Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Side 11
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 11 hámarki Útsölur Það byrjaði strax á bílastæðinu. Ég hafði i góðmennsku minni og sakleysi fallist á að fara með konu minni og yngri dóttur í Kringluna. Tilgangurinn var göfugur þetta laugardagseftirmiðdegi. Stúlkan ætlaði í bamaafmæli og þvi stóð til að fmna gjöf. Það sem ég vissi ekki þennan gráa janúardag var að útsölumar voru í hámarki. Það sást um leið og ég beygði inn á bílastæði verslanaklasans. Ástand- ið var verra en á Þorláksmessu. Hvert stæði var skipað auk þess sem bílum var skotið á ská og skjön þar sem viðlit var. Aðrir hringsóluðu í örvæntingarfullri leit. Konumar í lífi mínu byrjuðu að stjóma mér um leið og ég renndi inn á Kringlubílastæðið. Eigin- konan sat fram í og lagði mat á hreyfingar fólks og ökutækja. Stelpan var aftur i og skaust á milli stjórn- og bakborða í stæðis- leit. Mér þótti þær raunar báðar á stjórnborða, nam því staðar og bauð þeim að yfirgefa vagninn. Ég myndi finna stæði og hitta þær innajidyra. Þær höfnuðu boðinu samtímis. „Þú finnur okkur aldrei. Þú kannt ekkert að leita,“ sagði dóttirin og tók þar með orð- ið af móður sinni. Konan þurfti ekkert að segja. Ég vissi að hún var sama sinnis. Rati á ferð Ég ók því hring um stæðið. Það var vonlaust. Á öðrum hring bentu þær mæðgur ýmist til hægri eða vinstri og sökuðu ökumann- inn um hæga hugsun og enn hæg- ari hreyfmgar. Bensínfóturinn var þó enn virkur svo ég gaf í heimil- isbílinn og stefndi honum á efsta stæði Kringlunnar. Það var aðeins farið að síga í hinn geðprúða vagn- stjóra. „Passaðu þig, maður, hverslags er þetta,“ hrópaði konan þegar ég sameinaði svig og stór- svig á leið minni til fyrirheitna landsins. Minnstu munaði að ég sneiddi af speglana á eigin bil svo ekki sé minnst á skraulista ann- arra. Þegar á efsta stæðið kom sneri ég vagninum einbeittur til vinstri um leið og konan sá glufu hægra megin. Mæðgurnar sameinuðust í yflrlýsingum sem í stuttu máli má útskýra með þeim hætti að faðir- inn og eiginmaðurinn í bílnum væri rati. Þetta varð til þess að ég snarstoppaði og bakkaði. Miðað við þá bUaröð sem þegar var á eft- ir mér flokkast það nánast undir kraftaverk að ná að þröngva öku- tækinu til baka, inn í röðina og beygja til hægri eins og konan vildi. Adrenalinið í kroppnum kallaði á það að ég reykspólaði bílnum af stað og tæki næstu beygju á tveimur hjólum. Sú útrás var þó útilokuð því bíll var við bíl á undan mér og ég komst hvergi. Ég þokaði vagninum þvi áfram metra fyrir metra með samanbitn- ar varir. Konulaus með barna- vagn „Þama er maður á leið í bílinn sinn,“ kallaði konan. Hún sá að nú lá á að róa eiginmanninn áður en blóðþrýstingurinn gerði út af við hann undir stýri. Konan tók með formlegum hætti við skipstjóm- inni á skútunni og sagði stýri- manni að aka að bíl þess manns sem var að yfirgefa útsölumar. „Hann er með tvær stálpaðar stelpur, komabam og bamavagn, en konulaus." sagði ég. „Hann verður korter að koma sér burt. Þú veist hvemig körlum gengur að koma barnavögnum fyrir í bíl- um“. „Bíddu bara og gefðu stefnu- ljós,“ sagði konan. Hún var ákveð- Laugardagspistill Jónas Haraldsson in að ná þessu stæði. Bílarunan fyrir aftan mig lengd- ist stöðugt. í baksýnisspeglinum sá ég aðeins bilstjórann í næsta bíl. Hann var fólur af geðshrær- ingu. Manninum með bamavagn- inn gekk hægt. Hann var með bamið á handleggnum og reyndi með hinum að ná körfunni af hjól- unum. Útsölupokamir lágu allt í kringum opið skottið. Stálpuðu stelpumar hlógu án þess að rétta föðurnum hjálparhönd. Af við- brögðum þeirra að merkja mátti draga þá ályktun að þær bæra saman verklagni hans og fjar- staddrar móður, konu sem eflaust kunni að brjóta saman bamavagn í bíl. Kíkjum aðeins „Bíddu," endurtók konan mín, þegar hún fann að ég var að bug- ast á ástandinu og bíllinn tók að þokast áfram. „Hann fer.