Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000
FTMMTUDAGUR 2. MARS 2000
23
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjðlfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift:
Þverholti 11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, s!mi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjöimiðlun hf.
Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Þér var nœr
Enn einu sinni hefur nýr keppinautur á markaöi orðið
að lúta i lægra haldi fyrir þeim, sem fyrir var. íslandsflug
hefur hætt samkeppni við dótturfélag Flugleiða, sem gat í
skjóli móðurfélagsins þolað samkeppni um verð, þvi að of
margir flugfarþegar tóku ekki þátt í leiknum.
Þegar íslandsflug kom til skjalanna, lækkaði verð í inn-
anlandsflugi. Þegar það er horfið af samkeppnisleiðum,
má búast við, að verð fari smám saman að hækka aftur.
Fljótlega verður dýrara að fljúga innanlands en til út-
landa, þar sem samkeppni er hafin á nýjan leik.
Við höfum oft séð þetta gerast. Nýir aðilar koma til
skjalanna í ástandi einokunar eða fáokunar og bjóða nið-
ur verð, almenningi til hagsbóta. Gamli aðilinn notar auð
sinn til að jafna verðið og bíður síðan þolinmóður eftir
því, að samkeppnisaðilinn gefist upp.
Leikurinn jafnast ekki, af því að íslendingar láta ekki
nýja aðilann njóta þess, að hann leiddi inn lága verðið.
Þeir fagna því, að gamla fyrirtækið þurfi að lækka verðið
og halda áfram að skipta við það. Þetta leiðir til þess, að
þeir fá gamla, háa verðið í hausinn aftur.
Áður hafa misheppnazt tilraunir til samkeppni í innan-
landsflugi og millilandaflugi, í vöruflutningum á landi og
á sjó, í tryggingum og olíuverzlun. Það stafar af því, að ís-
lendingar halda tryggð við kvalara sína og gera þeim
kleift að sitja af sér tímabundna samkeppni.
Þar sem borgaraleg hugsun er ákveðnari en hér, svo
sem í Bandaríkjunum, neita menn að gerast þrælar gam-
alla stórfyrirtækja. Þar tekst nýjum fyrirtæknum oft að
ryðja sér til rúms með lágu verði, af því að þar flytja hlut-
fallslega miklu fleiri viðskipti sín en gerist hér.
í þetta blandast byggðastefna úti á landi og þjóðleg
stefna í þéttbýli. Dæmigerð er Akureyri, sem er fræg fyr-
ir að hafna fyrirtækjum að sunnan, er flytja með sér lágt
verð. Þau fá lítil viðskipti og flýja af hólmi, en Akureyr-
ingar sitja eftir með háa og heimagerða verðið.
ísland er svo lítið hagkerfi, að óeðlilega mikill hluti
verzlunar og þjónustu er á gráu svæði milli fákeppni og
fáokunar, þar sem þrjú eða færri fyrirtæki skipta með sér
nærri öllum markaði á hverju sviði. Fákeppni breytist í
fáokun og fáokun breytist í einokun.
Á síðustu misserum hefur fákeppni í smásöluverzlun
verið að breytast í fáokun. Fyrirtæki hafa sameinazt og
blokkirnar hafa tekið upp samráð um verð. Þetta heftur
leitt til þess, að verðbólga hefur látið á sér kræla á nýjan
leik og er nú orðin tvöföld á við evrópska verðbólgu.
Stjórnvöld hafa engin tæki til að grípa inn í og gæta
hagsmuna almennings. Menn verða að læra af reynslunni
að bjarga sér sjálfir. Aðeins lítill hluti fólks tekur þátt í að
halda uppi samkeppni og halda niðri verði með að flytja
viðskipti sín til nýrra aðila með lágt verð.
Aðferðin gegn fáokun og einokun er einfóld. Rómverska
og brezka heimsveldið beittu henni. Hún felst í að deila og
drottna, styðja þá litlu gegn hinum stóra. Ef einhver
hinna litlu verður stærstur, færist aðferðin yfir á hann.
Þetta er leiðin til að halda uppi virkri samkeppni.
Aðferðin felst í, að menn styðja alltaf þá, sem eru nýir
og minni máttar, og hafna viðskiptum við þá, sem eru ráð-
andi á hverjum markaði hverju sinni. Þannig héldu Bret-
ar jafnvægi á meginlandi Evrópu öldum saman og þannig
halda neytendur uppi sívirkri samkeppni.
