í tónlistargagn-
rýni, í DV.
Fagna eins og
þjóðin öll
„Auðvitað fagna ég því eins
og þjóðin öll að
kona komi í
stað Finns Ing-
ólfssonar - ég
hefði í raun
fagnað þó
hrossagaukur
hefði komið í
hans stað.“
Kristjáns Hreinsson
skáld, í DV.
KEA-öldin
„Eyfirðingar allir sem einn
munu koma til með að kalla
öldina sem er liðin KEA-öld-
ina.“
Helgi Sigfússon, í Hrísey,
í Degi.
Ragnar Geir Guðjónsson, formaður aðdáendaklúbbsins Remember Elvis:
Elvis lítur inn til okkar annað kvöld
Á morgun hefði Elvis Presley orðið
sextíu og fimm ára eða verður sextíu
og fimm ára eins og hörðustu aðdá-
endur rokkkonungsins halda fram,
því eins og oft hefur komið fram þá
eru ekki allir á því að kóngurinn sé
dáinn og hver kannast ekki við setn-
inguna Elvis lifir. Einn þeirra manna
sem telur sig hafa vissu fyrir því að
Elvis er enn á meðal okkar er Ragnar
Geir Guðjónsson, formaður aðdáenda-
klúbbsins Remember Elvis sem settur
var á stofn hér á landi fyrir fimm
árum á sextugsafmæli kóngsins og nú
á að halda upp á afmæli Elvis með
dansleik í Þórshöll, Brautarholti 20 -
á íjórðu hæð, þar sem áður var
Þórscafé, og lög Elvis Presleys hljóm-
uðu á hverju kvöldi.
Ragnar Geir segir að klúbburinn
hér á landi hafi ekki staðið fyrir
mörgum opinberum samkomum,
félagar hafi meira samband
sín á milli: „Við höfum
haldið þrjú Elvis-
böll sem öll hafa
tekist vel og á ég
ekki von á öðru
en Elvis-aðdá
endur íjöl-
menni annað
kvöld. Þarna
kemur fram
fjögurra
manna
hljómsveit
sem leik-
ur Elvis-
lög og á
mið-
nætti
ætlum
við að
skjóta upp
flugeldum,
kónginum til heiðurs. Ég er viss um
að Elvis sjálfur lítur til okkar ein-
hvern tíma kvöldsins. Ég held meira
að segja að hann komi frá Hawaii,"
segir Ragnar Geir, grafalvarlegur, og
er ekkert að skafa utan af því að hann
Maður dagsins
telur að kóngurinn sé enn í fullu fjöri.
Ragnar ætlar að mæta á ballið á morg-
un í sínum fínustu Elvis-fotum.
Ragnar Geir hefur verið aðdáandi
Elvis Presleys allt frá
því hann var barn
að aldri: „Ég man
ekki eftir öðru en
að hafa verið að
hlusta á Elvis. Það
var mikið rokkað í
kringum mig, systir
mín var söng-
kona í
rokk-
sveit
og El-
vis-
lög-
in voru í miklu uppáhaldi. Enda fór
það svo að ég tók ástfóstri við þau og
hallaði mér að meistaranum. Ég hef
svo alla tíð hlustað mikið á hann þótt
ég sé aðeins farinn að minnka það nú.
Ég safnaði Elvis-plötum þegar þær
voru gefnar út á vinyl, á einar sjötíu
slíkar plötur en minna af geislaplöt-
um. Ég er nú samt ekki sá íslending-
ur sem á mest af Elvis-plötum. Eftir
að við stofnuðum aðdáendaklúbbinn
vorum við með smákönnun og nokkr-
ir aðilar sögðust eiga „allan Elvis“ en
það kom í ljós að alltaf vantaði eitt-
hvað upp á. Þar til einn dag að maður
hafði samband við mig og spurði
hvort mig langaði að líta á Elvis-safn-
ið sitt. Kom í ljós að maður þessi átti
ótrúlegt magn af plötum með Elvis og
þama voru nokkrar plötur sem ég
vissi ekki einu sinni að væm til.“
Aðdáendaklúbbar Elvis Presleys
era víða til: „Ég hef verið í sambandi
við suma klúbbana og fengið frétta-
bréf þeirra og okkur telst til að það
séu i dag starfræktir 650 aðdáenda-
klúbbar og um allan heim. Einu sinni
var ég i sambandi við mann frá íran,
landi sem hefur verið lokað fyrir vest-
rænni dægurlagatónlist lengi, og
spurði hann hvort hann hefði heyrt
getið um Bítlana. Hann sagðist aldrei
hafa heyrt þá
nefnda en Elvis
Presley þekkti
hann vel.“
Ragnar Geir
L . aL**®- Guðjónsson
er smiður og
starfar sem slíkur en
áhugamálið er aðeins eitt,
Elvis Presley: „Þegar maður hefur
einu sinni lifað sig inn í tónlist kóngs-
ins þá verður ekki aftur snúið.“
-HK
Hvenær kemurðu aftur,
rauðhærði riddari?
