Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 7 Viðskipti Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ alls 733 m.kr. ... Mest með spariskírteini, 254 m.kr., hlutabréf, 171 m.kr. ... Mest viðskipti með FBA, 28 m.kr. ... Skagstrendingur hækkaði um 22,22% ... SR-mjöl hækkar um 7,6% ... Marel hækkaði um 5% ... Skýrr lækkaði um 2,52% ... Eimskip semur um inn- og útflutning fyrir Norðurál Flutningar þeir sem hér um ræöir eru aðallega útflutningur á áli frá Grundartanga til Rotterdam og innflutningur á rafskautum frá Neuss í Pýskalandi sem flutt eru um Rotterdam á Grundartanga. 3% hækkun neysluverðs á árinu - að mati íslandsbanka F&M Norðurál og Eimskip hafa gert með sér samning um að Eimskip annist allan inn- og útflutning fyrir Norð- urál, ef frá er talinn flutningur á súráli. Samningur þessa efnis mun gilda fram á árið 2002 en ákvæði eru um heimild til framlengingar samn- ingsins eftir það. Eimskip mun taka við þessum flutningum 1. mars næst- komandi. Samningurinn er gerður í fram- haldi af verðfyrirspum sem Norðurál sendi út í lok nóvember til sjö flutn- ingafyrirtækja. Reyndist tilboð Eim- skips hagkvæmast og ákvað Norðurál að ganga til samninga við Eimskip um flutninga fyrirtækisins. Verðmæti samningsins getur numið allt að 1 milljarði. Flutningar þeir sem hér um ræðir eru aðallega útflutningur á áli frá Grundartanga til Rotterdam og inn- flutningur á rafskautum frá Neuss í Þýskalandi sem flutt eru um Rotter- dam á Grundartanga. Auk þess tekur samningurinn til flutninga á almenn- um rekstrarvörum og aðfóngum vegna stækkunar verksmiðju Norður- áls á Grundartanga en ráðgert er að framkvæmdir hefjist við þá stækkun síðar á þessu ári. 140 þúsund tonn flutt Áætlað er að flutt verði að meðal- tali um 140 þúsund tonn á ári á samn- íslandsbanki - F&M spáir nú 3,0% hækkun neysluverðsvísitöl- unnar yfir þetta ár og 4,9% hækk- un milli ársmeðaltala 1999 og 2000 en bankinn sendi frá sér nýja spá í gær. í spánni kemur fram að ýmsar vörur og þjónusta hækkuðu nú um áramótin. Undanfarin tvö ár hefur matvöruliður vísitölunnar hækkað í janúar en fata- og skóliður lækkað vegna áhrifa út- salna. Gengi islensku krónunnar styrktist lítillega í desember og hefur það að öðru jöfnu áhrif til lækkunar verðbólgu. Að teknu til- liti til framangreindra þátta spáir íslandsbanki - F&M 0,8% hækk- un neysluverðsvísitölunnar í jan- úar. Hagstofan birtir vísitölu jan- úarmánaðar þann 13. þessa mán- aðar. F&M bendir á að visitala neysluverðs hækkaði um 0,4% í desembermánuði sem var mun meira en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir. Þetta gerðist þrátt fyrir sterka krónu. Gengi krón- unnar hefur veikst lítillega það sem af er þessu ári eftir styrkingu undanfarinna vikna. F&M telur að búast megi við að Seðlabank- inn grípi til vaxtahækkunar ef krónan heldur áfram að veikjast. Óvissa um kjarasamninga Eins og áður hefur verið fjallað um í verðbólguspám F&M eru flestir kjarasamningar lausir um miðjan næsta mánuð. Nú stefnir í um 6% hækkun vísitölu neyslu- verðs á árinu 1999 (jan.-jan.). Tii að koma megi í veg fyrir að slík- ar verðhækkanir verði viðvar- andi er mikilvægt að gengi krón- unnar haldist áfram sterkt og að sátt náist um hóflegar launa- hækkanir í komandi kjarasamn- ingum. í kjölfarið er lykilatriði að hagræðing í rekstri fyrirtækja haldi áfram til að standa undir launahækkunum. í spá F&M er gert ráð fyrir 4% hækkun nafnlauna í febrúar. Spáð er um þróun neysluverðs- vísitölunnar næsta árið, annars vegar m.v. 4% hækkun nafnlauna í febrúar og hins vegar m.v. 6% hækkun. Að öðru óbreyttu myndi 6% hækkun nafnlauna leiða til spár um 4,1% hækkunar neyslu- verðsvlsitölunnar yfir árið í stað 3,0% og 5,4% hækkunar á milli ársmeðaltala í stað 4,9%. ingstímanum. Árleg framleiðsla Norð- uráls er um 60 þúsund tonn af álhleif- um en til þeirrar framleiðslu eru not- uð 30 þúsund tonn af rafskautum og verða álhleifar og rafskaut flutt í gám- um til og frá landinu í reglulegum áætlanasiglingum. Eftir stækkun verður árleg framleiðsla Norðuráls um 90 þúsund tonn af álhleifum. Vegna stækkunar verksmiðjunnar á Grundartanga er gert ráð fyrir inn- flutningi á um 25 þúsund tonnum af byggingarefni, vélum og tækjum á ár- unum 2000 og 2001. KYNNING verður á stefnu og starfi Guðspekifélagsins laugardaginn 8. janúar kl. 15.00 í húsi félagsins að Ingólfsstræti 22. GuSspekifélagið er 122 ára félagsskapur sem helgar sigandlegri iðkun og fræSslu. FélagiS byggir á skoSana- og trúfrelsi ásamt hugsjóninnium bræSralag alls mannkyns. Starfsemi félagsins fer fram yfir vetrartímann og felst m.a. í opinberum erindum, opnu húsi, námskeiSahaldi, námi og iSkun. Einnig býSur bókaþjónusta þess mikiS úrval sölubóka og bókasafniS bækur til útláns fyrir félaga. Islandsdeild félagsins býður áhugafólki um andleg málað kynnast starfi félagsins. EinkunnarorS félagsins eru: „Engin trúarbrögS erusannleikanum æðri." EVRÓPA A Oöstnót&teotR r ,TAKN UM TRAUST' www.evropa.is Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 Nú lækkum við verðið svo um munar - glæsileg tilboð á bílum í eigu umboða og einstaklinga. Öll almenn bílalán - bílasamningar -100% lán. Fislétt fjármögnun á nýjustu bílunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.