Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Page 14
14 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVlK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727- RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: fSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Lýðræði bananalýðveldis Lýðræöi felst ekki í því einu að fá að endurkjósa fjór- flokkinn á fjögurra ára fresti, þótt margir haldi, að hér eigi milli kosninga að ríkja eins konar ráðherraveldi, þar sem samkór meirihluta alþingismanna staðfesti allar gerðir ríkisstjómar og einstakra ráðherra. Kosningaréttur er bara einn þáttur af miklu reipi lýð- ræðis, eins og það var skilgreint í bandarísku og frönsku byltingunum fyrir rúmlega tveim öldum og er enn skil- greint af vestrænum ríkjum og samtökum þeirra. Einn er þessi þáttur lítils virði og framleiðir ekki lýðræði. Réttlæti er annar þáttur lýðræðisins. Það felst í vel skilgreindum leikreglum, sem ná til allra borgara, eink- um í stjórnarskrá og lögum. Þessi þáttur hefur styrkzt hér á landi, fýrst vegna styttingar biðlista fyrir dómstól- um og síðan vegna afskipta evrópskra dómstóla. íslenzkir dómstólar og jafnvel Hæstiréttur eru farnir að dæma með hliðsjón af viðhorfum dómstóla í Strasborg og Bruxelles. Þetta sparar fólki í mörgum tilvikum fé og tíma og gerir fleirum kleift að njóta þess réttlætis, sem erlend réttlætiskennd hefur fært okkur. Erlend afskipti af íslenzkum dómum hafa líka eflt þriðja þátt lýðræðisins, sem er afnám forréttinda á borð við kvóta, einkaleyfi og sértækar aðgerðir stjómvalda. íslenzkir dómstólar og jafnvel Hæstiréttur þora ekki annað en að dæma með hliðsjón af útlendum siðum. Dómar í kvótamálum eru frægasta dæmið um upp- lausn þeirra forréttinda, sem kjömir fulltrúar og ríkis- stjóm deila til þeirra, sem eru í náðinni. Einkaleyfi á rekstri gagnagrunns er hins vegar dæmi um mál, þar sem menn verða áfram að sækja réttlæti úr suðri. Ef frá er skilinn ótti íslenzkra dómstóla við æðri dóm- stóla í útlöndum er afar veikur sá hlekkur lýðræðis hér á landi, sem lýtur að afnámi forréttinda. Ráðherrar og at- kvæðavélar þeirra á þingi telja enn, að stjóma beri með sértækum aðgerðum, kvótum og einkaleyfum. Fjórði þáttur lýðræðis er skoðanafrelsið, sem hér er í góðu lagi. Allir tjá hug sinn og hafa aðgang að hugsun- um annarra. Fjölmiðlar em nógu margir til að gefa fjöl- breytta mynd af lífinu og tilverunni. Ný tækni tölvusam- skipta virðist munu efla þennan þátt enn frekar. Fimmti þáttur lýðræðisins er jöfnuður borgaranna, en deilt er um, hversu langt hann eigi að ganga. Annars vegar fara þeir, sem telja velferð eiga að vera sem mesta og hins vegar þeir, sem telja veiferð líðandi stundar verða að víkja fyrir aukinni arðsemi atvinnulífsins. íslenzka velferðarríkið er í sæmilega góðu jafnvægi milli þessara tveggja túlkana á því, hver eigi að vera jöfnuður borgaranna. í erlendum samanburði má þó full- yrða, að ísland skipar sér í þann kant vestrænna ríkja, sem mesta áherzlu leggja á velferðarríkið. Þannig er íslenzkt lýðræði ofið úr fleiri þáttum en kosningarétti, sumum sterkum og öðrum veikum. Vandi okkar felst í, að við höfum almennt ekki tileinkað okkur lýðræðishyggju, heldur höfum við meðtekið kerfið að mestu leyti að utan, sumpart vegna þrýstings. Þetta veldur því, að of margir þingmenn og ráðherrar telja, að lýðræði felist í, að alvaldir ráðherrar stjómi með tilskipunum, undanþágum, kvótareglum, sértækum að- gerðum, einkaleyfum, stöðuveitingum flokksmanna og ýmsu öðru ofbeldi, sem þingmenn staðfesta síðan. Þegar