Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Page 6
6 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 útlönd stuttar fréttir ■ Nasisti áfram í steini Jonni Hansen, leiðtoga | danskra nasista, hefur verið gert , að sitja tvær vikur til viðbótar í I varðhaldi. Hann er ákærður fyr- ir drápstilraun í kjölfar þess að hann ók inn í mannþröng við höfuðstöðvar nasista fyrir jól. I Úthverfarottan Clinton Bill Clinton fékk að reyna í vik- unni hvemig það er að vera út- hverfabúi þegar hann fór frá nýju heimili sínu skammt frá New York inn til stórborg- arinnar, Veður kom í veg fyrir að hann gæti tekið forsetaþyrluna svo hann þurfti að fara í bíl, eins og svo margir. Bíll forsetans þurfti þó ekki að bíða á rauðu ljósi né greiða vegartolla. Innflytjendur fá meira Framlag það sem innflytjendur í Danmörku fá til að auðvelda þeim aðlögunina að dönsku sam- félagi hækkar um næstu mánaöa- mót. Báðar hendur græddar a Stór fjölþjóðlegur hópur skurð- lækna græddi tvær hendur og neðri hluta framhandleggs á einn og sama manninn á sjúkrahúsi í Lyon í Frakklandi á fimmtudag. Slíkt hafði ekki verið gert áður. Síminn í lag Viðgerð er svo gott sem lokið á öllum símalínunum sem slitnuðu í óveðrinu í Frakklandi í desem- ber. Að sögn franska landsímans kemst símasamband víðast hvar aftur á um helgina. Útsölurnar byrja Vetrarútsölumar í Frakklandi hefjast víðast hvar í dag, laugar- dag. Er það aðeins seinna en venjulega og gert til að skaða | ekki jólaverslunina. Vilja friðarstefnu Frönsk stjómvöld hafa hvatt til þess að leiðtogar ríkjanna í kring um vötnin miklu í Afríku komi saman til að ræða leiðir til að binda enda á átök á svæðinu. Bosníu-Króatar sekir Stríðsglæpadómstóll Samein- uðu þjóðanna vegna fyrrum Júgóslavíu fann fimm Bosniu- Króata seka um glæpi gegn mannkyninu í gær. Mennirnir voru ákærðir fyrir fjöldamorð í þorpi í miðhluta Bosníu í apríl 1993. Einn maöur var sýknaður. Afríka gegn alnæmi Stjómvöld í Suður-Afríku hvöttu öll Afríkulönd til að sam- eina krafta sína í baráttunni gegn alnæmi og sjá til þess að baráttan gegn sjúkdóminum verði áfram forgangsverkefni meðal þjóöa heims. Kohl kallaður fyrir Helmut Kohl, fyrmm Þýska- landskanslari, hefúr fengið form- lega kvaðningu fyrir þingnefnd sem senn hefur rannsókn á fjár- málahneyksli sem Kohl er við- riðinn. Kanslar- inn fyrrverandi hefur viður- kennt að hafa þegið ólögmætar peningagjafir fyrir flokk sinn og geymt á leyni- reikningum. Rannsaka á hvort Kohl hafi einhvem tíma selt greiða á 16 ára valdaferli. Eftir- maður Kohls i forystu flokksins er líka í vondum málum. Pabbi vill fá Elian Faðir Elians Gonzales, litla kúbverska drengsins sem var bjargað úr sjávarháska, sagöi við bandariska sjónvarpsstöð í gær að hann vildi fá son sinn aftur heim til Kúbu. Spænski rannsóknardómarinn gefst ekki upp: Vill Pinochet í aðra skoðun Spænski rannsóknardómarinn Baltasar Garzon fór fram á það í gær að læknar á hans vegum fengju að skoða Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra í Chile, áður en bresk stjómvöld taka ákvörðun um hvort hann verður látinn laus úr stofufangelsi. Garzon gagnrýndi harðlega um- deilda ákvörðun Jacks Straws, inn- anríkisráðherra Bretlands, um að halda leyndri niðurstöðu rannsókn- ar breskra lækna á Pinochet. Lækn- amir úrskurðuðu að einræðisherr- ann fyrrverandi væri of lasburða til að koma fyrir rétt. Spænski dómar- inn fór fram á það við spænsk stjómvöld að þau sendu skriftega beiðni hans til breska innanríkis- ráðherrans. Garzon sagði einnig að hann og Spænski rannsóknardómarinn Baltasar Garzon vill fá Pinochet. hópur spænskra rannsóknarmanna ættu að fá að ræða við Pinochet augliti til auglitis. Framsalsbeiðni Garzons varð til þess að Pinochet var handtekinn í London í október 1998 og hefur hann verið í stofufang- elsi þar síðan. Garzon vill rétta yfir Pinochet fyrir glæpi sem hann framdi í stjómartíð sinni á árunum 1973 til 1990. Mannréttindasamtökin Amnesty International, sem gagnrýndu Straw harðlega fyrir leynimakkið með læknaskýrsluna, lýstu yfír ánægju sinni yfir að Garzon skyldi reyna að fá Pinochet skoðaðan öðru sinni. Jack Straw hefur gefið Spánverjum og öðram frest til þriðjudags til að mótmæla ákvörðun hans áður en ákveðið verður hvort Pinochet verð- ur leyft að fara frjáls ferða sinna. Þessari litlu stúlku í Quito, höfuöborg Ekvadors, hefur sennilega fundist laganna veröir ógnarstórir þar sem þeir gættu aðaltorgs borgarinnar í gær. Mikill viðbúnaöur er í Quito vegna fyrirhugaðra mótmælaaðgeröa þar í dag vegna þeirrar ákvörðunar forsetans um daginn að tengja efnahagslíf landsins Bandaríkjadollar. Rússar opna aftur landamæri Tsjetsjeníu: Fara hús úr húsi í leit að uppreisnarmönnum Rússneskir hermenn fóm hús úr húsi i Tsjetsjeníu í gær í leit að upp- reisnarmönnum til að koma í veg fyrir að þeir gætu truflað framsókn rússneska hersins. Svo virtist sem rússnesk stjóm- völd hefðu afnumið bann við því að karlar á aldrinum 10 til 60 ára úr röðum flóttamanna fengju að fara yfir landamæri Tsjetsjeníu inn í ná- grannalýðveldið Ingúsjetiu. Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna og yfirvöld í Ingúsjetiu höfðu mót- mælt lokun landamæranna. Fréttir af ástandi mála við landamærin vom þó misvísandi í gærkvöld. Innanríkisráðuneyti Rússlands greindi frá því að áttatíu menn úr sveitum þess hefðu fallið í átökum Stúlka á leið aftur heim til Tsjetsjen- íu kíkir út um rútuglugga. við uppreisnarmenn frá nýársdegi. Fréttir Interfax fréttastofunnar um að 33 hermenn hefðu fallið á mið- vikudag og fimmtudag vom bomar til baka. Fréttastofan RIA sagði í gær að skilríki hundmða Tsjetsjena hefðu verið skoðuð í rassíunni í gær og að tugir hefðu verið handteknir. Stjómvöld í Moskvu stefna að þvi að ljúka hemaði sínum í Tsejtsjeníu fyrir forsetakosningamar iRúss- landi 26. mars. Stríðsreksturinn hef- ur ekki haft áhrif á undirbúning kosninganna. Búast má þó við því að vinsældir Vladímírs Pútíns, for- sætisráðherra og starfandi forseta, muni dala til muna fari hemaður- inn að ganga illa. Cherie Blair er miður sín vegna óléttufyrirsagna Cherie Blair, eiginkona Tonys j Blairs, forsætisráðherra Bret- | lands, lýsti í gær yfir vanþóknun á | fréttum þess efnis að hún ætlaði að láta taka bamið sem hún gengur Ímeð með keisaraskurði. Frjósemissérfræðingurinn Win- ston lávarður, góðvinur Blair- Íhjónanna, virðist hafa misst það út úr sér í viðtali við tímaritið New Statesman. Hann Ibar síðar til baka að hann hefði ljóstrað upp um fyrirætlanir Cherie, enda hefði hann enga vitneskju um fyrirætl- anir hennar varðandi fæðinguna. „Hún var mjög miður sín yflr þessu og sagði að þetta væri al- i ; rangt,“ sagði talsmaður Blairs. Tímaritið stendur við fréttina og blaðamaðurinn segist hafa upp- ;; töku af samtalinu við lávarðinn. Cherie, sem er 45 ára, á von á sér ; í maí. Enn jafnræði með Halonen og Esko Aho Þau Tarja Halonen, utanríkis- T ráðherra Finnlands, og Esko s Aho, leiðtogi miðflokksins, njóta | enn ámóta mikils fylgis fyrir fbr- I setakosningamar á morgun. Samkvæmt skoðanakönnun sem birtist i gær ætluðu 38 pró- I sent að greiða Halonen atkvæði sitt, sex stigum meira en fyrir - rúmri viku, en stuðningurinn við Aho var áfram 37 prósent. Ekki er búist við að neinn frambjóðendanna fái meira en fimmtíu prósent á spnnudag. : Kjósa verður því öðru sinni milli | þeirra tveggja efstu þann 6. febr- úar. Ef þau Halonen og Aho etja kappi þá mun Aho fara með sig- ur af hólmi, fá 51 prósent at- kvæða, að því er fram kom í I könnuninni. Kanar telja kon- 1 ur ekkl jafnhæf- ar sem forseta Flestir Bandaríkjamenn segj- | ast taka vel í þá hugmynd að Ekona gegni embætti forseta landsins. Þeir eiga þó ekki von á að greiða konu atkvæði sitt í for- setakosningum á næstu 10 árum. SÞetta kemur fram í könnun sem kynnt var á fimmtudag. Sextíu og þtjú prósent að- spurðra telja að þau eigi ekki að lifa þann dag að sjá konu í Hvita húsinu. Þriðjungur telur konur, r vegna eiginleika þeirra, aftur á Imóti ekki jafnhæfar til að gegna embættinu. !! Liðlega helmingur aðspurðra sagði aðspurður að karli mundi vegna betur við að leiða landið í gegn um erfiðleikatíma. Aðeins tólf prósent töldu að kona myndi standa sig betur. Munir frátíma víkinga á írlandi Fomleifafræðingar á írlandi vita ekki sitt rjúkandi ráð eftir að fjöldi muna frá víkingatíman- um fannst í helli í sunnanverðu landinu. Meðal munanna sem fundust eru peningar, stangir úr bronsi og silfri og keilulaga hlut- ir úr silfurvír. „Ekkert þessu líkt hefur sést nokkurs staðar. Þetta á engan sinn líka,“ sagði Andrew Halpin við írska þjóðminjasafnið. „Við teljum að þetta geti verið skraut á föt eða eitthvað til að festa skikkjur en við erum ekki vissir," sagði hann. Vitað er að víkingar voru í hellinum. Halpin sagði að munirnir hefðu sennilega verið geymdir í hellinum í neyðartilviki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.