Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Side 10
10 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 JjV ýtlönd Hægriöfgamaöurinn og Evrópuskelfirinn Jörg Haider kominn til valda í Austurríki: Dálæti á nasismanum með móðurmjólkinni Jörg Haider lét sig ekki muna um aö gefa bangsanum Kenny að éta þegar hann, það er Haider, haföi greitt atkvæði í fyikiskosningunum í Karnten í mars á síöasta ári. Haider var þá kjörinn fylkisstjóri í annað sinn. Hætt er við að falskur tónn sé kominn í valsana í Vínarborg. Þar er nú sestur að kjötkötlunum mað- ur sem hefur skotið lýðræðissinn- um í Evrópu meiri skelk í bringu en nokkur annar um langt skeið. Jörg Haider heitir hann, fimmtugur, sól- brúnn og sætur og íþróttamanns- lega vaxinn héraðsstjóri í Kamten og leiðtogi Frelsisflokks Austurrík- is. Thomas Klestil Austurríkisforseti sá sér ekki annað fært á fimmtudag en að fallast á stjórnarsamtarf Frelsisflokksins, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum, og hins íhaldssama Þjóðarflokks. Honum var þó ekki hlátur í hug. Daginn áður hafði hann lýst Haider og öðrum framámönnum Frelsis- flokksins sem óhæfum til að gegna opinberum embættum. Og ekki hugnaðist honum heldur Wolfgang Schússel, formaður Þjóðarflokksins og nýr Austurríkiskanslari, fyrir makk hans með Haider. Kanslari næst Jörg Haider tekur sjálfur ekki sæti í stjórn Schússels að þessu sinni. Því er hins vegar haldið fram að hann stefni að því að verða kanslari eftir næstu kosningar, náttúrulega háð þvi að flokki hans vegni jafnvel, ef ekki betur, og í kosningunum í október síðastliðn- um. Þá fékk Frelsisflokkurinn, sem hefur andstöðu við erlenda innflytj- endur ofarlega á stefnuskránni, næstflest atkvæði. Jafnaðarmanna- flokkurinn, sem hefur verið við völd í Austurríki í áratugi, fékk flest atkvæði. Haider fæddist í bænum Bad Gösem fyrir réttum fimmtíu árum. Adolf Hitler og kónar hans voru í hávegum hafðir á æskuheimili Jörgs litla, enda foreldrarnir báðir, Dorothea og Robert, báðir virkir fé- lagar í samtökum nasista. Þau voru þegar gengin til liðs við hreyflngu þeirra fyrir innlimun Austurríkis í þýska ríkið þann 12. mars 1938. Robert hafði gengið í Hitlersæskuna þegar hann var fimmtán ára. Jörg lagði stund á lögfræði í há- skóla og lauk doktorsprófi í grein- inni árið 1973. Hann var þá ekki nema tuttugu og þriggja ára. Sex ár- um síðar var hann kjörinn á austur- ríska þingið og var þar yngstur þingmanna. Valdarániö 1986 Haider varð leiðtogi Frelsis- flokksins í eins konar valdaráni ár- ið 1986. Á þessum sama tíma varð Kurt Waldheim, fyrrum aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, forseti Austurríkis, þrátt fyrir upp- ljóstranir um veru hans í her Hitlers. Frelsisflokkurinn naut að- eins stuðnings fimm prósenta kjós- enda þegar Haider tók við honum. Þrettán árum síðar er fylgið komið í 27 prósent. í upphafi stjórnmálaferils síns að- hylltist Haider eins konar sam- þýska stefnu hluta Frelsis- flokksins sem taldi að Aust- urríki væri lítið annað en eins konar mistök sög- unnar. Hann hefur síðan snúið baki við hugsjón- inni um nýja innlimun þar sem hún naut ekki nógu mikils fylgis meðal almenn- ings. Dálæti á Hitler og nasistum Jörg Haider hefur látið sér um munn fara ýmis ummæli sem hafa verið túlkuð sem dálæti á Adolf Hitler og stefnu hans. í októbermán- uði 1990 flutti hann ávarp á fundi fyrrum hermanna úr heimsstyrjöld- inni síðari í bænum Ulrichsberg, sem vitað er að margir fyrrum liðs- foringjar úr SS-sveitum Hitlers sækja, og sagði meðal annars: „Her- menn okkar voru ekki glæpamenn. Þeir voru í mesta lagi fórnarlömb." Árið eftir fór Haider lofsamlegum orðum um atvinnustefnu Hitlers- stjómarinnar á héraðsþinginu í Kámten þar sem hann var fylkis- stjóri. Orð hans ollu miklu írafári, hann sagði að þau hefðu verið misskilin og hann harmaði síð- an að hafa látið þau út úr sér. Engu að síður neyddist hann í kjöl- farið til að segja af sér fylkisstjóraembættinu. I umræðum á aust- urríska þinginu árið 1995 talaði Haider um refsibúðir nasista- stjórnarinnar og gaf þar með í skyn að þeir sem sendir voru í fangabúðimar hefðu gerst sekir um glæpi. Síðar sagðist hann hafa ætlað að segja „fangabúðir." Enn lét Haider út úr sér vafasöm ummæli í september 1995. Og enn var það í ræðu á fundi fyrrum her- manna úr stríðinu, þar á meðal manna úr Waffen SS-sveitunum: „Það er enn til ærlegt fólk sem stendur við sannfæringu slna, þrátt fyrir mikla andstöðu, og hefur verið sannfæringu sinni trútt til þessa dags.