Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 J3"V %!önd______________________________________ ^ Frá KGB til Kremlar: Ovissa um stefnu fyrrverandi njósnara Við valdaránstilraun kommún- ista í Sovétríkjunum í ágúst 1991 reis fyrrverandi njósnari upp gegn fyrrverandi yfirmanni sínum. Vla- dimir Pútín, ofursti í sovésku leyni- þjónustunni, neitaði að hlýða yfir- manni sínum hjá KGB til 15 ára, Vladimir Krjutsjkov. Krjutsjkov var heilinn á bak við valdaránið sem hópur nánustu sam- starfsmanna Michails Gorbatsjovs framdi. Tilgangurinn var að bjarga Sovétríkjunum frá upplausn og koma á lögum og reglu eins og í gamla daga þegar flokkurinn ákvað allt frá litnum á salemispappír til innihalds sjónvarpsfrétta. Njósnari KGB Pútín hafði nýlega snúið heim frá margra ára dvöl i Austur-Þýska- landi þar sem hann var njósnari sovésku leyniþjónustunnar, KGB. Þar hafði hann gegnt mikilvægu hlutverki í síðustu stóru aðgerðum KGB, reynt að komast yfir nýjungar í vestrænni tækni og koma í veg fyrir ósigur Sovétríkjanna í kalda stríðinu. Þegar Pútín kom frá A-Þýska- landi gerðist hann ráðgjafi í utan- ríkispólítik hjá fyrrverandi kennara sínum í lagadeildinni í Leningrad- háskólanum, Anatolí Sobtsjak, sem var orðinn borgarstjóri St. Péturs- borgar. Hann var ein af stjörnunum í umbótastefnu Sovétrikjanna í lok níunda áratugarins og upphafi þess tíunda. Sobtsjak barðist ásamt Borís Jeltsín hart gegn valdaráninu sem lauk með hmni kommúnismans og Sovétríkjanna. Samkvæmt Sobtsjak vék Pútín ekki frá hlið hans þessa daga. Pútín notaði tengsl sín í KGB til þess að miðla milli valdaráns- mannanna í Moskvu og borgar- stjómarinnar í St. Pétursborg. Það hafði í fór með sér að herinn ók ekki inn í bæinn og það kom heldur ekki til neinna óeirða í St. Péturs- borg eins og i Moskvu. Sobtsjak sagði nýlega í viðtali við bandaríska blaðið New York Times að hann hefði ásamt Pútín verið vitni að tveimur valdaránum, 1991 og 1993. Hann vissi því hvemig Pútín hefði brugðist við. Sterkt vald nauösynlegt „Hann er hugrakkur maður sem hægt er að treysta. Hann er með lýð- ræðislegar hugmyndir um framtíð landsins en hann skilur vel að land ragnarök séu í nánd. Hann minnir á að þjóðin þurfi að sýna einingu, þjóðemiskennd og fórnfýsi. Á milli jóla og nýárs sendi hann frá sér hugleiðingu þar sem sagði að í fyrsta sinn í 200 til 300 ár væri hætta á að Rússar yrðu að annars flokks eða þriðja flokks þjóð. Nauð- syn væri að efla kraft þjóðarinnar á öllum sviðum. Hann benti á að í Rússlandi hefði sterkt ríki alltaf verið trygging fyrir lögum og reglu og orkulind allra breytinga. Ráögjafi í glæpaborg í málum sem ekki hljóma jafn- kröftuglega, en sem skipta Rússa jafnmiklu máli, fer Pútín varlegar í sakirnar. Það á fyrst og fremst um efnahagsmál. Hann talar með al- mennum orðum um að efla útflutn- ingsiðnaðinn og fjárfesta á heima- markaði. Þeir sem vilja fá nánari útskýringar hlusta enn árangurs- laust. Þegar Pútín haföi verið skipaður forsætisráðherra í ágúst síðastliðn- um spurði fréttamaður hann um hæfni hans í efnahagsmálum. Pútín svaraði móðgaður að hann hefði borið ábyrgð á efnahagnum i einni af stærstu borgum Evrópu. Hann átti þá við ráðgjafastarf sitt hjá Anatolí Sobtsjak sem þá var orðinn borgarstjóri í St. Pétursborg. En Sobtsjak var bolað frá vegna gruns um spillingu og var um skeið land- flótta. Reyndar er St. Pétursborg al- ræmd, meira að segja í Rússlandi, sem glæpaborg. Pútín hefur ekki aftur heyrst vísa til þessa ráðgjafa- starfs síns þegar hann hefur verið spurður um efnahagsmál. Þar með er þó ekki sagt að hann geti ékki fengið til liðs viö sig góða efnahags- ráðgjafa. Reynir aö mýkja ímyndina Enn sem komið er hafa dapurleg- ar fréttir af vigvellinum í Tsjetsjen- íu ekki dregið úr vinsældum Pútíns sem reynt hefur að mýkja ímynd sína að