Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 I !lV fréttir Réttarhöld í máli ákæruvaldsins gegn fatafellum og fyrrverandi Þórscafémönnum: E-töflusendandi kemur sem vitni frá Hollandi Fjórir sakbomingar, þar af tvær fatafellur, önnur hollensk en hin eist- nesk, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þórscafés og fyrrverandi dyravörður sama staðar hafa mætt fyrir fjölskip- aðan þriggja manna dóm héraðsdóms þar sem fólkið gerði grein fyrir af- stöðu sinni til ákæru á hendur þeim sem ríkissaksóknari hefur nýlega gefíð út vegna máls sem varðar inn- flutning á 976 e-töflum. Hollenska fatafellan neitar sök að hluta, fyrrverandi framkvæmdastjóri neitar allri sök, dyravörðurinn fyrr- verandi neitar sök að mestu leyti og sömuleiðis eistneska konan sem er tvítug og er í farbanni. Sú hollenska í langri gæslu Hollenska fatafellan, sem er 23 ára, mætti í fylgd fangavarða enda hefur hún setið í gæsluvarðhaldi frá því í sumar. Hún er ákærð fyr- ir að hafa útvegaö töflurnar frá Hollandi. Þær bárust hingað til lands í pósti þann 7. júlí. Maður sem sendi henni efnin mun koma frá Hollandi og mæta fyrir dóminn sem vitni í byrjun febrúar. Kon- unni er gefið að sök að hafa sent 100 þúsund krónur í hollenskum gyllinum til Hollands til kaupa á flkniefnunum. Hún er jafnframt ákærð fyrir að hafa látið senda efnin á heimili feðga í Breiðholti - á heimilisfang sem dyravörðurinn átti að hafa látið henni í té. Dyravörðurinn fyrrverandi, sem sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins langt fram eftir hausti áður en honum var sleppt, er ákærður fyrir að hafa fengið ann- an feðganna til að samþykkja að pakkinn yrði sendur þangaö og 23 ára hollensk fatafella er borin þyngstum sökum í málinu. boðið greiðslu fyrir. Þá er hann ákærður fyrir að hafa farið með þeirri hollensku upp í Breiðholt til að kynna henni aðstæður við Níu milljarð- ar I áfengi Sala áfengis hjá ÁTVR jókst um nær 8 prósent í fyrra mælt í vínandamagni, að því er seg- ir á Veigum.is. Sala léttvina jókst mest, um rúm 17 pró- sent, en sala bjórs jókst um ríflega 11 prósent. Lítils háttar aukning varö í sterkum drykkjum en samdráttur i sölu á millisterku áfengi nam hins vegar tæpum 9 prósent- um. Salan í verslunum ÁTVR var upp á 8,8 milljarða króna í fyrra. Heildarsalan nam 11,6 milljón lítrum eða sem svarar 979 þúsund alkóhóllítrum. Langmest sala var í Heiðrúnu á Krókhálsi, 1,4 milljarðar króna eða rúmlega 16 prósent allrar sölu ÁTVR. -GAR Tvítugri eistneskri fatafellu er gefið að sök að hafa náð í e-töflurnar á heimili í Breiðholtinu og afhent þær hollensku fatafeliunni. Hún ræðir hér við Ellen Ingvadóttur dómtúlk sem aðstoöar hana við aö skilja það sem fram fer í réttar- höldunum. DV-myndir E.ÓI. heimilið áður en pakkinn var af- hentur. Hollensku fatafellunni er síðan gefið að sök að hafa farið ásamt eistnesku fatafellunni á heimili feðganna þar sem sú eistneska fór inn, sótti pakkann sem innihélt e- töflurnar og afhenti hann þeirri hollensku. Ég neita alfariö sakargiftum Fyrrverandi framkvæmdastjóri Þórscafés, sem var sleppt úr gæsluvarðhaldi í sumar, eftir að hafa verið sviptur frelsi I 22 daga, neitar allri sök í málinu nú sem fyrr. Fram að þessu var reyndar ekki reiknað með að hann yrði ákærður í málinu. Hann hefur haldið því fram að hann hyggist Óttar Sveinsson fara í skaðabótamál við ríkið vegna hins rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhalds i sumar. Ríkissák- sóknari ákærir hann engu að síð- ur fyrir að hafa átt frumkvæði að því að hafa fengið hollensku fata- felluna til að útvega fíkniefnin og senda þau hingað. „Ég neita alfarið sakargiftum í ákærunni,“ sagði maðurinn sem seldi rekstur Þórscafés eftir að hann hafði setið í gæsluvarðhald- inu. Dyravörðurinn fyrrverandi neit- ar að hafa boðið húsráðendum í Breiðholti greiðslu og tók skýrt fram að hann hefði ekki mátt vita að umræddur pakki hefði inni- haldið flkniefni. Hann neitar jafh- framt að hafa ætlað að auðgast á aðild sinni að málinu. Aðalmeðferð í réttarhöldunum hefst að morgni 1. febrúar. Þá munu sakborningarnir fjórir svara til saka. Túlkar aðstoða fata- fellurnar við að skilja það sem fram fer í réttarsalnum. Páll Skúlason vegna Háskólans í Reykjavík: Brot „Ég harma sérstaklega að ekkert samráð var haft við okkur hér í Há- skólanum vegna þessarar nafngiftar en við fréttum af henni fyrst í gær. Það er sterkur hefðarréttur fyrir nafni Háskólans og þetta er