Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 JU"V
62 Qfmæli________________
Hjálmar Finnsson
Hjálmar Finnsson, fyrrv. forstjóri
Áburðarverksmiðjunnar, Vestur-
brún 38, Reykjavík, er áttatíu og
fimm ára í dag.
Starfsferill
Hjálmar fæddist að Hvilft i Ön-
undarfirði og ólst þar upp í for-
eldrahúsum. Hann kynntist þar
ungur að árum öllum almennum
störfum til sjávar og sveita.
Hjálmar lauk stúdentsprófi frá
MA 1938, viðskiptafræðiprófi frá HÍ
með fyrsta útskriftarhópnum 1941
og er nú sá eini eftirlifandi úr þeim
hópi, stundaði síðan framhaldsnám
í fyrirtækjastjórnun við University
of Southern California í Los
Angeles 1941-42.
Að námi loknu stofnaði Hjálmar
eigið viðskiptafyrirtæki í New York
1942, var umboðsmaður íslenskra
verslunar- og iðnfyrirtækja við inn-
kaupastarfsemi í Bandaríkjunum
1942^8, var framkvæmdastjóri út-
flutningsfyrirtækis i New York
1945-48 og umboðsmaður Loftleiða
hf. í Bandaríkjunum við öflun var-
anlegs lendingarleyfls o.fl. 1947-48.
Hjálmar var framkvæmdastjóri
Loftleiða hf. í Reykjavík 1949-52 og
framkvæmdastjóri Áburðarverk-
smiðjunnar í Gufunesi 1952-85.
Hjálmar sat i flugráði íslands
1952-55, í samninganefnd um flug-
leyfl til Evrópulanda 1950, var for-
maður Félags viðskiptafræðinga
1957, í stjóm Lífeyrissjóðs starfs-
manna Áburðarverksmiðjunnar
1961-85, í stjórn Lífeyrissjóðs verk-
stjóra 1965-75 og forseti
Rotaryklúbbs Reykjavík-Austurbæ
1968.
Hann hefur skrifað greinar um
ýmis málefni í dagblöð og tímarit.
Hjálmar er riddari hinn-
ar íslensku fálkaorðu.
Fjölskylda
Hjálmar kvæntist
6.11. 1943 Doris Finns-
son, f. Walker, 7.11.1920,
d. 8.12. 1992, húsfreyju
og hjúkrunarfræðingi.
Foreldrar hennar voru
Hamilton Howard Wal-
ker, f. 1875, d. 4.11. 1920,
framkvæmdastjóri í
Whitinsville í Massa-
chussetts í Bandaríkjun-
um, og k.h., Mabelle Clare Walker,
f. Kenney, 16.5. 1886, d. í mars 1968,
framkvæmdastjóri og húsfreyja.
Böm Hjáhnars og Doris: Finnur
Tómas Finnsson, f. 4.10. 1944, d. 3.5.
1967, atvinnuflugmaður; Edward
Finnsson, f. 2.7. 1947, atvinnuflug-
maður hjá Flugleiðum, búsettur í
Reykjavík og á hann flögur börn,
Helgu Fanney, f. 6.7. 1971, Maríu, f.
16.2. 1974, Hjálmar, f. 16.4. 1975, og
Tómas, f. 21.4. 1978, en kona Ed-
wards er Ema Norðdahl, BA i ís-
lensku; Katherine, f. 14.8. 1950,
verslunarstjóri í Georgiu í Banda-
ríkjunum, og em synir hennar Ant-
on, f. 24.11. 1969, og Joseph, f. 9.3.
1973, en Katherine er gift Ronald
Clinton Smart, rafeindafræðingi og
deildarstjóra hjá Lockhead flugvéla-
verksmiðjunum.
Langafabörn Hjálmars eru átta.
Systkini Hjálmars: Sveinbjöm, f.
21.7.1911, d. 1.4.1993, hagfræðingur
og kennari í Reykjavík; Ragnheið-
ur, f. 25.6. 1913, fyrrv. skólastjóri í
Reykjavík; Sigriður, f. 17.1. 1918,
hjúkrunarfræðingur í Virginíu í
Bandaríkjunum; Jakob, f. 30.7.1919,
d. 1.7.1941, lyflafræðinemi í Reykja-
vík; Sveinn, f. 23.11.
