Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 26
30 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 lr Öskudagsbúningarnir Grímubúningur sem Hrönn saumaði fyrir fáeinum árum á dótt- ur sína. Grímubúningar hafa síðustu árín sett æ meirí svip á hátíðahöldin á öskudag. Þótt fjöldaframleiddir grímu- búningar hafi verið að ryðja sér til rúms þá eru enn fjölmargir sem vilja heldur búa búningana til sjálfir. Nú þegar tæp vika er til stefnu eru margir komnir á fulla ferð í búningahönnuninni og sumir jafnvel að verða búnir að öllu. að verða til Þórunn Jónsdóttir saumar öskudagsbúninga á hverju ári: Gamlar peysur urðu að hárkollu Eðlubúningurinn vinsæll Ég hafði aldrei kynnst þess- ari stemningu sem ríkir í kring- um öskudaginn fyrr en ég flutti hingað til Akureyrar árið 1976. Áður hafði ég búið vestur á fjörðum og þar er hefðin ekki jafnrík og hér. Dæt- ur mínar vildu auð- vitað búninga eins og aðrir krakkar og þá var ekkert annað að gera en að setjast við saumavélina," segir Þórunn Jóns- dóttir á Akureyri. Þrjár dætur Þórunn- ar hafa notið góðs af myndarskap móður sinnar og raunar fleiri börn því Þórunn segist hafa verið dugleg að lána búningana í gegnum árin. Þegar Tilveran spjallaði við Þórunni á dögunum var hún að sauma prinsessubúning í fyrsta sinn. „Það er nú svolítið merkilegt að dæt- ur mínar þrjár hafa aldrei Svo má nýta gömul snið og til viljað vera prinsessur á ösku- <9R tjpr að mynda hef ég saumað tvo deginum, miklu frekar .. eðlubúninga úr gömlu viljað dýra- og trúðs- , . Andrea °SP’ sniði af skíðasamfest- búninga. Nú er ég að yn9Sta dóttir Þórunnar, ætlar jngj þessjr búningar sauma prinsessubún- aö klæöast þessum jókerbún- hafa gengið hjá mér í ing á sex ára vinkonu 'n9' a oskudag. Jokerbuning- mörg ár og ég hef mína og hef gaman urinn stendur vel fyrir sinu meira að segja notað af,“ segir Þórunn. þótt hann hafi gengiö barna á annan þeirra sjálf. Þetta geta flestir gert Aðspurð hvort buninga- saumur sé ekki bara fyrir færar saumakonur segir Þór- unn svo ekki vera. „Búninga- saumur eins og þessi þarf hvorki að vera flókinn né kostnaðar- Saumaskapurinn er oft á tíðum einfaldur og það má oft endurnýta gömul föt. milli f nokkur ár. sjálfir, það eina sem þarf er hug- myndaflug. Þónmn hefur ekki lengur tölu á öllum þeim grímubúningum sem hún hefur saumað. „Mér er alltaf minni- stæður Pocahontas-búningur sem ég saumaði fyrir fáeinum árum. Búning- urinn sjáifur var ekki svo flókinn en ég var ekki viss hvemig ég ætti að gera svarta hárkolluna. Þá rakst ég Þórunn með nokkra af þeim fjöl- mörgu grímubúningum sem hún hefur búiö til um ævina. DV-mynd GK tvær gamlar svartar peysur sem eldri dætur mínar voru hættar að nota. Ég rakti peysumar upp og var þar með komin með ágætan efnivið í hárkollu. Svona einfalt getur þetta verið,“ segir Þórunn Jónsdóttir. -aþ Nóg að kunna á saumavél til að búa til grímubúninga Ég er nú bara rétt að byrja að sauma búninginn sem dóttir min ætlar að klæðast á ösku- dag. Hún vill vera magadans- mær og við mæðgumar þurfum að finna eitthvað út úr því,“ sagði Hrönn Guðjónsdóttir