Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Page 32
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 Kl? V æ Qelgarviðtalið egar bömin mín spyrja mig hvað ég hafi gert til þess að stöðva eyðileggingu á hálendi íslands þá vil ég geta svarað þeim: Allt. Því það er siðferðileg skylda okkar að vernda náttúm þess fyrir komandi kynslóðir alls heimsins." Þannig lýsir Guðmundur Páll Ólafs- son, náttúrufræðingur í Stykkis- hólmi, afstöðu sinni tO fyrirhugaðra framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun. Ráðist inn í heilög vá „Stjómvöld stunda hemað gegn há- lendinu og vilja ráðast inn í heilög vé þess með jarðýtum og dínamíti. Eyja- bakkar eru þröskuldurinn sem þeir vilja komast yfir án lögformlegs mats á umhverfisáhrifum. Við þennan þröskuld verður að stöðva þau. Ann- ars er allt hálendið í hættu. Fyrirhugað er að virkja öll megin- fallvötn á hálendi Islands á versta hátt sem þekktur er með risastíílum og uppistöðulónum. Ráðagerðirnar snúast ekki bara um 3-4% fljótanna eins og stundum er látið liggja að heldur flest meginfallvötnin. Allt er undirlagt, jafnvel friðaðar náttúruger- semar með alþjóðlegum skuldbinding- um. Við þurfum að átta okkur á því að „í ríki náttúrunnar er ekkert til- gangslaust, ómerkilegt né óþarft", svo vitnað sé í orð spekingsins Maimon- idesar frá 12. öld. Óhamin fallvötn mynda æðakerfi landsins og þau næra og móta vistkerfi lands og sjávar. Stíflur sökkva ekki bara landi og eyða því, heldur taka þær fallvötn úr sam- bandi með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um.“ Landsvirkjun með bund- ið fyrir augu og eyru „Um allan heim er nú farið að vara við neikvæðum áhrifum risavirkjana einmitt í þann mund sem Landsvirkj- Flaggað í hálfa stöng Guðmundur var töluvert í sviðsljós- inu þegar hann dró íslenskan fána í hálfa stöng við hverasvæðið Fögru- hveri sem sökkt var undir vatn í Há- göngulóni í fyrra. Sýslumaður á Hvolsvelli lét „handtaka" fánann en Guðmundur fór þá og setti upp 273 fána við hverina, einn fyrir hverja þúsund íslendinga. Fleira fólk bættist þar í hópinn. „Mín vopn hafa til þessa verið töluð orð og skrifuð og svo þjóðfáninn sem mér þykir ákaflega vænt um. Ég hef ávallt verið fylgjandi friðsamlegum mótmælum í samræmi við leikreglur lýðræðisins. Okkur ber að nýta lýð- ræðislegan rétt okkar til hins ýtrasta þegar svona mikið er í húfi og þegar brögðum er beitt, eins og í þessu til- felli. Mér fyndist sorglegt ef stjórnvöld láta sverfa til stáls en ég veit ekki svarið við spurningunni hvernig mót- mæli færu fram eða hvar. Fljótsdalsvirkjun verði aldrei að veruleika Sem betur fer sýnist mér spuming- in óþörf því margt bendir til að Fljóts- dalsvirkjun verði aldrei að veruleika. Hitt er tímabært bæði fyrir Alþingi og ríkisstjórn að átta sig á að mikill meirihluti þjóðarinnar býr við ofríki örfárra stóriðjusinna og ef til vill má telja forsprakkana á fingrum annarr- ar handar þótt fylgjendur séu fleiri, einkum í dreifbýli. Þjóðinni hefur ekki gefist tækifæri til að svara því hvað hún vill gera við hálendið sitt. Forsætisráðherra sagði fyrir kosning- ar að það ætti ekki að ræða þau mál. Hvers vegna ætti formaður þess flokks sem stærir sig af lýðræði og frelsi einstaklingsins að vera