forsætisráðherra veitir Hæstarétti fóðurleg ráð um, hvernig dæma skuli í kvótamálum, er það ein birtingarmynd ástands, sem kallast bananalýðveldi. Jónas Kristjánsson Uppgangur fasisma? Gengur vofa ljósum logum um Evrópu - vofa hægri ögfa-þjóðem- isflokka? Það er ekki aðeins að Frelsisflokkur Jörgs Haiders hafi í fyrsta sinn komist í stjóm í Aust- urríki. Christoph Blocher í Sviss og hreyfing hans hefur styrkst verulega. I Belgíu er flæmska hægri hreyfing Viaams Bioks orð- ið öflugasta stjómmálaaflið í Antwerpen og er nú farin að teygja anga sína víðar í Belgíu. Eitthvað er að gerast yst á hægri væng stjórnmálanna þótt áhrifin séu enn óljós. Söguleg tengsl Eiga öfga-þjóðernishreyfingar eitthvað sameiginlegt með fasista- hreyfmgum á árunum milli stríða? Haider og aðrir hægri öfgamenn af- neita tengslum við fortíðina á þeirri forsendu að þeir séu af annarri kynslóð og séu framtiðarstjórnmálaafl. Vissulega þarf setja þessar stjórnmálahreyfingar í samtíðarsamhengi - líta á þær sem andsvar við Evrópustefnu hægfara vinstri og hægri flokka, sem hafa í megindráttum stutt hug- myndina um sameiginlega Evrópu frá stríðslokum. Það hefur hleypt nýju blóði i þjóðemisflokka að Evr- ópusambandið nýtur ekki eins mikil stuðnings og áður. Hörð viðbrögð Evrópusambandsins (ESB) sem yfirþjóðlegs valds við myndun stjórnarinnar í Aust- urríki eru að mörgu leyti misráðin. Það hefði verið mun sterkara ef einstakar aðildarþjóðir hefðu beitt sér í þessu máli, enda má gera ráð fyrir því að andúð á ESB aukist enn frekar i Austurríki á þjóðemisfor- sendum. Leiðin til valda Fasistaflokkar komast sjaldan til valda: í raun má segja að þeim hafi tekist að festa sig í sessi í aðeins tveimur ríkjum, Þýskalandi og Italíu. Þegar fasistar fengu stjórnarumboð gerðist það með stuðningi íhaldsflokka í stjómmála- og efnahagskreppu. Nú er það svo að efnahagsástandið í Austurríki er gott og á ekkert skylt með þeirri þjóöfélagsupplausn, sem var á Ítalíu og í Þýskalandi á 3. og 4. áratugnum. Hins vegar er stjómmálakreppa í landinu vegna þess að stóru flokkarnir tveir og fulltrúar hægfara vinstri og hægri stefnu, Sósíaldemókratar og Þjóð- arflokkurinn, hafa ekki lengur pólitískt umboð til að skipta völd- unum á milli sín. Þjóðarflokkurinn tók þann kost að taka upp sfjómar- samvinnu við Haider tii að binda enda á stjórnarkreppuna með því skilyrði að fá kanslaraembættið, þótt flokkurinn sé minni en Frels- isflokkurinn. Óánægja með kyrr- stöðu og staðnað flokkakerfi er rót- in að uppgangi Frelsisflokksins. Það var einmitt undir slíkum að- stæðum sem fasistar komust til áhrifa: þingræðið varð óstarfhæft og öfga-þjóðemissinnum voru af- hent völdin til að bregðast við skorti á pólitísku umboði. Mark- mið ráðandi afla var að nýta sér fjöldafylgi fasista en hafa stjórn á þeim. Hugmyndafræði Haiders Þegar stefnuskrá Haiders er skoðuð kemur i ljós að hann geng- ur ekki nærri því eins langt og fasist- ar í hugmyndum sínum. Hann segist t.a.m. ekki viija þingræðið feigt. Hann á þó eitt sameiginlegt með þeim, þótt orðræðan sé mun mildari: Hann vill endurnýjun á þjóðernisgrundvelli. Þetta er ávallt eitt helsta steflð í áróðri fasista. Haider lítur á flokk sinn sem nútímalegt afl, þótt hann leggi áherslu á varðveislu hefðbund- inna þjóðar- og fjölskyldugilda. Þetta er í fullkomnu samræmi við aðferðir fasista: Þeir notuðu nútímaleg tæki til að koma á framfæri stefnumiðum, sem í mörgum tilvikum voru íhalds- söm. Samkvæmt stefnuskránni er heldur engin ástæða til að hrófla við séreignarréttinum, enda sé hann homsteinn frelsis til