Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 29
JL>'\F LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 1 helgarviðtalið Micari reisti þetta jarðhýsi fyrir væntanlega lærisveina og trúarlíf þeirra en enginn hefur komið enn. Einsetumaðurinn á Kvennahóli: hverju fólk er hrætt við mig heimsækir Michael Micari, biskup, bónda og einsetumann á Kvennahóli á Fellsströnd mæltu þeysir hann með okkur um húsið og sýnir okkur húsgögn af haugunum, fot í tugatali af haugun- um, bænahjól, smíðuð úr efni af haug- unum, og forláta biskupsstafl eða bagla sem hann hefur sjálfur smíðað og skreytt úr efni sem aðrir hafa hent. Einnig öfluga boga sem hann hefur sjálfur smíðað og segir að megi drepa fíi með. Að minnsta kosti kind. „Ég er hirðusamur að eðlisfari. Ég hef sent ógrynni af fotum, einkum ís- lenskum lopapeysum, til þurfandi fólks í Ameríku en á samt sjálfur margar peysur enn. Þetta kemur allt af haugimum. Ég er alinn upp í fátækt og hef ailtaf þurft að hafa fyrir lifmu og spara og sóun er eitur í mínum beinum. Mér er alveg saman hvað aðrir segja.“ Guð er ekki í sólarlaginu Við stöndum á hlaðinu á Kvenna- hóli og sólin málar gyllta drætti í svört skerin og hvítan ísinn í vogun- um framan við bæinn. Svartir is- bryddir klettar í fjallinu gnæfa yfir bænum eins og veggir. „Náttúran hér er engu lík sem ég hef áður séð. Krafturinn sem stafar úr landinu er engu líkur. Ef ég geng héma upp í mitt fjallið þá fell ég í trans eða íhugunarástand um leið og hef aldrei fundið annan eins kraft. Þeir sem hafa komið hingað og séð sólarlagið falla í stafi. En maður má ekki gera of mikið úr ytri fegurð nátt- úrunnar. Það er ekki Guð. Hann er ekki í sólarlaginu þó það sé fallegt." Frekar álver en kindur Það er því freistandi að spyrja bisk- up hvað honum finnist um áform ís- lenskra stjómvalda um virkjanir og stóriðju á Austurlandi. Eins og sönn- um einsetumanni sæmir hefur biskup aldrei heyrt á það minnst þrátt fyrir 26 sjónvarpsrásir en þegar málið hef- ur verið skýrt út hlær hann ógurlega. „Ég bjó við hliðina á svona álverk- smiðju úti í Washington. Það er engin mengun frá þessu að ráði, svolítil sér- stök lykt. Ég vildi miklu frekar fá svona álver í íslenska náttúm heldur en kindur. Það er vond lykt af kindum og þær vaða yfir allt. Ég hata kindur og vil ekki sjá þær nálægt mér.“ Peningar spilla Micari komst í talsverðar álnir þegar hann fékk ríflegan arf eftir foður sinn sem gerði honum kleift að komast til íslands. En hvers vegna til Islands? „Ég hitti íslenskan sveitapilt, skiptinema í Ameríku, rétt eftir 1960. Við náðum sérstöku sambandi og hann lýsti íslandi þannig fyrir mér að ég heillaðist algerlega. Sér- staða íslands í heiminum, afstaða ykkar til friðar, kvenforsetinn og þessi óviðjafnanlega náttúra. Allt þetta heillaði mig og ég kann vel við kalt loftslag.“ Á Akureyri eignaðist biskupinn vini sem við nánari kynni reyndust honum ekki vel. Sérstaklega verður þar að nefna Lárus Hinriksson nokkum sem seldi biskupi jörð í Öx- arfirði en biskup telur sig hafa ver- ið verulega hlunnfarinn í þeim við- skiptum og hefur áður verið fiallað um það í fiölmiðlum, m.a. DV. „Það urðu mér mikil vonbrigði hvemig þetta fór ailt á Akureyri. Um leið og fólk fer að gruna að mað- ur eigi peninga þá verður allt öðra- visi. Það viil reyna að ná í eitthvað af þessum peningum. Ég hélt að ís- lendingar væra óspilltari og ekki svona nútímalegir.“ Guð er ekki í rúminu Þeir trúa of mikið á kynlíf. Kyn- líf er gott en maður á að þroska sig í gegnum það skeið en ekki sökkva sér niður í það. Guð er ekki í rúm- inu en þið íslendingar tilbiðjið hann þar. Ég hata peninga því þeir spilla fólki. Ég fór frá Ameríku því ég vildi ekki vera ofurseldur þjóðfé- lagi þar sem peningar ráða öllu. Ég sé það í dag að Akureyri var alls ekki eins og ég hélt hún væri. Ég hefði kannski frekar átt að setjast að í Reykjavík eða Sviþjóð. Ég hélt að Reykjavík væri stórborg en nú veit ég að hún er pínulítil. En ég er ánægður þvi ég veit ég er á réttum stað. Mér voru sýndir í draumi fyr- ir mörgum árum bókstafir sem ég hélt að væra búddísk tákn en veit nú að voru stafimir á skiltinu héma við veginn þar sem stendur Kvennahóll.“ Biskup sýnir okkur að lokum gylltu næpurnar sem hann hefur smfðað í samvinnu við laghentan trésmið í Búðardal sem biskup seg- ir að sé eini hugsandi maðurinn í Dalasýslu. Þær eru þrjár talsins, ein á mæni íbúðarhússins og tvær á gamla fiósinu sem er sambyggt við íbúðarhúsið. Næpumar eru úr plasti og tré og draga orku frá guð- unum og veita henni til mannanna og veita yl i hjörtun. Við forum líka frá Kvennahóli með yl í hjarta og bros á vör því hvað sem um Micari biskup og skoðanir hans má segja þá getur hann fengið hvem sem er til að brosa. -PÁÁ Micari segist ekki skilja hvers vegna fólk sé hrætt við sig. Hann hefur orðið fyrir dálitlum vonbrigðum með íslendinga. DV-myndir Teitur m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.