“ Sú spá rættist en biðin tók á. Ég skaut bilnum svo snöggt í stæðið sem losnaði að maðurinn með ómegð- ina slapp naumlega. Föli bílstjór- inn var með munnherkjur þegar hann skaust hjá. Ég fór í humátt á eftir þeim mæðgum í átt að klasanum. Ég nýtti janúarblásturinn og dró and- ann djúpt svo ég mætti lifa aðeins lengur við þessar önugu aðstæður. í bjartsýniskasti sem fylgdi súr- efnisinntökunni taldi ég það varla taka langan tíma að kaupa afmæl- isgjöf handa einu barni. Þar mis- reiknaði ég mig enn í sakleysi mínu og vankunnáttu. Það var að vísu rétt að konan eyddi ekki löng- um tíma í að kaupa gjöfina. Að því gjörðu ætlaði ég út og heim en var snarlega snúið við. „Kíkjum að- eins og sjáum hvað er til,“ sagði konan. Útsölumerkin voru í hverj- um glugga og þau spegluðust í augum konunnar. Búðimar voru fullar af fólki. I konubúðum Ég hlýddi og sá um leið að ég var ekki einn. Konur stjórnuðu umferðinni í Kringlunni þennan dag. Karlamir eltu konur sínar, fjarrænir á svip með poka í báðum höndum. Við byrjuðum á að kíkja á eitthvað á krakkana. Varla gat ég mótmælt því. Stelpan suðaði svolítið í móður sinni og hafði út úr þvl íþróttaskó. Konan skaust inn í flna búð og sýndi mér kápu. „Jú, jú, hún er ágæt,“ heyrði ég sjálfan mig segja en fann um leið að enginn sannfæringarkraftur var í röddinni. Konan fann það líka og setti kápuna aftur á slána. Við fórum i aðra konubúð. Þar vildi hún máta pils en um leið varð ég var við ágreining milli fylgdarkvenna minna. Stelpan vildi skoða tölvuleiki frekar en bíða eftir móður sinni í konubúð- inni. Hún tók strikið þangað. Ég var í vanda. Mér bar auðvitað að segja álit mitt á pilsinu en mat það mikilvægara að elta stelpuna svo hún týndist ekki í ösinni. Þegar ég kom til baka í konubúðina var konan búin að máta. Mér skildist á henni að forgangsröðun mín hefði verið röng. Konan tók þó gleði sína þegar hún fann sér for- láta peysu á kjarakjörum. Mátað á miðju gólfi Það var ekki fyrr en á útleið úr klasanum að konan kippti mér inn í herrabúð. „Mátaðu þessa,“ sagði hún og rétti mér peysu. „Það eru allir klefar f'ullir," andmælti ég enda voru biðraðir við klefana og konur utan þeirra að bera ýmis klæði við menn sína. „Mátaðu hana hér,“ sagði konan um leið og hún dró peysuna sem ég var í yfir höfuð mér. Ég stóð eftir á bolnum á miðju gólfl en mér til hugar- hægðar sá ég landsþekktan frétta- mann í sömu stöðu. Konurnar okkar voru hlið við hlið í peysu- skúffunum. „Fá þessa,“ sagði kon- an mín við afgreiðslupilt. Ég var varla kominn i þá gömlu þegar við þrýstumst út úr búðinni og ég veit því ekki um örlög fréttamannsins. Konan hans virtist þó hafa örugg tök á stöðunni. Fölur maður „Var þetta ekki bara gaman?" spurði konan um leið og við sett- umst inn í bilinn. Ég kaus að svara ekki um leið og ég bakkaði út úr stæðinu. Biðröö hafði mynd- ast aftan við bíl sem beið eftir stæðinu mínu. Ég sá að kona bíl- stjórans sagði manni sínum til með bendingum. Hann var folur ásýndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.