Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Qupperneq 22
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 JjV 22 ; sskamál í vikunni fyrir jólin 1995 óku 1200 hvítir Mercedes-vörubílar um þjóð- vegi Englands. Lögreglan hafði hug á að góma einn þeirra vegna gruns um að ung, frönsk stúlka hefði farið í sína hinstu ökuferö með bílnum. Grunur lögreglunnar reyndist rétt- ur. Á meðan lögreglan leitaði í marga daga að Celine Figard lá hún falin aftast í stýrishúsi vörubíls morðingjans. Reyndar hafði lögreglan stöðvað morðingjann og bíl hans 14 sinnum sama daginn án þess að hún yrði vör við neitt grunsamlegt. Hann haföi gabbað lögregluna með því að raka af sér skeggið. Morðinginn hafði rekist á fómar- lamb sitt á veitingastað við þjóöveg í Cheveley í suðurhluta Englands. Þar hafði Celine reynt að komast á puttanum til Southampton þvert of- an í fyrirmæli foreldra sinna. En hin fallega, dökkhærða stúlka ætl- aði að spara sér fé og reyndi því að húkka sér far. Celine ætlaði að vera um jólin hjá frænku sinni í Englandi. Hún hafði ætlað sér að komast þangað á putt- anum. En foreldrar hennar komu með málamiðlun. Þeir stungu upp á að hún æki að heiman frá Frakk- landi með kunningja fjölskyldunn- ar, Guy Maillot, til London. Þangað ætlaöi hann með rafbúnað. Hinsta ferð Celine Celine hélt að heiman 18. desem- ber og lofaði að hringja heim um leið og þau Maillot væri komin á áfangastað. Þegar þau voru komin til Englands um Ermarsundsgöngin Celine var 19 ára þegar hún hitti moröingia fékk Celine far með frænda sínum, Roger Bouvier, sem ætlaði áfram í átt að Southampton. Ákveðið var að Bouvier léti Celine út viö þjóðveg- inn þaðan sem hún ætlaði að hringja í frænku sína. Frænkan hafði ráðgert að sækja Celine á bíl. Ekki náðist samband við frænkuna og Bouvier varð að halda ferð sinni áfram og skilja Celine eina eftir. Celine sagði við hann að hún ætlaöi að reyna að komast á puttanum það sem eftir væri ieiðartnnar. Það - myndi örugglega ganga. Bouvier sá hana stíga upp í hvítan Mercedes- vörubíl. Við stýrið sat rauðskeggj- aður maður. Þetta var í síðasta sinn sem Celine Figard sást á lífi. Þegar hún kom ekki til Sout- hampton hringdi frænkan í foreldra Celine og þvi næst í lögregluna. Leit var hafin um allt England og faðir Celine, Bernard Figard, kom til landsins. Hann kom fram í sjón- varpi í Bretlandi og sagði: „Celine, ef þú sérð okkur og heyrir til okkar hafðu þá samband." Rakaði af sár skeggið En Morgan hafði vakið áhuga lög- reglunnar. Ánæstu þremur vikum stöðvaði lögreglan hann reglulega viö alla vegatálma embættisins í suðurhluta Englands. Lögreglan hafði hins vegar engar haldbærar sannanir gegn Morgan. Hina fyrstu fékk lögreglan þó þann 17. febrúar. Þá greindi kunningi Morgans lög- reglunni frá því að Morgan hefði verið með rautt skegg. Það hefði hann hins vegar rakað af sér strax eftir jólin. Lögreglan hafði samband við eig- inkonu Morgans, Glyndu, sem staö- festi að maður hennar hefði rakað af sér skeggið þegar fjölmiðlar fóru að segja frá rauðskeggjuðum vöru- bUstjóra i tengslum við hvarf frönsku stúlkunnar. Glynda greindi einnig frá þvi að maður hennar hefði verið áherandi slæmur á