Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Page 21
DV LAU GARDAGUR 15. JANÚAR 2000 21 og eftir miðjan aldur einkum og sér í lagi um miðjuna. Þetta verður til þess að limurinn sekkur smátt og smátt í spiklag. Sæmilegur fituþófi neðst á kviðnum og á lífbeini getur stytt liminn um allt að þrjá sentí- metra. Farðu í megrun og hættu að mæla tippið á þér. Það hæair á fitubrennsl- unni (della) Það hægir ögn á efnaskiptum mannsins með aldrinum en áhrif- anna gætir ekkert sérstaklega á miðjum aldri. Ástæða þess að marg- ir karlmenn fitna um miðjan aldur er einfaldlega sú að þeir hreyfa sig mun minna en áður en gófla í sig sama magni af hitaeiningum og áður. Það þýðir ekkert að kenna hægari fitubrennslu um skvapið. Það verður bara að borða minna eða hreyfa sig meira. Helst hvort tveggja. Fæturnir á þár stækka (staðreynd) Þótt ótrúlegt megi virðast er það vísindaleg staðreynd að fætur manns halda áfram að vaxa á lengd og breidd út ævina. Þetta verður oft ljóst á miðjum aldri þegar menn átta sig á því að þeir þurfa númeri stærri skó en áður. Orsakirnar eru einkum þær að það slaknar á vöðv- um og liðböndum og fóturinn hrein- lega flest út undan þunga og álagi. Á aldrinum milli tvitugs og fimmtugs geta fæturnir því stækkað um heilt númer. Þetta er auðvitað misjafnt eftir þvi hve menn eru þungir og hve mikiö þeir nota fæturna. Lyktarskynið minnkar (staðreynd) Á aldrinum milli 40 og 60 ára minnkar lyktarskynið um allt að 10% og eftir 60 ára dregur enn hrað- ar úr því. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem missa lyktarskynið mikið með aldrinum eiga yfirleitt í erfiðleikum i kynlífi. Þeir ná hon- um ekki upp sem sýnir hve lyktar- skynið er mikilvægt í kynlífínu. Það er erfitt að koma i veg fyrir að lykt- arskynið dofni en það má halda því í þjálfun með því að vera sífellt að lykta af hlutum og einnig með því að reykja ekki en lyktarskyn er eitt af mörgu sem reykingar hafa afar slæm áhrif á. Reykingar hafa einnig slæm áhrif á kynlíflð og er þvl þama augljós tvöföld ástæða til að reykja ekki. Kynlífið versnar (della) Flestir vísindamenn eru sammála um að áhyggjur karlmanna af versnandi og minnkandi kynlífi þegar miðjum aldri er náð séu Oflug vörn í vetrarkulda Éh náitúrulega! eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi meira eða minna ástæðulausar. Hitt er svo annaö mál að hér snýst mál- ið um magn og gæði. Víst er það rétt að snerpan í bólinu minnkar eftir fertugt en þegar það gerist þá er það betra en áður. Það er vegna þess að flestir karlmenn eru betri elskhugar á miðjum aldri en þeir voru um tví- tugt. Þetta er hæfileiki sem rétt er að leggja rækt við því konur lifa lengur en karlar og eftir því sem karlmenn eldast eykst úrvalið af konum. Þú svitnar meira (stað- reynd) Hæfileiki líkamans til að kæla sig minnkar lítið eitt með miðjum aldri og þess vegna er líklegt að flestir karlmenn svitni meira á miðjum aldri en þeir gerðu áður. Þetta er ekki endilega merki um að þeir þurfi að leggja meira á sig við lík- amsrækt heldur sætta sig við þetta sem eðlilegan hlut. Þú finnur