Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 31
ljV LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
I
Nýr Lundúnapassi
fyrir ferðamenn
Ferða-
menn sem
heimsækja
London
geta nú fest
kaup á nýju
afsláttar-
korti. Kort-
ið, sem kall-
: ast London
Pass, veitir
ótakmark-
' aðan að-
gang i neð-
anjarðar-
lestir og
I' strætis-
vagna borgarinnar og aðgang að
yfir 40 söfhum, kvikmyndahús-
um og listagalleríum. Hægt er að
kaupa Lundúnapasann fyrir
einn dag og kostar hann þá 29
pund. Þriggja daga kort kostar 67
Ipund og sex daga kort 118 pund.
Enn frekari afsláttur er veittur
bömum.
Dagpassinn getur sparað fólki
allt að 320 pundum; það er ef
fólki tekst að heimsækja öll söfn-
Ein á einum degi en það hlýtur að
teljast fremur ólíklegt. Meðal
áhugaverðra staða sem passinn
gildir á er Alexander Fleming
Laboratory safnið þar sem pen-
isilínið var fundið upp, heimili
Charles Darwins í Bromley, Gu-
ards-safnið í Buckingham og
Saatchi-safnið í Primrose Hill.
Þá getur fólk notað passann í
skoðunarferðir um The Tower of
London og Greenwich við
Thames-ána. Að lokum er vert
að minnast á hjólreiðaferðir og
þrjár reglulegar skoðunarferðir
um borgina auk gönguferðar á
vegum Stepping Out Walks. Það
er því af nógu að taka þegar
Lundúnapassinn er annars veg-
ar og áhugasamir geta kynnt sér
hann betur á slóðinni
www.londonpass.com á Netinu.
Indíánar í París
Stærsta listsýning á verkum
amerískra indiána frá öndverðu
f stendur nú yfir í Paris. Á sýning-
h unni, sem er að finna í Mona
Bismarck Foundation, gefur að
líta yfir 120 muni frá því
snemma á þessari öld og þeirri
f nítjándu. Meðal merkra muna
má nefna aldagamla körfu sem
er skreytt yfir 80 þúsund sauma-
/ sporum og þrátt fyrir leit hafa
engin mistök fundist á hand-
'?í verkinu. Það tók eitt ár að búa
f; körfuna til og þykir líklegt að
I hún seldist á ekki minna en eina
milljón dollara væri hún fól.
Nudd og slökun hafnað
Einn af stórtækari eigendum
vændishúsa í Amsterdam, Theo
Heuft, hefur ítrekað reynt að fá
leyfi til að opna „slökunarstofu"
á Schiphol-flugvelli. Flugvallar-
yfirvöld vilja hins vegar ekki
gefa Heuft starfsleyfi og segja
starfsemi hans í Amsterdam
Iekki samrýmast stefnu flugvall-
arins. Þetta þykir vændiskóngin-
um undarlegt í ljósi þess að á
flugvellinum er til dæmis rekið
f spilaviti. Það sem vakir fyrir
Heuft er að opna útibú í anda
i þeirra staða sem hann rekur og
kallar Yab Yum. Hugmyndin er
að bjóða þreyttum flugfarþegum
upp á nudd og ljúffengar veiting-
ar, á aðra þjónustu hefur ekki
■5 verið minnst. Heuft hefur nú
höfðað mál á hendur Schiphol og
Imun líklega vitna til nýrra laga í
Hollandi sem fela í sér að rekst-
ur pútnahúsa er nú löglegur í
landinu.
(ferðir
Kjötkveðjuhátíð í Feneyjum:
Dulúðin heillar ferðamenn
B
Menningarmiðstöðin
Gerðu berg
Sunnudagur. 6. febrúar
Styrkir
til úrbóta í umhverfismálum
Á þessu ári mun Ferðamálaráð íslands úthluta
styrkjum til úrbóta í umhverfismálum á
ferðamannastöðum á Suðurlandi, Vesturlandi
og Vestfjörðum
^ Úthlutað verður til framkvæmda á vegum einstaklinga,
fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga sem stuðla
að verndun náttúrunnar jafnframt bættum aðbúnaði
ferðamanna.
^ Kostnaðaráætlun þarf að fylgja með umsókn, svo og
önnur skilgreining á verkinu.
^ Nauðsyntegt er að einn aðili sé ábyrgur fyrir verkinu.
Gert er ráð fyrir að umsækjendur leggi fram fjármagn.
efni og vinnu til verkefnisins.
^ Verkefnin stangist ekki á við gildandi skipulag og séu
unnin í samráði við sveitarfélög.
^ Styrkir verða ekki greiddir út fyrr en framkvæmdum og
úttekt á þeim er lokið.
^ Styrkþegum gefst kostur á ráðgjöf hjá Ferðamálaráði
vegna undirbúnings og framkvæmda.
^ Nánari upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi í s. 461 2915.