undanfómu. Hann hefur greint frá því hversu hrærður hann varð þegar Jeltsín hafði tekið ákvörðun um að segja af sér. Pútín hefur einnig lagt til að virðisauka- skattur á matvælum verði lækkað- ur og að húsdýr njóti aukinnar vemdar. Ekki er talið útilokað að kjósa verði um Pútín og kommúnistaleið- togann Gennadí Zjúgahov í annarri umferð rússnesku kosninganna. Þykir víst að þá fari Pútín með sig- ur af hólmi hafi Tsjetsjeníustríðið ekki fellt hann áður. Byggt á Reuter, JyHands-Posten og Dagens Nyheter. Nýtur mikilla vinsælda Hörð afstaða Pútíns í Tsjetsjeníu- stríðinu hefur aflað honum mikilla vinsælda. Eins og staðan er nú er talið að Pútin muni sigra í forseta- kosningunum í mars. Samkvæmt fylgiskönnun, sem gerð var um síð- ustu helgi, nýtur Pútín fylgis 55 pró- senta þeirra sem ætla að ganga að kjörborðinu. Vladimir Pútín og eiginkona hans, Ljudmila, í heimsókn hjá rússneskum hermönnum í Tsjetsjeníu á nýársdag. Símamynd Reuter Pókerandlit starfandi forseta Rússlands, Vladimirs Pútíns, veldur óróa hjá ýmsum í Eystrasaltslöndunum. Óttast þeir ummæli hans um nauösyn á sterku ríki. Hér gengur Pútín úr kjörklefa í þingkosningum í Rússlandi í desember síöastliönum. Símamynd Reuter eins og Rússland þarfnast sterks valds. Án sliks valds mun Rússland liðast sundur,“ sagði Sobtsjak. Ekki eru nema fimm mánuðir frá þvi að Pútín gegndi embætti sem ekki bar mikið á. Hann var yfirmað- ur öryggismála hjá Borís Jeltsín sem hafði tekið eftir dugnaði og framtakssemi hans í Kreml. Pútín hafði verið kallaður til Kremlar af Anatolí Tsjúbaís, manninum sem afhenti fjármálafurstum eins og Borís Berezovskí sjóði Sovétríkj- anna. I Kreml fékk Pútín starf hjá Pavel Borodín, skriffinninum sem oftast hefur verið nefndur í tengsl- Þar sem vinsældir Pútíns byggj- ast að mestu á afstöðu hans í Tsjetsjeníudeilunni þótti eðlilegt að hann hæfi nýja árið með heimsókn til rússneskra hermanna í Tsjetsjen- íu. Heimsókn hans var send beint út í rússneska sjónvarpinu. Hann þakkaði hermönnunum fyrir skerf þeirra, úthlutaði gjöfum og bætti við að þeir væru í stríði til að koma í veg fyrir upplausn rússneska rík- isins. Þetta var í fyrsta sinn sem Pútín tjáði sig svo skorinort um til- gang stríðsins. Áður hafði verið lögð áhersla á að barátta gegn hryðjuverkum væri aðalmarkmiðið með sókn rússneskra hermanna gegn uppreisnarmönnum Tsjetsjena. Þegar Pútín talar til fólksins myndast oft stemning eins og um við spillingarmálin sem skóku Kreml í fyrra. Jeltsín gerði Pútín að forsætis- ráðherra í ágúst síðastliðnum. Nú er hann orðinn valdamesti maður Rússlands eftir að Jeltsín sagði af sér á gamlársdag og hann er búinn að reka Borodín, manninn sem réði hann fyrst til starfa í Kreml. Borod- ín var ráðgjafi Jeltsíns og hafði um- sjón með fasteignum Kremlar. Sam- kvæmt rússneskum fjölmiðlum tók Borodin við mútum af svissneska fyrirtækinu Mabetex gegn samningi um endurnýjun bygginga í Kreml. Hluti fjárins var sagður hafa lent í vasa Jeltsíns og dætra hans. Pútín hafði lýst því yfir að hann ætlaði að berjast gegn spiUingu. Og hann hefur látið til skarar skríða. En enn ríkir þó mikil óvissa um hvernig hann muni stjórna verði hann kjörinn forseti Rússlands í mars næstkomandi. Erlent Ijós INNANHÚSS- 111 ARKITEKTÚR / frítíma yðarmeð bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list. Þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, veggklæðningar, vefnaðarvara. Þar tilheyrir gólfteppi, húsgagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fi. Ég óska, án skuldbindingar, að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn.............................. Heimilisfang..................... Akademisk Brevskole A/S Jyllandsvej 15 ■ Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn ■ Danmark
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.