íbúar Akureyrar, Vestmannaeyja, Egilsstaða og svæð-
anna umhverfis höfðu i hendi sér að halda uppi sam-
keppni í flugi, en neituðu sér um það. Þér var nær.
Jónas Kristjánsson
DV
Skoðun
Draumar um Hlíðarfiall
„Nú hillir undir að draumahugmynd hans um kláfferju eða
svifbraut upp Hlíðarfjall frá Skíðastöðum ofan Akureyrar
og veitingastað í brún fjallsins geti orðið að veruleika. “
Ég dáist mjög að athafna-
semi Sveins Jónssonar ferða-
málafrömuðar á Ytra-Kálfs-
skinni á Árskógsströnd. Þótt
hann telji fyrir löngu langt
umfram æsku að aldri, er
hann sífellt að gjósa hug-
myndum um nýmæli í sinni
grein á seinni áratugum,
ferðaþjónustunni. Með konu
sinni og afkomendum hefur
hann áorkað miklu, en ekki
ætíð meö öðrum atbeina.
Nú hillir undir að drauma-
hugmynd hans um kláfferju
eða svifhraut upp Hlíðarfjail
frá Skíðastöðum ofan Akureyrar og
veitingastað í brún fjallsins geti orðið
að veruleika. Það hefur tekið tímana
tvenna að vekja áhuga á hugmyndinni,
en aldrei gafst Sveinn upp og hefur náð
því að virkja víðtækari áhuga á henni
en öðrum eigin hugmyndum áður.
Ofan Akureyrar
Fyrir rúmlega 30 árum skaut upp
kollinum á Akureyri hugmynd í sama
dúr, um að nýta Hlíðarfjall og Vind-
heimajökul, sem er skammt ofar, í
þeim tilgangi að útbúa heilsárs skíða-
og útivistarsvæði fyrir ævintýraþyrsta
ferðamenn hvaðanæva að,
fremur þó en eUa þá í efnaðri
kantinum. Þetta svæði átti að
tengjast heimsskautsbaugn-
um um Grimsey, nátt-
úruperlunni Mývatnssveit,
æfmgasvæði tunglfara við
Öskju og mannlífinu á Akur-
eyri og þessum framandi
norðurslóðum í hugum
flestra annarra en okkar
sjáifra.
Hugmyndin fæddist eftir
heimsókn þriggja Banda-
ríkjamanna, umsvifamikUs
skíðasvæðaeiganda, konu
hans, sem var þekktur ferðadálkahöf-
undur, og fuUtrúa í vetrarólympíu-
nefnd Bandaríkjanna. Þau komu norð-
ur og kynntu sér aUar aðstæður eftir
atvikum mætavel á nokkrum dögum.
Skíðasvæðaeigandinn sendi síðan hug-
mynd til Akureyrar um hugsanlega
langtímaleigu á aðstöðu ofan bæjarins,
sem féU ekki í frjóan jarðveg. Ög því
fór sem fór án þess að Akureyringar
kynntu sér málið frekar.
Hugmyndin sem dó
Bandaríkjamennirnir þóttust sjá
marga afar sérstæða möguleika, ekki
síst fyrir efnaða landa sína og aðra líkt
stadda, sem sæktust eftir nýjum afar
sjaldgæfum eða einstökum heimssvæð-
um tU þess að heimsækja, án þess þó
að slaka um of á kröfum sínum um æv-
intýrin í eða sem næst mannabyggð-
um. Hugmyndin sem kom og dó var á
þessa leið: Kjarninn átti að vera heUs-
ársaðstaðan á Akureyri. Byggt yrði
lúxushótel við hliðina á Sjálfstæðishús-
Herbert
Guðmundsson
framkvæmdastjóri
Nestors, kynningar- og
ráöstefnuþjónustu
Endurreisn Reykjavíkur
Daginn sem DV kynnti tillögur
Samtaka um betri byggð að skipu-
lagsþróun Reykjavíkur vestan
EUiðaáa til næstu 40 ára skrifaði
Jónas Kristjánsson leiðara þar sem
hann styður þá útbreiddu skoðun
að ReykjavíkurflugvöUur sé tíma-
skekkja á núverandi stað og borg-
inni beri að endurheimta Vatns-
mýrina en hann varar við tillögum
samtakanna um þétta miðborgar-
byggð á flugvaUarsvæðinu. Ræðum
málið.