í Mosfellsbæn- um í samtali við Tilveruna. „Ég hef alltaf undirbúið öskudag- inn og allar götur frá því ég var smástelpa vandist ég því að búning- ar væru saumaðir í tilefni þessa dags. Ég hef viöhaldið þessum sið með dóttur minni og við höfum báð- ar gaman af þessu. Hún fylgist grannt með saumaskapnum og að- stoðar mig eftir þörfum. Ég sauma töluvert á dóttur mína en mér hefur alltaf þótt búningasaumurinn ágæt- is tilbreyting frá hinum hefðbundna saumaskap því þá leyfist manni að leika sér svolítiö. Búningasaumur- inn er líka oftast einfaldari sauma- skapur og alla jafna eyðir maður ekki mikilli vinnu í rennilása og þess háttar,“ segir Hrönn. Fjöldaframleiddir grímubúningar eru oft á tíðum dýrir. „Þetta þarf svo sannarlega ekki að kosta mikið. Ég nota alls kyns efnisafganga og svo er oft hægt að fá skemmtileg efni á útsölunum. Mörg blöð gefa líka góðar hugmyndir og til að mynda er Burda-blaðiö alltaf með öskudagsbúninga. Þeir sem á annað borð kunna á saumavél eiga að ráða við grímubúningasaum," segir Hrönn Guðjónsdóttir. -aþ Hrönn Guöjónsdóttir viö sníöaboröið þegar vika er til stefnu. DV-mynd Pjetur Hrönn Guðjúns- dúttir saumar grímubúning á dóttur sína: Börnin í Hálsaborg búa sjálf til grímubúninga: Útsjónarsemi og sköpunargleði ræður ríkjum Við höfum haft þennan sið i tíu ár að láta bömin sjálf búa til sína grímubúninga. Vinnan hefst jafnan seint i janúar því við viljum hafa tímann fyrir okkur. Börnin ráða ferðinni en fyrst um sinn ræðum við saman um hvað við viljum gera. Síðan förum við og kaupum efni; gjama eftir óskum bamanna sem segja okkur hvaða * liti þau vilji helst. í ár var svart til dæmis mjög vinsælt og við reynd- um að útvega efni í samræmi við það,“ segir Ólöf Helga Pálmadóttir, leikskólastjóri i Hálsaborg í Breið- holtinu. Þegar Tilveran heimsótti leik- skólann í gær var allt að verða til- búið þótt enn væri vika í öskudag- Sóldís, Elma Rut og Harpa önnum kafnar viö aö leggja lokahönd á öskudagsbúningana. DV-mynd ÞÖK inn. Ólöf Helga segir það af ráðum gert að byrja snemma svo ekki myndist óþarfa stress þegar nær líð- ur. „Búningahönnunin er þrosk- andi fyrir börnin; þau eru svo óheft í sinni sköpun og sýna oft á tíðum mikla útsjónarsemi þegar kannski þarf að breyta út af upphaflegri hug- mynd vegna þess að rétta efnið finnst ekki. Búningagerðin er líka til þess fallin að þjálfa fmhreyfing- ar; bömin þurfa að sníða efnin og sum sauma jafnvel svolítið líka,“ segir Ólöf og bætir við að þá sé eitt af markmiðunum að kenna börnun- um að ekki þurfi alltaf að kaupa alla hluti; það sé oft miklu skemmti- legra að búa þá til sjálfur. „Á öskudag höldum við síðan ball og að því loknu æfla bömin að heimsækja eldri borgara í Seljahlið og sýna búningana sína. Bömin era búin að standa sig vel við búninga- gerðina og það má reikna með miklu fjöri héma á öskudag,“ segir Ólöf Helga Pálmadóttir. Harpa, Sóldís, Elma Rut, Ólöf Helga leikskólastjóri, Daníel Kristinn og Sigur- björn í hluta af grímubúningunum sem þau hafa búiö til fyrir öskudaginn. DV-mynd ÞÖK I -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.