Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 Spurningin Keyptiröu minna af flug- eldum sökum slæmrar veöurspár? Jón Sólnes stúdent: Ég keypti enga flugelda en alveg óháð veðurspánni. Tinna Björt Guðjónsdóttir nemi: Nei, það var keypt mikið meira en í fyrra. Páll Zophaníasson eftirlitsmað- ur: Ég keypti enga flugelda en það var ekki út af veðurspánni. Ólafur Jens Ólafsson nemi: Nei, alls ekki. Lesendur íbúðaverð á hðfuð- borgarsvæðinu - þróunin ekki séö fyrir Þótt bjartsýni sé sögð einkenna markaðinn í ársbyrjun og eftirspurn eftir húsnæði mikil eru horfurnar hvorki góðar né slæmar. Enginn getur séð fyr- ir nú í ársbyrjun þróun íbúðaverðs. Bjöm Jónsson skrifar: „Verð á höfuðborgarsvæðinu hækkar enn,“ var fyrirsögn á for- siðu Fasteignablaðs Mbl. sl. þriðju- dag. Með fréttinni birtist skilmerki- leg mynd er sýndi þróun verðlags á ibúðum á höfuðborgarsvæðinu frá 1996 -1999. Fermetraverð húsnæðis á þessu svæði hafði hækkað úr rúm- lega 101 kr. í tæplega 134 kr. Hér er auðvitað um mikla hækkun að ræða. Og nú er bjartsýnin í há- marki og flestir þeir sem taka til máls á opinberum vettvangi veðja á áframhaldandi hækkun. Eða þannig... Það kemur nefnilega í ljós að þessir „flestir" sem rætt er við um íbúðaverð, þ.á m. fasteignasalar, eru ekki sannfærðari en svo í allri bjartsýninni að þeir bæta við: „...eða verðið standi a.m.k. í stað.“ Ekki getur nú hinn venjulegi borg- ari, sem hyggst selja eða kaupa íbúðarhúsnæði á þéttbýlissvæðinu í kringum höfuðborgina, reitt sig á svona orðalag. Og þá hvorki á þá spá að íbúðaverð muni hækka eða standa í stað. Margir telja hins veg- ar allt himnasannleik sem aðspurð- ir í fjölmiðlunum láta frá sér fara. Sannleikurinn er einfaldlega sá að allt talið um að „verð á höfuð- borgarsvæðinu hækki enn“ er byggt á því sem liðið er. Og þótt töluverð bjartsýni sé sögð einkenna markað- inn nú í ársbyrjun og eftirspurn eft- ir húsnæði sé mikil eru horfurnar hvorki góðar né slæmar því það get- ur enginn séð fyrir nú í ársbyrjun hvernig þróun íbúðaverðs verður. Öll súluritin og töflumar um verðhækkun íbúða í Reykjavík og nágrenni byggjast á því sem gerðist á ofannefndu árabili, frá 1996 til árs- loka 1999. - Eftir það veit enginn neitt. Mín spá er hins vegar sú að verð- hækkanir á íbúðahúsnæði verði einmitt engar á nýju ári og frekar eigi verðið eftir að lækka. Maður byggir þessa skoðun auðvitað á þvi að nú er lítið um lausa fjármuni handa á milli hjá hinum almenna borgara nema hann selji eitthvað af bréfunum sínum sem hann hefur verið að kaupa - oft með lánum - og þá eru margir þar með að missa skattaafsláttinn, gulrótina sem veif- að var framan í hann til kaupanna. Þeir sem eru í söluhugleiðingum nú með íbúð sína eða húseign eru að því út úr neyð og þeir „verða að selja“. Það er því sýnd veiði en ekki gefin að ætla að stöðug eftirspurn þýði hækkun fasteignaverðs. Vænt- anlegir kaupendur, og þeir eru ekki margir í dag með tilbúin seðlabúnt- in, munu örugglega bíða því þraut- píndir væntanlegir seljendur (oftar en ekki í kröggum) munu fyrr en síðar tilbúnir að ræða verðlækkun. Og hana verulega. - Landsbyggðar- flóttinn bjargar ekki i svona mál- um. Fréttastofa Sjónvarps hefur vinninginn Siguijón skrifar: Nú hefur Ríkissjónvarpið loks tekið við sér eftir ábendingar árum saman frá ýmsum velunnurum. Fréttastofan hefur fært seinni fréttatíma sinn aftur um eina klukkustund og sendir hann út kl. 22.00 í stað 23.00. Þetta þýðir að maður getur þess vegna sleppt sjón- varpsfréttum um kvöldmatarleytið þegar ílestir vilja geta snætt í friði fyrir sjónvarpsfréttum. Þeim sem þótti seinni fréttatíminn, kl. 23.00, heldur seint á ferð, t.d. vegna þess að þeir voru hreinlega komnir í rúmið, er nú stórlega létt. Sannleikurinn er sá að mörgum nægir nú að horfa á fréttir á Skjá einum, kl. 20.00, en þar er farið öðr- um og nýtískulegri höndum um fréttir, og svo fréttir Sjónvarps kl. 22.00 þegar allar fréttir dagsins ættu að liggja fyrir, að þeim viðbættmn sem gerast eftir kl. 20.00. Sem sé: Sjónvarpið hefur nú vinninginn í sjónvarpsfréttum landsmanna hvað útsendingartíma varðar. Kristnihátíð án vínveitinga Hanna Guðmundsdóttir skrifar: Er það ekki aldeilis furðulegt að árið 2000 skulum við íslendingar enn vera á því frumstigi áfengis- menningar, ef svo mætti kalla um- gengnishætti við áfengi, að æðstu embættismenn þjóðarinnar þurfi að ræða það sérstaklega hvort eða hvemig skuli standa að