minna bragð (staðreynd) Þetta er nátengt því sem áður var sagt um lyktarskynið en lykt og bragð eru nátengd fyrirbæri. Menn finna minna bragð af því þeir finna minni lykt. Af einhverjum ástæðum eykst löngun karlmanna í sætindi og saltari mat eftir því sem miður aldur færist yfir. Þetta á sinn þátt í hinni illræmdu holdasöfnun karl- manna á miðjum aldri. Við þessu er ekkert að gera nema tyggja matinn miklu betur og auka þar með líkumar á maður finni al- mennilega bragðið af honum. Það verður einnig til þess að þér finnst þú fyrr vera saddur og borðar þar af leiðandi minna. Þetta á ekki að vera vandamál ef þú ert enn með þínar eigin tennur sem við skulum reikna með. Þú sefur ekki eins vel (staðreynd) Flestir þekkja þá eftirlæt- iskvörtun roskins fólks að það sofi aldrei væran blund. Þetta á við nokkur rök að styðjast því svefninn verður léttari með aldrinum og þessarar þróunar gætir þegar á miðjum aldri. Bestu ráðin við svefn- leysi er að fara alltaf að sofa á sama tíma, fara í heitt bað skömmu fyrir svefninn og forðast kaffi, te og alkó- hól eða þungar máltíðir stuttu áður en gengið er til hvílu. Margir slaka vel á eftir fjörugt kynlif og það er þvi afbragðs svefnmeðal í sjálfu sér. Þú ferð að nöldra (stað- reynd) Með hækkandi aldri fækkar því sem við höfum gaman af og því fjölgeur sem fer í taugarnar á okkur. Þetta er staðreynd. Við verðum ábyrgari og íhaldssamari og hrædd- ari við breytingar. Einhver verður að stoppa á rauðu ljósi og það erum við sem gerum það meðan þessir ábyrgðarlausu unglingar vaða áfram í blindni. Þaö hugarástand að hata nútímann og allt sem honum fylgir er afar algengt meðal mið- aldra karlmanna en gengur oft yfir og mestu nöldurseggir verða oft um- burðarlynd gamalmenni. Þá eru ein- hverjir komnir í hlutverk nöldur- seggjanna í staðinn svo við getum huggað okkur við að hafa haft rétt fyrir okkur allan tímann. -PÁÁ Allt þetta 09 margt fleira á tilboðsverði! GRUNDIG myndbandstæki JPffjW 29" GRUNDIG11 Verð 14.900 Wm Verð 89.! REYUAVmD: Hagkaup, Smáratorgi. Heimskringlan. Krinolunni. Tónhoro. Kópavogi. VISTURLAND: Hljómsýn. Akranesi. Kauplélag Borgfirðinga. Borgarnesi. BlómstuiYellir, Hellissandi. Guðni Hallgrimssoa Gnindadirði.VfSITIBBIfl: Rafbúð Jnnasar Þórs. Patrekslirði. Póllinn. Isafirði. NORBURLAND: Kf Steingrimsfjarðar. Hólraavík.] U V Húnvetninga. Hvaramstanga. IT Húnvetninga. Blönduósi. Skagfirðingabúð. Sauðárkróki. Húsasmiðjan. Dalvik. Ijósgjafinn, Akureyri. íiyggi Húsavik. Urð, Raularhötn. ADSfURLAND: U Héraðsbúa. Egilsstöðum.Verslunin Vík. Neskaupsstað. Kauptún. Vopnafrrði. II Vopnfirðinga.Vopnafirði. Lf Héraðsbúa. Seyðislirði.fumbræður. Seyðistirði. tf fáskrúðsfjarðar. Fáskrúðslirði. KASK. Djúpavogi. KASK. Hðfn Hornafirði. SUOURLAND: Rafmagnsverkslæði KR. Hvnlsvelli. Mosfell. Hellu. lA, Selfossi. Rás. Máksböln. Brimnes. Vestmannaeyjum. RfYKJANES: Rafbnrg. Grindavík. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar. Garði. Rafmstfi. Hafnarfirði. "Tv'l 1. / 191 ■ 1 f l . wm. -, ■■ r-.A ÆBSS > k M jj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.