Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Page 56
Bæjarlind 18 - 200 Kopavogi sími 564 2100 Netfang: midjan@mmedia.is SYLVANIA Veðrið á sunnudag: Veðrið á mánudag: Léttskýjað norðaustanlands Kólnar um allt land Á sunnudag verður suðvestanátt, 10-15 m/s og slydduél sunnan og vestan til en léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 3 stig. Á mánudag verður suðvestanátt, 8-13 m/s og él sunnan og vestan til en léttskýjað á Norðausturlandi. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 57. pleitur matur í hádeg/no á góðu verði. Sunnudagur ^’2(3 r* o_ •T* V Mánudagur ISUZU 159 hestöfl Sjálfskiptur Fékk á sig brotsjó Andvari frá Vestmannaeyjum kom til hafnar í Reykjavík í fyrradag eftir að hafa fengið á sig brotsjó á leiðinni á Flæmska hattinn siðastliðinn þriðjudag. Að sögn Bjöms Þórs skip- stjóra urðu nokkrar skemmdir, brú skipsins skekktist, gluggi brotnaði og sjór flæddi inn í brú. Var skipið sam- bandslaust þannig að skipverjar sendu neyðarskeyti en siglingatæki voru að mestu í lagi. Skipverjar voru þó aldrei í hættu. -hdm Unnið var aö viögeröum á Andvara frá Vestmannaeyjum en skipið fékk á sig brotsjó á þriöjudag á leiöinni á flæmska hattinn. DV-mynd S Bíll féll 44 metra niður Óshlíð Bíll ók út af við Óshlíð í svokall- aðri Seljadalsófæru á ísafirði seinnipartinn í dag. Samkvæmt lög- reglunni á ísafirði lenti bíllinn á ískrapi á veginum með þeim afleið- ingum að ökumaður missti stjóm á bílnum og féll hann 44 metra niður hlíðina. Þrír voru í bílnum, en meiddust ekki. Tveir lögreglumenn eru á staðnum og bíða þess að draga bílinn upp. -ja Án belta í Kópavogi Nærri þrír af hverjum tíu reynd- ust án bílbelta í könnun sem Lög- reglan í Kópavogi gerði í gær. Alls vora nærri 800 bílar athugaðir en enginn var þó sektaður. Lögreglan hyggst hins vegar taka á þessu ástandi, sem hún lýsir sem sorg- legu, á næstunni. -GAR Nítján hross köfnuöu þegar eldur kom upp í hesthúsi á félagssvæöi Haröar í Mosfellsbæ í gær. Myndin var tekin þegar unn- iö var að því aö taka þau út úr hesthúsinu og koma þeim á pall vörubifreiöar. 5 hestar eru meö reykeitrun. Hafin er fjársöfnun til styrktar Elíasi Þórhallssyni, eiganda hestanna, en þeir voru ótryggöir. Sjá nánar á bls. 2. DV-mynd Hilmar Þór Skipaður hefúr verið sérstakur til- sjónarmaður með fóðran hrossa að Ánastöðum í Hraunhreppi á Mýrum. Ekki þótti ástæða til frekari aðgerða eftir athugun á ástandi hrossanna í gær. Þá fóm um landareignina héraðs- dýralæknir, ráðunautur Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar, sveitarstjóri, forðagæslumaður, eigandi jarðarinnar o.fl. Þeir töldu hrossin og tóku ákvörð- un um ráðstafanir í framhaldi af því. Eigandi jarðarinnar hefur verið með allmörg hross í hagagöngu í vet- ur. Fyrir nokkm kom upp að fóðrun og ástand þeirra væri ekki nógu gott. Eigendur þeirra hafa verið að sækja þau undanfama daga. Sjálfúr á eigandi jarðarinnar 25 hross. Að sögn Gunnars Gauta Gunnarssonar héraðsdýralækn- is þurfa fimm þeirra aðhlynningu. Þau verða tekin á sérstaka gjöf. „Annars era hrossin í þokkalegu standi, að vísu aflögð, en okkur fannst ekki ástæða til frekari aðgerða,“sagði Gunnar Gauti. „Eigandinn er ekki heylaus, en hefúr ekki verið með nógu gott hey. í sam- ráði við sveitarstjóm verður honum útvegað betra hey. Forðagæslumaður mun síðan verða umsjónarmaður með fóðrun hrossanna." -JSS Kaupa 10% fyrir 1.500 milljónir í Samherja: - og Samherjafrændur styrkja stööu sína Fjárfestingarfélög Bónusfeðga hafa keypt 9,66% hlut í Samheija og Fjörður ehf., fjárfestingarfélag aðal- eigenda Samherja, bræðrasonanna Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, hefur keypt 2,91%. Bréfln voru hluti 21,6% hlutar í félaginu sem Kaup- þing keypti af Þorsteini VilheLms- syni á um 3.150 milljónir króna. Kaupþing á enn um 8% í Sam- herja en mun hafa í hyggju að halda að sér höndum með frekari sölu á bréfunum. Bónusfeðgar hafa greitt um ná- lægt 1.500 milljónum króna fyrir þau 9,66% sem þeir keyptu í gær og Samheijafrændur hafa væntanlega greitt nálægt 450 milljónum fyrir sinn hlut. „Við erum alveg sáttir við það. Það er það verð sem markaðurinn býður,“ segir Kristján Vil- helmsson en ekki náðist í Jón Ás- geir Jóhannes- son, sem stýrir fjárfestingarfélögum Bónusfeðganna. Kristján hins vegar fagnar nýjum meðeiganda: „Mér líst ágætlega á þá og hlakka til að vinna með nýjum aðilum.“ Að meðtöldum þeim 6% sem Fjörður á nú í fé- laginu ráða Sam- heijafrændumir tveir nú yflr um 43% í fyrirtæk- inu. Jón Asgeir Jóhannesson. Kristján Vilhelmsson. Gengiö lækk- aði í gær Kristján segir bréfln hafa verið góðan fjárfestingarkost. „En auðvit- að em þetta skilaboð um það lika að við eram að styrkja stöðu okkar í fyrirtækinu," segir hann. „Það er vont að missa góða menn en það kemur alltaf maður í manns stað. Til lengri tíma tel ég að það ætti ekki að skipta sköpum," segir Kristján um brotthvarf Þorsteins bróður hans frá Samheija. Hann vill ekkert segja um ástæður þess að Þorsteinn valdi að yfirgefa fyrirtæk- ið. „Það er hann sem hættir og það er hann sem verður að segja til um það ef hann vill meina að það séu einhverjar sérstakar ástæður aðrar en að skipta um umhverfi," segir Kristján aðeins. Gengi bréfa Samherja lækkaði nokkuð á Verðbréfaþingi í gær og var 10,2 í lok dags en Þorsteinn Vil- helmsson seldi bréf á þriðjudag á genginu 10,6. -GAR i Bonusfeðgar i utgerö t é FÆR MAÐUR FA AFSLÁTT AF ÝSUNNI? LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 Ánastaðir á Mýrum: Úttektá ástandi hrossa -tilsjónarmaður skipaður FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert ] fréttaskot, sem birtist eöa er notaö t DV, j greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö | í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar i er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan j sólarhringinn. 1550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.