Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Side 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 I>V Margrét Þórhildur Danadrottningu finnst þegnarnir ekki nógu umburöariyndir í garö útlendra. Drottning dregur ekki upp rétta mynd af Dönum Margrét Þórhildur Danadrottning dregur ekki upp rétta mynd af þegn- um sínum þegar hún segir að þeir séu ekki nógu umburðarlyndir og hagi sér eins og „þorpsbúaklíka" gagnvart innflytjendum og flótta- mönnum. Þessu halda þeir fram, leiðtogar Danska þjóðarflokksins. Þingtlokks- formaður hans, Kristian Thulesen Dahl, segir að drottning geri þá skyssu, eins og svo margir aðrir, að túlka framgang DÞ sem svo að Dan- ir hafi eitthvað á móti útlending- um. Svo sé þó alls ekki. Gerhard Schröder og frú Doris Fengu gamia mynd af sér aö gjöf Schröder fékk mynd af sér og fýrrum ástkonu Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, færði Gerhard Schröder Þýskalandskanslara held- ur frumlega gjöf í heimsókn sinni í vikunni, mynd af honum og þáver- andi ástkonu hans, Doris Kopf, á ol- íuborpaOinum Sleipni í Norðursjón- um. Doris, sem nú er eiginkona Schröders, var blaðakona á tímarit- inu Focus. Myndin, sem var tekin fyrir fjór- um árum, olli miklu írafári og varð til þess að þáverandi eiginkona Schröders vísaði honum á dyr skömmu eftir heimkomuna. Tsjetsjenía: Tillögur til lausn- ar átökunum koma eftir helgi Evrópusambandið tilkynnti í gær að Vladímír Pútín, nýkjörinn for- seti Rússlands, myndi leggja fram tillögur að pólitískri lausn átakanna í Tsjetsjeníu í næstu viku. Talsmað- ur Pútíns sagði hins vegar að engar slikar tillögur væru í smíöum. Jaime Gama, utanríkisráðherra Portúgals, sagöi fréttamönnum eftir fund með Pútín í Moskvu aö rúss- neski forsetinn hefði rætt um ætlan sína að leggja fram tillögur til lausnar á deilunni. Rússnesk stjómvöld fordæmdu í gær atkvæðagreiðslu í Evrópuráð- inu á fimmtudag þar sem Rússar voru sviptir atkvæðisrétti sínum og mælt var með því að þeir yrðu rekn- ir úr ráðinu. Sögðu Rússar að at- kvæðagreiðsla bæri vott um kalda- stríðshugsunarhátt. Faðir Elians litla faðmaði dómsmálaráðherrann: Stuttar fréttir Fær að hitta son- inn í næstu viku Faðir kúbverska drengsins Elians Gonzalez fær að hitta son sinn á Flórída á miðvikudag, ef allt gengur eftir, að því er bandarísk stjómvöld sögðu í gær. Harðvítug deila um for- ræði yflr drengnum hefur verið milli föðurins og ættingja drengsins í Miami. Juan Miguel Gonzalez, sem kom til Bandaríkjanna frá Kúbu á fimmtudag, hitti Janet Reno dóms- málaráðherra í Washington í gær. Tilfmningaþrunginn fundur þeirra hófst með formlegu handbandi en þegar þau kvöddust föðmuðust þau. „Þau veittu mér allan stuðning í að leysa þetta eins fljótt og hægt er. Ríkisstjómin hefur fullvissað mig um að það verði gert. Ég er viss um að svo verður og að ég fái son minn fljótlega," sagði Gonzalez við frétta- menn eftir fundinn með Reno og Doris Meissner, yfirmanni banda- ríska innflytjendaeftirlitsins. Feðgamir hafa ekki sést síðan í Faðir Elians í Bandaríkjunum Juan Miguel Gonzalez, faöir Elians litla, eiginkona hans og ungt barn ræöa viö fréttamenn eftir fund meö Janet Reno dómsmálaráöherra í Washington í gær. nóvember þegar Elian fannst fljót- andi á bíldekksslöngu undan ströndum Flórída. Móðir hans drukknaði í flóttatilraun þeirra til Bandaríkjanna. Foreldramir voru fráskildir. Heimildamenn innan dómsmála- ráðuneytisins sögðu að bréf yrði sent til ættingja Elians á Flórída og þeim fyrirskipað að afhenda dreng- inn foður sínum, hugsanlega þegar á miðvikudaginn kemur. Faðirinn, sem var nýja eiginkonu sína og ungt barn þeirra með sér, sagði Janet Reno dómsmálaráð- herra frá því hversu sárt það hefði verið fyrir hann að fá ekki að vera með Elian. Ættingjar Elians litla vilja ekki heyra á það minnst að hann fari aft- ur heim til Kúbu með foður sínum og alist upp í kommúnistaskipulag- inu þar. Svo kann að fara að lögregla verði til kvödd en reyna á að forðast það í lengstu lög. Sól og blíða í dýragarðinum Þessir undirfögru pelíkanar nutu svo sannarlega veöurblíöunnar í dýragaröinum í Varsjá, höfuöborg Póllands, í