1920, d. 7.6. 1993, lögmað-
ur og framkvæmdastjóri
í Reykjavík; Jóhann, f.
23.11. 1920, d. 2.6. 1973,
tannlæknir í Reykjavík;
María, f. 18.8. 1922, BA í
hjúkrunarfræði í
Reykjavík; Málfríður, f.
22.11. 1923, hjúkrunar-
fræðingur í Reykjavík;
Kristín Fenger, f. 30.10.
1925, d. 14.12. 1998,
sjúkraþjálfari í Reykja-
vík; Gunnlaugur, f. 11.5.
1928, fyrrv. alþm., kenn-
ari og bóndi. Fósturbróðir Hjálmars
er Leifur Guðjónsson, f. 23.12. 1935,
fyrrv. fulltrúi hjá Dagsbrún, búsett-
ur í Reykjavík.
Foreldrar Hjálmars voru Finnur
Finnsson, f. 29.12. 1876, d. 14.8. 1956,
bóndi á Hvilft i Önundarfirði, og
k.h., Guðlaug Jakobína Sveinsdótt-
ir, f. 28.2. 1885, d. 20.2. 1981, hús-
freyja á Hvilft.
Ætt
Finnur var sonur Finns, b. á
Hvilft, Magnússonar, b. á Hvilft,
bróður Ásgeirs, alþm. á Þingeyrum,
föður Jóns, skálds á Þingeyrum, og
afa Ásgeirs, rithöfundar frá Gott-
orp. Annar bróðir Magnúsar var
Torfi, alþm. á Kleifum. Þriðji bróðir
Magnúsar var Guðmundur, b. á
Kleifum. Systir Magnúsar var Ragn-
heiður, móðir Guðlaugar, ömmu
Torfa Ásgeirssonar hagfræðings og
Torfa rikissáttasemjara og Snorra
skálds, Hjartarsona. Magnús var
sonur Einars, dbrm. í Kollaflarðar-
nesi, Jónssonar, b. í Miðdalsgröf í
Steingrímsfirði, Brynjólfssonar, á
Heydalsá, Guðmundssonar, af ætt
Einars í Heydölum. Móðir Magnús-
ar var Þórdís Guðmundsdóttir,
smiðs að Seljum, Torfasonar.
Móðir Finns yngra á Hvilft var
Sigríður Þórarinsdóttir, b. á Vöðl-
um, Jónssonar, b. í Unaðsdal.
Guðlaug Jakobína var dóttir
Sveins, b. og skipstjóra á Hvilft,
bróður Rósinkranz, föður Guðlaugs
Þjóðleikhússtjóra og Júlíusar, kaup-
félagsstjóra á Flateyri. Annar bróð-
ir Sveins var Páll, faðir Skúla á
Laxalóni, föður Sveins, forstjóra
Hrafnistu. Þriðji bróðir Sveins var
Bergur, afi Konráðs Adolfssonar
skólastjóra. Systir Sveins var Guð-
finna, amma Kjartans Kjartansson-
ar, fyrrv. framkvæmdastjóra flár-
málasviðs SÍS. Önnur systir Sveins
var Kristín, amma Kristjáns Ragn-
arssonar í LÍÚ. Sveinn var sonur
Rósinkranz, b. í Tröð, Kjartansson-
ar, b. i Tröð, Ólafssonar.
Móðir Guðlaugar Jakobínu var
Sigríður, systir Jóhanns Lúthers,
prófasts í Hólmum, afa Einars Odds
Krisjánssonar alþm. og Hrafns Tul-
iniusar læknis. Jóhann var einnig
faðir Torfa, fyrrv. bæjarfógeta í
Vestmannaeyjum, föður Kristjáns,
dómara í Vestmannaeyjum.
Sigríður var dóttir Sveinbjörns,
b. í Skáleyjum, bróður Sigríðar
„stórráðu“. Sveinbjöm var sonur
Magnúscir, b. í Skáleyjum og að
Hvallátrum, Einarssonar, bróður
Eyjólfs eyjajarls. Móðir Sigriðar var
María Jónsdóttir, systir Sesselju,
móður Herdísar og Ólínu Andrés-
dætra og systir Sigríðar, móður
Bjöms Jónssonar ráðherra, föður
Sveins Bjömssonar forseta.