Herkostnaður
Samtök um betri byggð voru stofnuð
fyrir rúmu ári. Markmiðið er að stuðla
að opinni og lýðræðislegri umræðu um
skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins á
grundveUi reynslu og þekkingar með
langtímamarkmið og framtíðarsýn fyr-
ir augum. Slíka umræðu hefur sárlega
skort á meðan Reykjavík hefur þanist
út yfir gríðarlegt landUæmi aUt frá
stíðslokum. Hinn dreifða byggð kaUar
á stöðugt meiri bílaeign sem er einn
stærsti liðurinn í „herkostnaði" heim-
ilanna og almenningssam-
göngur fá ekki þrifist. Það er
langt á miUi heimUis, vinnu-
staða og þjónustusvæða.
Gamli miðbærinn, þar sem
vagga Reykjavíkur stendur
,er að veslast upp eins og
dæmin sanna. I nýútkominni
Árbók Reykjavíkur benda töl-
ur tU aö póstnúmer 101 sé að
breytast í láglaunahverfi.
Hver matvöruverslunin á
fætur annarri lokar á nefið á
okkur íbúunum, þjónustu-
stofnanir hverfa, íslandspóst-
ur skerðir afgreiðslutíma, síðasti bank-
inn í Bankastræti er farinn, bakaríum,
barnafataverslunum og flskbúðum
fækkar, Vogue, Skólavörðustíg yfirgaf
okkur sl. sumar, ef okkur langar í
rauðvín er Rikið að vísu enn tU staðar
í Austurstræti en steikina með víninu
verðum við að sækja í önnur hverfi.
í gamla miðbænum er hvergi hægt
að kaupa ferska kjötvöru yfir disk tU
hátíðabrigða. Þannig er ástandið á
menningarborgarárinu 2000. Það er
stöðugt verið að höggva í rætur borg-
armenningarinnar.
Öfugþróun verði snúið við
TölfræðUeg rök og víðtæk reynsla
erlendis frá sýna fram á að siíkri öfug-
þróun verður ekki snúið við nema með
því að þétta byggðina á ný. Það má
gera með landfyUingum yfir í næstu
sker og eyjar á næstu 40-50 árum eða
og með því sem liggur beinast við end-
urheimta flugvaUarsvæðið undir nýja
miðborgarbyggð.
Þar hafa flumálayfirvöld með sam-
þykki borgarstjómar því miður hafið
framkvæmdir við að byggja nýjan og
fullkominn flugvöU sem er fjölþætt og
alvarleg ógnun við framtíðar-
heUl borgarbúa auk þess að
vera brot á núgUdandi lögum
um umhverfismat frá 1993.
Nýir flugveUir eiga að sæta
umhverfísmati samkvæmt
lögum.
Yfirvöld brugöust
Með útúrsnúningi laganna
hafá yfirvöld samgöngumála
komið sér undan umhverfis-
mati með fuUtingi umhverf-
isráðherra en Reykjavíkur-
borg kynnti framkvæmdina í
Uflu anddyri Borgarskipulags í einn
mánuð sl. vor sem breytingu á
deUiskipulagi. Það stórmál sem hér
um ræðir og stýrir skipulagsþróun höf-
uðborgarsvæðisins næstu áratugi ef
ekki öld var því meðhöndlað af stjóm-
völdum eins og um væri að ræða mein-
litla breytingu á gatnamótum eða end-
urbætur á gömlu húsi.
Sú mikla umræða sem farið hefur
fram um umdeUdasta flugvöU lands-
ms, m.a fyrir tUstUli Samtaka um
betri byggð, hefur því aö miklu leyti
átt sér stað eftir að æðstu menn höfðu
tekið ákvarðanir um nýbyggingu
hans í háborgum valdsins við Austur-
vöU og Tjörnina í félagi við flug-
furstana en án samráðs við borgar-
búa. Úr því verður að einhverju leyti
bætt með atkvæðagreiðslu í ár um
framtíð vaUarins eftir 2016.