“ Tómur misskilningur Mánuði eftir kosningarnar í fyrrahaust, þegar Frelsisflokkurinn var orðinn næststærsti flokkur Austurrlkis, sá Haider ástæðu til að biðjast afsökunar á fyrri ummælum sfnum. Margir efast þó um heilindi hans og stimpla hann bara sem tækifærissinna. „Ég hef í gegn um tíðina viðhaft. orð um nasismann sem voru vissu- lega særandi og þess eðlis að hægt var að misskilja þau. Mér þykir þetta afar leitt. í fyrsta lagi af því að ég tel að ég hafi sært tilfinningar fólks sem var sjálft fómarlömb nas- ismans eða þá að ættingjar þess voru það. í öðru lagi af því að þess- ar yfirlýsingar vora ekki í takt við þau gildi umburðarlyndis og mann- úðar sem liggja til grundvallar stjómmálastarfi mínu,“ sagði Haider í nóvember 1999. Hann sagðist enn fremur vel skilja að austurríkisr gyðingar hefðu nokkrar áhyggjur af vel- gengni hans. Hann fullvissaði þá um að þeir hefðu ekkert að óttast. Lýöræðiö í góðum höndum „Glæpir helfararinnar voru svo einstakir að austurrískir stjórn- málamenn verða að taka þennan ótta alvarlega. Hvar sem við í Frels- isflokknum erum í ábyrgðarstöðum þarf enginn að pakka niður í ferða- töskur sínar og enginn þarf að yfir- gefa heimili sitt. Frelsi og lýðræði eru í góðum höndum þar sem við í Frelsisflokknum berum ábyrgð,“ sagði Haider enn fremur. Hvað um það. Frelsisflokkurinn er engu að síður sá flokkur í Aust- urríki sem fyrrum nasistar sóttu í eftir heimsstyrjöldina síðari. írski samfélagsfræðingurinn Mel- anie Sully, sem kennir við diplómat- ísku akademíuna í Vínarborg, segir að hvorki megi líka Haider við Ad- olf Hitler eða franska hægriöfga- manninn og útlendingahatarann Jean-Marie Le Pen. Hún hefur með- al annars skrifað bók um Haider og velgengni hans í austurrískum stjórnmálum. „Á síðustu þremur til fjórum mánuðum hefur allt orðið vitlaust. Evrópusambandið getur ekki komið fram við Austurríki eins og þróun- arland og hamást á því bara af því að manni líkar ekki pólitísk stefna þess. Þetta er virkt lýðræðisríki og maður verður að dæma nýju ríkis- stjórnina á verkum hennar. Hin Evrópulöndin verða að hætt aö dæma Austurríki á grundvelli for- dóma,“ segir Melanie Sully. Sully segir að Haider sé hreint enginn Hitler og heldur ekki neinn Le Pen. „Frelsisflokkurinn er ekki endur- skoðunarflokkur. Hann neitar ekki tilvist Auschwitz eins og nýnasista- flokkarnir gera. Haider harmar glæpi nasismans en hann trúir ekki á sameiginlega sekt,“ segir Sully. Helmingaskiptakerfiö Ein helsta ástæðan fyrir vel- gengni Haiders, sem fáir utan Aust- urríkis þekkja til, er svokallað Proporz-kerfi, sem er ekki ósvipað íslenska helmingaskiptakerfinu. Jafnaðarmenn og Þjóðarflokkurinn, sá hinn sami og nú ver fyrir ríkis- stjórn Austurríkis, hafa skipt með sér öllum valdastöðum í samfélag- inu í áratugi Erfitt hefur reynst að fá stöður í ríkisfyrirtækjum og bönkmn og skólum án rétt flokks- skírteinis. Óánægjan með kerfið var vatn á myllu Haiders og hvergi jafn- mikil og í Kamten. Byggt á Polltiken, Reuters, Le Monde, Jyllands-Posten, Dagens Nyheter, o.fl. Wolfgang Schiissel, leiötogi Þjóðarflokksins, og Jörg Haider, foringi Frelsis- flokksins, ræða við fréttamenn eftir að þeir höfðu komið sér saman um stjórnarmyndun. Þeir létu hávær mótmæli víðs vegar að úr heiminum og hótanir um einangrun ekkert á sig fá. Jörg Haider renndi sér fimlega niður snæviþaktar skíðabrekkurnar heima í Kárnten á fimmtugsafmælinu sínu um daginn. Erlent frétta- Ijós ---------------

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.