Hjálmar verður að heiman á af-
mælisdaginn að leika sér við lang-
afabömin.
Hjálmar Finnsson.
Sveinn Erlendsson
Sveinn Erlendsson, lögreglumað-
ur í Reykjavik, Blikastíg 2, Bessa-
staðahreppi, verður fertugur á
þriðjudaginn.
Starfsferill
Sveinn fæddist í Reykjavík en
ólst upp í Bessastaðahreppi. Hann
lauk gagnfræðaprófi frá Garðaskóla
1975, verslunarprófi frá Fjölbrauta-
skóla Garðabæjar 1978, stundaði
nám við Fjölbrautaskólann í Ár-
múla 1979-82, lauk fyrri önn Lög-
regluskólans 1984 og seinni önn
1985, tók inntökupróf með nýliðum
norsku sérsveitarinnar í Ósló á veg-
um Lögregluskólans í Ósló 1987,
stundaði framhaldsnámskeið í Ósló
sama ár og hefur sótt ýmis nám-
skeið á vegum Lögregluskóla ríkis-
ins, sérsveitar og Slökkviliðs
Reykjavíkur.
Sveinn hóf störf í lögreglunni í
Reykjavík 1983 og starfaði þar í al-
mennri deild. Hann starfaði í sér-
sveit lögreglunnar í Reykjavík
1987-96 og hefur starfaði í umferðar-
deild frá 1997.
Fjölskylda
Eiginkona Sveins er Soffla Sæ-
mundsdóttir, f. 25.5. 1965, myndlist-
armaður. Hún er dóttir Sæmundar
Jónssonar, f. 11.11. 1924, banka-
manns í Reykjavík, og
k.h., Svanfríðar Ingvars-
dóttur, f. 6.1. 1927, skrif-
stofustjóra.
Sonur Sveins og Sofflu
er Erlendur, f. 6.5. 1988,
nemi.
Systur Sveins eru Þor-
gerður Erlendsdóttir, f.
16.11. 1954, héraðsdómari
í Reykjavík; Júlíana
Brynja Erlendsdóttir, f.
17.2. 1956, kennari í
Reykjavík; Hugborg
Pálmina, f. 11.4. 1968,
leikskólasérkennari í
Reykjavík.
Foreldrar Sveins: Er-
lendur Sveinsson, f.
6.8. 1932, aðalvarð-
stjóri og yfirþingvörð-
ur í Reykjavík, og
f.k.h., Guðfríður Stef-
ánsdóttir, f. 27.9. 1932,
d. 1998, húsmóðir.
Sveinn og Soffla
bjóða vinum, ættingj-
um og samstarfs-
mönnum að gleðjast
með sér í sal Lög-
reglufélags Reykjavík-
ur að Brautarholti 30
laugardaginn 15.1.
milli kl. 18.00 og 20.00.
Sveinn Erlendsson.
Ingibjörg Lára
Ingibjörg Lára Krist-
insdóttir húsmóðir, Sól-
vallagötu 46e, Keflavík,
varð fertug i gær.
Starfsferill
Ingibjörg fæddist á
ísafirði og ólst þar upp.
Hún var i bamaskóla á
ísafirði og siðan í Gagn-
fræðaskóla ísaflarðar.
Ingibjörg starfaði við
hraðfrystihúsið Noröur-
tangann á ísafirði frá
flórtán ára aldri. Hún
flutti til Keflavíkur 1979
og hefur átt þar heima
síðan.
í Keflavík hefur
Ingibjörg starfað utan
heimilis, m.a. við
humarvinnslu hjá HF í
Keflavík, við loðnu-
vinnslu hjá Suðumesj-
um hf. Þá starfaði hún
í Bakkavör í Keflavík
en starfar nú við Flug-
eldhúsið á Keflavikur-
flugvelli, hjá Flugleið-
um.
Fjölskylda
Eiginmaður Ingi-
bjargar er Edvardo
Useda Correa, f. 21.11.
1961, verkamaöur. Hann er sonur
Ingibjörg Lára
Kristinsdóttir.
Kristinsdóttir
Bemabe Correa og Josefinu Useda
frá Columbíu.