mótfall- inn frjálsri og lýðræðislegri umræðu? Er hann kannski andsnúinn þessum mikilvægu mannréttindum? Þetta mál koma miklu víðar fram. Þegar meiri- hluti alþingismanna tók fram- kvæmdavald og flokksræði fram yfir hagsmuni þjóðar og náttúru landsins þann 21. desember sl. var mörgum ljóst að dómstólar yrðu að kveða upp úr um þetta sjálfdæmi Alþingis, gildi stjórnarskrárákvæða um andmæla- rétt og hvort sniðganga eigi gildandi lög. Þess vegna hafa Náttúruvemdar- samtök íslands stefnt ríkisstjóminni fyrir íslenskum dómstólum en fyrr í vetur kærðu þau ríkisstjómina til EFTA-dómstólsins. Ég hvet fólk að styðja samtökin í þessu mikilvæga máli.“ Er ekki of seint að mótmæla? En nú þegar áframhaldandi fram- kvæmdir hafa verið samþykktar í þinginu og flest bendir til þess að dalsvirkjun og bjarga þannig hálend- inu norðan Vatnajökuls frá eyðilegg- ingu. Þetta væri sterkasti leikur for- ingjanna í ríkisstjórninni og eina leið- in til þess að þeir ljúki málinu með sóma fyrir alla. Ég væri fyrstur manna til að hrósa þeim og ég er viss um að hér eru gullin tækifæri til að vinna stórvirki í atvinnulífi í dreif- býli landsins ef þjóðinni er gefið tæki- færi til þess. Að planta verksmiðjum út um landið er dæmigerðasta lág- kúra miðstýringar." Eyjabakkar eru þröskuldurinn Guðmundur Páll segir að með Fljótsdalsvirkjun sé ætlunin að stíga fyrsta skrefið að virkjun allra fall- vatna norðan Vatnajökuls því fyrir- hugað 480 þúsund tonna álver þurfi alla þá orku sem þar sé hægt að stöng og hangir nú uppi á vegg í stofu hans í Stykkishólmi en margir álíta að lok Hágöngumálsins hafi bein tengsl við víðtæka andstöðu almenn- ings við Fljótsdalsvirkjun. „Það sváfu margir á verðinum þegar Hágöngu- miðlun var samþykkt, kannski vegna þess að það voru engin virk frjáls og óháð náttúruvemdarsamtök á vett- vangi. Þetta hefur gjörbreyst, einkum með stofnun Náttúruvemdarsamtaka íslands sem era vel á verði og síðan Umhverfissamtaka Islands, SAMÚT og fleiri og Landvernd hefur endur- skoðað stefnu sína sem er í góðum takti við frjálsa og alþjóðlega um- hverfisvernd. Þetta er ákaflega ánægjulegt og vegna þess hvemig fór við Hágöngur er fólk enn staðráðnara en ella í því að láta stjómvöld ekki endurtaka leikinn. Við Fögrahveri fór af stað snjóbolti sem stjórnvöld verða að viðurkenna að þau ráða ekki við. Ég var alinn upp við þá hugsun að Guðmundur segir að Eyjabakkar séu ekki eini staðurinn á hálendinu sem er í hættu. Hann nefnir einnig Þjórsárver, Langasjó, Kárahnjúka, Arnardal og segir reyndar að verði hernaður stjórnvalda ekki stöðvaður við Eyjabakka sé allt hálendið í hættu. Fljótsdalsvirkjun og Eyjabakkar: - Guðmundur Páll Ólafsson náttórufræðingur segir eitthvað munu bresta í þjóðarsálinni verði Eyjabökkum sök un og framkvæmdavaldið vilja virkja með bundið fyrir augun og troðið upp í eyrun. Ég vona að ég þurfi aldrei að nota orðið umhverfisböðlar um stjórnvöld íslands því ég vil að hér séu metnaðarfull og framsýn stjórn- völd sem virða fósturjörðina. En verk- in tala og verði reynt að fara í virkjun á Eyjabökkum má bóka að orðspor Norsk Hydro í umhverfismálum er liðin tíð. Ég held að þetta sé raunsætt mat á þeirri ólgu sem er í loftinu út af Eyjabökkum, Þjórsárverum, Detti- fossi og öllu hálendinu í raun. Eitt- hvað fíngert í þjóðarsálinni mun bresta ef virkjað verður á Eyjabökk- um. En ekkert vil ég fremur en að þessum átökum linni því sú virkjun mun aldrei færa þjóðinni hamingju, aðeins glötuð tækifæri, sundrungu og hatur.