Leikfélag Hafnarfjarðar
frumsýnir Hvenær kem-
urðu aftur, rauðhærði ridd-
ari? eftir Mark Medoff í
kvöld kl. 20 í nýju húsnæði
Hafnarfjarðarleikhússins
að Vesturgötu 11 í Hafnar-
fírði (inngangur er við
höfnina). Leikrit-_________
ið er magnþrung-
^ inn spennutryllir
með gamansömu "
ívafi og gerist á amerískum
diner sem kominn er út úr
alfaraleið og spannar einn
óvenjulegan morgunn í lífi
starfsfólks og gesta staðar-
ins. Leikstjóri er Viðar Egg-
ertsson.
Leikhús
Leikfélag Hafnarfjarðar,
sem heldur upp á 74 ára af-
mæli sitt í ár, hefur undan-
farin ár verið í húsnæðis-
hraki en fékk nú i haust
inni í endumýjuðu hús-
næði Hafnarfjarðarleik-
hússins og deilir þar húsum
___________með leikhópn-
um Hermóði og
Háðvöru. Á döf-
inni er að
koma unglingastarfí félags-
ins í fastar skorður og er
ástæða til að hvetja ung-
linga í Hafnarfirði og ná-
grenni að hafa samband ef
þeir hafa áhuga á leiklistar-
starfi.
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 2597:
■EVÞoK,-
Veðbönd
KR-ingar,
sem hér eru
í leik gegn
Haukum,
leika á ísa-
firði í kvöld.
Handbolti og fótbolti
Handboltalandsliðið er á far-
aldsfæti þessa dagana og því er
ekki leikið í úrvalsdeildinni.
Engu að síður er mikið um að
vera í handboltanum um helgina.
Fyrstu leikir helgarinnar í kvöld
eru i 2. deild karla. Á Selfossi
leika heimamenn gegn Fram b og
í íþróttahúsinu við Strandgötu
leika ÍH - ÍRb. Á morgun er svo
leikið í úrvalsdeild kvenna. Stór-
leikurinn verð--------------
Garðabæ þar íþróttir
sem Stjarnan -
Víkingur leika. Víkingur hefur
ekki tapað leik í deildinni en á
fyrir höndum erfiðan leik á sterk-
um heimavelli Stjörnunnar. í
Kaplakrika leika FH - KA, á Sel-
tjamarnesi Grótta KR - ÍR og að
Varmá UMFA - ÍBV.
Fjórir leikir voru í úrvalsdeild-
inni í körfubolta í gærkvöldi og
eru tveir siðustu leikirnir í um-
ferðinni í kvöld. Spennandi leikur
verður á ísafirði í kvöld þegar
efsta lið deildarinnar, KR, kemur
í heimsókn. KFÍ, sem er neðarlega
í deildinni, er erfítt heim að sækja
svo ekki er víst að KR sæki gull í
greipar Vestfirðinga. Njarðvíking-
ar, sem eru jafnir KR að stigum,
eiga heimaleik gegn Þór, Ak.
Bridge
Ef einhver heldur því fram að Vín-
arsagnkerfið hafi runnið sitt skeið
verður sá hinn sami að endurskoða
afstöðu sína. Miðvikudaginn 29. des-
ember síðastliðið var haldið minning-
armót Harðar Þórðarsonar á vegum
Bridgefélags Reykjavíkur með þátt-
töku 71 pars. Eina parið sem spilaði
Vínarkerfið endaði sem öruggur sig-
urvegari, Þórður Bjömsson - Birgir
Örn Steingrímsson. Þeir leiddu nán-
ast allt mótið og enduðu með 324 stig
i plús. Næstir á eftir þeim voru Guð-
laugur R. Jóhannsson - Öm Amþórs-
son sem fengu 258 stig og síðan komu
Esther Jakobsdóttir - Ljósbrá Bald-
Ursdóttir með 220 stig. Spil dagsins er
frá fimmtu umferð mótsins. Algengast
var að spilað væri eitt grand á hend-
ur NS (á 20 borðum af 35). Sjö sagnhöf-
um tókst að skrapa heim 7 slögum og
þáðu fyrir það 48 stig af 68 möguleg-
um. Á fjóram borðum var samningur-
inn doblaður og talan 200 í AV gaf 59
stig. Á einu borðinu gengu sagnir
þannig, vestur gjafari og allir á hættu:
♦ ÁG
» K1074
♦ KD52
♦ K64
♦ D1098
•Þ 32
♦ 986
♦ 9752
4 7653
»865
♦ 43
♦ ÁD83
Vestur Norður Austur Suður
pass 1 * pass 1 ♦
pass 1 grand dobl pass
pass redobl p/h
Austur taldi ekki ráðlegt að koma
inn á sterka grandopnun norðurs þeg-
ar í stað en ákvað að sýna styrk með
þvi að dobla eitt grand norðurs (16-17
punktar) eftir afmeldingu suðurs (0-7
punktar). Suður átti hins vegar há-
mark fyrir afmeld-
ingu sinni og pass-
aði til að biðja um
redobl frá samherja
sínum. Hann vissi
að punktastyrkleiki
NS handanna var
22-23 punktar og
því góðir möguleik-
ar á að standa spil-
ið. Vestur ákvað að taka þátt í leikn-
um og austur hóf vörnina á því að
spila út hjartadrottningu. Það var al-
veg sama hvað sagnhafí reyndi, hann
gat ekki fengið nema 6 slagi og AV
þáðu 66 stig af 68 mögulegum fyrir töl-
una 400. ísak Öm Sigurðsson