gær. íbúar Varsjár og nærsveita hafa loks endurnýjaö kynni sín af vorinu undanfarna daga. Á sama tíma eru landar þeirra í sunnanverðu Póllandi aö drukkna í regni eöa snjókomu, nema hvort tveggja sé. Niðurlæging óskabarns íhaldsins algjör: Archer lávarður hand- tekinn og yfirheyrður Rithöfundurinn, milljónamæring- xu-inn og fyirum þingmaður breska íhaldsflokksins, Jeffrey Archer lá- varður, var handtekinn í gær og tekinn til yfirheyrslu á lögreglustöð í Lundúnum. Archer er grunaður um aö hafa hindrað framgang rétt- vísinnar í tengslum við meiðyrða- mál sem hann höfðaði gegn æsifréttablaði fyrir þrettán árum. Talsmaður rannsóknarlögregl- unnar Scotland Yard sagði að Archer hefði átt pantaðan tíma á lögreglustöðinni, eins og hann orð- aði það, og að hann hefði samstund- is verið handtekinn. Frekari upplýs- ingar var ekki að fá hjá talsmannin- Jeffrey Archer lávaröur Óskabarn íhaldsins breska í yfír- heyrslu á löggustöö í London. um. Archer var rekinn úr íhalds- flokknum í fimm ár í febrúar síöast- liðnum vegna hneykslismáls sem batt enda á tilraunir hans til að veröa borgarstjóraefni íhaldsins í Lundúnum. Archer hafði beðið vin sinn um að bera ljúgvitni fyrir sig í málaferlunum gegn blaðinu Daily Star árið 1987. Archer voru dæmdar 60 milljónir í skaðabætur fyrir þær fullyrðingar blaösins að hann hefði sofið hjá vændiskonu. íhaldsflokk- urinn afneitaði Archer i gær. Andstæðingar hans sögðu þetta til merkis um að íhaldsflokkurinn væri enn á kafi í spillingu. Krajisnik segist saklaus Momcilo Krajis- nik, hægri hönd Radovans Kara- dzics, leiðtoga Bosníu-Serba í borgarastyrjöld- inni, lýsti í gær yfir sakleysi sínu af ákærum um stríðs- glæpi fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Krajisnik er ákærður fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og sitthvað mis- jafnt annað. Færeyingar verða að velja Danska stjómin hefur ákveðið að þeir Færeyingar sem hafa búið í Danmörku undanfama þrjá til fjóra áratugi verði að velja milli dansks rikisfangs og færeysks, fari svo að Færeyjar verði sjálfstæðar. Fulltrúi færeyskra jafnaðarmanna í danska þinginu kallar þetta siðleysi. Þrælahald stórglæpur Franska þjóðþingið hefur sam- þykkt lög þar sem þrælahaldi er lýst sem glæpi gegn mannkyninu og þar sem kveðið er á um að endaloka þess árið 1848 verði minnst árlega. Náðu tökum á gaseldi Sænskir sérfræðingar náðu síð- degis í gær tökum á eldinum sem logar í gasflutningavagni á jám- brautarstöðinni í Lilleström i Nor- egi. Þeim tókst að tengja slöngu við gasgeyminn og leiða gasið burt frá eldinum. Ekki er gert ráð fyrir að ibúar, sem þurftu að fara að heiman á miðvikudag, kæmust heim fyrr en einhvem tima í dag. Mori lagður inn Yoshiro Mori, nýskipaður forsæt- isráðherra Japans, dvaldi á sjúkra- húsi í nótt og gekkst undir áður fyr- irhugaða læknisskoðun. Talsmaður Moris segir hann heilsuhraustan. Óttast stórgos í Japan Vísindamenn óttast að mikið gos verði í eldfjallinu Usu innan fárra daga. Hraunkvika er þegar farin af stað undir yfirborði jarðar. Mugabe í vígahug Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði í gær að ef nauðsyn krefði myndi hann berjast fyrir aðgangi að landi hvítra bænda. Þing Simbabves samþykkti naum- lega á fimmtudag heimild til að yfir- taka land hvítra bænda án þess að greiöa fyrir það bætur. Rán á Arlandaflugvelli Bíræfnir þjófar stálu 172 kílóum af peningaseðlum á Arlandaflugvelli við Stokkhólm í gær. Talið er að þýfið sé að verðmæti um 300 millj- ónir íslenskra króna. Þetta er í ann- að sinn á tveimur vikum sem stór- rán er framið á Arlanda. Tyrki játar á sig morð Tyrkneskur karlmaður hefur ját- að að hafa stungið annan tveggja áhangenda enska knattspymuliðs- ins Leeds sem vora drepnir í Istan- bul í vikunni. ESB of þungt í vöfum Evrópusambandið er orðið svo þungt í vöfum að Frakkar og Þjóð- verjar megna ekki lengur að knýja sambandið áfram eins og áður. Bjó með líki eiginmanns Fullorðin kona í Múnchen í Þýskalandi hafði lík eiginmanns síns hjá sér í rúminu í fjóra mánuði áður en áhyggjufullur ættingi lét lögreglu vita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.