Möguleikar á endurreisn Reykja-
víkur liggja í því að miðstöð innan-
landsflugsins verði flutt og svæðið
rýmt fyrir lífvænlegri og glæstri mið-
borg í beinum tengslum við hina upp-
runalegu byggð og hjarta samfélags-
ins.
Steinunn Jóhannesdóttir
„Möguleikar á endurreisn Reykjavíkur liggja í því að
miðstöð innanlandsflugsins verði flutt og svœðið rýmt
fyrir lífvœnlegri og glœstri miðborg í beinum tengslum
við hina upprunalegu byggð og hjarta samfélagsins. “
Með og á móti
Á hærra plan
Það er mjög já-
kvætt fyrir liðið
að fá úUendmg og
þar meö liðstyrk
því viö erum orðnar fáar eftir
að hafa misst bæði Helgu Þor-
valdsdóttur og Lindu Stefáns-
dóttur í slæm hnémeiðsl. Báð-
ar eru þær leikstjómendur og
við erum í raun að fá tíunda
leikmanninn aftur inn. Það er
jákvætt fyrir íþróttina að fá
stelpu inn sem getur hjálpað
okkur upp á hærra plan. Ég er viss um
að það koma fleiri áhorfendur með
þessum nýja leikmanni og að þetta
auki sjálfstraustið í liðinu og
að það eigi eftir að gera mun
fleiri góða hluti en slæma.
Limor Mizrachi var einstök
þegar hún kom í fyrra, áhorfið
á leikjum okkar jókst til mik-
iila muna og umræðan um
kvennakörfuna líka og við gát-
um komið þessari athygli yfir
á framfarir hjá okkur. Mér
finnst þetta skipta mjög miklu
máli fýrir okkur að fá inn leik-
stjómanda í erfiða leiki fram
undan enda við líka orðnar vanar frá
því í fyrra að hafa einhveija til að
stjóma leik liðsins.
Guöbjörg
Noröfjörö
fyrirliOi KR i
1. deild kvenna
Erlend kona hjá KR
Ástæðulaust
Ég hafði hlakk-
að mikið til þess
að sjá KR og
Keflavík kljást
um titilinn í 1. deild kvenna
í körfubolta í vetur án er-
lendra leikmanna. Því mið-
ur verður mér ekki að ósk
minni þar sem KR hefur
ákveðið að fá sér nýjan er-
lendan leikmann. 24 stiga
sigur KR á Keflavík í deild-
arleik liðanna um daginn sýndi að
KR-liðið þarf ekki á þesum erlenda
leikmanni að halda. Og allar afsak-
anir um meiðsl leikmanna eru lítt
trúverðugar því búið var að
ákveða þetta þegar Linda
Stefánsdóttir meiddist og
KR-ingar hafa leikið án
Helgu Þorvalds-dóttur í all-
an vetur.
Fái Keflvíkingar sér betri
erlendan leikmann gætu KR-
ingar verið að kasta frá sér
titlinum og þetta lýsir að
mínu mati ákveðinni ör-
væntingu hjá þeim eftir von-
brigði liðsins I undanúrslitaleikn-
um gegn Keflavík í bikarkeppninni.
En að mér finnst að ástæðulausu.
Karl Jónsson
þjálfari KFÍ í 1.
deild kvenna
KR hefur ákveðiö að styrkja lið sitt með nýjum erlendum leikmanní fyrir úrslitakeppnina í 1. deild kvenna í körfubolta en KR og Keflavík hafa háö haröa
baráttu um efsta sæti deildarinnar í vetur og eru bæöi yfirburöaliö þar. KR er svo gott sem þegar búiö aö tryggja sér deildarmeistaratitilinn.
inu - Sjallanun, en þar var þá laust
svæði til þess. Komið yrði upp eintein-
ungsbraut/hraðferju á súlum frá
Grísabóli að Vindheimajökli.
Skíðasvæðin jafnt i Hlíðarfjalli og á
Vindheimajökli yrðu útbúin eftir þeim
kröfum sem þá voru gerðar til slfkra
svæða í Bandaríkjunum og nytu fram-
leiðslu á gervisnjó eftir þörfum. Teng-
ingin við Grímsey, Mývatnssveit og
Öskju átti síðan að vera eftir atvikum
jafngild ástæða til þess að mæta á
svæðið eða viðbótarkostir.