áfengisveit- ingum fyrir þá sem ætla að leggja það á sig að skunda á Þingvöll og vera viðstaddir kristnihátíðina? - Hvar skyldi það tíðkast að forseti landsins, forsætisráðherra og æðsti biskup taki það í sínar hendur að banna vínveitingar á útihátið? Framkvæmdastjóri kristnihátíð- arnefndar segir - og einungis til að réttlæta stjómlyndi æðstu stjómar landsins - að hér sé um fjölskyldu- [ljlg)[Í[i^j[p)/g\ þjónusta allan sólarhringinn Lesendur geta sent mynd < sér með bréfum sínum sen blrt verða á lesendasíðu „Eða því er ekki lokað fyrir áfengisveitingar í miöborginni 17. júní, það er líka fjölskylduhátíð og hátíð þjóðarinnar?" hátíð og hátíð þjóðarinnar að ræða og því hafi verið ákveðið að draga ákvörðunina um áfengisveitingar á hátíðinni til baka! Hver trúir þessu? Trúlegri eru þau ummæli fram- kvæmdastjórans að gagnrýni for- ystugreina Morgunblaðsins hefði orðið til þess að banna léttvínsveit- ingar á hátíðinni. Og er þó hvorugt sannfærandi. Eða því er ekki lokað fyrir áfeng- isveitingar í miðborginni 17. júni? Það er líka fjölskylduhátíð og hátíð þjóðarinnar. Engin vandræði hafa verið hin síðustu ár 17. júní vegna áfengissölu veitingastaða. Einmitt vegna þess að allt er frjálst í þessum efnum. Þjóðin hefur þroskast að því er umgengni við áfengi snertir. En ráðamenn þjóðarinna hafa ekki þroskast að sama skapi. Alla vega ekki forsetinn, biskupinn og forsæt- isráðherra. Þeir eru hræddir við áfengi fyrir aðra en sjálfa sig. Framsókn þarfn- ast Gunnlaugs Snorri hringdi: í pólitískum þrengingum Fram- sóknarflokksins verður að leita bjargráða. Þau verða ekki auð- fundin, og finnast alls ekki nema með endurnýjun þingmanna flokksins á þéttbýlissvæðinu hér sunnanlands. Finnur Ingólfsson sem nú er ómaklega kosinn óvin- sæil stjórnmálamaður, skilur eftir sig djúpa gjá sem erfitt verður að fylla. Einn maður kemur mér þó í hug sem er þess umkominn að lyfta Framsóknarflokknum á ný. Það er Gunnlaugur M. Sigmunds- son, fyrrum þingmaður flokksins á Vestfjörðum. Hann er framsýnn og hefur tamið sér nýtískuleg við- horf, enda tengist hann tækni- væðingu og stórgróðafyrirtæki sem hann byggði upp að mestu leyti. Ég skora á forystu fram- sóknarmanna að kanna hug Gunnlaugs til endurkomu í stjórnmálin. Hann yrði ákjósan- legt varaformannsefni og síðar formaður flokksins. Verndarenglar á Stöð 2 S.M.G. skrifar: Mig langar til að þakka Stöð 2 fyrir góða dagskrá núna um jólin. Talandi um jólin og boðskap jól- anna, þá var ég að velta þvi fyrir mér hvers vegna eini þáttur stöðvarinnar sem hefur kristileg- an boðskap, Verndarenglar, er vandlega falinn inni í dagskránni á mánudag á milli kl. 2 og 3 á dag- inn þegar flestir vinnandi, svo og börn og unglingar eru að heiman. Mjög fáir geta séð þessa þætti því þeir eru ekki endursýndir eins og flestir sápuþættirnir. Það skaðaði ekki stöðina að koma örlitlum kærleik til fólksins. En núna, þeg- ar þessir þættir eru á enda runn- ir, óska ég stöðinni minni til ham- ingju að hafa tekist að fela þenn- an boðskap vel. En það hefur varla verið tilgangurinn, eða hvað? Ófullkomnar upplýsingar um sumarhús á Spáni Svavar hringdi: Ertu orðinn leiður á rigningu og snjó? Hvernig væri að fá sér hús á Spáni! - Svona hljóðaði auglýsing í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum. Gefið var upp netfang og hugðist ég sjá dæmi um húsin og fá verðsýnishorn. Þetta áttu að vera hús í Villamartin, 10 km suður af Tor- revieja. Ég fór á Netið, og víst kom upp síða með húsum til sýn- is. En þarna var verðið ekki sýnilegt. Það var aðallega verðið sem ég vildi forvitnast um. Að sjá ákveðna tegund af húsi til sölu eða leigu og verð með. Þetta kalla ég ófullkomnar upplýsingar sem þær eru sannarlega. Og þetta er víðar svona. Það ættu allir að gjalda varhug við þessum auglýs- ingum sem segja svo sem ekki neitt. Hvers vegna bráðamóttöku? JG skrifar: Til er deild sem heitir Bráða- móttaka áfengis- og geödéildar á Landspitala. Um einn tíma tekur að fá þjónustu ef vel gengur. Á svipaðri deild í Ósló tók um 10 mínútur að fá þjónustu þegar illa stóð á hjá mér. Ég hef sjö sinnum þurft að fara til útlanda mér til lækninga, svo staðnað er geðheil- brigðiskerfið hér. Það er skrýtið að fólk sem hefur orðið fyrir áfoll- um getur ekki fengið aðstoð hér án þess að vera uppdópað. Ég ráð- legg geðlæknum að prófa sjálfir sum þessara lyfja, sem gefin eru. Þau eru ekki til bóta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.