Synir Ingibjargar og Birgis
Sveinssonar, fyrrv. eiginmanns
hennar, eru Kristinn Friðbjöm
Birgisson, f. 14.4. 1982, starfsmaður
hjá Nesafli í Njarðvík; Sveinn Fri-
mann Ágúst Birgisson, f. 9.5. 1985,
nemi; Guðmundur Gestur Birgis-
son, f. 16.3. 1988, nemi.
Sonur Ingibjargar og Edvardos er
Edvard Ámi Correa, f. 3.8. 1993,
nemi.
Systkini Ingibjargar eru Ásgeir
Haraldur Kristinsson, f. 16.12. 1958,
sjómaður, búsettur í Grimsby á
Englandi en kona hans er Julie
Kristinsson og er sonur þeirra Li-
am; Ásta Guðríður Kristinsdóttir, f.
30.5. 1961, húsmóðir, búsett á Þing-
eyri en maður hennar er Friðbert
Jón Kristjánsson bóndi og eru böm
þeirra Hulda Hrönn, Lína Þóra,
Guðrún Ásta og Haukur Jón; Krist-
inn Þór Kristinsson, f. 30.5. 1962,
sendibílstjóri, búsettur í Reykjavík
en kona hans er Hafrún Ebba Gests-
dóttir og em böm hans Nína Ósk,
Auður Björg, Sindri Freyr og Helgi
Þór.
Foreldrar Ingibjargar eru Krist-
inn Friðbjöm Ásgeirsson, f. 15.11.
1932, fyrrv. lögregluþjónn á ísafirði,
nú búsettur í Keflavík, og k.h., Lína
Þóra Gestsdóttir, f. 9.8. 1937, hús-
móðir og fyrrv. fiskverkakona og
starfsmaður hjá Flugleiðum.
Til hamingju
með afmælið
15. janúar
80 ára
Brynjólfur Jónsson,
Borg, Króksflarðamesi.
75 ara
Anna Eyjólfsdóttir,
Merkigerði 12, Akranesi.
Guðrún Ingibrektsdóttir,
Strandgötu 9, Hvammstanga.
Guðrún Þorbjörg
Stefánsdóttir,
Víðilundi 14c, Akureyri.
70 ára
Anna Ambjörg
Frímannsdóttir,
Lækjasmára 2, Kópavogi. Eigin-
maður hennar er Guðmundur
Magnússon. Þau taka á móti
gestum I Gullsmára 13 á afmæl-
isdaginn frá kl. 15.30-18.30.
Margrét Þorvaldsdóttir,
Skarðshlíð 31f, Akureyri.
60 ára
Anna Dóra
Harðardóttir,
Austurbergi 6,
Reykjavík.
Eiginmaður
hennar er
Hjörleifur Einarsson.
Þau taka á móti gestum í safn-
aðarheimili Fella- og Hólakirkju
á afmælisdaginn milli kl, 15.00
og 18.00.
Ingimar Guðmundsson,
Álftamýri 14, Reykjavík.
50 ára__________________
Ásgeir Sveinsson,
Melabraut 23, Hafnarfirði.
Einar Steingrímsson,
Granaskjóli 31, Reykjavík.
Guðmann Ingjaldsson,
Mosarima 29, Reykjavík.
Gunnþóra Amdís
Skaftadóttir,
Hörpulundi 2, Garðabæ.
Hallgrímur Halldórsson,
Keilusíðu le, Akureyri.
Hálfdán Ingólfsson,
Móholti 9, ísafirði.
Símon Grétarsson,
Hjalladæl 2, Eyrarbakka.
Svandís Ámadóttir,
Miðtúni 16, Reykjavik.
40 ára
Guðríður Björg
Guðmundsdóttir,
Fossgerði, Egilsstöðum.
Hörður Svavarsson,
Eskihlíð lOa, Reykjavík.
Kristín Jakobína Pálsdóttir,
Bylgjubyggð 63, Ólafsfirði.
Kristjana Sólborg Ámadóttir,
Túnbrekku-9, Ólafsvík.
Nanna Aðalheiður
Þórðardóttir,
Brautarholti 16, Ólafsvík.
Óskar Sesar Reykdalsson,
Þrastarima 4, Selfossi.
Stefanía Huld
Guðmundsdóttir,
Þiljuvöllum 32, Neskaupstað.
- 960 síður á ári -
íróðleikur og skemmtun
semlifirmánuðumog
árumsaman