Hugsað á heimsvísu
Á 30 árum hafa skapast margfalt
fleiri möguleikar til þess að nýta fjöl-
þjóðlega þekkingu, fé og framtak í
ferðaþjónustu. Island er nánast
ónumið sem einstakt ferðamannaland,
hvað þá Akureyri, Eyjafjörður og
Norðurland, fyrir milljónir ævintýra-
þyrstra, efnaðra jarðarbúa. Samt er
það ekki 30 árum of seint að leggja ríka
heiminn að fótum sér í miklum mæli á
þann litla mælikvarða sem okkur dug-
ir - með aðild þeirra útlendinga sem
kunna til slíkra verka og hafa til þess
aura og æði að leggja í gróðavænlegan
rekstur fyrir báða.
Herbert Guðmundsson
Hótelskóli að
Laugarvatni
„Ég er viss um að hótelskóli að
Laugarvatni hefði staðið undir sér
og meira en það.
Þama var hús-
næðið með stóru
eldhúsi og heima-
vist. Þama var að-
staða til að kenna
því fólki sem
hugðist vinna við
þjónustustörfin.
Mér skilst að aldrei hafi jafnfáir
matreiðslu- og framreiðslumenn út-
skrifast og núna. Verst að fæstir
vilja koma inn i fagið. Þeir fara
heldur fram hjá þjónustustörfunum
og velja sér fóg í háskóla... Það er
ekki nóg að hafa stjómendur á bak
við, það er fólkið sem kemur fram
og veitir þjónustuna sem skiptir
máli.“
Einar Olgeirsson, fyrrv. hótelstjóri,
í viðtali við Mbl. 29. febrúar.
Stormviövörun
„Það kæmi mér verulega á
óvart ef niður-
staða formanna-
fundarins yrði
ekki sú að boðað-
ar verði aðgerðir
til þess að þrýsta
á samningsgerð-
ina. Ef ekkert
gerist í okkar
málum alveg á næstunni fæ ég
ekki annað séð en að það kalli á
harðar aðgerðir."
Hervar Gunnarsson, varafornnaður
VMSÍ, í Degi 1. mars.
Kaupmáttur meiri
„Ég trúi því að verkalýðshreyf-
ingin hafl öðlast víðari sýn á
launabaráttuna
en að fara í verk-
fóll sem aldrei
hafa skilað laun-
þegum neinu
nema tapi þegar
upp er staðið. Nú
er komið á ann-
an áratug síðan
hér hafa orðið einhverjar verk-
fallsdeilur....Frá 1995 hefur síðan
ríkt mikið vaxtarskeið í kaup-
mætti i landinu, þannig að tekist
hefur að eyða öllum kaupmáttar-
samdrætti þessara kreppuára og
byggja ofan á hann, þannig að
kaupmátturinn i landinu er meiri
en nokkru sinni áður. Til að varð-
veita þetta hljóta menn að semja í
friði.“
Víglundur Þorsteinsson,
forstjðri í Degi, 1. mars.
Jorð kallar Mars...
■Heynr þu tú mín??
<D ‘39 6»StonGloí6
PvST-gy LA TIKXfe^iYNp
Sturluhnútar í umferðinni
Á undanfornum vikum
hefur mikið verið rætt um
umferðarmál í borginni. Til-
efnið er að sjálfsögðu sá vax-
andi vandi umferðarkerfis-
ins sem aukinn fjöldi bif-
reiða hefur haft í fór með sér
og borgarbúar finna svo
glöggt fyrh. Sjálfstæðismenn
hafa í umræðunni einkum
beint spjótum sínum að full-
trúum Reykjavíkurlistans og
telja þeir vafalaust að nú sé
lag og að nýta verði ástandið
til að koma höggi á fjendur
sína í borgarstjórn.
Niðurskuröur ráðherra
Máiflutningur sjálfstæðismanna í
þessum efnum er því miður ekki
málefnalegur. Vandamálin í gatna-
kefi borgarinnar eru fyrst og fremst
á helstu stofnbrautum, svokölluðum
þjóðvegum í þéttbýli. Á undanföm-
um árum hefur burðargeta þeirra
engan veginn vaxiö í samræmi við
stöðuga fjölgun bifreiða á svæðinu.