“ varðar grandvallarrétt einstaklings- ins og lýðræðið - aö hafa andmæla- rétt. Um það snýst lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjun- ar. Forsætisráðherra tönnlast hins vegar á því að það muni engu breyta. Þjóðin hefur aldrei verið spurð álits og nú á hún ekki heldur að fá að neyta réttar síns, axla ábyrgð frumburðar- réttar hvers manns. Lögformlegt mat skiptir máli því þá eru leikreglur lýð- ræðis í heiðri hafðar. Aðeins loddarar gera lítið úr lýðræðinu en náttúru- vemdarumræðan hefur bæði aukið mannréttindi og sýnt veikleika lýð- ræðis á íslandi. Stjórnvöldum stefnt Veikleikinn er augljós í Fljóts- dalsmálinu en valdníðsla og bola- brögð sem einkenna ríkisstjórnina Jjf s jLjj iTnfe t ' framkvæmdir hefjist í sumar er þá ekki orðið of seint að mótmæla þess- um virkjunum? „Allir vissu fyrirfram niðurstöðu Alþingis. Hún var hörmu- leg og snerist um völd en hvorki skyn- semi né fræði. Ég itreka að það er ástæða til að óttast hve hart stjórn- völd og Landsvirkjun fylgja þessu máli eftir i óþökk þjóðarinnar. Það ánægjulega er að stjórnvöld og ekki síst Landsvirkjun hafa þegar klúðrað málinu, sem frægt er orðið, og ég sé ekki hvemig Norsk Hydro ætlar að leggja nafn sitt við fúskið eins og birt- ist í svokölluðu umhverfismati Lands- virkjunar. Skýrslan heldur ekki vatni og í Norsk Hydro klóra þeir sér öragg- lega í hausnum og skoða furðuverkið. Þar vantar hryggjarstykki rannsókn- anna, þær vistfræðilegu. Ég er sann- færður um að fyrsta skrefið til sátta í þjóðfélaginu er að hætta við Fljóts- virkja. Þannig era Eyjabakkar þrösk- uldurinn að stærsta ósnortna víðerni Evrópu og verði stjórnvöldum hleypt yfir þann þröskuld sé orastan töpuð og óbætanlegt tjón verði unnið. Guð- mundur segir að þegar Hágöngumiðl- un var samþykkt og framkvæmdir hafnar hafi Alþingi algerlega bragðist skyldu sinni sem skjöldur landsins. „Öll meðferð málsins var flýtimeðferð í skjóli upplýsingamyrkurs. Þar var skákað í því skjóli að fáir þekktu svæðið. Ómar Ragnarsson sýndi það í myndum og vakti okkur til vitundar eins og oft áður og þar með eignaðist Sjónvarpið blóm í hnappagatið." Snjóboltinn rúllar Guðmundur vildi ekki láta sökkva hinu fagra hverasvæði og reisti þess vegna fánann sem hann dró í hálfa mér beri skylda til að verja landið og náttúíu þess. Vinnunni minni fylgir sama ábyrgð og ég hleypst ekki undan merkjum. Auk þess hef ég auðvitað verið í langvinnu ástar- og hagsmuna- sambandi við landið. Óhamin náttúr- an er vinnustaður minn og fjölda ann- arra íslendinga. En umfram allt höf- um við þetta land að láni og eigum að flytja auðæfi þess og gæði áfram til næstu kynslóða. Ég hef engan flokk að verja eða stefnu og hagsmuni ein- hvers foringja." Mótmælin við Laxá Guðmundur Páll mótmælti fyrst í svokallaðri Laxárdeilu með því að skrifa greinar gegn virkjuninni. Þetta var árin 1969 til ‘70 en hann var þá kennari við Menntaskólann á Akur- eyri. Stækkun Laxárvirkjunar hefði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.