brot á honum. Við munum leita réttar okkar með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, eftir að nýtt nafn Viðskiptaháskólans, Háskólinn í Reykjavík, hafði verið af- hjúpað í gær. Háskólaráð var kallað saman til skyndifundar vegna nafngiftarinnar og þar var einróma samþykkt ályktun þar sem henni er mótmælt harðlega. Þar segir: „Háskóli íslands er staðsett- ur í Reykjavik og hefur oft verið nefndur „Háskóli íslands í Reykjavík" eða einfaldlega „Háskólinn í Reykja- vík“, m.a. til aðgreiningar frá Háskól- anum á Akureyri. Erlendis hefur Há- skóli íslands um áratugaskeið iðulega verið kallaður „University in Reykja- á hefðarrétti Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Við- skiptaháskólans, afhjúpar hér hið nýja nafn skólans, Háskólinn í Reykjavík. Á fundi meö nemendum skólans sagði Guðfinna að gamla nafnið hefði ekki þótt lýsa starfsemi hans nægilega vel. DV-mynd vik“ eða „University of Reykjavik". Af þessum ástæömn blasir við nafnarugl- ingur sem mun valda misskilningi og óhagræði og skaða Háskóla íslands og Viðskiptaháskólann í Reykjavík hér- lendis sem erlendis." Skorar Háskóli Islands eindregið á stjóm Viðskiptaháskólans í Reykjavík að endurskoða þetta áform sitt og velja nafn sem lýsir starfsemi skólans. Páll sagðist hafa haft samband við rektor Viðskiptaháskólans en það hefði verið of seint. Þá hefði hann rætt við menntamálaráðherra sem að sögn Páls hafði áhyggjur af þessu máli. Lögfræðingar Háskólans sátu á fundi vegna málsins þegar blaðið fór 1 prentun. Stúdentaráð Háskólans og Vaka, félag lýðræðislegra stúdenta, tóku undir mótmæli rektors. Stefán Ólafsson, forstöðumaður Fé- lagsvísindastofnunar, sagði að ef þetta hefði gerst i viðskiptum kæmi sterk- lega til greina að tídka nýtt nafn Við- skiptaháskólans sem yfirtöku á fyrir- tækja- eða vörumerki. -hlh Fúll veðurfræðingur Veðurfræðingurinn og umhverf- issinninn Einar Sveinbjömsson fór mikinn á vefsíðu sinni og SUF, Maddömunni, á dögunum. Greini- legt var að Einar var pirraður á því að DV sagði fyrst fjölmiðla frá því að ; flokksbróðir hans, Finnur Ingólfs- son, væri á leið í Seðlabankann. „...Gengu blaða- mennimir EIR og rt svo langt í fréttaöflun sinni að þeir röskuðu I jólahaldi fjölmargra manna í ;stjómmálum... Þeim DV-mönnum er ekkert heilagt..." .“ Vísaði veð- urfræðingurinn þar til þess að rætt var við nokkra einstaklinga að kveldi annars í jólum af því snautlega tilefni að varaformaöur flokksins var að hætta og á hröð- um flótta úr stjómmálum... Allt er þá þrennt er INú hefur Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, tekið höndum saman við Skjá einn og er þetta í þriðja skiptið sem Árvakur gerir tilraun td að hasla sér völl á sjón- F varpsmarkaðinum. Fram til þessa hafa j tilraunirnar verið árangurslausar og kostnaðarsamar. I Fyrst var það ís- fihn ásamt fleir- um, og það fyrir- tæki rúllaði glæsilega á haus- inn án þess að hafa nokkurn tíma komist á loft. Önnur tilraunin var Stöð 3 og eftir imikla þrautagöngu var Árvakri og : öðrum hluthöfum bjargað inn í ís- (lenska útvarpsfélagið. Nú er sem isagt komið að Skjá einum... ' Varnartilburðir Þeir sem til þekkja eru ekki sammála um ástæður þess að : Morgunblaðið reynir enn á ný við ljósvakana. Sumir benda á tilvist- arkreppu en aðrir benda á að þessi leikur Mogga- manna sé aðeins varnarleikur til að koma í veg fyrir yf- irtöku á Árvakri. Ólafur Ragnars- son, forstjóri Vöku-Helgafells, fór mikinn í fjöl- miðlum fyrir skömmu og tal- aði digurbarkalega um sókn fyrir- tækisins inn á íjölmiðlamarkað- inn. Ekki var annað að skilja á forstjóranum en að Árvakur yrði tekinn yfir innan skamms og þá kviknuðu viðvörunarbjöllur í Moggahúsinu. Með því að þenja jfyrirtækið út i ljósvaka er talið auðveldara að verjast yfirtöku... Umrót Og enn um Sjónvarpið. Hreyf- ingar hafa verið á fréttastofúnni. Þröstur Helgason er farinn á reykjavik.is, veffyrirtæki sonar Jóns Ólafssonar, og Ámi Þórður Jónsson til al- mannatengslafyrir- tækisins Athygli. Þá mun Ólafur Sigurðsson vera að fara I þriggja mánaða orlof. Og ekki nóg með það. Helgi E. Helgason tók við starfi þingfréttaritara haust af Þresti en mun ekki hafa fundið sig í því verkefni. Hann mun hafa sagt sig frá verkinu og er því enginn þingfréttamaður hjá RÚV eins og er. En því verður I áreiöanlega reddað áður en þingið kemur saman í febrúar... Umsjón: Haukur L. Hauksson og Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.