Fjármögnun þessara nauðsynlegu
framkvæmda er í höndum ríkis-
valdsins og sú staðreynd liggur fyrir
að eina ástæðan fyrir takmörkuðum
framkvæmdum við þessar stofn-
brautir er takmarkað íjármagn frá
samgönguráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins.
Nýjasta framlag samgönguráð-
herra Sjálfstæðisflokksins tii úrbóta
á stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæð-
isins birtist í fjárveitingum ársins
2000. í stað þeirra 11 hundruö millj-
óna sem áður hafði verið lofað var
hnífnum brugðið á loft og framlagið
skorið niður um ríflega 460 milljón-
ir. Þar við bætist að 350 milljónir af
því sem eftir stendur munu renna
beint til greiðslu á framkvæmda-
halla síðasta árs.
I stað þeirra 1900 milljóna sem
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu
telja lágmark til nauðsynlegustu
framkvæmda við þjóðvegi svæðisins
munu því um 280 milljónir renna til
þessara arðbærustu framkvæmda
vegakerfisins. Upphæðin dugar tæp-
lega fyrir einum mislægum gatna-
mótum og mun því lítið vigta í
bættri umferðarmenningu á kom-
andi misserum. Forgangsröðun Sjálf-
stæðisflokksins blasir þvi við.
tafa sem vegfarendur
verða í vaxandi mæli fyrir
megi rekja beint til
Reykjavíkurlistans. Sönn-
un þess segja þeir vera af-
stöðu hans til tillögu sjálf-
stæðismanna um mislæg
gatnamót Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar.
Eins og áður hefur verið
rakið virðast nauðsynleg-
ar framkvæmdir við
helstu stofnbrautir höfuð-
borgarsvæðisins fjarlægur
draumur á meðan ráðherr-
ar Sjálfstæðisflokksins ráðstafa fjár-
magni til vegamála.
Tafarlaus ákvörðun borgarinnar
um byggingu mislægra gatnamóta á
umræddum stað myndi því engu
breyta í bráð. Fjármagnið er ekki til
staðar, því miður. Þar við bætist að
ítrekað hefur komið fram hjá núver-
andi borgarfulltrúum Reykjavíkur-
listans að endanlegar ákvarðanir
Hrannar Björn
Arnarsson
borgarfulltrúi
í Reykjavík
hafa enn ekki verið teknar um
heppilegustu umferðarlausnirnar á
þessum stað. Sjálfur tel ég mislæg
gatnamót á mótum Miklu- og
Kringlumýrarbrautar sterklega
koma til greina en slík ákvörðun
verður ekki tekin ein og sér, úr sam-
hengi viö aðrar umferðarlausnir á
svæðinu. Þannig vinnubrögð væru
ábyrgðarlaus og þess vegna bíður
ákvörðunin þeirrar endurskoðunar
sem nú fer fram á aðalskipulagi
Reykjavíkur og ljúka mun á þessu
ári.
Framganga sjálfstæðismanna í
vegamálum Reykvíkinga einkennist
því bæði af ábyrgðarleysi og lýð-
skrumi. Á meðan nauðsynlegt Qár-
magn skortir frá ráðherrum Sjálf-
stæðisflokksins verða umferðarhnút-
ar höfuðborgarsvæðisins skilgetin
afkvæmi Sjálfstæðisflokksins og þeir
réttnefndir Sturluhnútar í höfuðið á
samgönguráðherra þess flokks.
Hrannar Bjöm Amarsson
Lýðskrum borgarfulitrúa
Á sama tíma láta fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins í borgarstjórn sér
sæma að berja bumbur og krefjast
tafarlausra aðgerða Reykjavíkurlist-
ans. Þeir ganga meira að segja svo
langt að láta að því liggja að til séu
einfaldar og skjótar lausnir á vand-
anum og að orsök þeirra óhappa og
„Á meðan nauðsynlegt fjármagn skortir frá ráðherrum
Sjálfstœðisflokksins verða umferðarhnútar höfuðborg-
arsvœðisins skilgetin afkvœmi Sjálfstœðisflokksins og
þeir réttnefndir Sturluhnútar í höfuðið á samgöngu-
ráðherra þess flokks. “