athafna, en lögð áherslu á eignadreifmgu. Þar með er reynt að tengja saman jöfhuð, jafn- rétti og kapítalíska efnahagshætti. Haider skírskotar einmitt til þeirra þjóðfélagshópa, sem telja sig hafa verið hlunnfama og eru fómarlömb niðurskurðar í ríkisfjármálum og alþjóðavæðingar. Þetta minnir einnig á stefnuskrá fasista. Orðfæri Haiders er vissulega mun hófstillt- ara, en hann berst eins og flestir fasista- og þjóðem- isflokkar gegn yfirþjóðlegum stofnunum og beinir spjótum sínum að ákveðnum þjófélagshóp, sem fellur ekki inn í „þjóðarsamfélagið". í þessu tilfelli er um að ræða aðild Austurríkis að Evrópusambandinu og út- lendinga, sem hafa sest að í landinu. Haider forðast beinar skírskotanir til eldri fasistahreyfmga. Vel- gengni hans má að nokkru rekja til þess að stuðn- ingsmenn hans líta á hann sem nútímalegan fulltrúa fyrir andófi gegn „helmingaskiptakerfi" stóru flokk- anna og „Evrópuvæðingu" á þjóðernisforsendum. En það er engin ástæða til að slíta hreyfmgu hans úr samhengi við fortiðina. Hún á ýmislegt sameiginlegt með þeim hugmyndastraumum, sem fasistar leystu úr læðingi, þótt þjóðfélagsaðstæður séu ailt aðrar. - Spumingin er sú hvort sé um sérfyrirbæri að ræða eöa hluta af almennum uppgangi hægri öfgastefnu í Evrópu. Sú ákvörðun austurríska Þjóðarflokksins að mynda stjórn með Frelsis- flokki Jörgs Haiders hefur vakið hörð viðbrögð. Setja verður uppgang Frelsisflokksins, sem berst gegn stækkun Evrópusambandsins og inn- flytjendum, í samtíöarsamhengi: stjórnmálakreppu heima fyrir og aukna andstööu við Evrópusamrunann. En flokkur Haiders á einnig sumt sam- eiginlegt meö fasistahreyfingum á árunum milli stríöa. Á myndinni er Jörg Haider. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson skoðanir annarra Haider geröi ESB greiða I„Hefur Jörg Haider, gegn vilja sínum, loks gert pólitískum málstað Evrópu ómetanlegan greiða? Spumingin er lögmæt, þótt ögrandi sé: Ef ekki væri fyrir metnað hins líflega lýðskrumara og útlendinga- hatara frá Kámten, hefðu fjórtán (af fimmtán) leið- l togar Evrópu aldrei þurft að svara jafnfljótt þeirri erfiðu spumingu hvort sumar orðræður og hegðun í ráðamanna aðildarlands væru ósamrýmanlegar þeim gildum sem lágu til grundvallar Evrópusam- bandinu. Þeir hefðu heldur ekki fengið tækifæri til að undirstrika á jafntilkomumikinn hátt að afsal for- ræðis sem sameiningarferlið í Evrópu gerir ráð fyr- ir mun aðeins aukast og ekki undanskilja neitt svið, það með það viðkvæmasta, hið pólitíska." Úr forystugrein Libération 3. febrúar. IRA að kenna „Friðarsamningurinn á Norður-írlandi sem Geor- ge Mitchell, fyrrum öldungadeildarþingmaður bjarg- aði á síðasta ári, er i hættu. Sökin liggur hjá írska lýðveldishernum sem hefur ekki sýnt neina viðleitni í þá átt að afhenda vopn sín. En hvorki stjóm Clint- ons né leiðtogar þingsins vilja fordæma ósveigjan- leika IRA.“ Úr forystugrein Washington Post 4. febrúar. Spennandi vor „Stjómmálin líta út fyrir að verða spennandi í Bandarikjunum í vor. Fyrir nokkmm vikum voru fylgiskannanir skýrar. Útlit var fyrir að George Bush, ríkisstjóri í Texas, yrði forsetaframbjóðandi repúblikana. Það leit einnig út fyrir að hann myndi sigra A1 Gore varaforseta í nóvember. Niðurstaða forkosninganna í New Hampshire hefur þó ruglað menn í rýminu. Úrslitin sýna að Bush er ekki ósigr- andi. Margir segja að hann verði að breyta um að- ferð. Val valdamannanna er ekki alltaf í samræmi við val kjósenda. Bush hefur orðið var við það. Úr forystugrein Dagens Nyheter 3. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.