taugum öll jólin. Hann hefði þó ekki vUjað greina frá ástæðu líð- an sinnar. Morgan með ólundarsvip á ákærubekknum á meðan saksóknarinn rakti ákæruatriðin. Saksóknarinn sagði glæpinn framdan með köldu blóði. Hann lýsti því hvemig Morgan hefði ekið um með lík fómarlambs síns á meðan hann hefði velt því fyrir sér hvemig hann gæti losað sig við það. Á meðan hann hélt upp á jólin með fjölskyldu sinni lá hin myrta í vörubU hans á stæðinu fyrir utan. Það var ekki fyrr en snemma morguns 29. desember sem Morgan hafði lagt Celine á afskekkta bflastæðið þar sem hún fannst fimm klukkustundum síðar. Á fjórða degi réttarhaldanna var Morgan enn brattur og öraggur meö sjálfan sig. Hann fullyrti að hann Lögreglan setti upp vegatálma um allan suöurhluta Englands Nakið lík á afskekktu bílastæði En Celine hafði ekki samband og leitinni að henni var haldið áfram. Tveimur dögum eftir að faðir henn- ar hafði komið fram í sjónvarpi fannst nakið lik hennar á afskekktu bílastæði í um 150 kflómetra fjar- lægð frá þeim staö þar sem hún hvarf. Henni hafði verið misþyrmt og nauðgað. Að lokum hafði hún verið kyrkt. Ekkert hafði verið gert til að reyna að fela líkið. Leitin að morðingjanum var nú hert og lögreglan stöðvaði alla hvíta Mercedes-bíla Englands sem vora 1200 talsins. Einn af þeim fyrstu sem voru yf- irheyrðir var Stuart Morgan sem starfaði sjálfstætt. En hann gat sannfært lögregluna um að hann hefði ekki verið nálægt Cheveley á þeim tíma sem Celine hvarf. Þann 21. janúar 1996, daginn sem Celine var jarðsett í heimabæ sín- um, fylgdu þúsundir bæjarbúa henni til grafar. Þann sama dag var Morgan yfirheyrður á ný. Aftur neitaði hann því að hafa nokkra vit- neskju um franska stúlku sem reynt hefði að fá far. Hann harð- neitaði einnig að gangast undir DNA- rannsókn eða afhenda lögreglunni ferðayfirlit bílsins. Hann hafði fullan rétt til þess þar sem hann hafði ekki verið handtek- inn. BcDMngjbri^ rihnnolbr mwmé Faðir Celine, Bernard Figard Blóðug dýna úti í skúr Nú vissi Glynda hver ástæðan var. Daginn eftir, þegar Morgan hafði verið handtekinn, fann lög- reglan bréf og myndir úr eigu Celine í bílskúr hans. Lögreglan fann einnig dýnu úr stýrishúsi bíls Morgans úti í skúr. Á dýnunni voru blettir með blóði Celine. Roger Bou- vier gat bent á Morgan sem mann- inn sem hafði tekið Celine upp í bfl sinn við veitingastaðinn á þjóðveginum. VlfS rptfp»'V>ölHir» í hefði ekki myrt stúlkuna. Hún hefði gefið sig á tal við hann af fúsum og ftjálsum vilja. Hann hefði síðan hleypt henni úr bflnum nálægt ákvörðunarstað hennar. Hann hefði hins vegar verið gripinn hræðslu við fréttina um hvarf stúlkunnar. Blóðið á dýnunni væri úr starfsbróður hans sem hefði skorið sig á fingri. Það tók kviödómendur skemmri tíma en 2 klukkustundir að komast að þeirri niðurstööu að Morgan segði ósatt. Hann var síðan dæmdur í lífstíðarfangelsi. í kjölfar þessa máls ákvað lögreglan að yfirheyra Morgan vegna fleiri óupplýstra hvarfa ungra stúlkna. í ljós hafði komið að Morgan hafði lifað tvöföldu lífi. Hann átti eiginkonu i Dorset í suðurhluta Englands og kærastu í Yorkshire. Hvorag kvennanna vissi um hina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.