Umsóknum ber að skila á eyðublöðum sem fást á
skrifstofu Ferðamálaráðs og þurfa þær að berast fyrir
10. mars 2000.
Ferðamálaráð íslands
Strandgötu 29 • 600 Akureyri d
w
Gott útsýni er til allra átta úr Lundúnaauganu sem staðsett er við Thames-
ána spölkorn frá þinghúsinu. Símamynd Reuter
Lundúnaaugað:
Loks á fulla ferð
Nýja Parísarhjólið í London, sem
innfæddir kalla Lundúnaaugað og
er víst stærsta hjól heims, tók loks
að snúast í vikunni eftir mánað-
arseinkun. Það tók tvö þúsund
manns marga mánuði að smíða og
setja hjóliö upp. Hjólið átti að verða
skrautfjöður í hátíðarhöldunum um
síðustu áramót en hætt var við að
setja hjólið af stað þá vegna bilunar
sem fannst í bremsubúnaði.
Vonir standa til að Lundúnaaug-
að eigi eftir að njóta vinsælda með-
al ferðamanna enda í boði afspymu-
gott útsýni yfir ána Thames og mið-
borgina. Þá ætti veður ekki að hafa
hamlandi áhrif því farþegar standa
meðan á ferðinni stendur í einni af
32 glerkúlum hjólsins.
Gert er ráð fyrir að Lundúnaaug-
að verði komið á fulla keyrslu í
byrjun næsta mánaðar og á þá að
geta flutt 15 þúsund manns á dag.
Vinsældir hjólsins eiga þó alveg eft-
ir að koma í ljós en búist er við að
minnsta kosti þremur milljónum
gesta á þessu fyrsta ári. Þá er gert
ráð fyrir að Lundúnaaugað verði að
minnsta kosti í fimm ár á þessum
stað en eftir það er líklegt að það
verði flutt annað.
kl. 15.00
INGVELDUR ÝR
endurtekur sönggjörning á
sýningunni
þetta vil ég sjá
*
kl. 20.00
LJÓÐATÓNLEIKAR
Einsöngslög Sveinbjörns
Sveinbjömssonar í flutningi
Signýjar Sæmundsdóttur,
Bergþórs Pálssonar og
Jónasar Ingimundarsonar.
Aðgangseyrir kr. 1000,-
Askrifendur
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV
o\\t milH him/n*
Smáauglýsingar
550 5000
Hin árlega kjötkveðjuhátið í
Feneyjum hefst þann 29. þessa
mánaðar og stendur í viku. Hátíð-
in laðar ávallt að sér þúsundir
ferðamanna sem vilja upplifa
magnaða stemningu á staðnum
sem sumir kalla þann rómantís-
kasta á jarðríki. Kjötkveðjuhátíðin
slagar oftast hátt í aðsókn yfir
sumartímann og flest hótel eru að
verða fullbókuð.
Kjötkveöjuhátíðin í Feneyjum
byggist á fornri hefð, en hún var
fyrst haldin snemma á 17. öld. Þá
stóðu hátíöarhöldin jafnan í tvo
mánuði; hófust á öðrum degi jóla
og stóðu fram yfir öskudag. Vin-
sældir hátíðarinnar tók að þverra
þegar leið á 19. öldina samhliða
hnignun borgarinnar. Hátíðin var
ekki svipur hjá sjón og minnstu
munaði að henni yrði endanlega
kastað fyrir róða í seinni heims-
styrjöldinni. Svo fór þó ekki en
fram til ársins 1979 þótti lítill brag-
ur á henni. Þá tóku aðkomumenn í
Feneyjum upp á því að endurvekja
hina fomu hátíð og síðan hafa vin-
sældir hennar farið vaxandi með
hverju árinu.
Grímuklæddir borgarbúar og
ferðamenn eru á hverju strái á
meðan á hátíðinni stendur en það
það þótti mikill kostur i öndverðu
og var þá sagt að aðeins á hátíð-
inni gætu menn af háum og lágum
stigum talast við á jafnræðisgrund-
velli. Skrautlegir grímubúningar
og reglulegar
flugeldasýn-
ingar sveipa
borgina mik-
illi dulúð sem
heillar ferða-
menn. Borg-
arbúar eru
hins vegar
ekki allir
jafnhrifnir af
þungum
straumi
ferðamanna á
hátíðina og æ
fleiri flýja
beinlíns
heimili sín á
þessum árs-
Þaö styttist óðum í kjötkveðjuhátíðina í Feneyjum. Það má
búast við aö feröamenn skipti þúsundum sem flykkist til
borgarinnar í þeim tilgangi aö berja augum hiö stórkost-
lega sjónarspii hátíöarinnar.
Kjötkveöjuhátíöin í Feneyjum bygg
ist á fornri hefö.
tíma.
Á Netinu er hægt að lesa um
hátíðina á slóðinni
http://www.camivalofven-
ice.com/uk/.